Morgunblaðið - 15.08.1987, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Morgunblaðið
Blaðberar óskast
Óskum eftir blaðberum víðs vegar í
Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnarnesi
meðal annars til sumarafleysinga.
Sjá auglýsingu annars staðar í blaðinu.
Hárgreiðslustofur
Hárgreiðslunemi á síðasta ári óskar eftir
vinnu hluta úr degi fram að áramótum.
Upplýsingar í síma 98-1196 eftir kl. 17.00.
Fatahreinsun
Starfsmaður óskast í straujun og frágang á
fötum. Vinnutími 8.00-13.00. Ennfremur
vantar starfsmann í afgreiðslu. Vinnutími
9.00-18.00.
Fatahreinsunin Snögg,
Stigahlíð 45-47,
sími31230.
JL matvörumarkaður
óskar eftir stúlkum í verslunina,
- Konu í grill. Vinnutími 10-14.
- Manni á húsgagnalager.
JIB
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121
/A A A A A A * *>
. J I. II' 1 >-> i
HU, lílTTT Etítem
Kennarar
— kennarar
Hér er auglýsing með gamla laginu.
Enn vantar kennara til starfa við Grunnskóla
Siglufjarðar meðal kennslugreina: Almenn
kennsla, stærðfræði, erlend mál, raungrein-
ar, samfélagsgreinar og íþróttir.
Húsnæði í boði.
Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 96-71686
og formaður skólanefndar í síma 96-71614.
Skóianefnd
ST. JÓSEFSSPÍTALI,
LANDAKOTI
Ritari
Ritara vantar frá 1.9 1987 nk. Verslunar- eða
stúdentspróf nauðsynlegt.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í starfs-
mannahaldi, Öldugötu 19.
Ræsting
—Landakot
Hefur þú, áhuga á notalegum vinnustað? —
Okkur á Landákoti yantV^gójtt fólk til ræst-
•' . .irí'ga.
Við gefum upplýsingar í síma 19600-259
(ræstingastjóri) frá kl. 10.00-14.00.
Reykjavík 14.08. 1987.
Innskrift
Starfsfólk óskast í innskrift á auglýsingadeild
okkar. Vinnutími frá kl. 9.00-17.00.
Nánari upplýsingar hjá verkstjóra auglýs-
ingadeildar, Aðalstræti 6.
Sjúkraliðar
Laus er til umsóknar staða sjúkraliða á
sjúkra- og ellideild Hornbrekku í Ólafsfirði.
Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofuna,
Ólafsvegi 4, Ólafsfirði, fyrir lok ágústmánað-
ar 1987.
Nánari upplýsingar veita undirritaður í síma
62151 og hjúkrunarforstjóri í síma 62480.
Bæjarstjórinn í Óiafsfirði
Valhúsaskóli
á Seltjarnarnesi
auglýsir eftir kennurum í eftirtöldum greinum:
í myndíð og heimilisfræði. Þá vantar og safn-
vörð í hálfa stöðu við skólasafnið.
Upplýsingar gefa:
Ólafur H. Óskarsson, skólastjóri, í símum
300871 og 612044,
Gísli Ellerup, yfirkennari, í símum 16910 og
612044.
Skólanefnd
Skrúðgarðyrkja
Leiðandi fyrirtæki í skrúðgarðyrkju óskar að
taka nema í iðninni.
Fyrirtækið er gamalgróið með víðtæka starf-
semi og er aðsetur þess á Reykjavíkursvæði-
inu.
Boðið er upp á mikla vinnu og góða framtíð-
armöguleika í ört vaxandi starfsgrein.
Skriflegar umsóknir með upplýsingum um
aldur og fyrri störf sendist til auglýsingadeild-
ar Mbl. fyrir 20. ágúst nk. merktar: „Skrúð-
garðyrkja — 6071".
Kennarar
Kennara vantar að Grunnskólanum í Bolung-
arvík við ísafjarðardjúp. Um er að ræða
bekkjarkennslu hjá 7 og 8 ára börnum, er-
lend mál, náttúrufræði (þ.e. eðlis- og líffræði),
tónmennt, hand- og myndmennt og íþróttir.
Aðstaða til leikfimi- og sundkennslu er
mjög góð. Húsnæði er ódýrt og staðarupp-
bót verður greidd.
Hafið samband við skólastjóra, Gunnar
Ragnarsson, í síma 27353 og formann skóla-
nefndar, Einar K. Guðfinnsson, í síma
94-7540.
Skólanefnd.
Forstaða safnahúss
Vestmannaeyjabær auglýsir stöðu forstöðu-
manns safnahúss laust. Háskólamenntun í
bókasafnsfræðum er æskileg.
Safnahús Vestmannaeyja hýsir bókasafn
bæjarins, eitt elsta bókasafn í landinu,
byggðasafn og listmunasafn svo og skjala-
safn í rúmgóðu og nýlegu húsi.
Frekari upplýsingar veitir bæjarstjóri í símum
98-1088 og 98-1092 á vinnustað.
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum,
Arnaldur Bjarnason.
Húsavík
Óskum eftir fóstrum/starfsfólki til starfa 1.
september nk.
Upplýsingar gefur dagvistarstjóri í síma
96-41255.
Barnaheimilið Bestibær.
BESSASTAÐAHREPPUR
SKRIFSTOFA, BJARNASTÖÐUM SÍMI: 51950
221 BESSASTAÐAHREPPUR
Bessastaðahreppur
auglýsir
Okkur vantar fólk í eftirtaldar stöður:
1. Fóstru og/eða starfsfólk á leikskóla.
2. Dagmömmur. \
3. Starfsfólk við sundlaug.
4. Fólk til að sinna heimilisþjónustu.
Um er að ræða heilar eða hálfar stöður.
Allar upplýsingar verða veittar á skrifstofu
Bessastaðahrepps.
Sveitarstjóri
Bessastaðahrepps.
Bókhald
Skrifstofa okkar leitar að fólki til bókhalds-
starfa. Við óskum að ráða fólk sem hefur
viðskiptamenntun eða reynslu af bókhalds-
störfum. Viðkomandi þurfa að geta hafið
störf sem fyrst. Allar frekari upplýsingar eru
veittar á skrifstofu okkar og vinsamlegast
sendið umsóknir til:
LÖGGILTIR
ENDURSKOÐENDUR HF
REKSTRARAÐILI:
BJÖRN STEFFENSEN
&ARIÓ. THORLACIUS SF.
Endurskoðunarstofa
Ármúla 40 — Pósthólf8191
128 R.-S: 686377
Ljósritunarvéla-
viðgerðir
Óskum að ráða menn til viðgerða og eftirlits
á Ijósriturnarvélum, telefaxtækjum og öðrum
skrifstofutækjum.
Rafeindavirkjamenntun eða svipuð menntun.
Nánari upplýsingar gefur verkstæðisformað-
ur Þorvaldur Sigurðsson á staðnum.
HUOMBÆRI
Hverfisgötu 103.
Kennarar
Kennara vantar að grunnskólanum á Djúpa-
vogi, S-Múlasýslu.
Kennslugreinar: íþróttir, íslenska, enska og
almenn kennsla.
í boði er íbúð ásamt gæslu í heimavist.
Djúpivogur er vaxandi kauptún og þar er
náttúrufegurð mikil.
Upplýsingar eru fúslega veittar í símum
97-88959 hjá form. skólanefndar, Guðrúnu
Valgeirsdóttur, 97-88873 hjá skólastjóra,
Eysteini Guðjónssyni.
Skólanefnd.