Morgunblaðið - 15.08.1987, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987
43
Dexter Gordon í hlutverki Dale Turner í myndinni Um miðnætti.
Bíóhúsið:
Sýnir myndina Um miðnætti
BÍÓHÚSIÐ hefur hafið sýningar
á myndinni Um miðnætti sem til-
einkuð er Bud Powell og Lester
Young. Með aðalhlutverkið fer
Dexter Gordon en hann fékk
Óskarsútnefningu fyrir leik sinn
í myndinni. Leikstjóri er Bertr-
and Tavemier. Óll tónlist í
myndinni er valin og útsett af
Herbie Hancock.
í frétt frá kvikmyndahúsinu seg-
ir m.a. að myndin fjalli um Dale
Tumer (Dexter Gordon) sem er vel
þekktur saxófónleikari vestan hafs.
Tumer unir sér ekki vel í Banda-
ríkjunum svo hann leggur leið sína
til Parísar þar sem honum vegnar
vel nema að einu leyti. Hann hefur
ekki stjórn á áfengislöngun sinni
og hverfur hvað eftir annað fyrir-
varalaust. Þótt hann lofi bót og
betmn þegar hann kemur aftur í
leitimar er iðrunin fljót að hverfa
°g gleymast og allt fer {sama farið.
Með aðstoð vina sinna fæst hann
til að fara aftur til Bandaríkjanna
en þá er hann illa farin andlega og
líkamlega.
Sýning Lars Emils Árnasonar
LARS Emil Árnason sýnir mál-
verk í Gallerí Hallgerði (Lang-
brók) að Bókhlöðustíg 2. Þetta
er fjórða einkasýning hans hér
á landi.
Á sýningunni eru 20 olíumál-
verk auk teikninga og högg-
mynda.
Lars Emil er 25 ára Reyk-
víkingur. Hann stundaði nám við
Myndlistaskólann í Reykjavík,
Myndlista- og Handíðaskóla ís-
lands, auk þriggja ára framhalds-
náms í Hollandi.
Sýningin er opin kl. 16-20 virka
daga, og kl. 14-20 um helgar.
Henni lýkur 23. ágúst. Öll verkin
á sýningunni em til sölu.
Eitt verkanna á sýningunni.
Lauk meistaraprófi
í stj órnmálafræði
Á Þjóðhátíðardag íslendinga, 17.
júní sl., lauk Jónas Egilsson M.A.
prófi í alþjóðastjómmálafræði
(International Relations) frá Uni-
versity of San Diego í Kaliforníu.
I lokaritgerð sinni, sem bar hei-
tið „The Delimitation Process of the
Continental Shelf and the Exlusive
Economic Zone“, fjallaði hann um
reglur og hefðir, sem skapast hafa
við skiptingu efnahagslögsögu og
landgmnns milli ríkja.
Meðal annars tók hann sérstak-
lega fyrir deilur íslendinga og
Norðmanna um efnahagslögu við
Jan Mayen, deilu Ástralíu og Papúa*
Nýju-Guinea um Torres-sundið,
deilu Bandaríkjamanna og Kanada-
manna um Georgsbanka og deilu
Argentínumanna og Chilebúa um
yfirráð á Beagle-sundi.
Jónas varð stúdent frá Mennta-
skólanum við Sund 1980 og lauk
B.A.-prófi í stjórnmálafræði við San
Jose State University í Kalifomíu
vorið 1985. Hann er 29 ára gam-
all, fæddur 12. febrúar 1958, og
sonur Egils Stardal, kennara, og
Emu Ingólfsdóttur, sjúkraliða.
„Eg legg áherslu á
takt og stemmningu
í myndunum“
Sænsk myndlistarkona, Ulva Lars
son, sýnir á Laugarvatni
Selfossi.
SÆNSK myndlistarkona, Ulva
Larsson frá Stokkhólmi, heldur
um þessar mundir sýningu á
vatnslitamyndum í sölum Hótels
Eddu í Húsmæðraskólanum á
Laugarvatni. Sýningin er opin til
21. ágúst.
Ulva Larsson er félagi í samtök-
um listakvenna í Svíþjóð, „Svenska
konstnarinnor". Hún hefúr haldið
tvær einkasýningar (1983 og 1987)
og auk þess tekið þátt í fjórum
samsýningum. Ulva er hér á landi
með manni sínum, Jan Olaf Lars-
son, sem flytur fyrirlestur á
námskeiði Umferðarráðs á Laugar-
vatni.
Á sýningu Ulvu á Laugarvatni
eru þær myndir hennar sem hún
sagði auðvelt að flytja milli landa.
Þetta eru 27 vatnslitamyndir af
nokkrum stærðum og teikningar.
Auk þess að mála með vatnslitum
vinnur hún myndir með olíulitum
og einnig ofin myndverk.
Ulva segist Ieggja áherslu á að
finna hrynjandi í myndum sínum
og að ná fram stemmningu. Fyrir-
myndimar sækir hún til náttúrunn-
ar og eru ráðandi myndir á
sýningunni af jurtum ogtijám. Hún
færir fyrirmyndimar í_ stflinn og
einfaldar myndefnið. „Ég vil sýna
í myndunum hvemig ég upplifí fyr-
irmyndina sjálf og reyni að tjá mig
í myndunum." Hún kvaðst ætla að
nota tímann á meðan hún er á ís-
Morgunblaðið/Sigurrtur Jónsson
Ulva Larsson ásamt einu verka
sinna.
landi til að safna efni í myndir
héðan, með því að gera skissur og
taka ljósmyndir. Hún kvaðst hafa
heillast af náttúm landsins og at-
vinnulífinu sem tengist. henni. Ulva
sagði að myndimar á sýningunni á
Laugarvatni sýndu gjörólíkt mynd-
efni en það sem sækja mæt.ti til
íslenskrar náttúm.
Sýning Ulvu er sölusýning og
öllum aðgengileg í húsnæði Hótels
Eddu í Húsmæðraskólanum.
— Sig. Jóns.
radauglýsingar
raðauglýsingar
raðauglýsingar
Skrifstofuhúsnæði
Höfum verið beðnir að útvega lítið verslunar-
og skrifstofuhúsnæði fyrir einn af viðskipta-
vinum okkar. Má vera á 2. hæð, 50-80 fm,
helst miðsvæðis í borginni.
Bókhaldsstofan,
Skipholti 5,
sími 622212.
100-200 fm
atvinnuhúsnæði
Bráðvantar 100-200 fm atvinnuhúsnæði,
helst sem næst gamla miðbænum. Þarf ekki
að vera í góðu ástandi en þó þarf að vera
Ijós og hiti.
Upplýsingar í síma 623246 á daginn og
685569 eftir kl. 20.00.
@/&M>
Heilsugæslustöð í Þorlákshöfn
Tilboð óskast í að reisa og gera fokhelda
heilsugæslustöð í Þorlákshöfn. Verkinu skal
vera lokið 1. júlí 1988.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri
Borgartúni 7, Reykjavík gegn 10.000,- kr.
skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn
1. sept. 1987 kl. 11.00 fh.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
B'v'FUjAi'.lUNI 7 i ;•■•.! v».rí44
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því,
að gjalddagi söluskatts fyrir júlímánuð er 15.
ágúst. Ber þá að skila skattinum til inn-
heimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskatts-
skýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið.
plurgiwxMalítííi
I MetsöluHaó á hverjum degi!