Morgunblaðið - 15.08.1987, Side 46

Morgunblaðið - 15.08.1987, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 KRÆKIBER Þegar ég var barn á Seyðisfirði var venja okkar barnanna á Búðareyrinm að fara upp í Botna 2. ágúst og tína ber. Fyrr mátti alls ekki fara. Okkur fannst þetta eins konar helgidagur. Oft voru þau ber, sem við tíndum þennan dag, smá og óþroskuð, en við létum það ekki á okkur fá. Við borðuðum berin með áfergju og okkur þótti þau býsna góð, þótt fullorðna fólkið fussaði og segði að berin væru römm. í Botnunum voru bara krækiber, og þurftum við að fara upp í fjallið og yfir klettabelti. Vorum við misdugleg við að klifra klettana. Ég var ekki kjarkmikil og mjög oft hrædd í klettunum. Það fór svo að um það bil, sem berin hefðu orðið fullþroska í Botnunum, voru börnin á Búðareyrinni og börn víðar í bænum búin með þau. Inni í landi var aftur á móti mikið af blábeijum og aðalblábeijum auk krækibeija, en þangað var farið síðar. Var oft tekinn vörubíll á leigu. Fór hann með okkur inn eftir að morgni og sótti okkur síðan að kvöldi. Við krakkamir sátum á pallinum. Fallegt er inni í landi á Seyðisfirði, kjarri- og lyngivaxnar hlíðar og mikið af eini. Margir fallegir fossar í Fjarðaránni sem f ellur þar fram. Við íjarðarsel var stífla, sem við klifruðum yf ir. Var það iqjó renna og var ég ef satt skal segja alltaf dauðhrædd að fara yfir hana, en einhvem veginn var það svo, að berin handan við ána vom eftirsóknarverðari. Enn held ég þeim sið að fara til beija og fmnst það alltaf jafn gaman, og dásamleg tilfinning að sjá röð af flöskum með beij- asaft og krukkum með sultu á búrhillunni. Beijagrautur og sætsúpa er engin fantafæða, en ótalmargt annað er hægt að gera við berin en nota þau í súpu, graut, saft og sultu. Mörgum finnst líka gott að drekka saftina, enda er hún mög holl og C-vítamínrík og ómenguð úr beijum úr okkar hreina landi. í þessum þætti eru líka uppskriftir að kökum og ábætisréttum með krækibeijum, en krækiber henta mjög vel í þá og ef hugmyndaflugið er látið ráða eru möguleikamir næstum óþijótandi. Krækiberjahlaup með eplum Ábætisréttur 1 lítri krækiber ■Ádl vatn 1 dl sykur Vdítri eplasafi 3 epli 10 blöð matarlím 1. Þvoið og hreinsið berin. Setjið þau síðan í pott ásamt vatni og sjóðið við hæg- an hita í 10-15 mínútur. Meijið berin með kartöflustappara meðan á suðu stendur. 2. Hellið beijunum á sigti og meijið saf- ann úr. Setjið ásamt sykri í pott. 3. Setjið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 10 mínútur. 4. Hitið saftina í pottinum. Vindið mat- arlímið upp úr vatninu. Takið pottinn með saftinni af hellunni og bræðið matarlímið í heitri saftinni. 5. Setjið eplasafa út í saftina. 6. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjam- ann. Skerið síðan í litla bita og setjið út í safann. 7. Hellið í hringmót. Látið kólna að mestu á eldhúsborðinu, en setjið síðan í kæliskáp og látið stífna alveg. Það tekur um 5-6 klst. 8. Skerið niður með brúnunum á mótinu. Dýfið því augnablik í sjóðandi vatn og hvolf- ið á fat. 9. Berið bananaijóma eða eggjasósu með. Sjá uppskriftir hér á eftir. Bananarjómi 1 peli ijómi 3 stórir bananar 1. Þeytið ijómann. Látið hann ekki verða mjög stífan. 2. Meijið bananana með gaffli. Gætið þess að hræra ekki i þeim. 3. Setjið bananana út í ijómann. Blandið lauslega saman, annars verður þetta seigt. Eggjasósa 1 peli mjólk 1 peli kaffíijómi 3 msk. sykur 4 eggjarauður 1 peli ijómi 1 dl sherry 1. Setjið kalt vatn í eldhúsvaskinn. Hafið hann hálffullan. 2. Hitið mjólk og kaffujóma. 3. Hrærið saman sykur og eggjarauður þar til það er ljóst og létt. Hellið ögn af ijómablandinu út í. Setjið síðan eggjahrær- una út í pottinn. Setjið hann aftur á helluna og hitið að suðumarki. Hrærið stöðugt í þar til þykknar. 4. Takið pottinn af hellunni, setjið ofan í vatnið í eldhúsvaskinum. Hrærið þar til mesti hitinn er rokinn úr. Kælið síðan alveg. 5. Setjið sherry út í. 6. Þeytið ijómann og setjið út í um Ieið og sósan er borin fram. Athugið: Hægt er að nota vanillu í stað sherrys. Einnig er hægt að sleppa þeytta ijómanum. Krækiberja/sítrónubúðing- ur (Handa 6) 'Alítri krækiber 400 g skyr (2 litlar dósir) 1 peli ijómi 1 pk. Royal-sítrónuhlaup (lemon gelatin dessert) 1 dl sjóðandi vatn 1 dl kalt vatn 1. Hitið vatn. Setjið hlaupduftið á skál. Setjið síðan 1 dl af sjóðandi vatni út í. Lát- ið duftið leysast vel upp. Setjið síðan 1 dl af köldu vatni út í. Setjið skálina í kæliskáp- inn og látið kólna án þess þó að hlaupa saman. 2. Þeytið ijómann. Blandið saman skyri og þeyttum ijóma. Setjið það síðan út í sítrónulöginn. Hrærið saman með gaffli. 3. Setjið hrein berin út í. 4. Setjið í skál. Setjið síðan í kæliskáp og látið stífna í 3-4 klst. Haframj ölskossar með krækiberjum og banönum (20 stk.) 2 dl sykur 'Adl sýróp IV* dl (150 g) brætt smjör eða smjörlíki 2 dl haframjöl 2 dl hveiti Vítsk. lyftiduft 1 tsk. vanillusykur 2 pelar ijómi 1 pottur krækiber 3 stórir bananar 1. Setjið sykur og sýróp í skál. Bræðið smjörlíki, kælið síðan örlítið og setjið út í. Hrærið saman. 2. Setjið haframjöl, hveiti, lyftiduft og vanillusykur út í. Hrærið saman. 3. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 180°C. . 4 Setj ið bökunarpappír á bökunarplötur. 5. Setjið deigið á plötumar með teskeið. Ein tsk. í hverri köku. Smyijið síðan út með hníf, þannig að þetta verði u.þ.b. 8 cm í þvermál. Kökumar renna örlítið út. Hafið bil á milli. 6. Setjið plötuna með kökunum í miðjan ofninn og bakið í u.þ.b. 12 mínútur. Fylgist með bakstrinum. Kökumar eiga að brúnast örlítið og falla saman. 7. Takið kökurnar af papþímum og kæ- lið. 8. Þeytið ijómann. Takið örlítið frá af honum og setjið í sprautupoka 9. Meijið bananana með gaffli. Hrærið banana og ber lauslega út í ijómann. Ef mikið er hrært verður þetta seigt og leiðin- legt. Takið nokkur ber frá til að skreyta með 10. Leggið kökurnar saman tvær og tvær með ijómanum á milli. 11. Sprautið smátopp ofan á kossana með ijómanum í pokanum. Stráið síðan nokkrum beijum ofan á ijómann. Krækibeijadrykkur Vzlítri beijasaft (sjá hér á eftir) 2 litlar femur ananassafi 1 flaska sódavatn nokkur græn vínber ísmolar (klaki) 1. Skerið vínberin í tvennt og takið úr þeim steina. 2. Blandið saman kaldri beijasaft og köldum ananássafa. 3. Setjið sódavatnið saman við. 4. Setjið vínberin og klakann út í. 5. Hellið drykknum í glös, setjið sogrör í glösin. Krækiberjahlaup 1 lítri hreinn krækibeijasafi 1 kg sykur safi úr 1 sítrónu hleypiefni (Pectinal, magn skv. leiðb. á pakkanum) 1. Setjið krækibeijasafa og sítrónusafa í pott. Látið sjóða upp. Setjið hleypiefni út í og sjóðið eins lengi og segir á umbúðunum. 2. Takið pottinn af hellunni og hrærið sykurinn út í. Hrærið svo vel að sykurinn leysist vel upp. Setjið pottinn ekki aftur á helluna. Mjög áríðandi er að setja sykur í á eftir hleypiefni. 3. Hellið í hreinar kmkkur. Látið kólna. 4. Klippið smjörpappírshring og leggið ofan á krukkumar, setjið lok eða tvöfalda plastfilmu yfir krukkumar og geymið á köldum stað. 5. Merkið með innihaldi og dagsetningu. Soðin krækibeijasaft 5 kg krækiber 500 g sykur í hvem lítra af safa 1 msk. uppleyst vín- eða sítrónusýra í hvem lítra af safa. 1. Hreinsið og þvoið berin, hakkið þau síðan í beijapressu eða hakkavél. Ef þið hakkið berin í hakkavél, þarf að sía á grisju, en í beijapressu skilst saftin að. 2. Mælið safann, setjið í pott ásamt sykri. Sjóðið við hægan hita í 10-15 mínútur. 3. Hellið vínsýru út í. 4. Hellið saftinni á vel hreinar flöskur og lokið vel. Ef þið eruð með flöskur undan sterku áfengi er óþarfi að þvo flöskumar. 5. Merkið með innihaldi og dagsetningu og geymið á köldum stað. Athugið: Vínsýra er ekki alltaf seld í uppleystu formi. Hún er stundum seld í duftformi og er þá yfirleitt 50 g í pakkning- um. Þetta magn er hæfilegt að leysa upp í 7 dl af heitu vatni. Ef þið hafið ekki góða geymslu þarf að setja rotvamarefni saman við sultu og saft. Algengasta rotvarnarefnið er Benso-nat. En leiðbeiningar þess em ékki nógu skýrar. Skolið ílátið að innan með rotvamarefninu. Setjið síðan */*-l msk. af því í kíló af sultu eða saft. Setjið rotvarnarefni í rétt eftir að þið takið pottinn af hellunni. Það á ekki að sjóða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.