Morgunblaðið - 15.08.1987, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987
49
Minning:
Sölvi M. Sigurðs-
son frá Undhóli
Fæddur 3. október 1897
Dáinn 20. júní 1987
Mig langar til að minnast afa
míns Sölva með nokkrum línum
þótt ekki verði hér rakið allt sem
vert væri um ævi hans og störf.
Fyrir mig var hann fyrirmynd,
sem aldrei mun gleymast, traustur
og einlægur vinur, auk þess að
vera mér hugljúfur afi, sem ég
gat alltaf komið til og rætt málin
við fram til hins síðasta. Hann var
ætíð tilbúinn til að hlusta og fræða
og öllum vildi hann gott gera er
hann hafði samskipti við.
Þar sem afi hafði alltaf gaman
af ljóðum finnst mér vel viðeig-
andi að hafa yfir eftirfarandi
ljóðlínur, sem eiga svo vel við um
hann:
„Og er það ekki mesta gæfa manns,
að milda skopi slys og þrautir unnar,
að finna kímni í kröfum skaparans,
og kankvís bros í augum tilverunnar."
Þannig orkti Öm Amarson.
Afi kynntist mörgu á langri ævi
og þurfti oft að takast á við tilver-
una, sem ekki var alltaf blíð og
góð við hann. Einkum var það
honum mikið áfall að missa sjónina
á góðum aldri, en einmitt þá, þeg-
ar á móti blés, sýndi hann hvað
best hve sterkur hann var og hve
fjarri það var honum að gefast
upp, það var eins og hvert mót-
læti efldi hann og rósemin var
alltaf hin sama.
Aðeins nokkmm dögum fyrir
andlátið talaði hann um hvenær
hann gæti aftur farið að vinna,
en hann starfaði við burstagerð
hjá Blindravinafélaginu eins og
heilsan leyfði fram að síðustu
spítalavist. En þrátt fyrir erfið-
leika, kom alltaf fram kímni hans,
stundum með hnyttnum tilsvömm
og jafnvel í bundnu máli.
Mér er sagt að fyrr á ámm er
hann bjó í Skagafirði hafí hann
starfað mikið að ýmsum félags-
málum í sveit sinni, m.a. lengi í
hreppsnefnd Hofshrepps, og hafi
verið vandfundnir menn, sem
gegnt hefðu slíkum störfum með
meiri vandvirkni og trúmennsku
en hann gerði.
Afí Sölvi fæddist á Spáná í
Unadal, sem liggur upp frá Höfða-
strönd í Skagafírði, þann 3.
október 1897, og var næstelstur
sjö systkina. Foreldrar hans vom
hjónin Margrét Baldvinsdóttir og
Sigurður Ólafsson, sem þar
bjuggu. Hann var Skagfirðingur í
báðar ættir og fór hann aldrei
leynt með hve vænt honum þótt
um Skagafjörðinn og norðlenskar
byggðir.
Þessi vísa er úr kvæði er hann
orkti um æskustöðvamar:
Horfi ég hátt í norður
um heiðar og fjallaskörðin
í blámóðu sé ég blika
á blessaðan SkagaQörðinn.
Fimm ára að aldri fór hann í
fóstur til Jóhönnu Jónasdóttur og
Jóhannesar Eyjólfssonar, sem þá
bjuggu á Undhóli í Óslandshlíð og
ólst hann upp hjá þeim, þar til
hann fór í bændaskólann á Hólum
í Hjaltadal, en þaðan útskrifaðist
hann árið 1919. Eins og margir
af aldamótakynslóðinni átti afi
sína drauma um frjálst land og
umbætur í íslensku þjóðlífí. Hugur
hans stóð til að læra meira, en
efnin vom lítil og því var ekki um
frekari skólagöngu að ræða, og
réð hann sig því til starfa á bænda-
býli á eyju við vesturströnd
Noregs.
í Noregi dvaldi hann um fimm
ára skeið og starfaði á búgörðum,
og kynntist þar mörgu sem nýstár-
legt var fyrir íslendinga. Þegar
heim kom starfaði hann um skeið
við Vífílsstaðabúið, en síðar lá leið
hans aftur til Norðurlands því
þangað leitaði hugurinn alltaf.
Starfaði hann um tíma við Hóls-
búið á Siglufírði, en þar kynntist
hann ömmu, Halldóm Guðnadótt-
ur, sem var ekkja er starfaði við
matseld og þjónustu fyrir báta sem
gerðu út fra' Siglufírði. Þau giftust
5. nóvember 1929 og fluttu_ á
æskuheimili afa á Undhóli í Ós-
landshlíð og tóku þar við búi.
Tvö börn Halldóm frá fyrra
hjónabandi, Auður og Ragnar,
fluttu þangað með þeim og ólust
þar upp til fullorðinsára.
Afi og amma bjuggu á Undhóli
í 30 ár. Þau eignuðust einn son,
Jóhannes Gísla, en mörg böm
dvöldu hjá þeim um lengri eða
skemmri tíma. Gestkvæmt var á
Undhóli, einkum á sumrin, enda
er mér sagt að öllum hafi verið
tekið þar opnum örmum, og ætíð
reynt að veita sem best hveijum
sem að garði bar. Þegar afi var
um sextugt fór sjónin að bila og
varð það til þess að hann brá búi
og flutti til Reykjavíkur 1959.
Hann starfaði um nokkurra ára
skeið í ísbirninum á Seltjamamesi
en síðan lá leiðin í vinnustofu
Blindravinafélags Islands í Ing-
ólfsstræti og starfaði hann þar í
næstum 20 ár.
Amma dó 2. júní 1969 og var
það honum mikill missir, því þau
voru mjög samrýnd og höfðu kom-
ið sér upp hlýlegu heimili á
Holtsgötu 31 í Reykjavík. Nú þeg-
ar afi er horfinn, lifír minning um
góðan mann, sem víða lagði hönd
á plóginn.
Ég held að fáir hafí þann and-
lega styrk sem hann hafði og
þennan óbilandi vilja til að sigrast
á erfiðleikunum. Það þarf þrek og
þor til að ferðast einn og blindur
til New York þegar hann var orð-
inn áttræður, og að fara á hveiju
sumri um langt árabil norður til
æskustöðvanna að heimsækja vini
og kunningja. En einmitt þetta var
honum svo mikils virði — að vera
þátttakandi í lífí og starfi og vinna
þannig bug á þeim annmörkum,
sem tilveran hafði fléttað inn í líf
hans.
Um leið og ég kveð afa minn
með þessum fátæklegu kveðjuorð-
um, vil ég þakka honum það
veganesti, sem hann gaf mér og
svo mörgum öðrum, með því að
vera sú fyrirmynd í lífi og starfi
sem prýða myndi flesta — maður
sem vann störf sín af samvisku-
semi, einbeitni og æðruleysi.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Helga Jóhannesdóttir
ORÐSENDING FRÁ
IÐNLÁNASJÓÐI
UM BREYTT
ÚTLÁNAKJÖR
Frá og med 15. ágúst kemur til framkvæmda breyting á útlánakjörum Iðnlána-
sjóðs og eru þau sem hér segir:
Vélalán háð lánskjaravísitölu 7,5% vextir
Byggingarlán háð lánskjaravísitölu 8,5% vextir
Útlán bundin gengi SDR 8,5% vextir
Lán vöruþróunar- og markaðsdeildar háð
lánskjaravísitölu 5,0% vextir
Byggingarlán undir kr. 5.000.000,00 eru háð lánskjaravisitölu en yfir
kr. 5.000.000,00 bundin gengi SDR.
Vélalán undir kr. 250.000,00 eru háð lánskjaravísitölu, en vélalán yfir
kr. 1.000.000,00 bundin gengi SDR. Við töku vélalána þar á milli getur lántaki
valið hvor útlánakjörin hann tekur.
Samsvarandi breyting verður á útistandandi lánum, þar sem ákvæði skuldabréfa
heimila slíkt.
IÐNLÁNASJÓÐUR
IÐNAOARBANKINN LÆKJARGÖTU 12, 101 REYKJAVlK,
SÍMI 691800