Morgunblaðið - 15.08.1987, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987
50
Minning:
Lúðvík J. Alberts-
son — Hellissandi
Fæddur 13. júlí 1912
Dáinn 8. ágúst 1987
Í dag er kvaddur hinstu kveðju
frá Ingjaldshólskirkju elskulegur
tengdafaðir minn og vinur, Lúðvík
J. Albertsson, Svalbarða, Hellis-
sandi. Efst í huga nú er þakklæti
fyrir hlýhug og vináttu í minn garð
frá okkar fyrstu kynnum, sem aldr-
ei bar skugga á.
Hann var fæddur í Súðavík 13.
júlí 1912. Þar þjuggu foreldrar hans
þá, Þórdís Magnúsdóttir og Albert
Einarsson. Hann stundaði nám í
Hvítárbakkaskóla 1930—31, Reyk-
holtsskóla 1931—32 og Samvinnu-
skólanum 1934—35. A námsárun-
um stundaði hann sjómennsku á
sumrum. 1936 réðst hann til starfa
hjá Kaupfélagi Hellissands og vann
þar til 1943. Síðan vann hann við
bókhald hjá Hraðfrystihúsi Hellis-
sands 1944—50. Síðan vann hann
aftur hjá Kaupfélagi Hellissands til
1963. Frá því stundaði hann ýmis
störf, m.a. við byggingar, fiskverk-
un o.f.. Gjaldkeri Sjúkrasamlags
Neshrepos var hann í 30 ár,
1942 -72.
Hann hvæntist 13. júlí 1937
yeroniku Hermannsdóttur, dóttur
Ágústínu Ingibjargar Kristjáns-
dóttur frá Bjameyjum og Her-
manns Hermannssonar frá
Skáleyjum. Þeim varð sjö barna
auðið og lifa þau föður sinn. Þau
eru: Smári Jónas, kvæntur Auði
Alexandersdóttur frá Stakkhamri;
Þórdís Berta, gift undirrituðum;
Lúðvík, kvæntur Steinunni Kristó-
fersdóttur frá Hellissandi; Sigríður,
gift Grétari Þórðarsyni frá
Reykjavík; Ómar Vignir, giftur Kay
Lúðvíksson frá Bandaríkjunum;
Hermann, sambýliskona Erla Áma-
dóttir frá Reykjavík; og Helga
Ágústína, ógift.
Lúðvík var sérstaklega dagfars-
prúður maður, sem gerði ekki á
hlut annarra manna en hafði
ákveðnar skoðanir á málum. Á
seinni árum málaði hann töluvert
af myndum í frístundum á meðan
heilsan leyfði. Einnig lék hann tals-
vert á orgel á heimilinu.
Hann átti við vanheilsu að stríða
síðustu árin og var oft þungt hald-
inn síðustu mánuðina. Hann
andaðist í Borgarspítalanum 8.
ágúst sl. Þar naut hann mjög góðr-
ar aðhlynningar, sem ber að þakka.
Ég kveð tengdaföður minn með
klökkum hug og innilegu þakklæti
fyrir það sem hann gerði fyrir okk-
ur og ánægjustundir sem við áttum
saman. Ég sendi Veroniku, bömun-
um, systkinum hans og öðrum
ættingjum og vinum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Björgvin Ólafsson
Lúðvík Júlíus Albertsson lést á
Borgarspítalanum síðla kvölds 8.
ágúst, einmitt um það leyti sem
sólin gekk undir og rökkur lagðist
yfír láð og lög. Dagsverkinu var
lokið. Hann slóst í för með röðlinum
til þess heims þar sem alltaf er bjart
og eilífur friður ríkir. Hvíld þessa
hafði hann þráð í erfíðri sjúkdóms-
legu. Kraftamir vóru þrotnir og
hlutverki hans lokið. Hann hefur
nú hlotið lausn frá helsi sínu og
hvílir í faðmi þess sem vakir yfír
öllu lífí.
Lúðvík J. Albertsson fæddist á
Súðavík og ólst þar upp. Hann var
elstur sex systkina. Foreldrar hans
voru þau Albert Einarsson sjómaður
og Þórdís Magnúsdóttir. Lúðvík
útskrifaðist frá Samvinnuskólanum
vorið 1935 og ári seinna kom hann
á Sand og hóf störf hjá Kaupfélagi
Hellissands. Þar vann hann í 18 ár.
Á Hellissandi kynntist hann eftirlif-
andi konu sinni, Veróniku Her-
mannsdóttur. Þau giftust árið 1937
og stofnuðu þar heimili sitt.
Síðan tóku við ýmis störf eftir
því hvað til féll. Meðal annars starf-
aði hann í nokkur ár við smíðar hjá
Smára, syni sínum. Honum voru
falin margvísleg trúnaðarstörf á
Hellissandi. í 25 ár hafði hann
umsjón með sjúkrasamlaginu og í
meira en tvo áratugi var hann próf-
dómari við Bama- og miðskóla
Hellissands. Hann var einn af stofn-
endum Lionsklúbbs Nesþinga og
var félagi hans til hinstu stundar.
Hann var einnig meðal stofnenda
ungmennafélagsins Reynis og var
ásamt konu sinni heiðursfélagi þess.
Svo mætti lengi telja.
Lúðvík og Verónika eignuðust
sjö böm. Þau em: Smári Jónas
trésmíðameistari, kvæntur Auði
Alexandersdóttur bankafulltrúa;
Þórdís Berta sjúkraliði, gift Björg-
vini Ólafssyni verkstjóra; Lúðvík
trésmíðameistari, kvæntur Stein-
unni Kristófersdóttur húsmóður;
Sigríður húsmóðir, gift Runólfí
Grétari Þórðarsyni trésmið; Ómar
trésmíðameistari, kvæntur Kay
Wiggs tónlistarkennara; Hermann
rafvirki, kvæntur Steinunni Erlu
Árnadóttur skrifstofustúlku; og
yngst er Helga Ágústína póstaf-
greiðslustúlka, ógift.
Þegar Lúðvík fellur frá eru
bamabömin 18 en bamabamaböm-
in 6. Það hefur gefíð lífí þeirra
Veróníku mikið gildi að hugsa um
afkomendur sína og fylgjast með
þeim vaxa úr grasi. Þau hafa hlúð
vel að þeim og veitt þeim mikla
umhyggju. Lúðvíks verður nú sárt
saknað.
Lúðvík og Verónika áttu gull-
brúðkaup á 75 ára afmælisdegi
hans, 13. júlí sl. Þau lifðu í afar
farsælu og kærleiksríku hjónabandi
— það duldist engum sem kynntist
þeim. Alltaf fóru hlýleg orð á milli
þeirra. Þau voru ákaflega samhent
og reyndu að vera saman öllum
stundum. Heimili þeirra var fagurt
og gestrisnin sat í fyrirrúmi. Það
var opið öllum sem vildu og ósjald-
an var ferðalangi boðið að gista og
borða. Kannski var það burtfluttur
Sandari eða einhver á vegum fé-
lagasamtaka í byggðarlaginu. Það
mátti aldrei greiða þeim með neinu
móti. Sá sem þettar ritar hefur oft
á ferðum sínum í átthagana undir
Jökul notið einstakrar gestrisni og
velvildar á heimili þeirra hjóna. Ég
veit að þannig verður það áfram
þegar ég heimsæki Veróniku
frænku mína að Lúðvíki gengnum.
Þó að okkur fínnist í fljótu bragði
höfundur lífsins vera miskunnar-
laus að klippa á vináttu hjóna sem
auðgað hafa hvort annars líf í hálfa
öld getum við þó verið honum þakk-
lát fyrir að hafa gefíð þeim að lifa
við hamingju allan þennan tíma.
Það er svo miklu meira en mörgum
öðrum er gefíð.
Lúðvík var einstaklega vel liðinn
maður, áreiðanlegur og velviljaður.
Hann var fremur hlédrægur að eðl-
isfari en vandaður til orðs og æðis.
Ekki minnist ég þess að hafa
nokkru sinni heyrt hann tala um
veikindi sín að fyrra bragði. Hann
háði stríð sitt hljóður. En alltaf
spurði hann mig um heilsufar ætt-
ingja minna þegar við hittumst. Það
segir meira en mörg orð um þann
góða hug sem hann bar til vina
sinna. Þá var hann sjálfur farinn
að heilsu. Þegar ég spurði hvemig
honum sjálfum liði svaraði hann því
með örfáum orðum og þar með var
það afgreitt. Æðruleysi var eitt af
einkennum hans.
Síðustu tvö árin lá Lúðvík meira
og minna veikur á sjúkrahúsum í
Reykjavík. Kona hans vék sjaldan
frá honum allan tímann. Þó að hún
skryppi í örfáa daga vestur á Sand
Minning:
Fæddur 18. mars 1902
Dáinn 5. ágúst 1987
Ég man fyrst eftir Birni Jónssyni
fyrir hartnær 30 árum þegar ég,
sex ára gamall, fór í sveit að Innri-
Kóngsbakka. Sá staður átti eftir
að vera mitt annað heimili næstu
níu sumur. Þaðan á ég margar
góðar minningar sem seint munu
fymast. Fyrir ungan dreng var það
mikil og góð reynsla að vera í sveit
þjá þeim hjónum Birni og Sigur-
borgu Magnúsdóttur og þeim
fjórum systkinum Bjöms sem
bjuggu á Innri-Kóngsbakka.
Á Innri-Kóngsbakka voru þá í
heiðri höfð vinnubrögð sem óðum
voru að hverfa úr sveitum og fyrir-
finnast tæplega nú á dögum.
Ragmagn var þá ekki á bænum og
kom ekki fyrr með samveitu 1968,
kynnt var upp með mó. í öllu heimil-
ishaldi var notast að stórum hluta
við heimagerðan mat og reynt að
vera sjálfum sér nógur um flesta
hluti. Eitt lítið dæmi skýrir þetta
ef til vill best. Byggð var ný hlaða,
gmnnur var handgrafinn. Bjöm sló
upp mótum, steypan var hrærð með
skóflum og steypt með góðri aðstoð
nágranna. Allan frágang sá Bjöm
um sjálfur, þegar kom að því að
smíða lamir á hurðir var eldur
kynntur, jám hitað og lamimar
búnar til. Þá spurði ég Bjöm: „Af
hveiju kaupir þú ekki lamir" og
svarinu gleymi ég seint. „Það kost-
ar peninga að kaupa Iamir" Ég
held að aldrei hafí verið ráðist í
stærri framkvæmdir án þess að
þeim mætti ljúka með eigin fjár-
munum. Það að skulda var ekki góð
búmennska. En það skorti aldrei
neitt og flestar vélar til heyskapar
voru keyptar eftir því sem tækninni
fleygði fram.
Bjöm er fæddur og uppalinn á
Innri-Kóngsbakka, hann lærði
til að huga að húsinu þeirra og
garðinum, sem þau hafa lagt svo
mikla rækt við, var hugurinn alltaf
hjá honum. Mikið hefur á henni og
bömum þeirra mætt í þessu langa
veikindastríði. Þeir sem setið hafa
hjá helsjúkum ástvini og haldið í
hönd hans skilja það einir til fulls
hvílíka orku það tekur. Trúin var
styrkur Veróniku. Hún veit að nú
er ævivinur hennar í góðum hönd-
um.
Þó að Lúðvík væri fæddur á
Súðavík leit hann alltaf á Hellissand
sem heimabyggð sína enda átti
hann þar heima í 50 ár. Þau Verón-
ika hafa alla tíð borið sterkar taugar
til byggðarlagsins. Marga ánægju-
stundina áttu þau í ökuferðum um
nágrennið. Sögusviðið undir Jökli
og Jökullinn sjálfur voru þeim hug-
leikin. Þau sáu fleira en dautt gijót
og gras í náttúrunni. Fyrir þeim
var landslagið lifandi. Út um suður-
gluggana heima á Svalbarða höfðu
þau gott útsýni til konungsins tign-
smíðar ungur að árum og vann við
smíðar í Reykjavík, í Stykkishólmi
og nærliggjandi sveitum. Við lát
foreldra sinna kaupir Björn ásamt
Lárusi bróður sínum Innri-Kóngs-
bakka og hefur þar búskap ásamt
systkinum sínum, þeim Lárusi,
Bergþóri, Margréti og Jóni. Af þeim
systkinum er Jón nú einn á lífí.
Björn giftist árið 1937 Sigurborgu
Magnúsdóttur, en hún lést árið
1974. Hjá þeim hjónum var gott
að dvelja og átti Sigurborg sinn
góða þátt í því sem og þau öll systk-
ini.
Á Innri-Kóngsbakka ríkti mjög
skörp verkaskipting. Þar hafði hver
maður sitt starf að vinna og gegndi
því af trúmennsku. Vinnuhendurn-
ar voru margar og það var ekki
talið eftir sér að slá með orfi og ljá
heilu túnin. Sjálfsagt mál þótti að
slá alla lækjar- og skurðbakka og
jafn sjálfsagt var að raka með hrífu
öll tún, svo varla yrði eitt strá eft-
ir. Á bænum ríkti mikil snyrti-
mennska og fékk bærinn viður-
kenningu þar að lútandi. Allar
byggingar voru málaðar reglulega
og betri girðingar hef ég varla séð.
Það hlýtur að hafa verið erfíð
og stór ákvörðun, en óumflýjanleg,
að selja og flytja frá Innri-Kóngs-
bakka fyrir nokkrum árum. Þá voru
þijú systkinanna látin og líkamlegt
þrek hinna farið að minnka. En
andlegu þreki hélt Bjöm í nokkur
ár eftir þetta og notaði tímann til
að færa í letur ýmislegt sem ella
hefði fallið í gleymskunnar dá. Sein-
ustu æviárin bjó hann á Dvalar-
heimili aldraðra í Stykkishólmi og
naut þar góðrar umönnunar. Bjöm
var mjög fróður um ættfræði og
sögu héraðsins. Ritaði hann nokkr-
ar greinar um þetta efni, talaði á
mannamótum og var oft fenginn
sem leiðsögumaður gesta um hérað-
ið. Þessarar visku nutu börn þau
+
Eiginkona mín, móð^-/ókkar, tengdamóðir, amma og langamma,
MATTHILbÓB BJÖRG MATTHÍASDÓTTIR,
Vesturbergi 142,
lést í gjörgæsludeild Landakotsspítalans 12. ágúst.
Guðmundur Egilsson,
Guðfríður Guðmundsdóttir, Björn Möller,
Elín V. Guðmundsdóttir, Sigurgeir V. Sigurgeirsson,
Bjarni Guðmundsson, Sigrún Halldórsdóttir,
Ragnar Á. Guðmundsson, Sigrfður Brynjólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
ÁRNA GÍSLASONAR,
Ásbúðartröð 9,
Hafnarfirðl,
Ester Kláusdóttir,
ÁsgeirÁrnason, Sigriður Jóhannesdóttir,
Páll Árnason, Bryndfs Skúladóttir,
Kristfn Árnadóttir, Einar Sindrason,
Hólmfríður Árnadóttir, Friðrik Rúnar Guðmundsson,
Anna Pálfna Árnadóttir, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Björn Jónsson
Innri-Kóngsbakka
arlega, Snæfellsjökuls, sem skagar
upp úr Snæfellsfjallgarðinum og
gnæfír yfír önnur fjöll. Þegar Jök-
ullinn tekur ofan og skartar sínu
fegursta í röðulbjarma er hann dá-
semd ein. í veikindum heima fyrir
fannst Lúðvíki það veita sér mikla
hugarró að geta virt fyrir sér á
björtum dögum.
í byijun sumars í fyrra áttum
við Verónika einu sinni sem oftar
símaspjall. Þá var Lúðvík nýlega
kominn heim af sjúkrahúsi og leið
miklu betur. Ég man svo vel hvað
þau bundu miklar vonir við að mega
njóta sumarsins saman heima undir
Jökli því að þau fundu bæði hve
máttur Lúðvíks dvínaði. Þau vildu
geta fylgst með bömunum sínum í
nágrenninu, hlúð að fallega garðin-
um sínum, skroppið í ökuferð á
fögrum kvöldum, og notið þeirrar
lotningar sem aðdáendur Jökulsins
fyllast þegar þeir líta hann. En
ekki varð þeim að ósk sinni. Nokkr-
um vikum seinna var Lúðvík
kominn á sjúkrahús og helstríðið
hófst.
í dag er þessi heiðursmaður bor-
inn til moldar { Ingjaldshólskirkju-
garði. Mörgum vinum sínum hefur
hann fylgt sömu leið til grafar en
nú er komið að honum. Ekkert okk-
ar kemst hjá því að ganga í spor
liðinna kynslóða. Þannig er lífið.
Eftir lifir minningin um góðan
dreng sem skilað hefur góðu dags-
verki.
Þó að hausti í hugum ástvina á
kveðjustund vita þeir innst inni að
þeir eru böm hins eilífa ljóss sem
aldrei víkur frá þeim. Þegar við
göngum til náða vegmóð að kveldi
er það til þess eins að við getum
hvílst og vaknað efld í fyllingu
næsta dags. Þannig munu dánir
styrkjast til nýs og betra lífs í heimi
sem Guð einn veit hvernig er.
Blessuð sé minning Lúðvíks J.
Albertssonar.
Eðvarð Ingólfsson
sem dvöldu á Innri-Kóngsbakka.
Bjöm starfaði mikið að félagsmál-
um, var oddviti í sveit sinni um tíma,
formaður Búnaðarfélagsins í hérað-
inu og sinnti fleiri störfum. Virkur
var hann í pólitík um tíma og fylgdi
þar ætíð Framsóknarflokknum að
málum.
Helgafellssveit er ekki mann-
mörg sveit, en ég minnist ætíð hve
samvinna bænda var góð. Sérstak-
lega lágu menn ekki á liði sínu
þegar byggingaframkvæmdir voru-
annars vegar. Á milli Innri-Kóngs-
bakka og Ytri-Kóngsbakka ríkti
góð samvinna og vinátta. Jónas
Þorsteinsson, bóndi á Ytri-Kóngs-
bakka og hans fjölskylda reyndist
þeim systkinum á Innri-Kóngs-
bakka ætíð mikil hjálparhella.
Að Ieiðarlokum vil ég þakka fyr-
ir samverustundimar og þann
hlýhug sem mætti mér á Innri-
Kóngsbakka og síðar þegar ég kom
þar með fjölskyldu mína þegar við
komum reglulega í heimsókn.
Bjöm Jónsson verður jarðaður
frá Bjarnarhafnarkirkju í dag. Nú
verður ekki siglt á bát til kirkju
eins svo og oft var gert. Nú leggur
hann upp í sína hinstu för. Ég sendi
Jóni bróður Bjöms mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Jafet S. Ólafsson