Morgunblaðið - 15.08.1987, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987
53
^ Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Ahöfnin í gæslufluginu I gær við komuna til Reykjavíkurflugvallar. Frá vinstri: Tómas Helgason flug-
maður, Guðjón Jónsson flugstjóri, Vilbergur Magni Óskarsson stýrimaður, Jón E. Björnsson loftskeyta-
maður og Omar Karlsson stýrimaður.
Þriggja áratuga far-
sælt gæsluflug að baki
Guðjón Jónsson við stjórnvölinn á Fokkerflugvél Landhelgisgæslunn-
ar i síðustu ferð sinni.
Guðjón Jónsson flugstjóri hjá
Landhelgisgæslunni fór í sitt
síðasta flug fyrir hana í gær og
kvaddi fyrirtækið eftir rúmlega
þriggja áratuga farsælt starf.
Við komuna til baka á Reykjavík-
urflugvöll var tekið höfðinglega á
móti honum af samstarfsmönnum
hans í Landhelgisgæslunni. Var
Guðjón hylltur með dynjandi lófa-
taki er hann steig frá borði og
flugmenn gæslunnar skipuðu sér í
heiðursröð fyrir framan landgang-
inn. Búið hafði verið til veislu í
flugskýli Landhelgisgæslunnar.
Gunnar Bergsteinsson forstjóri
hennar hélt stutta tölu og þakkaði
Guðjóni störf hans við uppbyggingu
flugdeildar Landhelgisgæslunnar,
sem hann ætti stóran hlut í. Kvaðst
hann ætla að Guðjón væri frum-
heiji sem lengi yrði minnst. Guðjón
þakkaði sýndan hlýhug, samstarfs-
mönnum sínum samstarfið um árin
og Pétri Sigurðssyni fyrrum for-
stjóra Landhelgisgæslunnar fyrir
að hafa sýnt sér það traust að ráða
sig í upphafi. Páll Halldórsson yfir-
flugstjóri Landhelgisgæslunnar bar
því næst Guðjóni þakkir samflug-
manna hans hjá gæslunni fyrir
samstarfið og og kvaðst aðeins eiga
bjartar minningar um það. Færði
hann Guðjóni gjöf frá flugmönnum
og blómvönd. Guðmundur Ingi-
marsson, elsti starfandi flugvirki
Landhelgisgæslunnar, þakkaði að
lokum Guðjóni samstarfið um árin
fyrir hönd flugvirkjanna og færði
honum gjöf og blóm frá þeim. Var
síðan gengið til borðs.
Hefur starfað síðan
reg’lubundið gæsluflug
hófst
Guðjón hefur starfað hjá Land-
helgisgæslunni síðan reglubundið
gæsluflug á hennar vegum hófst
árið 1955, þegar fyrsta flugvélin
var keypt, TF-RÁN, sem var flug-
bátur af gerðinni Catalina.
Flugmannsskírteinið fékk Guðjón
árið 1947 að loknu námi við Spart-
an School of Aeronautics í Tulsa,
Oklahoma í Bandaríkjunum. Hann
kom heim og kenndi fyrsta árið hjá
flugskólanum Pegasus, eða til vors
1949. Þá réð hann sig á björgunar-
flugvél á Keflavíkurflugvelli. Á
þeim tma var flugvöllurinn undir
umsjón bandarísks einkafyrirtækis,
fram til ársins 1951, þegar banda-
ríski herinn tók við vellinum. Guðjón
réðst þá til Flugmálastjómar og
vann við flugumsjón þar til hann
hóf störf hjá Landhelgisgæslunni
árið 1955.
Talsvert erfiðara en
venjulegt farþegaflug
Guðjón verður sextugur síðar í
þessum mánuði. Reglum sam-
kvæmt eiga flugmenn Landhelgis-
gæslunnar að hætta störfum við
þau tímamót, en geta fengið undan-
þágu til 63 ára aldurs. Guðjón sagði
í samtali við blaðamann að það
hvarflaði ekki að sér að sækja um
það. Því fyrr sem menn færu úr
starfí því meiri möguleika hefðu
þeir á að finna sér eitthvað annað
að gera. Sextugsaldur væri ekki
ýkja hár og það væri ekki hægt að
setjast í helgan stein á þeim aldri.
Hann gerði því ráð fyrir að fínna
sér eitthvað annað að vinna að
loknu sumarfríi, sem hann færi í
nú. Starfsemi við flug gæslunnar
hefur farið fram í sömu skýlunum
á Reykjavíkurflugvelli síðan 1958
að sögn Guðjóns. Aðspurður hvem-
ig tilfínning það væri að vinna sinn
síðasta vinnudag eftir þrjátíu ára
starf á sama stað, sagði Guðjón að
allt væri það nú heldur óraunveru-
legt fyrir sér ennþá.
Af sínum langa starfsferli segist
Guðjón ekki hafa frá neinum svaðil-
fömm að segja. Hann hafí ekki lent
í neinum óhöppum og aldrei verið
í lífshættu svo hann vissi. „Það er
ekki svaðilför þegar maður kemur
til baka á réttum tíma,“ segir hann.
Hann ætlar alveg að hætta að fljúga
nú, segist vera orðinn þreyttur eftir
svo mörg ár hjá Landhelgisgæsl-
unni. „Þetta er allt annað en
farþegaflug," segir hann, „talsvert
erfíðara. Við fljúgum nær alltaf
lágflug. Þá er ókyrrð oftast nær
meiri í loftinu og því erfiðara að
fljúga. Við þurfum líka oft að fljúga
við slæm skilyrði og maður verður
þreyttur með ámnum.“ Aðspurður
segist Guðjón eiga um 14300 flug-
stundir að baki.
Oskalistinn langnr eftir
tækjum
Flugfloti Landhelgisgæslunnar
telur nú eina Fokkerflugvél og tvær
franskar þyrlur af Dolphin og Ec-
ureuil gerð. Aðspurður hvort
gæslan sé nógu vel tækjum búin
segir Guðjón að við séum fáir og
smáir og verðum að sníða okkur
stakk eftir vexti. Óskalistinn sé
langur. Bæði vanti ýmis tæki og
mörg þurfí að endumýja. Sem dæmi
nefnir hann radarinn í Fokkervél
gæslunnar sem hafi aðeins 120
gráðu sjónsvið framfyrir vélina, en
þyrfti að ná yfír 360 gráður.
Guðjón er að lokum spurður hvort
hann vilji koma einhverju á fram-
færi á þessum tímamótum.
„Ég þakka öllum sem ég hef
starfað með héma,“ segir Guðjón.
„Ekkert hefði gengið upp nema
með mjög góðu samstarfí þeirra
sem hér vinna. Áhöfnin hefur alltaf
unnið sem einn maður. Og starf
Landhelgisgæslunnar gengi ekki
nema menn væru í þessu starfí af
áhuga, ekki bara í vinnunni. Hér
hafa menn alltaf reynt að leysa
málin eins og best var hægt hverju
sinni."
Landspítalinn:
Kiwanishreyf-
ingin styður ung-
lingageðdeildina
Söfnuðu rúmum 6,5 milljónum
KIW ANISHRE YFIN GIN hefur
formlega afhent Unglingageð-
deild Landsspitalans uppgjör
vegna söfnunar á K-daginn 18.
október, en þann dag seldu Kiw-
anismenn og fjölskyldur þeirra,
K-lykilinn undir kjörorðinu
„Gleymum ekki geðsjúkum". Söf-
uðust samtals 6.539.894,24 sem
rann óskipt til unglingageðdeild-
arinnar.
í frétt frá geðdeild Landsspítal-
ans segir að: „Vegna framlags
Kiwanismanna tókst að ljúka þeim
hluta unglingageðdeildarinnar sem
þegar hefur verið tekin í notkun,
nokkru fyrr en áætlað hafði verið.
Stofnun unglingageðdeildarinnar
mætir brýnni þörf unglinga til
greiningar og meðferðar á geðkvill-
um hvers konar, þar með talin
misnotkun áfengis og annarra
vímuefna. Miklar væntingar eru
bundnar við unglingageðdeildina
um að þar megi greina og lækna
ýmsa geðkvilla áður en í svo mikið
óefni er komið að ekki ráðist við
neitt."
Þá kemur fram að Kiwanishreyf-
ingin hefur stutt með fjárframlög-
um á undanfömum árum,
endurhæfíngu geðsjúkra um allt
land. Með það í huga hefur söfnun-
arfénu verið beint til þjálfunar-
vinnustaða, húsnæði fyrir
endurhæfingastöðvar og nú síðast
til unglingameðferðar. Þrátt fyrir
að stærstu átök Kiwanishreyfíngar-
innar hafí verið í þágu geðsjúkra
hefur hún einnig stutt aðrar fram-
kvæmdir innan heilbrigðiskerfísins,
eins og kaup á eldvamarkerfí fyrir
Kópavogshæli.
(Úr fréttatilkynningu)
Veislu-fiskbúðingur.
Heimalagaður
fiskbúðingur
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Veislu-fiskbúðingur
500 g fískflök, helst ýsa
IV2 tsk. salt
dál. pipar
2 dl sýrður ijómi
2 dl ijómi
V2—1 dl graslaukur
Fiskurinn skorinn í bita og
síðan tættur sundur í blandara
eða með hrærivél.
Egg, sýrður ijómi og ijómi sett
saman við og hrært vel, kryddað
að smekk og síðast er brytjaður
graslaukurinn settur saman við.
Ef hafa á með fyrmefnt góðmeti,
rækjur eða reyktan lax, er hægt
að setja það í lag í miðjum búð-
ingnum eða ofan á. Aflangt form
er smurt, fyllt að hálfu og lax-
sneiðar eða rækjur settar yfir,
síðan það sem eftir er fisksins þar
ofan á. Búðingurinn soðinn í
vatnsbaði í ca. 1 klst. Aðeins látið
ijúka áður en hvolft er úr form-
inu. En búðinginn má einnig bera
fram kaldan með sósu.
Sósan:
1 dl sýrður rjómi
1 dl fínt brytjuð steinselja
1- 2 tsk. appelsínusafi
2- 3 matsk. rifin piparrót
Kryddað að smekk.
Fiskbúðinugr I
500 g fiskflök, ýsa eða þorskur
2 egg
4 matsk. bráðið smjör
5 dl bland, ijómi og mjólk til helm-
inga
IV2 matsk. kartöflumjöl
salt og pipar
Fiskurinn hakkaður (2-3 sinn-
um) eða tættur í sundur og
hrærður í vél. Eggin em þeytt
áður en þau em sett saman við
ásamt bráðnu köldu smjöri,
ijómablandi, kartöflumjöli og
kryddi. Ef notaður er blandari er
best að setja helming vökvans
fyrst í ásamt helmingi físksins,
tæma blandarann og setja svo
hinn helminginn. Að því loknu er
sett saman við allt farsið það sem
fara á í. Sett í smurt form og
soðið í vatnsbaði í pönnu eða ofni
við 200°C í um það bil 1 klst.
Fiskbúðingur II
500 g hakkaður fískur (ýsa eða
þorskur)
3-4 soðnar kartöflur
2 matsk. hveiti
1 matsk. kartöflumjöl
ca. V2 tsk. lyftiduft
1 egg
salt og pipar
Fiskurinn og kartöflumar í bit-
um sett í hrærivélarskál, hrært
hveiti, kartöflumjöli og lyftidufti
sáldrað yfir. Egg og krydd sett
saman við ásamt dál. mjólk ef
þurfa þykir.
Farsið sett í smurt form og
soðið í vatnsbaði, í pönnu eða
potti, í ca. 1 klst. Ef búin er til
tvöföld uppskrift er hægt að
steikja búðinginn í sneiðum síðar
og er þá allfrábrugðinn matur.