Morgunblaðið - 15.08.1987, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 15.08.1987, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 -+■ HANDKNATTLEIKUR / STULKNALANDSLIÐIÐ Svar HSÍvið skýringum IHF: IHF vfsaði íslenska stúlkna- landsliðinu úr HM að beiðni þýska handknattleikssambandsins ÁGÆTU íþróttafréttamenn Morgunblaösins. Stjórn HSÍ fagnar áhuga ykkar á málefni stúlknalandsliðs okkar og ósk ykkar á skýringum frá Al- þjóðahandknattleikssam- bandinu (IHF) á því hvers vegna stúlknalandslið íslands var dœmt úr forkeppni HM og vestur-þýska stúlkna- landsliðinu dæmdur sigur og rétturtil þátttöku í HM. í Morgunblaðinu í gær (14. ágúst) birtist þýdd greinar- gerð frá IHF um rök þeirra fyrir því að dæma íslenska stúlknalandsliðið úr keppn- inni. Landsliðsnefnd kvenna og þjálfari stúlknalandsliðs- ins eru að vinna að ítarlegri greinargerð sem svar við grein þessari frá IHF og mun hún verða send ykkur innan skamms svo og til IHF. í grein IHF koma fram ýmis ósann- indi og rangfærslur ásamt tilvitnunum í telex, þar sem aðeins eru teknar setningar sem virðast passa inn f mál- flutning IHF fþessu máli. Þá er athyglisvert að lesa sífelld- ar afsakanir IHF í greinar- gerðinni. Stjóm HSÍ vill að svo stöddu aðeins koma á framfæri til lesenda Morgunblaðsins, sem áhuga hafa á þessu máli, eftirfar- andi atriðum. ítarleg greinargerð verður send síðar: Meirihluti íslenska stúlkna- landsliðsins í stúdentaferð eftlr 20. maí 1987 í lok mars síðastliðnum tilkynnir Jón Erlendsson, starfsmaður HSÍ, í símtölum bæði við ritara þýska handknattleikssambandsins, Bir- kenfeld, og framkvæmdastjóra IHF, Bahrke, að eftir 20. maí fari meirihluti íslenska stúlkna- landsliðsins í hefðbundna sum- arfrísferð með skólum sínum að loknu stúdentsprófi. HSÍ óski þess vegna eftir og gerir kröfur til þess að minnsta kosti annar leik- urinn við Vestur-Þjóðveija fari ffarn fyrir 20. maí, sem er á því tímabili, sem leikimir áttu að fara fram. í greinargerð IHF er sagt að þess- ar upplýsingar hafi fyrst komið fram 20. maí. Það er ósatt. Bahrke vissi vel um þessar ástæð- ur okkar löngu áður. Það er alveg ljóst frá öllum telexum þýska handknattleikssambandsins og samtölum við ritara þess, Birken- feld, að Þjóðveijar leggja alla áherslu á að leika báða leikina við íslensku stúlkumar eftir 20. maí. í telexi frá Þýska handkanttleiks- sambandinu 30. mars 1987 kemur ljóslega fram að þeir gera sér grein fyrir erfiðleikum HSÍ að leika eftir 20. maí. En þar segja þein „Við vitnum í símtal vegna HM 1987 og tilkynnum yður eftirfar- andi, eftir að hafa farið nákvæm- lega yfir málavexti: Við höfum fullan skilning á vandamálum ykkar, ef leikimir fara fram í júní. Aftur á móti verðum við enn einu sinni að staðfesta, að þrátt fyrir besta vilja, er ekki mögulegt fyrir okkur vegna meistarakeppni og landsleikja að keppa leikina í apríl eða maí, eins og þið leggið til. Þess vegna endurtökum við til- lögu okkar: 6.-8. júní — leikur á íslandi 26.-28. júní — leikur í Þýskalandi IHF gaf HSÍ ákvörðunarrétt um leikdaga fyrir helmalaik stúlknalandsllðsins í telexi frá HSÍ til IHF þann 23. apríl er óskað eftir að ísland ákveði leikdag fyrir fyrri leik land- anna á fslandi á tímabilinu 16.-21. maí og Þjóðveijar fyrir seinni leik- inn og leikið verði í Vestur-Þýska- landi 19.-21. júní eð 26.-28. júní eins og Þýska sambandið óski eftir. I telexi frá IHF 30. apríl segir orðrétt (sjá meðfylgjandi telex): Til handknattleikssambanda ís- lands og Vestur-Þýskalands: Efni: Forkeppni stúlknalandsliða Það er skilningur okkar frá hinum ýmsu samskiptum ykkar á milli, að þið getið ekki komist að sam- komulagi um leikdaga. IHF ákveður þess vegna, að það er íslands að ákveða leikdag fyrir leik þeirra gegn Vestur-Þýska- landi (samkvæmt mótteknu telexi á tímabilinu 16.-21. maí). Það er Vestur-Þýskalands að ákveða leikdag fyrir leik þeirra gegn ís- landi (samkvæmt upplýsingum í telexi, 26.-28. júní). Við vonumst eftir samþykki ykkar og sendum ykkur okkar bestu kveðjur. Alþjóða handknattleikssam- bandið Curt Wadmark, formaður tækninefndar. Joerg Bahrke, framkvæmda- stjóri Það er alveg ljóst af þessu telexi IHF, að það er HSÍ að ákveða dagsetningu á heimaleik stúlkna- landsliðsins á tímabilinu 16.-21. maí 1987. HSÍ ákveður þess vegna leikdag 16. maí en var reiðubúið til að fresta leiknum til 19. maí. Og var þýska samband- inu og IHF tilkynnt þetta í telexi 4. maí. Þjóðveijar hafna leik- dögum HSI og leita allra leiða til að fá fyrri leiknum frestað fram yfír 20. maí, þegar þeir vita að meirihluti íslenska stúlknalands- liðsins er erlendis í stúdentaferð. Tækninofnd IHF gengur að- eins að kröfum ÞJÓðverja IHF samþykkir þrátt fyrir telex sitt 30. apríl beiðni Þjóðveija um að fresta heimaleik íslands. f af- sökunargreinargerð sinni í Morgunblaðinu 14. ágúst segir IHF, að þeir hafi þegar í mars 1987 samþykkt keppnisferð þýska stúlknalandsliðsins til Banda- ríkjanna 5.-17. maí. Kemur þetta svona eftir á mjög spánskt fyrir sjónir, því í telexi IHF til HSI og Þýska handknattleikssambands- ins 30. apríl, skylda þeir Þjóðveija til að leika á íslandi á tímabilinu 16.-21. maí 1987. Þegar IHF (Curt Wadmark) gengur svona gjörsamlega á bak við ákvörðun sína frá 30. apríl óskar HSÍ þess vegna eftir að leika báða leikina í september 1987, sem Þjóðveijar hafna. IHF hðtar að útiloka íslenska stúlknalandsliðlð Að morgni 22. júní berst HSÍ telex frá IHF með tilkynningu um að lið íslands verði dæmt úr keppni, gangi HSÍ ekki að þeim leik- dögum, sem Þjóðveijar og IHF hafí nú ákveðið. Svar skuli berast skrifstofu IHF fyrir kl. 13 (svissn- eskum tíma) eða kl. 11 að íslensk- um tíma. Formaður HSÍ leit við á skrifstofu HSÍ kl. 11.30 af til- viljun og sá þá þetta telex IHF. Að höfðu samráði við landsliðs- nefnd kvenna er IHF svarað með telexi 22. júní sem berst skrif- stofu IHF kl. 14.02 eða kl. 12.02 að íslenskum tíma. Gengið er að síðustu ósk Þjóðveija um að leika báða leikina í Vestur-Þýskalandi 4.-5. júlí 1987, heldur en að láta dæma stúlknaliðið úr keppninni. Þá er farið fram á að þýska sam- bandið greiði 50% af ferðakostn- aði íslenska liðsins, þar sem þeir losni við að koma til íslands. Bemhard Thile og Þýska handknattlelkssambandlð kreQast þess að IHF vísl íslenska stúlknalandsllðinu úr HM forkeppnlnnl Sama dag kl. 15.50 (13.50 að íslenskum tíma) berst HSÍ telex frá Þýska handknattleikssam- bandinu, sem er afrit af telexi þeirra til IHF og þar sem farið er fram á að IHF vísi íslenska stúlknalandsliðinu úr keppninni, þar sem svar HSÍ hafi ekki borist skrifstofu IHF fyrir kl. 13.00. í greinargerð IHF til Morgun- blaðsins er ekki minnst einu orði á þessa beiðni Þýska sambands- ins, þar segir aðeins: „22. júní Telex HVÞ til IHF. tS’t lt 1t u*"t*"í*Ií«"d tó ,h» >*•» th«r#/or» doc14o> tr”f"V * " 'p ,l»- rorrlvrd o*r1od°a<ý l*r."»i|, to t|». iófe'jm *«".<I*5I °f ,h*,r ••,ch lcolood ( «rrordlra to Jo- r« b4kr>> ■ ðlrorlor Telex-skeytin sem vitnað er í í grein- inni Upplýsingar um að lýstum flár- kröfum HSÍ fyrir því að leika báða leikina í Vestur-Þýskalandi sé ekki hægt að ganga að. Ágætu íþróttafréttamenn og áhugamenn um handbolta og þetta mál. í greinargerð IHF sem birtist í Morgunblaðinu 14. ágúst er IHF sífellt að geta þess að formaður Þýska handknattleiks- sambandsins, Bemhard Thile, hafi ekki komið nálægt því að vísa íslenska stúlknalandsliðinu úr keppninni, en þessi Thile á einnig sæti í Tækninefnd IHF með Curt Wadmark og Qórum öðrum, Erik Larsen frá Danmörku, Fredrich Duscha, frá Austurríki, Lucian Grigorescu frá Rúmeníu og Alexander Kozhukov frá Sov- étríkjunum." HSÍ óskar eftir að ljósrit af ofan- nefndu telexi verði birt, þannig að sjá má hlut Bemhard Thile og IHF í þessu máli. Telex þetta hljóðar annars þannig: „Telex nr. 0064 22.06.87 15.50 Deutscher Handball Bund. Til upplýsinga fyrir HSÍ. Heims- meistarakeppni stúlknalandsliða 1987 — forkeppni. Ágætu handknattleiksvinir. Við vitnum í viðtöl þann 21. júní í sambandi við ofannefnt málefni milli Rinkenburger, Hahn og Bahrke svo og Thile, Glock og Birkenfeld og leggjum til eftirfar- andi: 1. HSÍ tók ekki fyrr en kl. 14.00 þann 22. júní afstöðu til hinna umdeildu _ útsláttarleikja, þó svo að HSÍ hafi fengið úrslita- frest frá IHF (Bahrke fram- kvæmdastjóra) til kl. 13.00 og hótun um útilokun ella. 2. Fjárhagslegar kröfur HSÍ get- um við ekki uppfyllt, þannig að það er eftir sem áður spurn- ing hvort leikimir geti farið fram. 3. Við gefnar kringumstæður er ekki (samkv. upplýsingum frá Bahrke) lengur hægt að draga að taka endanlega ákvörðun. 4. Það átti að gerast fyrir kl. 15.00 þann 22. júní samkvæmt yfírlýsingu fulltrúa IHF í Strassburg. Við gefnar kringumstæður teljum við framkvæmd útsláttarleikj- anna, samkvæmt reglugerðum vegna tímaskorts, ekki mögulega, eftir að HSÍ hefur hvað eftir ann- að ekki haldið tímamörk, sem IHF hefur gefið og við göngum út frá því að íslenska liðið verði útilokað og þýska liðið komist því beint áfram. Skeyti sent samtímis til IHF. Með vinarkveðjum, Handknattleikssamband Vestur-Þýskalands, Frank Birkenfeld, ritari." Af þessu telexi kemur greinilega í ljós að Bemard Thile, nefndar- maður í tækninefnd IHF hefur verið með um að leggja á ráðin að vísa íslenska stúlknalandslið- inu úr keppninni. Tók Curt Wadmark elnn ák- vöröunina um að vfsa íslenska stúlknalandsliöinu úr keppnlnnl? IHF vísar til þess í greinargerð sinni í Morgunblaðinu að meiri- hluti tækninefndar IHF hafí verið því fylgjandi að vísa íslenska stúlknalandsliðinu úr keppninni. í símtali við Erik Larsen, ritara danska sambandsins, 14. ágúst, þá staðfestir hann, að ekki hafi verið haft samband eða samráð við hann um þetta málefni og enginn fundur hafi verið haldinn hjá tækninefnd IHF um þetta málefni 22. júní eða á öðrum tíma. Það er því ljóst að þetta er ákvörð- un Curt Wadmarks að beiðni Bemards Thile, formanns Vest- ur-þýska handknattleikssam- bandsins og nefndarmanns í tækninefnd IHF. Lokaorð HSÍ hefur mikinn áhuga á að efla iðkun handknattleiksíþróttarinnar meðal stúlkna og íþróttaanda í alþjóðlegum samskiptum þjóða í milli. Því mun stjom HSI ekki sætta sig við óíþróttamannslegan yfirgang tækninefndar IHF imdir forystu Curt Wadmarks. HSÍ hef- ur oft þurft að standa upp á þingum IHF og veija yfirgang IHF gagnvart smáþjóðum. HSI hefur einnig lagt til gagngerar breytingar innan IHF sem njóta ekki fylgis ýmissa stjómarmanna IHF, sérstaklega Curt Wadmarks og Bemards Thile, t.d. í sambandi við félagsskipti milli landa og fyr- irkomulag heimsmeistarakeppni og forkeppni fyrir Ólympíuleika. Stjóm HSÍ mun leita réttar síns í þessu máli, hafa samband við stjómarmenn IHF og þá sérstak- lega aðila í tækninefnd IHF og vinna að því, að Curt Wadmark verði ekki áfram í stjóm IHF. Reykjavík 14.08.1987 Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ. KR-dagurinn ídag Hinn árlegi KR-dagur verður á svæði félagsins við Frostaskjól í dag og hefst dagskráin klukkan 12 með tveimur leikjum í úrslita- keppni íslandsmóts 3. flokks kvenna í knattspymu. Leikir verða í 3.-7. flokki karla í knattspymu, Jón Páll og fleiri kraftakarlar sýna listir sínar, glíma er á dagskránni svo og fímleikar, borðtennis, badminton og poka- hlaup milli deildarstjóma. KR-konur annast kaffíveitingar í félagsheimilinu og em allir vel- komnir, en forráðamen ungra KR-inga em sérstaklega hvattir til að koma og kynna sér æskulýðs- starfið. Víkingar með skóla Víkingar verða með handbolta- skóla fyrir 7-13 ára krakka næstu tvær vikurnar í Réttar- holtsskóla. Kennarar verða landsliðsmennirnir Þorsteinn Jóhannesson og Inga Lára Þór- isdóttir. Innritun verður nú um helgina íVíkingsheimilinu. GOLF Hitatchi mótið í dag HITATCHI mótið í golfi verður haldið á Svarf hólsvelii á Sel- fossi í dag, 15. ágúst. Mót þetta hefur alltaf verið eitt það §ölmennasta á Sel- fossi og er búist við góðri þátttöku. Ræst verður klukkan 8.30. Mjög góð verðlaun em að vanda, þeirra á meðal litsjónvarp og vídeó fyrir að fara holu í höggi. Sveitakeppni unglinga NÚ um helgina fer fram sveita- keppni 16-21 árs unglinga í golfi á Garðavelli, Akranesi. Amótinu keppa margir af fremstu golfleikuram lands- ins. Meðal þeirra verður nýkrýndur íslandsmeistari, Úlfar Jónsson, Golfklúbbnum Keili. Læknamót Oopinbert íslandsmót lækna í golfi, Toro-mótið, verður á Nesvellinum á mánudaginn og verð- ur ræst út klukkan 14-15. Öllum læknum er heimil þátttaka, en mó- tið fór fyrst fram í fyrra. HANDBOLTI Stjaman með skóla Stjaman Garðabæ starfrækir handknattleiksskóla fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 6-16 ára dagana 17.-31. ágúst og fer kennsla fram í íþróttahúsinu Ás- garði. Skipt verður í hópa eftir getu og aldri, farið verður í flest atriði handknattleiks og landsliðsmenn koma í heimsókn. Veittar verða ýmsar viðurkenningar og þá verða myndbandaupptökur og sýningar. Aðalkennarar verða Magnús Teits- son, Logi Ólafsson og Gunnar Einarsson. Skólinn hefst í Ásgarði á mánudaginn klukkan 9, en nán- ari upplýsingar fást í síma 41451.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.