Morgunblaðið - 15.08.1987, Qupperneq 64
rramtíð
£R VIÐ SKEIFUNA
aoaa
♦ SUZUKl
LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Japanskt stór-
fyrirtæki býður
fé til skipasmíða
Grindavík.
„VONANDI þarf ég aldrei að snúa mér tíl útíendinga tíl að fjár-
magna fyrirtækið, það er okkar feðganna og þannig verður það,
annart þýðir ekki að ræða,“ sagði Ármann Armannsson framkvæmda-
stjóri Ingimundar hf. í Reykjavík, en honum hefur boðist fé frá
japönsku stórfyrirtæki til fjármögnunar á smíði nýrrar Helgu H
RE 373 í Ulstanvik I Noregi.
Skipið, sem verður fullkomið
ftysti- og nótaskip með mikla ftysti-
getu, verður sams konar og Pétur
Jónsson, sem kom nýverið til lands-
ins. „Það verður útbúið til frysting-
ar á rækju, þorski, grálúðu og
karfa. Þorskinn ætlum við bæði að
heilfiysta og flaka. í skipinu, sem
verður með 3.300 hestafla Bergen
diesel-vél, verða öll fullkomnustu
fiskileitartæki. Ekkert liggur fyrir
um verð skipsins en gamla Helga
II fer upp í kostnað þess nýja,“
hélt Ármann áfram.
Armann sagði ennfremur að því
væri ekki að neita að japanskt stór-
fyrirtæki hefði leitað eftir samstarfi
og boðið Qármagnsaðstoð við smíði
skipsins í þeim tilgangi að tryggja
sér rækju. „Við feðgamir ætlum
okkur ekki að taka útlendinga inn
í fyrirtækið, enda er það okkar og
annað þarf ekki að ræða. Vonandi
kemur aldrei að því að ég þurfi að
snúa mér til útlendinga til að íjár-
magna fyrirtækið,“ sagði Armann.
Morgunblaðið hefur heimildir
fyrir því að erlend stórfyrirtæki
hafi leitað til fleiri aðila innan sjáv-
arútvegsins og boðið flármagn til
uppbyggingar eða endumýjunar
innan fyrirtækjanna, en því hafi
verið hafnað.
— Kr.Ben.
Verðhækkun á freðfiski á Banda-
ríkjamarkaði:
400 millj. kr. aukn-
ing útflutningstekna
Framleiðsla á frystum þorsk-
afurðum 18% minni en í fyrra
„MIÐAÐ við framleiðslu 1986
má ætla, að síðustu verðhækkan-
ir á freðfiski á Bandarikjamark-
aði auki útflutningstekjurnar á
bilinu 400 til 450 miljjónir króna
á ársgrundvelli“1 sagði Benedikt
Valsson, hagfræðingur hjá Þjóð-
hagsstofnun, er hann var spurð-
ur um áhrif hækkana á
fiskflökum á Bandaríkjamark-
aði, sem greint var frá í frétt
Morgunblaðsins nýverið. Bene-
dikt sagði, að mestu munaði um
hækkanir á frystum þorskafurð-
um, sem einar sér gæfu liðlega
300 milljónir króna í tekjuauka.
hækkunar rynni í Verðjöfnunarsjóð
fiskiðnaðarins.
Morgunblaðið/Sverrir
Bú ’87 byijaði ígær
Ostakarlinn vaktí mikla kátínu hjá bömunum sem hittu hann á
landbúnaðarsýningunni Bú ’87. Fjöldi manns var viðstaddur er
forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir opnaði sýninguna við há-
tíðlega athöfn i gær.
Sjá nánar á bls. 33
Lækkandi
verð á Bret-
landsmarkaði
VERÐ á ferskfiskmörkuðum í
Bretlandi fór heldur lækkandi í
gær miðað við dagana á undan.
Hjörleifur RE seldi í Hull i gær
um 134 tonn af þorski fyrir 5,8
milljónir króna og var meðalverð
43,11 fyrir kflóið.
Mikið framboð var á þorski á
fiskmörkuðum í Bretlandi. á
fimmtudag og munaði þar mestu
um 500 tonn af gámafiski, sem fór
á 22 milljónir króna eða um 44,51
að meðalverði. Húnaröst ÁR seldi
einnig í Hull á fimmtudag um 112
tonn fyrir 5,2 milljónir króna og
fékk 46,60 kiónur í meðalverð fyrir
kílóið. Þá seldi Smáey VE í Grims-
by um 69 tonn af ýsu og þorski
fyrir 4,2 milljónir króna eða 61,28
að meðalverði.
Loðnuskíp
búast
til veiða
HEIMILD til loðnuveiða hefur
legið fyrir frá þvi um miðjan
júli síðastliðinn, en engin skip
hafa hafið veiðar enn sem komið
er.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins munu nokkur loðnuskip
vera að búast til veiða um eða eftir
helgina, en þessi skip eru sam-
kvæmt óstaðfestum fréttum
Skarðsvík SH, Hrafn GK, Öm GK
og Huginn VE.
Ákvörðun um loðnuverð hefur
enn ekki verið tekin, en málið verð-
ur tekið fyrir á næsta fundi Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins hinn 18.
ágúst næstkomandi.
Sambandíð vill kaupa 67%
hlutafjár Útvegsbankans
Tilboð sem ekki er hægt að hafna, segir Jón Baldvin Hannibalsson, fjár-
málaráðherra - Myndi hafna tilboðinu segir Matthías Bjarnason
„Það verð sem um er að ræða
hækkar að meðaltali um 5,5%,“
sagði Benedikt ennfremur. „Það ber
að taka fram að framleiðsla á land-
frystum botnfiski á föstu verðlagi
er tæplega 7% minni fyrstu sjö
mánuði þessa árs samanborið við
sama tíma í fyrra og það sem snert-
ir ftystar þorskafurðir í þessum
samanburði er samdrátturinn um
það bil 18%.“
Benedikt sagði að eins og nú
væri háttað mætti reikna með að
um helmingur umræddrar verð-
„MÉR þykir það ekki gott ef
Sambandið á að fá þetta vald
yfir bankakerfinu. Ég held að
það hafi það nóg fyrir,“ sagði
Olafur G. Einarsson, formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins
SAMBAND íslenskra samvinnu-
félaga og þijú fyrirtækja þess
hafa lagt fram tilboð um kaup á
67% hlutafjár Útvegsbanka ís-
lands hf. eða 670 milljónir króna
á nafnverði. Tilboðið var afhent
Jóni Sigurðssyni, viðskiptaráð-
herra, i gærmorgun og jafnframt
voru lagðar fram 33,5 milljónir
króna eða 5% nafnverðsins. Ráð-
herra hefur tekið sér frest fram
i næstu viku til þess að íhuga
tilboðið. Ætlunin er að Sam-
um tilboð SÍS í Útvegsbankann.
„Þess vegna sýnist mér að það
þurfí að snúast gegn þessu.
Hins vegar hlýt ég að lýsa yfir
vonbrigðum mínum um að aðilar í
einkarekstri skuli ekki hafa náð
vinnubankinn og Útvegsbankinn
sameinist ef af kaupunum verð-
ur. Einnig vilja Sambandsmenn
að Alþýðubankinn taki þátt í hin-
um nýja banka.
Stjóm Sambandsins samþykkti á
fundi síðastliðinn fímmtudag að
kaupa ásamt þremur sambands-
fyrirtækjum, Samvinnusjóði íslands
hf., Jötni hf. og Dráttarvélum hf.,
67% hlutaflár Útvegsbankans.
Sambandið, Samvinnusjóður og
saman á síðastliðnu vori um að
kaupa hlutafé i Útvegsbankanum.
Hvort þetta verður til þess að opna
augu þeirra fyrir því að nauðsyn
sé að þeir standi saman veit ég
ekki, en ég vona það.“
Jötunn munu eiga 20% hvert en
Dráttarvélar 7% hlutaflár, ef tilboð-
ið verður samþykkt. Heildarhlutafé
bankans er 1.000 miiljónir króna
og þar af hefur Fiskveiðasjóður ís-
lands þegar keypt 200 milljónir og
ýmsir aðilar um 40 milljónir króna.
Á blaðamannafundi sem haldinn
var í gær í aðalstöðvum Sambands-
ins sagði Valur Amþórsson, stjóm-
arformaður þess, að stefnt væri að
því að selja innlendum eða erlendum
aðilum hlutabréf þegar endurskipu-
lagningu og sameiningu bankanna
er lokið.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins vill Sambandið greiða hluta
hlutafjárins á fimm árum og hitt á
lengri tíma. Þess má geta að Fisk-
veiðasjóður greiðir hlutafé sitt á sjö
ámm. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, sagðist ætla að kynna tilboð-
ið á ríkisstjómarfundi næstkomandi
þriðjudag. Ákvörðun um hvort til-
boðinu verði tekið eða ekki, sagðist
Jón taka í næstu viku.
Fréttin um tilboð Sambandsins
kom á óvart og kallaði, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins, á snörp
viðbrögð útgerðarmanna og við-
skiptavina Utvegsbankans um allt
land, sem hafa unnið að því að
undanfömu að sameinast um kaup
á hlutafé í bankanum. Mun mikill
skriður hafa komist á viðræðumar
í kjölfar frétta um tilboð Sambands-
ins. Sigurður Einarsson, forstjóri
Hraðftystistöðvar Vestmannaeyja
sagði að þetta væru stórfréttir og
ákveðið áfall. Kristján Ragnarsson,
formaður Landssambands íslenskra
útvegsmanna tók í sama streng.
Jón Baldvin Hannibalsson, íjár-
málaráðherra hafði þetta um málið
að segja: „Þetta er tilboð sem ekki
er hægt að hafna hver sem í hlut
á.“ En Matthías Bjamason, þing-
maður Vestfírðinga og fyrrverandi
viðskiptaráðherra sagði: „Væri ég
viðskiptaráðherra núna hafnaði ég
tilboði Sambandsins I Útvegsbank-
ann þar eð ég tel það andstætt
lögunum um Útvegsbankann að
einn aðili eigi meirihluta."
Sjá nánar frétt og viðtöl á bls.
2Ö-27.
Vald Sambandsins er nóg fyrir
- segir Ólafur G. Einarsson, þingflokksformaður sjálfstæðismanna