Morgunblaðið - 26.08.1987, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.08.1987, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 Gott ágústveður þriðja árið í röð Stefnir í mesta sólskin í rúm 20 ár „ÓVENJU sólríkt hefur verið í Reykjavík það sem af er ágúst- mánuði og eru nú þegar fleiri sólskinsstundir en á sama tíma í fyrra,“ sagði Trausti Jónsson, veðurfræðingur. „Það stefnir í mesta sólskin í ágúst i rúm tutt- ugu ár og er svipað og undan- gengfin tvö ár en þá voru ákaflega góðir ágústmánuðir." Meðalsólskinsstundir í Reykjavík í ágúst eru 164 og í gærkvöldi var búist við að þær yrðu komnar í um 213. „En það er langt í metið frá árinu 1960 sem er 278 klukku- stundir. Til að ná því þyrfti fimm til sex sólardaga en spáð er skýjuðu veðri með rigningu næstu tvo til þijá daga,“ sagði Trausti. Úrkoman hefur verið með minnsta móti í ágúst en þó hafa fallið 18 mm í Reykjavík það sem af er mánuðinum. Árið 1985 féllu 18,4 mm. Hitastig er enn nokkuð hátt og útlit fyrir að þessi ágústmánuður verði í hópi hlýrri ágústmánaða. Það sem af er er hann hlýrri en árið 1985, en kaldasta vikan er eftir. Félagsmálaráðuneytið: Mikið spurt um leyfisveitingar fyr- ir erlent vinnuaf 1 Þrír slösuðust þegar krani brotnaði ÞRÍR menn slösuðust í gær- morgun þegar krani á körfubíl féll niður. I fyrstu var talið að mennirnir hefðu slasast alvar- lega, en síðar kom í Ijós að meiðsli þeirra voru ekki jafn mikil og á horfðist. Slysið varð um kl. 8.30 í gær- morgun. Mennimir þrír voru að vinna við að skipta um gler í gluggum efstu hæðar Mennta- skólans í Reykjavík. Kraninn, sem mennimir notuðu við vinnuna, brotnaði skyndilega af bifreiðinni og féllu mennimir þá niður í körf- unni. Þeir skullu niður á lóð Menntaskólans og munu hafa beinbrotnað og marist. Þeir voru fluttir á slysadeild Borgarspítal- ans þar sem gert var að meiðslum þeirra. ERLENT vinnuafli á íslandi hef- ur ekki aukist verulega það sem af er árinu miðað við fyrri ár. Töluvert meira er þó um fyrir- Vísitala byggingar- kostnaðar hækkar um 1% VÍSITALA byggingarkostnaðar var 1% hærri í ágúst en í júlí sam- kvæmt útreikningum Hagstof- unnar. Vísitalan reyndist vera 101,3 stig ( júní 1987=100) og gildir hún fyrir september 1987. Síðustu 12 mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 18% en undanfama þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,3% sem jafngildir 14% verðbólgu á heilu ári. Tæplega 0,4% af hækkun vísi- tölunnar nú stafa af hækkun gatnagerðargjalda, um 0,4% af hækkun á verði steypu og um 0,2% af hækkun ýmissa efnisliða. spumir til félagsmálaráðuneytis- ins um hvemig leyfisveitingum sé háttað fyrir útlendinga og mörg fyrirtæki em um þessar mundir að kanna möguleikana á að fá vinnuafl frá Norðurlöndun- um og Bretlandi. „Það hefur ekki orðið nein merkj- anleg aukning á fjölda erlendra starfskrafta í sumar en þeir eru töluvert dreifðari um landið en oft áður. Þetta hefur verið frá 2-300 manns undanfarin ár og er líklega nær hærri tölunni núna,“ sagði Óskar Hallgrímsson, deildarstjóri vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann vegna frétta undanfarið um mikinn skort á vinnuafli og innflutning á erlendu vinnuafli. „Eg veit um nokkra aðila sem eru að kanna möguleika á vinnuafli frá Norðurlöndunum og Bretlandseyjum. Einnig hafa skipa- smíðastöðvar athugað með að fá hingað til lands sérhæfða skipa- smiði frá Póllandi og að minnsta kosti eitt skipafélag hefur kannað möguleika á því að ráða pólska vélstjóra. Það er töluvert mikið spurt um það þessa dagana hvernig leyfis- veitingum sé háttað fyrir erlent vinnuafl en það hefur oftast verið gert í einhveiju mæli á haustin. Vinnuveitendur eru alltaf hræddir þegar fer að líða að því að skólafólk- ið hverfi af vinnumarkaðinum." Útvegsbankinn: Sambandið á lagalegan rétt á hlutabréfunum segir í álitsgerð Jóns Finnssonar hrl. Á stjórnarfundi Sambands íslenskra samvinnufélaga í gær, var lögð fram álitsgerð Jóns Finnssonar hæstaréttarlög- manns. Að sögn Vals Arnþórs- sonar stjórnarformanns Sambandsins leiðir Jón sterk rök að þvi, að Sambandið hafi ekki eingöngu siðferðilegan rétt held- ur einnig lagalegan rétt á þeim hlutabréfum i Útvegsbankanum, sem Sambandið hefur tilkynnt kaup á og ríkissjóður býður til sölu. „Lögfræðilega spurningin hefur fyrst og fremst verið þessi: Var þetta áskorun á vegum ríkisins um að menn gerðu tilboð eða var þetta útboð á ákveðnum verðmætum á föstu verði með tilgreindum kjör- um? Niðurstaða Jóns er sú að ekki orki tvímælis að verðmætin eru boðin út á föstu verði með tilgreind- r Veröldin ’87 opnar á morgun: Leysigeislasýning í kvöld SYNINGIN Veröldin ’87 verður opnuð almenningi fimmtudag- inn 27. ágúst kl. 18. Um 125 innflytjendur og innlendir framleiðendur taka þátt í sýn- ingunni en þetta er 16. sýning, sem Kaupstefnan Reykjavík hf. stendur að. Samhliða sýning- unni verða sýndar myndir með leysigeislum á himninum yfir borginni. Að sögn Guðmundar Jónssonar framkvæmdastjóra Kaupstefn- unnar, er lögð sérstök áhersla á allt er tengist íbúðum innanstokks og utan og ber hæst draumaíbúð Hólmfríðar Karlsdóttur en Hófí hefur innréttað íbúð eftir eigin vali á sýningunni. „Þetta er mjög víðtæk og góð sýning,“ sagði Guðmundur. „Allt sýnt sem teng- ist húsbúnaði og innréttingum. Við erum mjög ánægðir með þá sem sýna að þessu sinni en þeir eru með það nýjasta sem er á markaðinum." Meðal nýjunga á sýningunni er leysigeislasýning með ljósum, sem sýnd verður á klukkustundar fresti. Þá er leikin tónlist og ljós látin blikka í takt við hana. „Ef veður lofar, gefst borgarbúum tækifæri til að kynnast örlitlu broti af því sem í vændum er, en við munum lýsa yfir borgina um klukkan hálf-ellefu í kvöld í takt við tónlist sem útvarpað verður af Bylgjunni. Við bytjum að senda geislana upp kl. 10.00 í kvöld svo fólk geti sett sig í stellingar og hefst síðan alvörusýningin kl. 10.30 og stendur í fímmtán mínútur. Fólk getur horft á sýn- inguna heiman frá sér, en best er að vera staðsettur í austan- verðri borginni. Geislamir eru í öllum regnbogans litum og fara þeir hæst í 10 km hæð við góð skilyrði sem er níu sinnum Esjan," sagði Guðmundur. Það eru bresk- ir aðilar sem setja leysigeislasýn- inguna upp hér og settu þeir upp sýningu í sama anda í Rio de Janeiro í Brasilíu. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 16 til 23 en um helgar frá kl. 13 til 23, fram til 6. september. um kjörum, og að menn hafí rétt til að biðja um sérstök greiðslukjör, en verði að sæta þeim kjömm sem útboðið tilgreinir vilji ráðherra ekki fallast á önnur greiðslukjör," sagði Valur. Hann sagði að Sambandið hefði tilkynnt kaup á hlutabréfunum á grundvelli útboðsins á því verði sem þar er tilgreint. „Við höfum farið fram á betri greiðslukjör á hluta andvirðisins en jafnframt lýst yfír að ef svo ber undir munum við hlíta þeim greiðslukjörum sem útboðið gerir ráð fyrir." Ekkert hefur verið rætt um hugs- anleg málaferli ef Sambandið verður af kaupunum og sagði Valur að sá möguleiki hefði ekki verið til umræðu á stjómarfundinum. Hann sagði að nú væri beðið'eftir við- brögðum viðskiptaráðherra og ríkisstjómar sem tekin yrðu til at- hugunar. „Við höfum engu sleppt í okkar stöðu og teljum að rétturinn sé okkar megin,“ sagði Valur. Ekki náðist í Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra í gærkvöldi vegna máls þessa. Sjá viðtal við Krislján Ragn- arsson fulltrúa fyrirtækjanna 33 sem einnig hafa boðið í Útvegsbankann, bls. 16. Ljómarall 1987: Allt á síðustu stundu í tolli „ÞETTA er allt á síðustu stundu. Við náðum ekki bílnum úr tolli í dag en bráðvantar hann. Það er eitthvað erfið pappírsvinnan. Það á eftir að gera svo margt fyrir bílinn, sem var sérsmíðað- ur fyrir Ljómarallið,” sagði Skotinn Gordon Dean í samtali við Morgunblaðið, en hann keppir í Ljómarallinu sem hefst á morgun kl. 12.00 við Hótel Loftleiðir í Reykjavík. Gordon keppir með Ivor Clark á Talbot Lotus og em þeir meðal fjögurra breskra áhafna í rallinu. „Við eigum allt eftir, bíllinn er ekki klár í keppni. Það á eftir að laga drifíð, skipta um gírkassa og bremsur! Við vinnum fram á nótt og getum lítið skoðað, Ivor fór að vísu að skoða Fjallabaksleið í dag. Hann hefur mikla reynslu, hefur m.a. ekið í Suður-Afríku í mótum sem svipar til Ljómarallsins. Við ætlum að ljúka keppni og reyna að verða ofarlega,“ sagði Gordon. Gordon var ekki einn að bíða, Andy Bassett og Alan Roberts biðu líka eftir Piat 131 Racing bíl sínum. „Við erum búnir að skoða sumar leiðimar. Þetta er erfíð keppni og krefst 100% einbeiting- ar. Vegimir eru mjög misjafnir, yfírlagið breytist svo oft, stundum er aska, gijót eða ár og allt þar á milli. Það er mjög auðvelt að verða fyrir óhappi, ef einbeitinguna vant- ar. Bíll okkar fór hálfkláraður í skip, ómálaður, aðeins grunn- málningu var skellt á hann. Svo er ýmislegt óklárt og veldur okkur sjálfsagt vandræðum í keppninni," sagði Andy.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.