Morgunblaðið - 26.08.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.08.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 9 ÓKEYPIS BÆKLINGUR Starfsframi, betri vinna, betri laun Eftir nám í ICS-bréfaskólanum átt þú möguleika á auknum starfsf rama og betur launaöri vinnu. Þú stundar námiö heima hjá þér á þeim hraöa sem þér hentar. Nú stunda’ rúmar 8 mllljón- ir manna nám í gegnum ICS-bréfaskólann! Líttu á listann og sjáöu öll þau tækifæri sem þér gefast. ICS-bréfaskólinn hefur örugglega námskeiö sem hæfir áhuga þínum og getu. Prófskír- teini í lok námskeiöa. Sendu miöann strax í dag og þú færö ÓKEYPIS BÆKLING sendan í f lugþósti. (Setjiö kross í aðeins einn reit). Námskei □ Tölvuforritun □ Rafvirkjun □ Ritstörf □ Bókhald □ Vélvirkjun Nafn:........................................................ Heimilisfang:................................................ ICS International Correspondence schools Dept. YYS, 312/314 High Street, Sutton, Surrey SM11PR, England. VERKSMIÐJU ÚTSALA Við rýmum til fyrir nýjum vörum. Meiriháttar ÚTSALA á alls konar vörum úr keramiki og steinleir. eru ölláensku. □ Almenntnám □ Bifvólavirkjun □ Nytjalisf □ Stjórnun fyrirtækja □ Garöyrkja □ Kjólasaumur H Innanhús- arkitektúr □ Stjórnun hóteia og veitingastaöa □ Blaöamennska □ Kælitækni og loftræsting 30-60% afsláttur Matarílát, drykkjarkönnur, diskar, skálar, krúsir, vas- arog blómahlífar. Einnig lítið gallaðar vörur með miklum afslætti. GLIT Höfdabakka 9 Sfmi 685411 VOLVO ÁKLÆÐI Eigum fyrirliggjandi úrvals óklœði í Volvo 200 og 700 á mjög hagstœðu verði. Vf Varahiutadeild.Suðurlandsbraut 16.Simi: 91-691600. Launaskrið og verðbólga Það er mikil þensla í íslenzkum þjóðarbúskap. Launaskrið hefur verið töluvert til viðþótar samningsbundnum hækkunum launa. Sums stað- ar hafa og verðbólguvarnir brostið — og víða má sjá hættuboða verðbólgunnar. Staksteinar staldra við verðgæzlumál í dag, einkum þá verðgæzlu sem neytendur hafa á hendi með verðsamanburði — til að auka kaupgildi ráðstöfunarfjár. Þá verður drepið niður fæti í umfjöllun Neytendablaðsins um notkun greiðslukorta. Verðsam- keppni Ekki er vafi á þvi að kaupgildi krónunnar er mismikið eftir þvi hvar verzlað er. f kjölfar febrúarsamn- inga 1986 var gripið til aðhaldsaðgerða í verð- gæzlu sem fólust í sér- stöku átaki í verðgæzlu- málum. Verðlagsstofnun var falið að skipuleggja verkefnið og verkalýðs- félög sáu sums staðar um verðkaimanir í samvinnu við neytendafélög. Mark- miðið var að auka upplýsingar um verð- lagsmál, veita aðhald í verðákvörðunum og efla verðskyn almennings. Niðurstöður verð- kannana, sem Verðlags- stofnun hefur staðið fyrir og birt, benda til þess, að kaupgildi krón- unnar sé síður en svo hið sama allsstaðar, þegar helztu neyzluvörur al- mennings eiga í hlut. í ljós kom mikill verðmun- ur, bæði eftir landshlut- um og einstökum verzlunum á höfuðborg- arsvæðinu. Yfirhöfuð var verð neyzluvamings lægra hér á höfuðborgarsvæð- inu, þar sem samkeppni er hvað hörðust, en i stijálbýli, einkum þar sem ein verzlun, oftlega kaupfélag, er um þjón- ustuna. Verðmismunur á höf- uðborgarsvæðinu var og verulegur. Það er því á valdi hagsýnna neytenda, sem bera saman verð vöru, að auka kaupgildi krónu og launa. Verzlun- arsamkeppni og verð- gæzla kaupenda sjálfra geta verið dágóð kjara- bót hjá þeim sem hafa gott verðskyn við inn- kaupin. Greiðslukort Notkun greiðslukorta fer vaxandi, hérlendis sem erlendis. Greiðslu- kort eru þægileg aðferð í viðskiptum, ef notendur þeirra hafa glöggt yfirlit yfir heildareyðslu. Þvi hefur hinsvegar verið haldið fram að greiðslu- kort — eða kostnaður þeim samhliða — hafi hækkað vöruverð. • f neytendakönnun, sem Neytendasamtökin stóðu fyrir nýlega, kem- ur fram, að 57,5% aðspurðra notar greiðslukort en 42,5% ekki. Lítið eitt fieiri nota greiðslukort í Reykjavík en á Akureyri. Um 40% aðspurðra nota greiðslu- kort í 50-100% viðskipta sinna. Hærra hlutfall höfuðborgarbúa en norð- anmanna notar greiðslu- kort i svo miklum mæli. Þetta á meðal annars við um notkun greiðslukorta til matarkaupa. Greiðslukort koma í vaxandi mæli í stað ávis- ana og peningaseðia. Þau spara þvi útgjöld að ein- hveiju leyti. Því er engu að síður haldið fram að kostnaður, sem af þeim leiðir, hafi sagt til sín í hærra vöruverði. Sú staðhæfing styðst við þá staðreynd að stöku verzl- anir hafa tekið upp staðgreiðsluafslátt, ef verð vöru er greitt að fullu i peningum. Hver á að greiða kostnað af notkun greiðslukorta? Um það efni segir Jóliannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, eftirfarandi S nýju Neyt- endablaði: „Niðurstöður könnun- arinnar eru í samræmi við það sjónarmið Neyt- endasamtakanna að óeðlilegt sé að þeir sem ekki nota kort þurfi að greiða þann kostnað sem af þeim hlýst. Nú er hins- vegar ljóst að þessi kostnaður hefur leitt til hækkaðs vöruverðs og við höfum enga trygg- ingu fyrir þvi að það muni lækka aftur þó korthafar tækju kostnað- inn á sig. Þessvegna teljum við jafnvel væn- legra að það verði gert að almennri reglu að þeir sem greiða með pening- um fái staðgreiðsluaf- slátt . . . Neytendasam- tökin eru síður en svo á móti greiðslukortum. Af þeim er bæði hagræði og öryggi, sérstaklega er- lendis. En við viljum að fyllsta réttlætis sé gætt i þessu sem öðru.“ Verðbréfamarkaður Iðnaðaibankans kynnir ný skuldabréf Glitaiis hf. ávöxtun umfram verðbólgu Þúvelur á milli 13 mismunandi gjalddaga. Glitnir hf. er stærsta fjármögnunarleigufyrir- tækiö á íslandi. Eigendur Glitnis hf eru Iðn- aðarbankinn, A/S Nevi í Noregi og Sleipner Ltd. í London. Skuldabréf Glitnis bera 11,1% ávöxtun um- fram verðbólgu. Það jafngildir nú 35% árs- ávöxtun. Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans sér um endursölu skuldabréfa Glitnis hf. ef eigandinn þarf á peningum sínum að halda fyrir gjald- daga. Síminn að Ármúla 7 er 68-10-40. Heiðdís, Ingibjörg, Sigurður B. eða Vilborg gefa allar nánari upplýsingar um skuldabréf Glitnis hf. Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.