Morgunblaðið - 26.08.1987, Side 18

Morgunblaðið - 26.08.1987, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 Hollensku selirair eftirSigurð Sigurðarson Mér varð ekki um _sel þegar ég las grein Önundar Ásgeirssonar, laxveiðimanns í Aðaldal og fyrrver- andi olíuforstjóra, um náttúruvernd og seli. Greinin birtist á bls. 24 í Morgunblaðinu þriðjudaginn 18. ágúst s.l. Ég ætla ekki að stofna til blaðaskrifa um þetta mál en hlýt að vísa á bug ófrægingartilraun. Önundur kastar stein- um úr glerhúsi í greininni er víða komið við. Þar er kastað hnútum í ýmsar áttir inn- an lands og utan. Ómaklega er vegið að nágrönnum okkar og frændum í Svíþjóð, sem ekki búa við þau lífsgæði og forréttindi eins og við að eiga lítið mengað um- hverfi, loft og vatn og sjó. Ég spyr: höfum við úr háum söðli að detta í mengunarvömum? Höfum við ekki sjálfir mengað sjóinn með olíu og drepið fugl í stórum stíl með slæm- um útbúnaði og ógætni? Leiðum við ekki skolpið út við ströndina sums staðar? Hendum við ekki rusli í sjó og á land hvar sem við förum? Væri okkur ekki nær að líta í eigin barm áður en við veitumst með ókurteisi að grönnum okkar og góðum vinum fyrir syndir eins og þeir sem við drýgjum sjálf? Ég held það. Illmælgi um yfirdýralækni Önundur gerir tilraun til að ófrægja yfirdýralæknisembættið. Það kemur mér við því að ég hefi gegnt því um stundarsakir í veik- indaforföllum. Hann fjallar meðal annars um mál sem ég hafði af- skipti af og þekki því vel. Um það mál er ýmislegt sagt sem ekki er satt og rétt. Vonandi er það af vanþekkingu. Ég veit að ýmislegt annað sem hann nefnir um yfirdýra- læknisembættið er mælt af ósann- gimi og er rangt þótt það snerti ekki sjálfan mig. Selirnir voru heilbrigðir Ég er hér að ræða um flutning til íslands í júlílok 1987 á 3 vöðu- selum og 3 hringanórum sem fundist höfðu i vor við strendur Hollands illa til reika af fæðuskorti og hrakningum, kannske líka af mengun í sjónum. Selirnir voru sett- ir til hjúkrunar og hressingar á selahæli Hollendinga í Pieterburen. Þeir voru hafðir þar út af fýrir sig í sérstakri laug og döfnuðu ágæt- lega. Þeir vom við ágæta heilsu og í bestu holdum þegar þeir komu til landsins. Þetta gátu allir séð í sjón- varpinu. Þeir vom ekki fársjúkir við komuna hingað eins og Önundur heldur fram, þvert á móti. Þeir vom bráðhressir. Selunum fylgdu heil- brigðisvottorð, hveijiim og einum þeirra, og skoðun af íslenskum dýralækni við komuna til landsins staðfesti að þeir væm heilbrigðir og ekki líkur til smitsjúkdóma. Önundur gefur í skyn að selir beri með sér hvers kyns sjúkdóma og þar með laxasjúkdóma bæði norska og írska „úr ormahafinu í Norðursjó" eins og hann orðar það af smekkvísi. Þetta er ekki rétt. Selir bera ekki með sér hvers konar sjúkdóma svo vitað sé. Hins vegar er vitað til þess að selir geti sýkt landdýr og að landdýr geti sýkt seli ef slíkir sjúkdómar em til stað- ar. Enginn gmnur var um slíka sjúkdóma. Samt þótti rétt að fara að öllu með gát. Skeyti Hollendinga Skeyti barst frá Hollandi og var upphaf þess svohljóðandi: „We kindly request your permission to land on Iceland (Keflavík, Húsavík) with six arctic seals (three young harpseals and three young ringse- als) in order to release them far out in open sea north of Ice- land . . .“ Þeir báðu um leyfi til að sleppa selunum úti á rúmsjó fyrir norðan. Landbúnaðarráðuneytið, sem fékk skeytið, óskaði umsagnar frá yfir- dýralækni. Það kom í minn hlut að svara. Að athuguðu máli þótti ekki ástæða til að óttast smitsjúkdóma við slíkan innflutning. Neitun á þessari frómu ósk varð því ekki með réttu byggð á sjúkdómahættu. Slíka ástæðulausa neitun mátti túlka sem meinbægni og enn eitt dæmið um níðingsskap Islendinga, alræmda sela- og hvaladrápara og útrýmingarmenn samkvæmt er- lendum fjölmiðlum. Óþarft þótti að gefa óvinum okkar erlendis slík vopn í hendur að ástæðulausu. Því má ekki gleyma eða vanmeta að selafólkið bar fram ósk sína af einlægri umhyggju fyrir velferð selanna og hafði með sér sterkt áróðurstæki. Kastljósum var beint að íslandi. Bannað að flytja inn lifandi dýr Sem kunnugt er ríkir bann sam- kvæmt lögum við innflutningi á lifandi dýrum til íslands. Þetta bann var sett til að vernda heilbrigði íslenskra dýra og hafa þau komið að ómetanlegu gagni til að halda alvarlegum pestum frá landinu. Frá þessum lögum má veita undanþágu, sem notuð er stundum, t.d. í þágu almennings við innflutning á hass- hundi eða leitarhundi fyrir hjálpar- sveitir, skrautfiskum fyrir gæludýraverslanir o.þ.h. en síður og kannski ekki lengur fyrir ein- staklinga, hvorki háa eða lága, fyrr en opinber einangrunaraðstaða eða sóttkví er til staðar. Allar slíkar undanþágur útheimta langa og kostnaðarsama sóttkví. Selunum átti að sleppa norður í haf i Ekki þótti hætta á því að þessi lög yrðu brotin með umbeðnum flutningi á selunum ef farið yrði með fyllstu gát og fylgt þeim regl- um sem settar yrðu. Við gátum búist við því að ófært veður gerði þegar dýrin væru komin til landsins og að vista þyrfti þau eða einangra þar til unnt væri að flytja þau frá landinu. Oft kemur fyrir að óskir berast um að lenda hér með dýr sem eiga að fara áfram til annarra landa. Sjálfsagt þykir að verða við þessum óskum ef unnt er að geyma dýrið eða dýrin í einangrun á flug- velli til brottfarar. Þetta gat talist hliðstæða. Þegar forstöðukona sela- hælisins hringdi frá Hollandi reyndi ég að telja hana af því að flytja selina hingað. Ég sagði henni að síðasti selur sem hún flutti hingað hefði verið skotinn í sömu vjku og hún kom með hann því að á íslandi væri sett fé til höfuðs selum vegna Pollýanna og pólitík eftirRúnar Guðbjartsson Í umræðunni undanfarið hefur mér fundist bera á of mikilli nei- kvæðni í garð nýju ríkisstjómarinn- ar okkar. Ég ætla að horfa á pólitíkina með hjálp hennar Pollýönnu. Þá skal fyrst nefna Þorstein Pálsson. Ég er viss um að síðustu 6 mánuð- ir eiga eftir að verða honum eftir- minnanlegir það sem hann á eftir ólifað. Ég minnist ekki nokkurs stjóm- málaforingja sem hefur fengið jafn mikið af erfiðum vandamálum á jafn skömmum tíma og unnið jafn- vel úr þeim og Þorsteinn, enda hefur hann fengið að launum eitt æðsta embætti þjóðarinnar, og ég spái honum forystu í Sjálfstæðisflokkn- um um langa framtíð, og að á honum muni sannast máltækið „fall er fararheill". Ég held að Steingrímur Her- mannsson verði góður utanríkisráð- herra, enda á hann velgengni sína í alþingiskosningunum mikið að þakka fundi Gorbachevs og Reag- ans, þar sem hann sem gestgjafi stóð sig mjög vel og ekki spillti fyrir í kosningunum frábær auglýs- ingaherferð kosningastjóra hans, en það sem hjálpaði honum mest í kosningunni var að hann þorði að bjóða sig fram í nýju óöruggu lq'ör- dæmi. Ut á það fékk hann flest atkvæði. Jón Baldvin Hannibalsson er í mínum huga ákaflega athyglisverð- ur persónuleiki. Hann er nokkuð yngri en ég og hef ég fylgst nokk- uð með honum í gegnum tíðina. Mér er til dæmis enn í minni glæsi- leg setningarræða hans við opnun Menntaskólans á Ísafírði. Á honum sannast, að þeir físka sem róa. Þegar hann tók við AI- þýðuflokknum þá var hann ekki upp á marga físka, en með mikilli vinnu og pólitískum ferðalögum hefur honum tekist að koma krötum aftur til vegs og virðingar, og fengið að launum eitt valdamesta embætti landsins. á Rúnar Guðbjartsson Mér finnst skoðanir hans í mörg- um málum vera þó nokkuð til hægri, og hann ætti að geta unnið auðveldlega með sjálfstæðismönn- um. Samt sem áður er ég hræddur við skoðanir hans í vímumálum þjóðarinnar (bjórmálið), sem ég tel stórhættulegar, en það er aldrei að vita nema Eyjólfur hressist. Mér finnst sem launþega hann t.d. byrja vel, með því að ná niður þenslunni í efnahagslífinu með auknum sköttum og sneiða hjá beinum sköttum, sem eru í dag eitt mesta óréttlæti í skattamálum þjóð- arinnar. Ég vil alveg afnema tekjuskatt, leyfa öllum að fá laun sín óskert í budduna hvaðan sem þau koma, en borga síðan „heim“ þegar þeir taka peningana úr budd- unni og fara að eyða þeim. Nýi bifreiðaskatturinn er skýrt dæmi um réttláta skattheimtu. Maður sem velur að kaupa lítinn bfl, hann borgar minna „heim“ en sá sem velur að kaupa sér stóran bíl. Einn- ig var löngu tímabært að afnema allar undanþágur einstakra starfs- hópa og atvinnugreina við öflun tekna til „heimilisins". Það má eng- inn hafa neinar sérþarfir á því sviði. Jón Helgason hefur byijað að taka á vandamálum landbúnaðar- ins, þó að það sé bæði sársaukafullt og óvinsælt. Ég var í raun ákaflega hissa, þegar Jóni var nánast potað inn í ríkisstjómina á seinustu stundu, ég hélt að hann yrði með fyrstu mönnum á ráðherralista Framsóknarflokksins. Ég tel að það þurfí að leggja viðlagagjald á alla þjóðina í ákveð- inn tíma, til að hjálpa bændum að söðla um atvinnuhætti úr hefð- bundnum landbúnaði yfir í allskon- ar fiskiðnað, ferðamálaiðnað og loðdýrarækt og eftir ákveðinn um- þóttunartíma gefa innflutning á landbúnaðarafurðum fijálsan. Ég er landkrabbi af bestu sort, samt var ég löngu búinn að sjá, að það þurfti að koma upp stjómun á fískveiðum og þar hefur Halldór Ásgrímsson unnið brautryðjenda- starf. Þó að allir séu ekki ánægðir þess hve miklir skaðvaldar þeir væru. Hún taldi ekki hættu á þessu nú því að þau vildu flytja selina á haf út og sleppa þeim þar. Ráðgert var að koma selunum á rækjutog- ara sem flytti þá 40-50 mílur norður í haf. Hollendingunum var gert að fá sér umboðsmann hér sem væri ábyrgur fyrir greiðslu kostnaðar sem félli hér á landi á flutninginn og bera ábyrgð á móttöku dýranna og fyrirgreiðslu allri. Héraðsdýra- lækni, þar sem dýrin komu til landsins, var falið að skoða dýrin og fullvissa sig um heilbrigði þeirra og að heilbrigðisvottorð væru í lagi en lóga þeim væri ekki allt í lagi. Hann átti líka að tryggja það að ekkert samband yrði við landdýr og mæla fyrir um sótthreinsun eft- ir því sem ástæða væri til. Umbúðunum um selina átti að eyða í eldi. Hollendingarnir brugðust Allt gekk þetta eftir áætlun og með ágætum nema það að Hollend- ingar brugðust trúnaði við okkur og sviku sín loforð, fóru ekki eftir þeim reglum til fullnustu,_sem þeir höfðu fengið skriflega. Á síðustu stundu var áætlun breytt og ákveð- ið að fara með selina til Grímseyjar. Grímseyingum var sýnd sú ókurt- eisi að koma þegjandi og hljóðalaust með selina, þarna ratast þó Önundi satt orð á munn, en selunum var sleppt við hafnargarðinn. Ekki var nein fyrirhyggja með bátsflutning til hafs enda voru sjónvarpsstöðvar og fréttamenn búnir að festa sér fleytur þær sem borið gætu selabúr- in til hafs og Lenie’t Hart, forstöðu- konan, hafði ekki tíma til að bíða. Selunum var sleppt við land en ekki „far out in open sea“. Ósk sem fram kom á síðustu stundu um að sleppa þeim við Grímsey hafði verið hafnað og Lenie’t Hart tilkynnt það sérstaklega. Hún virti ekki það bann. Af þessum sökum verður ekki hægt að treysta fólki frá þess- ari stofnun eða gefið samskonar lejrfi aftur. Ég vona að Önundur og aðrir sem lesa þetta skilji betur nú hvernig á því stóð að leyfi var veitt. Höfundur er settur yfirdýralœkn- ir. með það kerfi, sem er í notkun, þá má alltaf breyta því og bæta með aukinni reynlu. Áfturámóti hefur Halldór búið sér til vandamál, sem hefur verið honum ákaflega „hvala- fullt" og tekið alltof mikið af tíma hans og atorku. Ég hafði því miður aldrei tæki- færi til að fljúga með henni Jóhönnu Sigurðardóttur, en þær segja mér eldri flugfreyjumar, sem ennþá fljúga, að hún hafl verið frábær í kjaramálum þeirra flugfreyjanna. Eg hef þá trú að þeir sem minna mega sín í þjóðfélaginu séu öruggir undir vemdarvæng Jóhönnu. Ég kem til með að sakna þeirra Friðriks Sophussonar og Birgis ísleifs Gunnarssonar úr félagsstarfí Sjálfstæðismanna í Reykjavík, en mér hefur fundist þeir einna virk- astir þar af þingmönnum flokksins í Reykjavík, ásamt Ragnhildi Helgadóttur. Þeir hafa sýnt það í öðmm störfum fyrir flokkinn að þeir em traustsins verðir. Þessi ríkisstjórn er ekki ríkis- stjórn framsóknar- og sjálfstæðis- manna með krata sem þriðja hjól, heldur ríkisstjóm nýrrar kynslóðar ungra manna úr Sjálfstæðisflokkn- um og Alþýðuflokknum undir forystu Þorsteins Pálssonar, sem koma með ný viðhorf og ný vinnu- brögð inn í pólitíkina og hafa sér til halds og trausts eldri og reynd- ari ráðherra eins og Matthías Á. Mathiesen og ráðherra Framsókn- arflokksins. Höfundur er flugstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.