Morgunblaðið - 26.08.1987, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987
Umframkjöt bænda
eftir Jóhannes Helga
Jóhannesson
Nýlega var kveðinn upp úrskurð-
ur í fógetarétti Húnavatnssýslu um
að Jóni Í. Jónssyni bónda á Skarf-
hóli í Miðfirði, væri heimilt að taka
út úr sláturhúsi það kjötmagn sem
reyndist umfram fullvirðisrétt
haustið 1986. Ýmis lögfræðileg
álitaefni hafa risið í framhaldi af
þessum úrskurði og er tilgangur
þessarar greinar að fjalla um réttar-
stöðu bænda varðandi þetta
umframkjöt.
Ekki verður fjallað hér um fóg-
etaréttarmálið, þar sem það er enn
til meðferðar fýrir dómstólum og
bíður endanlegrar niðurstöðu
Hæstaréttar.
Slátrun 1986
Ástæða er til þess að hvetja þá
bændur sem lögðu inn kjöt umfram
fullvirðisrétt síðastliðið haust og
vilja halda fram rétti sínum, að leita
eftir því við sláturleyfishafann að
fá það kjöt afhent, því með réttu
er það kjöt enn eign bænda. Hafí
sláturleyfíshafinn kjötið ekki til-
tækt, þ.e. hefur selt það og á engar
birgðir í geymslum sínum, geta
bændur krafíð hann um greiðslu
fyrir kjötið og miðast þá við upphæð
sem greiða þyrfti við kaup á sama
magni út úr búð. Eðlilegt er að slát-
urleyfishafinn sé ásamt ríkissjóði
ábyrgur fyrir greiðslu gagnvart
bændum, ef hann synjar bóndanum
um afhendingu kjötsins eða hefur
ráðstafað kjötinu vitandi vits um
að bóndinn fengi ekkert greitt fýrir
það.
Byggir þessi niðurstaða á því,
að ákvæði 20. gr. reglugerðar nr.
339/1986 skortir lagaheimild, en
það hefur verið túlkað á þann hátt,
að enga greiðslu beri að greiða fyr-
ir umframkjöt. Heimildarlög reglu-
gerðarinnar eru búvörulög nr.
46/1985, en þau virðast byggja á
því að eitthvað sé greitt fyrir um-
framkjöt, sbr. 30. gr. c-lið, en þar
segir að landbúnaðarráðherra sé
„heimilt að ákveða að framleiðend-
ur skuli fá fullt grundvallarverð
skv. 8. gr. fyrir ákveðinn hluta
framleiðslunnar er skert verð fyrir
það sem umfram er...“ Það verður
því ekki séð að lagaheimild sé fyrir
því, að stjórnvöld geti með valdboði
tekið að sér ráðstöfunarrétt að
umframkjöti án þess að greiða eitt-
hvað fyrir það. Þótt talið yrði að
stjórnvöld hafí lagaheimild til slíks
valdboðs, getur það ekki verið gilt
nema það sé sett í reglugerð og
birt í Stjómartíðindum, sbr. 35. gr.
1. mgr. laga nr. 46/1985. Það verð-
ur því að telja, að ákvörðun land-
búnaðarráðuneytisins frá 17.
október 1986, um bann við af-
hendingu kjöts til framleiðenda,
hafí ekki verið tekin og birt á lög-
formlegan hátt, þar sem hún var
tilkynnt sláturleyfíshöfum með
bréfí, en ekki birt framleiðendum
sjálfum sérstaklega. Jafnframt má
benda á það, að bréfíð var sent slát-
urleyfishöfum í lok sláturtíðar og
var því ætlað að vera afturvirkt,
þar sem bændur höfðu líklega lagt
inn í þeirri vissu að geta tekið út
það kjöt sem engin greiðsla bærist
fyrir.
Slátrun 1987
Dómur sá sem kveðinn var upp
í fógetarétti í Húnavatnssýslu mun
á engan hátt skera úr þeirri réttar-
óvissu, sem skapast við slátrun
haustið 1987 og ekki heldur áfrýjun
hans til Hæstaréttar. Líklegt verður
að telja, að sett verði reglugerð sem
kveður á um, að bændum sé einung-
is heimilt að taka út ákveðið magn
af framleiðslu sinni til eigin nota.
Slík reglugerð byggir eflaust á því,
að bóndi slátri öllum sínum dilkum
í sláturhúsi og ef ennþá reynist kjöt
umfram fullvirðisrétt, þegar bónd-
inn hefur tekið út það kjötmagn,
sem honum er heimilt samkvæmt
slíkri reglugerð, verður eflaust gert
Jóhannes Helgi Jóhannesson
„Því verður vart trúað,
að það hafi verið for-
senda samningsins að
ríkið fengi ráðstöfun-
arrétt að eignum
bænda, án þess að
greiða fyrir þær, þ.e.
umframkjötið, enda
hefur nú verið talið að
það sé eign bóndans.“
ráð fyrir því eins og síðastliðið
haust, að bóndinn fái ekkert greitt
fyrir það kjöt. Ekki verður í fljótu
bragði séð, að slík reglugerð hafí
lagaheimild. Þótt talið yrði að slík
reglugerð ætti sér stoð í búvörulög-
um nr. 46/1985, er ekki enn leyst
úr þeirri spurningu, hvort heimild-
arákvæði búvörulaganna standist
gagnvart 67. gr. stjórnarskrárinn-
ar, sem kveður á um það að engan
megi skylda til að láta af hendi eign
sína nema almenningsþörf krefji og
þarf þá til þess lagafyrirmæli og
fullt verð fyrir.
Aðstaðan við slátrun haustið
1987 er að því leyti önnur en var
1986 að nú vita bændur um sinn
fullvirðisrétt fyrir sláturtíð og er
ljóst um afstöðu stjómvalda til
umframkjötsins, ef reglugerð sem
áður var vikið að verður sett inn
og birt, áður en sláturtíð hefst. Ef
bændur leggja þá allt að einu dilka
sína inn til slátrunar án fyrirvara
um rétt sinn til umframkjöts, ef
fyrir hendi reynist, þá verður að
telja, að þeir hafí glatað rétti til
þess að krefjast síðar umráða yfir
því kjöti og hafi veitt sláturleyfís-
hafa fulla heimild til að ráðstafa
kjötinu á hvem þann hátt sem hann
kýs, án þess að áskilja sér endur-
gjald fyrir.
Það er því mikilvægt fyrir þá
bændur sem telja líkur fýrir því,
að þeir leggi inn kjöt umfram full-
virðisrétt, að gera skriflegan
fyrirvara við sláturleyfishafann,
um að áskilja sér fullan rétt til að
taka út hugsanlegt umframkjöt
Allt er snertir skjala-
vörslu er spennandi
Rætt við Sven Lundkvist þjóðskjalavörð Svíþjóðar
Sven Lundkvist þjóðskjalavörður Svía.
Norrænt þing skjalavarða var
haldið hérlendis fyrir nokkm og
sátu það um 150 manns. Flestir
voru frá Svíþjóð, nærri 50, en
færri tugir frá hvetju hinna Norð-
urlandanna. Einn gestanna var
Sven Lundkvist, þjóðskjalavörður
Svíþjóðar, en hann situr í Stokk-
hólmi. Hann var áður prófessor
í sögu við háskólann í Umeá.
Lundkvist spjallaði stuttlega við
blaðamann Morgunblaðsins dag-
inn áður en hann hélt af landi
brott og var hann mjög hrifinn
af dvölinni hér.
Allt þinghaldið á Laugarvatni
var til mikillar fyrirmyndar. Við
hittumst reglulega á þriggja ára
fresti og vomm nokkuð uggandi
um að hafa fundina á íslandi en
það reyndist hinn mesti óþarfi.
Allt gekk snurðulaust, vel var
hug^sað fyrir öllum atriðum og
skipulag með ágætum. Veðrið
spillti heldur ekki fyrir og við
nutum þess sérstaklega í skoðun-
arferðum á Suðurlandinu.
Skjalavarsla, gömul bréf,
gamlar bækur og ýmsar upplýs-
ingar, kannski geymt í kössum í
kjallara - þetta virðist ekki vera
mjög spennandi en þar er Lund-
kvist á öðm máli.
Velja — hafna
Allt í kringum skjalavörslu er
spennandi. Hún á ekkert skylt
við það að geyma gamalt dót í
kjallara þar sem sérvitringar fá
að grúska. Hlutverk okkar er að
varðveita ýmsar upplýsingar í því
formi sem aðgengilegt er um
ókomin ár. Þetta em upplýsingar
um þjóðfélagið, fólkið sem það
byggir og ailt sem því tengist,
atvinnulíf, lög og reglur, menn-
ingarlíf, heilsufar, samskipti við
aðrar þjóðir og þannig inætti
lengi telja.
Aðal vandamál okkar snúast
annars vegar um það að velja
úr það sem geyma skal og hafna
öðm og hins vegar um það hvern-
ig á að geyma þessar upplýsing-
ar. í dag höfum við ýmsar leiðir,
ekki bara pappír heldur filmur,
tölvudiska og segulbönd og hvað-
eina sem nútímatækni getur
boðið okkur.
Þarf þá skjalavörður aðallega
að vera tæknimaður?
— Ekki segi ég það nú kannski
en hann verður að vita sitthvað
um tæknimál. Skjalaverðir öðlast
sérstaka menntun eftir að hafa
til dæmis numið sögu við háskóla
og fer sú sérstaka starfsmenntun
oft fram á skjalasöfnum en það
er þó misjafnt eftir löndum. Síðan
taka menn oft fyrir sérstök svið
en það er oft styttra á milli mann-
kynssögu og tölvutækni en við
höldum.
Sem dæmi um það get ég nefnt
einn nemanda sem var hjá okkur
en hann tók Svíþjóð kringum
árið 1400 sem lokaritgerð í sögu
og vann lengi við rannsóknir sem
snerust um það tímabil. Síðar fór
hann að starfa við skjalasafn og
nú er hann sérfræðingur í
geymslu gagna á tölvum. Við
getum því kannski sagt að skjala-
vörður verður að vera menntaður
í sögu en með áhuga á tæknimál-
um.
Af nógn að taka
Vandamál að velja og hafna,
hvemig fer það val fram?
— Það er nokkuð misjafnt eft-
ir löndum en öll lönd hafa það
sameiginlegt að það er af nógu
að taka. Við getum bara litið til
ráðuneyta og ýmissa opinberra
stofnana. Á að geyma allt sem
þar hleðst upp af bréfum og skjöl-
um? Við getum einnig litið á
sjúkrahúsin. Á að geyma allar
sjúkraskrár? Á að velja úr sjúkl-
inga með ákveðna sjúkdóma,
sjúklinga fædda ákveðin ár,
sjúklinga frá ákveðnu lands-
svæði? Þetta eru spurningar sem
við þurfum að fást við daglega.
Valið er ekki auðvelt. Við verð-
um að spyrja okkur sjálf hvað
líklegt sé að menn vilji skoða og
rannsaka nánar þegar fram líða
stundir. Læknar segja okkur að
geyma allt. Það getur verið gagn-
legt að fá upplýsingar um alla
sjúklinga með ákveðinn sjúkdóm,
alla sem leitað hafa læknis úr
ákveðnu byggðarlagi eða um
heilsufar allra fædda ákveðið ár.
Hvernig eigum við að svara
þessu? Á að geyma ákveðna
málaflokka frá utanríkisráðu-
neytinu en sleppa öðrum? Og inn
í þetta kemur spurningin um
vemd einstaklingsins. Hvemig
getum við tryggt að þeir sem
síðar vilja rannsaka einhver mál
fái ekki aðgang að persónulegum
upplýsingum? i
Við getum að minnsta kosti
ekki geymt allt - það yrði alltof
dýrt og viðamikið. Á hinn bóginn
verður heldur ekki bættur skað-
inn ef einhveiju mikilvægu hefur
verið hent. Þær upplýsingar er
ekki hægt að sækja til annarra
nema kannski í litlum mæli eitt-
hvað varðandi samskipti þjóða,
ef eitt land hefur glatað öllu um
samband sitt við annað land á
ákveðnum tíma þá getur kannski
hitt landið bætt úr því. En það
gildir til dæmis ekki um upplýs-
ingar um heilbrigðismál.
Ýmsar leiðir
En er ekki næsta auðvelt að
geyma þetta allt á tölvuöld?
- Vissulega höfum við ýmsar
leiðir og erum betur á vegi stödd
nú en áður en vandinn nú er líka
þetta óheyrilega magn sem að
okkur berst. Annan vanda hef
ég heldur ekki nefnt en það er
gamli pappírinn. Hvað eigum við
að gera til að vernda gömul skjöl
og bækur, pappír sem er að eyð-
ast? Við getum gert við þetta
með sérstökum aðferðum en einn
maður kemst ekki yfir marga
hillumetra á ári hvetju.
Við höfum tölvudiska og við
höfum smáfílmur en svo er þetta
líka alltaf spuming um kostnað.
Öll geymsla er rándýr, við þurf-
um mikið rými og það kostar líka
stórfé að hafa þetta allt saman
aðgengilegt. Þannig verða stjóm-
völd stöðugt að meta hversu
miklum fjármunum skal veitt í
skjalavörslu.
En verður ókleift að geyma
upplýsingar á pappír í framtí-
ðinni?
— Nei, en pappír af ákveðinni
gerð eyðist með árunum. Þess
vegna höfum við til dæmis hafið
samstarf við pappírsframleiðend-
ur til að ræða úrbætur í fram-
leiðslunni. Þeir vilja leggja sitt
að mörkum til að hægt verði að
nota pappír áfram og það hafa
miklar athuganir farið fram á
þessu sviði undanfarin ár, ekki
síst fyrir atbeina skjalavarða.
Sven Lundkvist nefnir líka
annað sem komið hefur til kasta
skjalavarða en þeir hafa með sér
alþjóðleg samtök og hittast ár-
lega:
Ábyrgð
— Við bemm líka ákveðna
ábyrgð gagnvart þeim þjóðum
sem eru styttra komnar í skjala-
vörslu sinni og þá á ég við þjóðir
þriðja heimsins. Þar eru stjórn-
völd víða að stíga sín fyrstu skref
og þar getum við hjálpað. Svíþjóð
heftir þannig komið við sögu í
Zambíu og Noregur hefur hjálpað
Kenýjamönnum. Við sendum
menn til þessara landa og þeir
senda menn til okkar í nám og
ég var síðasta vetur með fyrir-
lestra á námskeiði fyrir Asíuþjóð-
ir í Jakarta. Við getum hjálpað
þessum þjóðum yfir ákveðna
byijunarerfiðleika og þær geta
lært af mistökum okkar.
Á norrænum þingum skjala-
varða segja þeir fréttir af því sem
helst er að gerast í hveiju landi
og gestgjafinn sýnir aðstæður
sínar. Sven Lundkvist sagði m.a.
um íslenska þjóðskjalasafnið:
— Aðstæður íslenska þjóð-
skjalasafnsins fara nú óðum
batnandi. Ólafur Ásgeirsson
þjóðskjalavörður er dugandi
maður og vonandi tekst honum
að fá fleira starfsfólk. Hann
þyrfti að fá aukið fé til starfsem-
innar, ekki stórfé en nokkra
viðbót fyrst og fremst til að ráða
fleira starfsfólk.