Morgunblaðið - 26.08.1987, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 26.08.1987, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 25 Glistrup bítur í skjaldarrendur Valdabarátta í Framfaraflokknum sem getur komist í oddaaðstöðu eftir kosningarnar eftir Jens Erik Rasmussen Refsivöndur danskra stjórn- málamanna, Mogens Glistrup í Framfaraflokknum, siglir nú hraðbyri inn í öldurót danskra stjómmála á ný. Hann hefur af- plánað þriggja ára fangelsisdóm fyrir skattsvik, orðið gjaldþrota og verið álitinn pólitískur trúður en samt er þessi litríki stjóm- málamaður aftur á leiðinni i danska Þjóðþingið. Refsingin er afstaðin og í kosningunum 8. september býð- ur Glistrup sig fram í ömggu kjördæmi. Allt bendir því til þess að hann geti aftur tekið sæti á þinginu sem lýsti hann óalandi og óferjandi vegna dómsins í skattsvikamálinu fyrir fjómm ámm. Það er mjög líklegt að Glistrup og flokkur hans komist í oddaað- stöðu í þinginu. Skoðanakannanir undanfarna fjóra mánuði benda til þess að stjórn borgaraflokkanna Qögurra geti aðeins verið áfram við völd með stuðningi hins hægrisinn- aða Framfaraflokks sem nú hefur fjögur þingsæti. Talið er að hann bæti við sig nokkru fylgi. Það er því hætta á að ekki verði hægt að mynda ríkisstjórn án stuðnings Framfaraflokksins og sá möguleiki veldur forystumönnum borgaraflokkanna miklu hugar- angri. Baráttuglaður Glistrup, sem aldrei hefur verið í sérstöku vin- fengi við borgaraflokkana, gerir ástandið ekki betra. Vináttan hefur ekki vaxið síðustu fjögur árin er fangelsisrimlarnir hafa hamlað ERLENT stjómmálaþátttöku Glistmps. Hann þyrstir í athygli og hefnd eftir hvíldarhlé sem hann bað ekki um. Ráði hann og flokkur hans úrslitum í baráttunni milli borgaraflokkanna og sósíalísku flokkanna á þingi ótt- ast stjómmálamenn að upplausn taki við eftir kosningamar. Átökin um ríkisstjómarvöldin geta breyst í hryllingssögu þar sem Glistrup leikur aðalhlutverkið. Slæm reynsla Forystumenn borgaraflokkanna hugsa enn með skelfingu til fyrstu 18 mánaðanna sem þeir vom við völd eftir kosningamar 1982 en þá var Framfaraflokkurinn í oddaað- stöðu. Þrátt fyrir ijölmarga samn- ingafundi talsmanna ríkisstjórnar- flokkanna með fulltrúum Framfaraflokksins fóm leikar svo að þingmenn hans felldu jíkisstjóm- ina ásamt þingmönnum vinstri flokkanna. í næstu kosningum hmndi flokkurinn og fékk aðeins sex þingsæti borið saman við sextán áður (tveir þingmenn hafa síðan yfirgefið flokkinn). Þegar þetta gerðist sat Glistmp bak við lás og slá í ríkisfangelsinu í Horserod vegna skattamála sinna. Kjósendur hafa einu sinni refsað Framfaraflokknum fyrir að fella ríkisstjórn borgaraflokkanna og þess vegna efast leiðtogar borgara- flokkanna um að flokkurinn þori að endurtaka leikinn. Poul Schlúter, forsætisráðherra og formaður íhaldsflokksins, hefur lýst því yfir að atkvæði Framfara- flokksins hljóti að teljast með atkvæðum borgaraflokkanna. Þetta merkir að hann hyggst vera áfram við stjórnvölinn enda þótt Glistmp og félagar hans komist í oddaað- stöðu í þinginu. Schlúter er hins vegar einnig háður stuðningi Róttæka vinstri flokksins, miðjuflokks, sem stutt hefur núverandi stjórn borgaraflok- kanna frá upphafi. Róttækir em ósammála hægri róttæklingunum í Framfaraflokknum á nánast öllum Aurskriður á Italíu og 20 þús- und f luttir á brott París, Reuter. SJÖ manns létust í miklum rign- ingum í Evrópu aðfaranótt gærdagsins. Rúmlega tuttugu þús- und menn voru fluttir úr Adda-dal i Langbarðalandi í norðurhluta Ítalíu vegna vatnavaxta. Flytja þurfti fólk úr tuttugu þorp- um í Adda-dal þegar hækkaði í vatni, sem myndaðist þegar aurskriður féllu í júlí og tvö þorp grófust á kaf með þeim afleiðingum að fjörutíu manns fómst. Embættismenn vömðu við því í gær að vatnið gæti brotist fram belj- andi innan tveggja daga ef rigning- arnar héldu áfram. Kváðust stjórnvöld ætla að reyna að lækka yfirborð vatnsins með því að grafa afveituskurð. Ein kona lést og tveggja manna er saknað eftir að skriður féllu í Niardo í Langbarðalandi. Nokkur hús eyðilögðust í skriðunum. í borginni Mílanó flæddi inn í kjall- ara og fór rafmagn af. Hlutar borgarinnar vom enn rafmagnslausir síðdegis í gær. Járnbrautargöng- lok- uðust í Sviss Flóð og skriður hrifsuðu með sér þijá menn í kantónunni Valais í Sviss og létu þeir lífið, að því er lögregla sagði. Kantónan Uri í miðhluta Sviss lokaðist nánast af frá umheiminum er Gotthard-járnbrautargöngin, sem liggja gegnum Alpana og tengja Norður- og Suður-Evrópu, lokuðust. Beina þurfti jámbrautarlestum gegn- um Brenner-skarðið í Austurríki, sem er 250 km austar. Svissnesk járn- brautaryfirvöld sögðu að Gotthard- göngin yrðu væntanlega lokuð í eina viku. Þyrlur vom notaðar til að flytja brott fólk og nautgripi frá þorpum víðs vegar í Sviss. Bað lögregla íbúa í þröngum dölum um að dveljast heima við og fara upp á þak til að forðast vatnavextina ef nauðsyn krefði. I París vom mestu rigningar í heila öld og sögðu veðurfræðingar að mælst hefði 97 mm úrkoma á einum sólarhring, frá klukkan átta á mánu- dagsmorgun til átta í gærmorgun. Árið 1887 mældist 67 mm úrkoma á einum sólarhring. Franska sjónvarpið sagði að tvö þúsund ferðamenn hefðu verið fluttir frá tjaldbúðum víða um landið. Rok og rigning hefði gereyðilagt dvalar- stað í Languedoc-Roussillon héraði. Fimmtán hjólhýsi og tjaldvagnar hefðu oltið og tré rifnað upp með rótum. sviðum og vilja ekki deila stuðningi við stjómina með Glistrupsmönn- um. Innri barátta Baráttumál Framfaraflokksins eru enn sem fyrr lægri skattar og minni opinber útgjöld. Árið 1973 fékk flokkurinn 28 þingsæti með því að leggja til að skattar og tollar yrðu afnumdir, opinberri þjónustu hætt og herinn lagður niður. I stað- inn fyrir stöðug og einstrengingsleg mótmæli hefur með tímanum verið lögð meiri áhersla á að ná sam- komulagi enda þótt slá hafi þurft af ýtrustu kröfum flokksstefnunn- Mogens Glistrup. Stofnandi Framfaraflokksins berst nú fyrir þvi að flokkur hans slaki hvergi á ýtrustu kröfum sínum. Hörð valdabarátta er nú háð í flokkn- um samtímis kosningabarát- tunni. Þessi þróun hefur ekki orðið með samþykki Mogens Glistrups. Hann vill halda áfram að ögra og þetta hefur leitt til stöðugrar valdabar- áttu í flokknum. Sem stendur slást tveir armar um það hvaða einstakl- ingur eigi að vera í fararbroddi flokksins í kosningabaráttunni. Margir flokksfélagar álíta að kjós- endur séu orðnir þreyttir á ögrandi framkomu Glistrups og vilja að málefnaleg kona, Pia Kjærsgaard, taki við forystunni. Margt bendir þó til þess að Glistrup fari með sig- ur af hólmi í þessari valdabaráttu. Það sem helst gæti ógnað pólitískum ferli hans eru ný réttar- höld. Ixigreglunni hefur borist kæra á hendur Glistrup fyrir meint kyn- þáttahatur en hann hefur sagt um flóttamenn, er sækja um hæli í Danmörku, að þeir „fjölgi sér eins og rottur." Hljóti hann dóm fyrir þessi ummæli á hann enn á hættu að þingmenn vísi honum burt. Höfundur er blaðamaður í Árósum. Alnæmi kemur verst niður á minnimáttar ÞÓ FLEST fórnarlömb alnæmis í Bandarikjunum séu hvít er Ijóst að hærra hlutfall svertingja og annarra minnihlutahópa fær sjúkdóminn. Spænskumælandi fólk, einkum ólöglegir innflytjendur, eiga ekki sjö dagana sæla ef þeir sýlq'ast af alnæmi. Að vera utangarðs veikir einungis stöðu þessa fólks. Það þekkir hvorki sjúkdóminn né ein- kennin. Árum saman hefur tíðni alnæm- is verið meiri meðal svartra og spænskumælandi en hvítra. En hvers vegna er ekkert gert í mál- inu? Margir segja að upplýsinga- herferðin á vegum hins opinbera hafi einfaldlega ekki náð eyrum þessa fólks. Á hinn bóginn virðast leiðtogar minnihlutahópanna halda að sér höndum, kannski af ótta við að meirihlutasamfélag hvlta mannsins mjmdi bregðast við af hörku ef hinir minnimáttar risu upp. Samtök homma eru undan- tekning, þau eru nú áhrifamikill þrýstihópur og það hefur skilað sér í minnkandi tíðni alnæmis meðal samkynhneigðra. En betra er seint en aldrei. Sumir telja að örlítið lægra hlutfall alnæmistilfella með- al minnihlutahópanna á síðasta ári gefi vísbendingu um að þeir verði smám saman upplýstari um hætt- una. Ein mikilvægasta baráttuað- férðin gegn alnæminu er meðferð eiturlyfjasjúklinga að sögn Frank Tardalo, sjálfboðaliða í baráttunni gegn alnæmi, en hann var áður eiturlyfjasjúklingur. Einnig verður að koma þeim sem ekki láta af fíkniefnaneyslu í skilning um að lífshættulegt sé að deila nálinni með öðrum. Stungið hefur verið upp á því að dreifa hreinum nálum meðal fíkniefnaneytenda en það hefur strandað á pólitískri and- stöðu. Mörg ljón eru í veginum, margir sjúklinganna fá ekki inni á meðferðarstofnunum. Aðrir fylgja ekki fyrirmælum og sprauta sig af og til. Það er svo spuming um sið- ferðisþrek Bandaríkjamanna hvort þeir eru reiðubúnir að kosta því sem til þarf til að hjálpa minnimáttar í þjóðfélaginu. Ed Koch, borgarstjóri New York, er efins: „Ég óttast að hreyfíngin til að finna lækningu og hjálpa öllum sem á þurfa að halda fjari út vegna þess að áhættuhópurinn er í minnihluta." (Heimild: U.S.News & World Report) Fatasöfnun 27.-29. ágúst til hjálpar f lóttafólki f rá Mósambik Tekið verður á móti fatnaði í flestum kirkjum og safnaðarheimilum landsins. Móttökustaðir í Reykjavík og nágrenni verða opnir kl. 17.00-20.00 fimmtudag og föstu- dag. En á laugardag kl. 10.00-14.00. Hjálpið okkur að koma fatnaðinum til skila með því að greiða 50 kr. fyrir hvert kíló. Vinsamlegast afhendið fatnaðinn hreinan. f Hjáíparstofnun kirkjunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.