Morgunblaðið - 26.08.1987, Page 26

Morgunblaðið - 26.08.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 Vestur-þýskir jafnaðarmenn: Þingfundur um Pershing lA-flaugar Lögregla leitar í bif- reið á leið til Wunsiedel. A inn- felldu myndinni sést Hess á líkbörunum. Reuter Lögfræðingur Hess: Lík Hess verður flutt til Wunsiedel síðar Wunsiedel, Reuter. ALFRED Seidl, lögfræðingur fjölskyldu Rudolfs Hess, sagði í gær að líklega yrði lík Hess graf- ið í fjölskyldugrafreit hans i Wunsiedel í Bæjaralandi að ósk hins nýlátna nasistaforingja. Seidl sagði að það yrði þó ekki fyrr en ólguna vegna dauða Hess hefði lægt. Hess var grafinn í kyrrþey á óþekktum stað í fyrradag til þess að forðast mótmæli nýnasista, sem ætluðu að vera viðstaddir jarðarför- ina. Fjölskyldan vill þó enn að Hess fái síðustu ósk sína uppfyllta, líkið verði grafið upp og fái að hvíla hjá ættmennum sínum í kirkjugarði Wunsiedel. Bæjarstjórinn í Wun- siedel, Karl Walther, sagði að honum hefði enn ekki borist ósk frá Hess-fjölskyldunni um að fá að flytja líkið til bæjarins, en sagði að slík ósk yrði tekin til umræðu ef tii kæmi. „Fyrir okkur [bæjarbúa] er þetta spurning um mannúð, rétt eins og áður,“ sagði hann. Þrátt fyrir að Hess hafi nú verið grafínn annars staðar, standa 600 lögreglumenn enn strangan vörð um kirkjugarðinn í Wunsiedel og vegi til bæjarins. Ymsum hefur þó tekist að koma krönsum og blómum á leiði ættingja Hess. Gamall maður, sem sagðist vera fyri-um meðlimur í SS, lífvarðasveit- um Hitlers, og hafa þekkt Hess vel, lagði stóran blómsveig á leiðið. Á borða, sem festur var við krans- inn, var merki SS-sveitanna og áletrunin „In memoriam — félagar úr SS:“ Lögregla kom aðvífandi og Bandaríkin: Washin£ton, Reuter. KVIÐDÓMUR átta yfirmanna úr röðum landgönguliða úrskurðaði á mánudag Clayton Lonetree, sem á laugardag var fundinn sekur um að hafa selt Sovét- mönnum upplýsingar, í þrjátíu ára fangelsi. Lonetree, sem dæmdur var fyrir að hafa stundað njósnir þegar hann var vörður við sendiráð Bandaríkja- manna í Moskvu og Vín um tveggja ára skeið, var einnig gert að greiða fimm þúsund dollara sekt (um 200 þúsund ísl. kr.). Lögfræðingar Lonetrees sögðu að úrskurðurinn hefði komið þeim á óvart. Höfðu þeir búist við lífstíðarfangelsi. Lonetree er fyrsti landgönguliðinn í tvö hundruð ára sögu þeirra, sem fundinn er sekur um njósnir. klippti merkið af borðanum. „Þetta er vanhelgun grafarinnar," hrópaði gamli maðurinn er hann var leiddur á brott. Við kirkjugarðshliðið stóð hópur nasista og harmaði að útförin hefði ekki farið fram. 75 ára gamall maður, sem barðist í Rússlandi í stríðinu, sagði að Hess hefði ekki verið glæpamaður. „Ef hann var það, þá er ég það líka. Þeir, Bret- arnir, kyrktu hann.“ Bonn, Reuter. VESTUR-ÞÝSKIR jafnaðar- menn (SPD) komu því til leiðar á mánudag að þing yrði kvatt saman sérstaklega 2. september til umræðna um Pershing lA-flaugar, sem eru í eigu vestur-þýska flug- hersins. Jafnaðarmenn kváðust ætla að leita eftir afstöðu rieðri deildar sambandsþingsins í Bonn varð- andi Pershing lA-flaugamar og hvort þingmenn gætu samþykkt að þær stæðu í vegi fyrir hugsan- legu afvopnunarsamkomulagi risaveldanna. Flokkarnir í samsteypustjóm Helmuts Kohl kanslara for- dæmdu jafnaðarmenn fyrir að grípa til þessa bragðs og sögðu að flokkurinn hugsaði aðeins um pólitíska hagsmuni sína. Eduard Shevardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, hefur sagt að 72 Pershing 1A- flaugar Vestur-Þjóðveija standi í vegi fyrir samkomulagi stór- veldanna, en stjórnvöld í Bonn kveðast eiga flaugamar og þær séu ekki til umræðu í Genf. Sov- étmenn segja aftur á móti að þá verði að fjarlægja bandaríska kjarnaodda, sem þær séu búnar. Krabba- meinssjúkl- ingarklífa Mont Blanc Á sunnudag komust þrír sjö japanskra fjallgöngumanna á efsta tind Mont Blanc í frönsku Olpunum, en það er hæsta fjall Evrópu. Það væri í sjálfu sér ekki frásögur færandi nema vegna þess að fjallgöngumennirnir eru allir krabbameinssjúklingar, sem reyna að sigrast á sjúkdómi sínum með viljakrafti. Hinir fjórir gáfust upp þegar þeir voru komnir í 4.362 m hæð, en fjallið er 4.807 m hátt. Þetta er þó ekki fyrsta fjall- ið, sem hópurinn klífur — áður hafði fólkið lagt Fuji- fjall að fótum sér. Filipseyjar: Um 21#milljón heimilislausir Manilla, Reuter Um 40% allra íbúa eyjanna eru heimilislausir, eða búa í óviðun- andi og heilsuspillandi húsnæði, að því er segir i skýrslu þingnefnd- ar um þessi mál. I skýrslunni kemur fram, að um 10 milljón manns búi í hreysum fá- tækrahverfa, þar sem ástandið sé svo ömurlegt, að ekki verði til neins jafn- að. Reuter Landgönguliðinn Clayton Lonetree leiddur á brott eftir að herréttur dæmdi hann til þrjátíu ára vistar í fangelsi fyrir njósnir í þágu Sovétmanna. Lonetree var einnig rekinn úr bandariska hernum með skömm. Landgönguliði fékk 30 ár fyrir njósnir Finnland: Hafin barátta fyrir forsetakosningarnar Váyrynen telur sjálfstæði landsins ógnað Helsinki, frá Lars Lundsten fréttaritara Morgunbladsins. PAAVO Váyrynen, formaður finnska Miðflokksins og fyrrum utanríkisráðherra, hóf á sunnudag baráttu sína fyrir forsetakosn- ingarnar í janúar á næsta ári. Hann kveðst einn allra forsetafram- bjóðenda vilja stuðla að menningarlegu og efnahagslegu sjálfstæði Finnlands. Váyrynen flutti fyrstu stefnuræðu sina á miklum fjöldafundi miðflokksmanna í borginni Oulu á vesturströnd Finn- lands. Váyrynen varð þannig fyrstur allra til að hefja kosningabarátt- una fyrir alvöru. Raunar tilkynnti hann einnig fyrstur um framboð sitt í fyrra sumar. Keppinautar hans, Harri Holkeri forsætisráð- herra, sem er hægri maður, og Mauno Koivisto, núverandi for- seti, hyggjast hefja kosningabar- áttuna í haust. Gert er ráð fyrir að Kalevi Kivistö lénshöfðingi verði einnig í framboði en stuðn- ingsmenn hans vinna enn að því að safna nöfnum á stuðnings- mannalista. Kivistö, sem kemur úr röðum alþýðubandalagsmanna (folkdemokrater), var í eina tíð ráðherra en stuðningsmenn hans vilja að framboðið verið óflokks- bundið og vonast þeir til að hann höfði til þeirra sem vilja ekki að venjulegur stjómmálamaður verði næsti forseti Finnlands. Miðflokkurinn komst í stjómar- andstöðu eftir þingkosningarnar í marsmánuði og ákvað Váyrynen þá að einbeita sér að forsetakosn- ingunum. Miðflokkurinn er stærsti stjómarandstöðuflokkur- inn en Váyrynen hefur látið Seppo Kááriáinen um að gagnrýna stjómina. I stefnuræðu sinni lagði Váyrynen áherslu á að honum og flokki hans væri best treystandi til að standa vörð um sjálfstæði Finnlands. Váyrynen telur þau öfl sem stuðla vilja að efnahags- og menn- ingarlegu samstarfí á alþjóða vettvangi stefna sjálfstæði lands- ins í voða. Núverandi ríkisstjóm hægri manna og jafnaðarmanna hefur lagt þó nokkra áherslu á þetta atriði, einkum aukið sam- starf Finnlands við ríki Vestur- Evrópu, bæði á vettvangi Evrópubandalagsins og EFTA. í ræðu sinni gagnrýndi Váyrynen stjómarflokkana harðlega. Vændi hann flokkana um yfirborðs- mennsku og efnishyggju og sagði þá ekki gera sér ljóst að sjálf- stæði landsins væri í hættu. Ennfremur fullyrti hann að mið- flokkamir hefðu ævinlega staðið flokka fremst vörð um sjálfstæði þjóðarinnar og kvaðst líta á sjálf- an sig sem eina af sjálfstæðis- hetjum þjóðarinnar. Einnig nefndi hann þá K.J. Stahlberg, sem var fyrsti forseti landsins og samdi stjórnarskrána, Kyösti Kallio, sem var forseti í Vetrarstríðinu 1939-1940 og Urho Kekkonen, fyrmm forseta. Paavo Váyrynen er rúmlega fertugur að aldri og er stjóm- málafræðingur að mennt. Á síðasta kjörtímabili gegndi hann stöðu utanríkisráðherra. Hann hefur verið sakaður um valdafíkn og frekju og hefur til marks um það verið bent á að hann hafi fyrst náð að sölsa undir sig emb- ætti formanns Miðflokksins og nú hafí honum tekist að hljóta útn- efningu sem forsetaefni flokksins. Almennt var talið að Váyrynen hygðist freista þess að mynda ríkisstjórn borgaraflokkanna eftir síðustu þingkosningar og hefði það treyst stöðu hans í komandi forsetakosningum. Þegar Mauno Koivisto forseti fól hægri mannin- um Harri Holkieri að mynda samsteypustjórn hægri manna og jafnaðarmanna þótti mörgum að með því væri verið að vega að Váyrynen. Koivisto hefur vísað öllum slíkum ásökunum á bug en Váyrynen hefur gagnrýnt stjórn- arhætti Koivistos og ríkisstjórnar- innar. Miðflokksmenn fullyrða að Koivisto og stjómarflokkamir hafi ekki fylgt þingræði og vilja meiri- hluta þjóðarinnar. Andstæðingar Váyrynens skopast mjög að honum og segja hann framagosa. Fyrir skömmu birti eitt dagblaðanna í Helsinki niðurstöður skoðanakönnunar þar sem fram kom að Váyrynen er langóvinsælasti stjórnmálaleið- togi landsins. Herferðin gegn Váyrynen varð það áberandi að nokkrir stjómmálamenn, þeirra á meðal Harri Holkeri forsætisráð- herra, tóku til máls og hvöttu menn til að láta Váyrynen í friði. Með þessu var ekki einungis stefnt að því að vemda nætur- svefn Váyrynens heldur vom menn teknir að óttast að hann yrði nokkurs konar píslarvottur. Fréttaskýrendur í Helsinki em almennt þeirrar skoðunar að her- ferðin gegn Váyrynen hafi verið stöðvuð of seint. Kosningafundur hans á sunnudag gaf ótvírætt til kynna að Miðflokkurinn hyggst styðja hann í hvívetna. Áður höfðu skoðanakannanir sýnt að þó nokk- uð margir stuðningsmenn Mið- flokksins hygðust styðja Mauno Koivisto. Ólíklegt er talið Váyryn- en sigri í forsetakosningunum en talið er að hann stefni að því að verða næstur Mauno Koivisto, sem sagður er ömggur um sigur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.