Morgunblaðið - 26.08.1987, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.08.1987, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 Bofors-málið: 27 Alnæmispr ófun í Sovétríkjunum Moskvu, Reuter. SOVÉSKA Tass-fréttastofan skýrði frá því í gær að sovéska þingið hefði samþykkt tilskipun, sem gerði yfirvöldum leyfilegt að láta gera alnæmispróf á sovéskum borgurum og útlendingum. Þingið samþykkti einnig refsiákvæði gagnvart þeim, sem viljandi smita aðra af sjúkdómnum. í tilskipuninni segir að leyfilegt sé að flytja þá, sem neita að gang- ast undir próf, nauðuga á sjúkrahús með hjálp lögreglu, og jafnvel reka útlendinga úr landi ef þeir sýndu mótþróa. Fimm ára fangelsisvist er lögð við því að smita aðra viljandi af hinum lífshættulega sjúkdómi. Sovétmenn hafa þar til nýlega litið á alnæmi sem einn af ávöxtum borgaralegrar spillingar og siðferð- isbrests á Vesturlöndum, en nú er tekið á málum af meiri alvöru. Rannsóknir á sjúkdómnum eru hafnar og fjölmiðlar eru farnir að miðla almenningi upplýsingum um hættuna. Ekki er vitað um fjölda sýktra í Sovétríkjunum, en í mars sögðust læknar hafa greint 32 tilfelli. Svíar gera hreint fyrir sínum dyrum Stokkhólmi, Reuter. SÆNSKA stjórnin, sem er þessa dagana gagnrýnd i siauknum mæli vegna hins umdeilda viðskiptasamnings Bofors-vopnaverksmiðjanna við Indveija, virðist nú tilbúin að gera opinber öll atriði málsins. í grein, sem Sten Andersson, ut- anríkisráðherra, skrifaði í dag- blaðið Dagens Nyheter í gær, sagði hann að stjórnin myndi „ gera rækilega hreint fyrir sínum dyrum í vopnasölumálinu." Hann skrifar einnig að kannað verði í lögreglurannsókn sem hefjast á í næstu viku, hvort staðhæfingar sænska útvarpsins um að Bofors hafi greitt indverskum embættis- mönnum um 40 milljónir Banda- ríkjadala (1,6 milljarða króna) í mútur, séu sannar. Anderson stakk einnig upp á því að borgaraleg nefnd, sem hef- ur rannsókn málsins með höndum, fengi aðgang að skjölum um ríkis- og viðskiptaleyndarmál. Nefndin gæti síðan upplýst eftir á „hvort saknæmt athæfi hefði átt sér stað. Utanríkisráðherrann neitaði ásökunum Ingu Thorsson, fyrrum fulltrúa Svíþjóðar á afvopnunar- ráðstefnum, um að vopnasalan til Indlands bryti í bága við sænsk lög vegna deilna Indverja við Pa- kistani og uppreisnargjarna þjóðflokka innanlands. Sænsk lög banna sölu vopna til landa á „átaka- eða spennusvæðum." „Að neita öðrum löndum um réttinn til að veijast og tryggja sjálfstæði sitt væri siðlaust," skrifar Ander- son og bætir við: „Hvað Indland varðar, myndi útflutningsbann á sænsk vopn ekki hindra „hervæð- ingu“ landsins, heldur eingöngu þvinga það til að leita á náðir stór- veldanna eða bandamanna þeirra.“ Kaupmannahöfn: A fullum laun- um fyrir að mæta ekki í vinnuna Kaupmannahöfn, frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa ákveðið að greiða fer- tugum slökkviliðsmanni full laun til æviloka án þess þó, að hann þurfi að vinna fyrir þeim. Slökkviliðsmaðurinn, sem heitir Max Blicher Hansen, hefur í þijú ár átt í útistöðum við yfirboðara sína vegna þess, að hann vill ráða því sjálfur í hvaða stéttarfélagi hann er. Vinnuveitandi hans, borgin, hefur margsinnis flutt hann til á milli deilda en hefur nú gefist upp og ákveðið, að hann skuli fá full laun án þess að mæta til vinnunnar. Ef Hansen • nær meðalævilengd danskra karla mun þessi ákvörðun kosta borgina 5-7 milljónir dkr. Hansen verður í framboði fyrir íhaldsflokkinn í þingkosningunum 8. september nk. og í viðtali við Jyllandsposten sagði hann, að næði hann kjöri myndi hann beita sér gegn þeirri nauðung, að laun- þegar verði að tilheyra ákveðnum verkalýðsfélögum. Inn í þetta blandast, að langflest dönsku verkalýðsfélaganna styrkja Jafn- aðarmannaflokkinn með fé, sem tekið er af félagsgjöldum, og skiptir þá einu þótt sumir félags- manna standi annars staðar í flokki. Landsþing Landssambands sjálfstæðiskvenna haldið á Akureyri 28.-30. ágúst 1987 Drög að dagskrá: Föstudagur 28. ágúst 1987. Kl. 14.30 Stjórnarfundur. Kl. 17.30 Mótttaka íGolfskálanum við Akureyri. Kl. 19.00 Kvöldverður á Hótel KEA. Kl. 20.00 Afhending þinggagna á Hótel KEA. Kl. 20.30 Þingsetning. Þórunn Gestsdóttir, formaður LS. Kosningfundarstjóra. Kl. 20.45 Kosning kjörnefndar. Kl. 20.50 Lagabreytingar. Halldóra J. Rafnar, fyrrverandi formaður LS. Kl. 21.10 Reikningar LS. Anna Pálsdóttir, gjaldkeri LS. Umræður/afgreiðsla. Kl. 21.30 Sjálfstæðisflokkurinn. Staða hans fyrir og eftir síðustu alþingiskosningar. Jón Magnússón, lögfræðingur. Kl. 21.45 Umræður. Kl. 22.30 Þinghlé. Ávarp: Þorsteinn Pálsson, for- sætisráðherra. Kl. 13.15 Konurogstjórnmál. Margrét Kristinsdóttir, fyrrver- andi bæjarfulltrúi, Akureyri. Sólveig Pétursdóttir, varaþing- maður, Reykjavík. Kl. 13.50 Starfshópar. Kl. 14.50 Starfshóparskilaáliti. Kaffihlé. Kl. 15.45 Stjórnmálaályktun LS. Kl. 16.00 Umræður. Kl. 16.45 Kosning stjórnar. Önnurmál. Kl. 17.30 Þingslit. Brottförfrá Hrafnagili. Kl. 19.00 Lokahóf á Hótel KEA. Veislustjóri: Halldóra Ingi- marsdóttir. Ræðumaðurkvöldsins: Hall- dór Blöndal, alþingismaður. Sunnudagur 30. ágúst 1987. Kl. 09.30 Ferð um Svarfaðardal. Hádeg- isverður snæddur á Dalvík. Sigling. Kl. 16.00 Komið til Akureyrar. Flug frá Akureyri. Laugardagur29.ágúst1987. 125 ára afmæli Akureyrarbæjar. Kl. 09.00 Brottförfrá Akureyri að Hrafnagili. Kl. 09.30 Kaffiveitingar. Kl. 09.45 Þingiframhaldið. Kosning fundarstjóra. Menntamál í dreifbýli. Kl. 09.50 Framhaldsnám ídreifbýli: Katrin Eymundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Húsavíkur. Háskólanám á Akureyri: Tómas Ingi Olrich, mennta- skólakennari á Akureyri. Fyrirspurnir. Kl. 10.50 Samnorræn verkefni kvenna. Nordisk Forum í Oslo 1988. Brjótum múrana. Valgerður Bjarnadóttir, verk- efnisstjóri, Akureyri. Kl. 11.15 Konur í eigin atvinnurekstri. Árdís Þóröardóttir, stórkaup- maður, Reykjavik. Jósefína Gísladóttir, fram- kvæmdastjóri, ísafirði. Umræður. Kl. 12.00-13.15 Hádegisverður. Katrin Eymunds- dóttir Valgerður Bjarna- dóttir Halldór Blöndal Jósefína Gísladóttir Anna Pálsdóttir Sólveig Pétursdóttir Jón Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.