Morgunblaðið - 26.08.1987, Blaðsíða 29
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. AGUST 1987
l
ptep Útgefandi mlilafrffr Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöal-
stræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald
550 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 50 kr. eintakiö.
Nýlenduveldi
Fréttir herma að um helgina
hafi íbúar Eystrasalts-
landanna, Litháen, Lettlands
og Eistlands, komið saman og
kallað á frelsi vegna þess að
48 ár voru liðin frá því að þeir
Hitler og Stalín gerðu með sér
griðasáttmála. Sáttmáli ein-
ræðisherranna hafði í för með
sér, að smáríkin þrjú voru inn-
limuð í Sovétríkin. Þau hafa
ekki hlotið frelsi síðan. Stjóm-
völd í Moskvu hafa markvisst
unnið að því að „rússneskja“
þau; uppræta menningu þeirra
og troða upp á íbúana rússn-
eskri tungu og menningu. í því
efni haga Rússar sér eins og
harðsvíruð nýlenduþjóð, enda
er mönnum að verða æ betur
ljóst, að Sovétríkin eru helsta
nýlenduveldi samtímans. Þjóð-
ir og þjóðabrot fá ekki að
rækta menningararfleifð sína
í friði eða búa á því landi, sem
er hluti þessa arfs, fyrir yfir-
gangi stjómarherranna í
Kreml.
Sovésk stjómvöld hafa með
ýmsu móti reynt að fá aðrar
þjóðir til að viðurkenna í reynd,
að Eystrasaltsríkin séu óað-
skiljanlegur hluti Sovétríkj-
anna og ekkert annað en
sovésk lýðveldi. Hefur þetta til
að mynda verið gert með því
að semja ferðaáætlanir er-
lendra sendinefnda á þann veg,
að þær eigi viðdvöl í einhveiju
Eystrasaltslandanna eða senda
fulltrúa frá þessum löndum til
annarra landa í opinbemm sov-
éskum sendinefndum. Þeim
ríkisstjómum Vesturlanda fer
því miður fækkandi, sem átta
sig á þessum brögðum ráða-
manna í Moskvu, en sumar
halda þó enn fast í þá stefnu,
að innlimun Eystrasaltsríkj-
anna í Sovétríkin hafi verið
ofbeldisverk, sem ástæðulaust
sé að viðurkenna í orði eða á
borði. Því miður hafa íslensk
stjómvöld ekki verið nægilega
vel á varðbergi í þessu efni.
Ætti íslenska utanríkisráðu-
neytið að sjá sóma sinn í því
að endurskoða starfshætti sína
aðjiessu leyti.
I grein, sem Áke Sparring,
fyirum forstjóri sænsku ut-
anríkismálastofnunarinnar,
ritar um frelsisbaráttu Letta
hér í blaðið í gær víkur hann
að því eins og aðrir, að umræð-
ur um frelsisbaráttu þeirra og
annarra Eystrasaltsþjóða og
fréttir af henni séu nýmæli,
sem megi rekja til glasnost,
stefnu Gorbachevs í upplýs-
ingamálum. En umræðurnar
einar em ekki nóg, hvorki í
þessu efni né öðrum. Mestu
skiptir að alræðinu sé aflétt
og frelsi komi í staðinn. Sparr-
ing kemst meðal annars þannig
að orði: „Þegar Gorbachev var
á ferð um Eystrasaltslöndin
fyrr á árinu hafði hann ekkert
að segja um það, sem veldur
þessum þjóðum mestum
áhyggjum, rússneskjunina.
Honum tókst hins vegar að
særa margan manninn með
ókunnleika og fávíslegum at-
hugasemdum um innlimun
landanna í Sovétríkin." Sann-
leikurinn um sögu Eystrasalts-
þjóðanna er falinn í opinberum
sovéskum ritum. Hann er hins
vegar lifandi veruleiki fyrir
þjóðimar sjálfar og verður ekki
upprættur, á meðan þær verða
ekki rússneskjunni að bráð.
Sparring segir réttilega, að
Gorbachev hafi tekist að halda
þannig á málum, að Vestur-
landabúar vilji gefa honum
tækifæri til að sýna hvað í
honum býr, og síðan orðrétt:
„Lettland getur orðið einn af
þessum prófsteinum. Víst er,
að hann verður ekki talinn
mikils trausts verður ef hann
treður á eðlilegum kröfum
lettnesku þjóðarinnar." Morg-
unblaðið tekur heilshugar
undir þessi orð, öll Eystrasalts-
ríkin eiga rétt á að losna undan
hinni sovésku nýlendustjórn.
Tatarar í Sovétríkjunum eiga
fullan rétt á að fá að flytjast
aftur til sinna fomu heimkynna
á Krím-skaga. Sovétmenn eiga
að hætta nýlenduhemaðinum
á hendur Afgönum.
Frelsisbaráttan í Eystra-
saltslöndunum sýnir, að
markviss alræðisstjóm fær
ekki bugað þá, sem vilja ekki
láta bugast. Fréttir frá þeim
hlutum Sovétríkjanna, þar sem
múhameðstrú hefur fest rætur,
eru þess efnis, að þar séu sam-
tök þeirra, er vilja losna undan
ofurvaldinu í Moskvu, alltaf að
eflast. Hin vestrænu nýlendu-
veldi liðu undir lok. Er nýlendu-
veldi kommúnismans eilíft? Að
sjálfsögðu ekki, en við hljótum
að vona, að það kvamist úr
því með friðsamlegum hætti
og á þann veg, að þjóðimar
undir ofríkinu þurfi ekki enn
að sjá á bak hundruð þúsunda
manna vegna þess.
í slenskur ullariðnaður að
dagauppi í Bandaríkjunum
Lopanum frá Júgóslavíu og Kanada farnast betur
Eftirívar
Guðmundsson
Þad er kominn umtalsverður
afturkippur í sölu á íslenskum ull-
arfatnaði i Bandarikjunum. í hans
stað er komið á markaðinn vin-
sælt prjónles í öllum regnbogans
litum, framleitt úr lituðum íslensk-
um lopa í Júgóslavíu, Kanada og
jafnvel víðar um lönd. Það verður
ekki betur séð en að islenskar
prjónavörur, sem um hríð nutu hér
mikilla vinsælda, hafi dagað uppi
í Bandaríkjunum. Þetta hefir þró-
ast á óheillabraut sl. fimm ár, eða
svo.
Ástæðan fyrir minnkandi vinsæld-
um íslenska pijónlesins er að dómi
sérfróðra í þessu efni sú, að íslenskir
ullarfataframleiðendur hafa ekki
fylgst nógu vel með tískunni og
smekk fólks og líka, að þeir hafí raun-
verulega þijóskast við að bæta ráð
sitt. Það gæti og hreinlega stafað af
vangetu til að mæta kröfum þeirra,
sem hætta sér út á hála braut tísku-
hönnunar. Framleiðendumir virðast
hafa trúað því, að hefðbundinn
íslenskur ullarfatnaður væri sígild
vara, sem aldrei færi úr tísku og
væri þess vegna þarfi, jafnvel óráð-
legt að breyta til, eða yngja upp
iðnaðinn.
Á dögunum fékk eg tækifæri til
að ræða þessi mál við Robert Land-
au í Princeton. Hann hefir um
árabil verið umsvifamesti innflytj-
andi íslenskra ullarvara til Banda-
ríkjanna. Verslun þeirra Landau-
bræðra, Roberts og Henry, er kunn
Vinsæll kvenjakki, prjónaður í Júgóslavíu úr lituðum lopa frá Sam-
bandinu.
legur og sérstakur til að byrja með.
Fólk fyrirgaf jafnvel smíðagallana,
sem voru ófáir til að byija með.
Það sakaði hinsvegar ekki, að
pijónlesið var frá landi, sem fáir
þekktu og trúðu því, að þar myndi
vera kuldalegt um að litast. Nafnið
benti til þess, að landið hlyti að
vera á næsta leyti við Norður-
pólinn. En þetta var allt aukaatriði
hvað ullarfatnaðinn snerti. Hitt var
aðalatriðið, að viðskiptavinunum
líkaði varan,“ segir Robert Landau.
„Þetta sést best á því“ bætir hann
við, „að í dag er ullarfatnaður fram-
leiddur úr íslenskum lopa í Júgó-
slavíu og í Kanada og er eftirsóttari
en þjóðlegu flíkurnar, sem fram-
leiddar eru á íslandi. Ástralíumenn
og Nýsjálendingar framleiða ullar-
fatnað að smekk fólks og í samræmi
við tísku dagsins, sem nú selst bet-
ur en hefðbundna pijónlesið frá
íslandi. Ull er og verður eftirsótt
fataefni í framtíðinni, en það fer
eftir því hvernig hún er unnin og
hvort flíkurnar eru hannaðar að
smekk viðskiptavinanna hvort þær
seljast eða ekki. Óskhyggja fram-
leiðenda ein er tilgangs- og árang-
urslaus, ef hún stangast á við það,
sem kaupandinn vill fá.“
— Því hefír verið haldið fram,
að þegar íslendingar hófu tísku-
vöruframleiðslu sína úr íslenskri ull
hafi það orðið iðnaðnum að falli.
„Ekki er eg svo viss um það,“
segir Robert. „Gallinn var, að þeir
gerðu það ekki nógu vel. Eða rétt-
ara sagt, þaó heppnaðist ekki.
Islendingum hættir við að sníða sér
þröngan stakk í framleiðslu sinni.
meira af einni vörutegund en ann-
arri segir það sig sjálft, að það
verður sú vinsælli, sem hann hefir
á boðstólum.“
íslendingar fundu
sjálfir litina
Þegar Robert Landau kom til
íslands vorið 1982 varð hann undr-
andi er hann sá litagleðina á ull-
arflíkunum í sýningargluggum
Álafoss og Rammagerðarinnar í
Reykjavík. „Mér varð starsýnt á
þetta,“ segir Robert. „Það var ekki
ég, sem hafði vaknað einn góðan
veðurdag og sagt í svefnrofunum:
íslenskt pijónles verður að vera í
litum til þess að það seljist. Nei,
það voru íslendingar sjálfir, sem
fundu upp púðrið í þessu efni.
Seinna, þegar ég kom til Akureyrar
var þar sömu sögu að segja. Það
sást ekki ein einasta „þjóðleg" flík
í búðargluggunum þar frekar en í
Reykjavík. Það hvarflaði að mér,
að ef íslendingar, sem hafa klæðst
þjóðlegum sauðalitum í 1100 ár eru
orðnir leiðir á þeim hvað verður þá
langt þangað til, að útlendingar
fara sömu leið?“
„Þetta er ágætt. Þetta vil eg
fá,“ sagði Robert. En það var ekki
honum ætlað. Svarið, sem hann
fékk var: Nei, litirnir eru ekki til
útflutnings. Það kemur ekki til
mála, að við nýtum islensku ullina
og þjóðlega pijónlesið með því að
lita það. Sauðaliturinn er þjóðlegur
og sá eini og rétti, sem við sendum
á erlenda markaði. Auk þess er of
mikið umstang við framleiðsluna á
litunum og við höfum ekki tæki eða
fólk til að pijóna í litum.
„Ég sagði þá við vini mína á Is-
landi, ef þið viljið ekki framleiða
fyrir mig í litum fæ ég einhveija
aðra til að gera það. Ég sneri mér
þá til Kanada og fékk það, sem ég
vildi þar úr íslenskum lituðum lopa.
Síðar fundum við tískuhönnuð í
Júgóslavíu, sem hefir verið einstak-
lega laginn að framleiða það, sem
tískan og fólkið vill.
Það er ekki vegna þess að við
viljum endilega versla við Júgó-
„Þjóðlegar“ handpijónaðar peysur, prjónaðar í Kanada úr lopa frá
Sambandinu.
víða í norðausturfylkjum Ameríku
og raunar víðar fyrir gæðafatnað
og sérstaklega fyrir íslenskar ullar-
vörur.
Þegar Landau-verslunin heflr
útsölur, venjulega vor og haust,
flykkist fólk úr fjarlægum héruðum,
sem og nær, til að gera þar góð
kaup. Landau-verslunin hefir einnig
víðþekkt og vinsæl pöntunarvið-
skipti gegnum myndskreyttar
söluskrár. A fyrri árum voru nærri
allar 32 blaðsíður skrárinnar fylltar
myndum af íslensku pijónlesi. í
þessa árs söluskrá eru aðeins
nokkrar síður helgaðar ullarvörum,
sem framleiddar eru á íslandi, en
6 síður fyrir pijónles, sem unnið er
í Júgóslavíu úr íslenskum lopa og
3 síður fyrir fatnað, sem pijónaður
er í Kanada einnig úr (slenskum
lopa.
Á gangstéttinni fyrir framan
Landau-verslunina í Nassau-stræti
í Princeton, þar sem hið kunna
menntasetur með sama nafni er,
um 80 kílómetra frá New York-
borg, blaktir að jafnaði íslenskur
fáni og í aðal-sýningarglugganum
mátti löngum og má enn líta upp-
stoppaðan og vel hymtan íslenskan
hrút. Þegar inn er komið blasa við
fagrar veggmyndir frá íslandi og
minjagripir góðir.
I mörg ár fór Robert Landau á
hveiju vori í innkaupaferð til ís-
lands og til að safna efni og
ljósmyndum í skrautlega söluskrá,
sem flest árin var að mestu helguð
íslenskum ullarvörum. Ennþá má
sjá íslenskar ullarvörur í versluninni
og enn er íslenskum ullarvörum
veittur þar virðulegur sess. En mið-
að við það, sem áður var mætti
minnast hins fomkveðna, að „nú
er hún Snorrabúð stekkur" í því
efni. Ferðir Roberts Landau til Is-
lands eru nú færri en áður.
Fallvölt er tískan
„Margt er fallvalt í viðskiptalíf-
inu,“ segir Robert Landau. „En fátt
er eins brothætt sem tískan og
smekkur fólks á fatnaði. Það sem
var eftirsótt í gær getur orðið úrelt
á morgun. íslenskur ullariðnaður
var einstaklega vinsæll víða um
lönd og ekki síst í Bandaríkjunum.
En fataframleiðslan er sérstaklega
öfgakennd og óviss. Þetta blessað-
ist einstaklega vel fyrir íslendinga
til að byija með. Aðrar þjóðir fóru
að framleiða ódýrar eftirlíkingar og
markaðurinn mettaðist. Þetta var
dásamlegt. En því miður datt eng-
um í hug að spyija: Hvemig verður
markaðurinn fyrir íslenska pijónles-
ið eftir fímm ár? Menn trúðu því,
að hann myndi aldrei breytast. Ef
ég hefði verið spurður myndi ég
vafalaust hafa sagt, að markaður-
inn myndi ekki breytast, þótt ég
vissi vel, að hann gat ekki staðið
til eilífðar og þetta hlaut að breyt-
ast fyrr eða síðar. Norskar ullar-
peysur, írskar og skoskar vom líka
í tísku áður fyrr, en hafa nú horfið
í skuggann. Lítum á fatatískumark-
aðinn í New York og hve margir
fara þar á hausinn árlega, sennilega
30-40 prósent af heildinni. Þar em
þó þaulreyndir menn að verki, sem
hrasa einsog aðrir á tískusviðinu."
Þjóöerniö er aukaatriði
„Islenski ullarfatnaðurinn varð
ekki vinsæll vegna þess að hann
væri íslenskur, eða „þjóðlegur"
heldur vegna hins, að hann var fal-
-1-
Þetta eða hitt mátti ekki gera.
Ég minnist þess,“ segir Robert
Landau, „að þegar litirnir komu í
söluskránni okkar 1982 varð uppi
fótur og fít á íslandi. Þetta mátti
ekki ske. Þetta var ekki ísienskt.
Hvemig datt ykkur í hug að gera
þetta? sprðu menn. Þetta er bara
ekki hægt!!!
Og hér liggur hundurinn grafinn,
eins og þið segið á íslandi," bætir
Robert við og brosir.
„Fyrsta árið, sem litimir komu í
verslunina hjá okkur," heldur Ro-
bert áfram, „seldum við 4000 flíkur
á móti 300 af þeim „þjóðlegu"
íslensku í sauðalitunum. I verslun
er það viðskiptavinurinn, sem ræður
ferðinni, en ekki framleiðandinn.
Ef kaupmaðurinn selur tíu sinnum
slavíu, heldur er það eingöngu
vegna þess, að við emm ekki ólíkir
öðmm kaupmönnum, að því leyti,
að við kaupum þá vöm og höfum
á boðstólum, sem gengur best út
en ekki vöm, sem ekki selst eins
vel. Þegar um er að ræða vöm, sem
selst tíu sinnum betur en hin fínnst
mér varla hægt að lá okkur valið.
En þegar Islendingar bjóða á ný
það sem kaupandinn vill mun ekki
standa á okkur," segir Robert Land-
au að lokum, „og það er enn nokkur
sala í sauðalitunum og vitanlega
höfum við þá í verslun okkar. Hver
veit nema, að menn fái líka leið á
regnbogalitunum? Tískan er og
verður fallvölt sem fyrr“.
Höfundur er fréttaritari Morg-
unblaðsins í Washington
29
AF ERLENDUM VETTVANGl
eftir SIMON HOGGART
Hrollvekjur á banda-
rískum flugleiðum
Allir eiga sínar hryllingssögur úr fluginu, svo ég sé enga ástæðu
til að hlífa ykkur við að minni. Ég var á leið frá Ottawa, höfuð-
borg Kanada, til Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, en sú
flugferð tekur hálfan annan tíma auk viðkomu i Syracuse í New
York ríki til tollskoðunar. Og þangað komum við á réttum tíma.
En brottför var ekki samkvæmt
áætlun. Eftir að hafa beðið um
borð í tvo tíma úti á flugbrautinni
vegna slæmra veðurskilyrða fyrir
sunnan, var farið að koma þeim
sem áttu bókuð framhaldsflug
áfram eftir öðrum leiðum.
Klukkutíma síðar var fluginu svo
aflýst af „tæknilegum ástæðum".
Þetta er sú sígilda afsökun sem
þeir vona að þú haldir að stafí
af því hve öryggiskröfur þeirra
séu strangar. Reyndar er líklegra
að hún tákni það að flugið borgi
sig ekki lengur vegna þess hve
fáir farþegarnir eru.
Fyrst var okkur sagt að við
yrðum að gista í Syracuse. Svo
reyndist unnt að koma okkur með
flugi frá Cleveland til Washing-
ton. Við fórum því flugleiðis til
Cleveland með vél sem kom þang-
að hálfri annari klukkustund eftir
áætlun, og við urðum að hlaupa
um 800 metra að réttu hliði í flug-
stöðinni, en þar var okkur sagt
að vélin til Washington væri
þremur og hálfum tíma á eftir
áætlun.
Ég var heppinn og fékk að sofa
I eigin rúmi í Washington eftir
að hafa sóað deginum í flugferð-
ir. Umræður um þessi mál minna
einna helzt á samtöl í skemmti-
þáttum Marty Feldmans: „Hah,
þú varst heppinn, við þurftum að
gista í tvær nætur, og vorum svo
send áfram með viðkomu í
Albuquerque ...“ „Þetta er nú
ekki neitt, þeir létu okkur fara
gangandi frá Chicago til Mil-
waukee..."
Það furðulega var hve hinir
farþegamir voru þolinmóðir. Ef
þama hefðu verið Bretar á ferð,
sem annars eru sagðir rólyndir,
hefðu þeir haft frammi hávær
mótmæli. En Bandaríkjamennim-
ir tóku þessu með jafnaðargeði,
aðeins einstaka maður sem taut-
aði „Guð minn góður“ eða „getur
þetta átt sér stað?“
í júní síðastliðnum var þota frá
Continental flugfélaginu að bíða
flugtaks á flugvellinum í Chicago
fyrir flug til New York. Eftir
klukkustundar bið í um 35 gráðu
hitasvækju hrópaði kaupsýslu-
maður einn úr hópi farþega
nokkur- óviðurkvæmleg orð að
sögn og krafðist þess að annað-
hvort yrði að setja loftkælinguna
á eða hleypa farþegunum út. Svo
starfsmenn flugfélagsins létu
handtaka manninn og sökuðu
hann um óstýrilæti. En hann var
nú frá Sierra Leone.
Það er staðreynd að umferðin
er alltof mikil í loftinu yfir Banda-
ríkjunum, og afleiðingin er sú að
það hefur vægast sagt verið frá-
hrindandi um nokkurt skeið að
þurfa að ferðast flugleiðis. Áætlað
er að einungis tafir af völdum
flugumferðarstjómar kosti flug-
farþega þijá milljarða Banda-
ríkjadala á ári (nærri 120
milljarða króna).
Ljóst er einnig að hættan fer
vaxandi. Nú em famar um 17.000
flugferðir milli staða innanlands
á degi hveijum, um 50% fleiri en
í byijun áratugarins. Fleiri en tvö
tilfelli á dag eru skráð þar sem
legið hefur við flugslysi, og hefur
tíðni þessara tilfella tvöfaldazt frá
byijun áratugarins. Yfirsjónum
flugumferðastjóra hefur fjölgað
um 18% frá því sem var fyrir
aðeins einu ári.
Flugfélögin benda réttilega á
að aðeins 86 manns hafi farizt í
flugslysum innanlands á síðasta
ári, samanborið við 197 á árinu
1985. En flugslys eru frábrugðin
umferðarslysum að því leyti að
manntjón hvers árs verður oftast
í aðeins einu eða tveimur flugslys-
um.
Sem dæmi má taka að ef atvik-
ið umtalaða frá fyrra mánuði,
þegar aðeins um 30 metrar voru
milli Delta Tristarþotu og Boeing
7 47 frá Continental sem mættust
úti yfir Atlantshafi, hefði endað
með ósköpum, hefði þetta ár orð-
ið það versta í flugsögu Banda-
ríkjanna.
Tvær skyldar ástæður eru fyrir
ringulreiðinni. Þegar Jimmy Cart-
er var forseti nam hann úr gildi
hömlur á flugi og heimilaði þann-
ig flugfélögunum að halda uppi
ferðum til þeirra staða þar sem
eftirspumin var mest og á þeim (
tímum sem bezt hentuðu. Þettat:
hefur leitt til gífurlegrar fíölgunar
ferða á eftirsóttari flugleiðunum.
Til dæmis eru nú 158 ferðir á
hveijum virkum degi milli Wash-
ington og New York. Hinsvegar
eru engar flugsamgöngur við tugi
smærri borga og staða utan al-
faraleiða.
Einnig urðu miklar sveiflur í
flugfargjöldum. Þau hækka og
lækka frá mánuði til mánuðar
þegar flugfélögin eru að reyna
að ná hámarkstekjum með auk-
inni sætanýtingu. Þannig verður
kaupsýslumaður á leið frá austur-
ströndinni til Kalifomíu að greiða
í það minnsta 400 dollara fyrir
farið, aðra leiðina. En ferðalangur
sem bókar far sitt með fyrirvara,
flýgur utan mesta annatímans,
og afsalar sér rétti á endur-
greiðslu farseðilsins sé hann ekki
notaður, getur stundum komizt
sömu leið fyrir aðeins 89 dollara.
Flugfélögin reyna einnig að
beita blekkingum í flugáætlunum,
og bjóða tvöfalt fleiri ferðir á vin-
sælum brottfarartímum en
umferðin þolir. Það er útilokað
að flugvélin þín sem á að fara
klukkan fímm sídegis komist í
loftið fyrr en kl. 5.30, en enginn
er reiðubúinn til að viðurkenna
að svo sé.
Af þessu hefur meðal annars
leitt að fjöldi kvartana hjá sumum
flugfélögum hefur tvöfaldazt frá
því í fyrra. Hjá Continental flugfé-
laginu er sexföld aukning kvart-
ana á þessum tíma.
Árið 1981 fóm flugumferða-
stjórar í verkfall. Trúr köllun sinni
lét Reagan forseti reka þá alla
og réði í þeirra störf verkfalls-
bijóta og flugumferðastjóra úr
hemum.
Þegar hér var komið óskaði
flugmálastjómin, FAA, eftir því
að sjálfstæðri stofnun yrði falið
að kanna hvort ástandið í stjómun
flugumverðar tryggði nægilega
öryggi í flugi. Stofnunin, Flight
Safety Foundation, sem kostuð
er af því opinbera og flugiðnaðin-
um, sagði já, svo fremi að vissum
skilyrðum væri mætt. Meðal skil-
yrða var minna vinnuálag á
flugumferðastjórana og að ekki
yrði veruleg fjölgun flugferða.
Staðreyndin er sú að hæfum flug-
umferðastjórum, sem færir em
um að manna ratsjárskjáina, hef-
ur fækkað úr 13.200 í 9.500. Á
sama tíma hefur flugumferð tvö-
faldazt á umráðasvæði flugstjóm-
arinnar í Boston, en flugumferða-
stjómm þar fækkað um helming.
Flugumferðastjóramir þurfa að
vinna of mikið og em undir of
miklu álagi, en engu að síður
harðneitar Reagan forseti að end-
urráða nokkum þeirra hæfu
manna sem reknir vom vegna
verkfallsins.
„Við ráðlögðum að ekki yrði
heimiluð fjölgun flugferða nema
samfara fjölgun flugumferða-
stjóra," segir Ed Wood, einn
framkvæmdastjóra Flight Safety
Foundation. „Én þeir gáfu bara
allt frjálst og létu allt vaða."
Hörð samkeppni hefur valdið
tilslökunum í öryggismálum flug-
félaganna. Fyrr á þessu ári dæmdi
flugmálastjómin Éástem Airlines
flugfélagið til að greiða 9,5 millj-
óna dollara sekt fyrir brot á
öryggisreglum. En þeir hjá East-
em vom óheppnir. Það komst upp
um þá.
Frá því hömlur á flugi vom
afnumdar hefur fjöldi flugfélaga
tvöfaldazt, en á sama tíma hefur
eftirlitsmönnum flugmálastjómar
fækkað um 20%. Chris Witkow-
ski, talsmaður neytendasamtak-
anna Aviation Consumer Action
Project, segir að knýjandi þörf sé
fyrir að fjölga eftirlitsmönnunum
um 3.000.
„Flugmenn tjá okkur að þeim
sé skipað að fljúga vélum sem
ekki hafa fengið viðunandi við-
hald. Flugfélögum er heimilt að
láta viðgerðir sem ekki em bráð-
nauðsynlegar fara fram í aðal-
stöðvum sínum. En þau misnota
þennan rétt sinn, og láta viðgerð-
ir dragast í 10, 20 eða 30 daga.
Flugmenn em kvíðnir, og vitað
er um tilfelli þar sem þeir hafa
neitað að fljúga."
Sérhver flugfarþegi í Banda-
ríkjunum greiðir átta sent af
hveijum dollara í sérstakan sjóð,
sem að nafninu til á að nota í
þágu öryggis í flugi. í sjóð þennan
hafa nú safnazt 5,5 milljarðar
dollara, en upphæðin rennur öll
til að rétta halla á fíárlögum.
Engu er varið til öryggismála
flugsins.
Til em leiðir úr þessum vanda,
og flestar kosta mikla peninga.
Það væri til bóta að fjölga flugum-
ferðastjómm og eftirlitsmönnum.
Einnig meiri steinsteypa. Um
ferðin um helztu flugvellina er
þegar í hámarki, en þeir em ein-
mitt við borgir þar sem landiými
fyrir nýja flugvelli er sízt fáanlegt.
Og farþegar verða að greiða
meira fyrir aukið öryggi, vera
fúsir til að leggja jafn mikið auka
lega af mörkum til flugvirkjans
sem yfirfer þotuhreyflana og til
flugfreyjunnar sem færir þeim
drykkina. Það getur orðið bið á
þessu fram yfír næsta stórslys í
flugi. „Umbætur hafa til þessa
því miður fylgt í kjölfar slysa,"
segir Ed Wood. „Ég vona innilega
að til þess þurfí ekki að koma.
Höfundur er fréttaritari brezka
bladsins The Observerí Wash-
ington. Hann skrifaðiþessa
grein fyrir flugslysið mikla í
Detroit & dögunum.