Morgunblaðið - 26.08.1987, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987
Slippstöðin;
Nýsmíði skipa er kjöl-
festan í starfseminni
- segir Gunnar Ragnars, forstjóri
Morgunblaðið/KJS
Hjónin Ágúst Jónsson og
Margrét Magnúsdóttir,
gefendur varðans, með
formann Náttúrulækn-
ingafélags Akureyrar,
Áslaugu Kristjánsdóttur,
á milli sín.
félag Akureyrar gekkst fyrir
árlegri kaffídrykkju í Heilsu-
hælinu á sama tíma.
í gjafabréfi þeirra hjóna til
.Náttúrulækningafélagsins
segir að það sé von þeirra að
orðin á framhlið varðans virki
sem hvatning til útivistar í
Kjarnaskógi og almennrar
heilsuræktar, og sem áskorun
Steinvarði afhjúp-
aður við Kjarnalund
SLIPPSTÖÐIN er með stærstu
atvinnufyrirtækjum á Akureyri
og veitir nú í kringum 250 manns
atvinnu, en frá þvi um og upp úr
1970 má segja að þáttur hennar
í atvinnulífi bæjarfélagsins hafi
vaxið verulega. Hún er stærsta
skipasmíðastöð landsins og hefur
aðallega fengist við breytingar
og nýsmíðar fiskiskipa.
Gunnar Ragnars, forstjóri Slipp-
stöðvarinnar, sagði að verkefni hefðu
verið næg að undanfömu, en þar sem
nýsmíðar hefðu verið kjölfestan í
HNOSS, hin nýja jógúrtbúðings-
framleiðsla Mjólkursamlagins,
var kynnt á Bú '87 og að sögn
Þórarins Sveinssonar, mjólkur-
samlagsstjóra, voru viðtökur
sýningargesta á vörunni framar
öllum vonum þeirra.
„Meiningin var að framleiða um
eitt tonn á viku af Hnossi en við-
tökumar á búvörusýningunni voru
slíkar að við urðum að auka fram-
Glerársundlaug:
Híbýli með
lægsta tilboð
Þijú tilboð bárust í Glerársund-
laug, tvö héðan frá Akureyri og
eitt frá fyrirtæki í Hafnarfirði.
Lægsta tilboðið var frá Híbýli hf.
tæpiega 36,7 milljónir króna, sem er
4,6% yfír kostnaðaráætiun. Næst-
iægsta tiiboðið barst frá Pjölnismönn-
um sf. á Akureyri; tæplega 37,7
milijónir króna, sem er 10,5% yfír
kostnaðaráætlun, og hæsta tilboðið
var frá Reisi sf. í Hafnarfirði og hljóð-
aði það upp á rúmlega 42,5 millj. kr.
Bílvelta á
Hörgárbraut
Bílvelta varð í gærmorgun á
Hörgárbraut um klukkan níu.
Ökumaður bifreiðarinnar keyrði á
ljósastaur með þeim afleiðingum að
hún valt og gjörónýttist. Til allrar
mildi slapp ökumaðurinn með lítils-
háttar meiðsli.
starfsemi stöðvarinnar þyrfti að
fjölga slíkum verkefnum á næstunni.
„Það þarf að skapa Slippstöðinni
fastari starfsgrundvöll yfir vetrartím-
ann þegar lítið er að gera í lagfæring-
um og breytingum, til dæmis með
því að smíða skip án þess að þau séu
smíðuð sérstaklega eftir pöntunum,"
sagði Gunnar. „Við höfum verið að
vinna að þeirri hugmynd frá því í vor
að fá fyrirgreiðslu til að smíða tvö
200 tonna skip, sem yrðu síðan tilbú-
in næsta sumar eða næsta haust.
Staða fyrirtækisins er viðunandi og
leiðsluna í tvö tonn, og jafnframt
hætta við að setja vöruna í verslan-
ir utan Akureyrar eins og til stóð,“
sagði Þórarinn í samtali við Morg-
unblaðið.
Þá kynnti mjólkursamlagið einn-
ig appelsínusafann Blöndu við
góðar undirtektir og voru 5-6 tonn
af henni gefín eða seld á sýning-
unni, en Þórarinn kvaðst ekki hafa
gert ráð fyrir að neitt myndi seljast
að ráði af þeirri vöru. Hann var því
að vonum mjög ánægður með undir-
tektir sýningargesta á Bú ’87.
Fyrirsjáanlegt er að grunn-
skólarnir á Akureyri verða ekki
fullmannaðir þegar þeir verða
settir nú um mánaðamót. Kenn-
ara vantar að flestum skólunum
svo sums staðar horfir til vand-
ræða. Líkur eru á að fella þurfi
niður eitthvað af fyrirhugaðri
kennslu ef ekki rætist úr á næstu
dögum.
Verst lítur út með kennara í Síðu-
skóla. Jón Baldvin Hannesson
skólastjóri sagði að það'færi raunar
dagversnandi, tveir kennarar sem
þess vegna höfum við verið að vinna
að þessu, en ennþá eru nokkrir endar
lausir. Með þessu móti gætum við
hins vegar skapað okkur frekari verk-
efni í vetur og brúað þau bil sem
gætu myndast í starfseminni," sagði
Gunnar Ragnars.
Slippstöðin afbragðs vinnu-
staður
Úti við dráttarbrautina voru bræð-
umir Gottskálk og Steingrímur
Egilssynir að störfum, en þeir hafa
unnið í tæp 20 ár við Slippstöðina.
„Við erum aðallega í málningar-
vinnu og upptöku á skipum og það
hefur verið nóg að gera,“ sögðu þeir
bræður, en þvertóku þó ekki fyrir að
stundum kæmu dauðir tímar og lítð
væri um verkefni.
„En þetta er alveg afbragðs vinnu-
staður, verkstjórinn hinn ágætasti,
og við kunnum vel við okkur hér hjá
Slippstöðinni meðai vinnufélaganna,"
sagði Gottskálk.
„Annars erum við Skagfirðingar,
en fluttum hingað fyrir 20 árum, og
það kemur nú fyrir að maður sakni
sveitarinnar sinnar og hrossanna,"
sagði Steingrímur. „Sérstaklega á
vorin," skaut Gottskálk inn í.
Þeir bræður sögðust vera með
trilluhom, eins og þeir komust að
orði, og sögðust stundum fara á hand-
færaveiðar til að ná sér í fisk í soðið.
„Við þykjumst nokkuð góðir ef við
fáum svona 200-300 tonn yfír árið
því við emm heldur latir við þetta,"
sagði Steingrímur að lokum.
ráðnir hefðu verið kæmu ekki til
starfa og því vantaði nú kennara í
flórar stöður. Jón Baldvin sagði að
verið væri að rannsaka hvort kenn-
arar gætu bætt á sig einhverri
yfírvinnu til að leysa hluta vandans
og hitt hvort og þá hvað skera
þyrfti niður af kennslu. Hann
kvaðst ekki þora að hugsa þá hugs-
un til enda, en ákvarðanir um
niðurskurð yrði að taka í samráði
við skólanefnd og fræðsluyfirvöld.
I Glerárskóla vantar í rúmlega
heila stöðu í almennri kennslu og
auk þess hálfa stöðu í tónmenntum
STEINVARÐI, sem hjónin
Ágúst Jónsson og Margrét
Magnúsdóttir á Akureyri
gáfu Kjarnalundi til eignar,
var afhjúpaður á sunnudag-
inn af Laufeyju Tryggva-
dóttur sem var formaður
félagsins um margra ára
skeið.
Fjölmenni var viðstatt at-
höfnina en Náttúrulækninga-
og hálfa á bókasafni skólans. Páll
Bergsson yfirkennari taldi að ef
ekki rættist úr yrði að fella niður
alla tónmenntakennslu í skólanum
og ef til vill samfélagsfræði og eðlis-
fræði í unglingadeild.
Benedikt Sigurðarson, skólastjóri
Barnaskóla Akureyrar, sagði að sig
vantaði einn kennara í fullt starf í
allan vetur og annan í forfalla-
kennslu í þijá mánuði. Hann sagði
að velviljaðir starfsmenn væru
reiðubúnir að bæta á sig yfirvinnu
að nokkru marki, en ef í hart færi
til góðra manna að styrkja þá
starfsemi sem þar á að fara
fram. Hlauparinn á bakhlið
steinsins á að gefa stefnuna á
Súlur.
Steinninn í varðanum er
mótaður og sorfínn af veðri
og vindum íslenskrar náttúru,
og á listamaðurinn Ágúst
Jónsson hugmyndina að allri
gerð hans.
yrði að meta hvort skerða yrði
kennslu að einhverju leyti.
í Lundarskóla telst ástandið
sæmilegt. Jóhann Sigvaldason yfir-
kennari sagði að í raun vantaði
kennara í eina stöðu en málið myndi
leysast á þann hátt að aðrir kennar-
ar bættu á sig yfirvinnu til áramóta,
en þá kæmu til starfa kennarar úr
orlofí.
Magnús Aðalbjörnsson yfirkenn-
ari í Gagnfræðaskóla Akureyrar
kvað útlitið ekki fagurt, enda hefði
einn fastakennara skólans hætt í
síðustu viku og hyrfi til annarra
starfa. Nú vantaði dönskukennara
í fullt starf, sem væri stóralvarlegt
þar sem um samræmda grein væri
að ræða, og auk þess vantaði kenn-
ara í líffræði og vélritun, hálft starf
hvort.
Oddeyrarskóli er best staddur
grunnskólanna á Akureyri. Indriði
Ulfsson skólastjóri sagðist vera um
það bil að ná endum saman, vant-
aði að vísu ennþá aðstoð á bókasafni
og fáeina tíma í leikfimi.
Forsvarsmönnum skólanna kom
saman um að lítið væri sóst eftir
stöðum leiðbeinenda, en það eru
kennarar sem ekki hafa ftill rétt-
indi. Þó er svolítið um það í öllum
skólunum að leiðbeinendur séu við
störf, en þeir hafa þá verið þar við
kennslu áður. Oft er um að ræða
fólk með faglega menntun sem
vantar uppeldis- og kennslufræði
til réttinda.
Á þessu má sjá að grunnskólarn-
ir á Akureyri geta fæstir hafið starf
af fullum krafti á þessu hausti nema
vonir bjartsýnustu manna rætist og
kennarar finnist á þeirri einu viku
sem er til stefnu.
Hljóðbylgjan og Svæðisútvarpið:
Beint útvarp á
afmælishátíð
í TENGSLUM við 125 ára af-
mæli Akureyrar munu útvarps-
stöðvarnar þar halda úti
töluverðri dagskrá.
Ríkisútvarpið á Akureyri stend-
ur fyrir dagskrá á afmælisdaginn,
laugardaginn 29. ágúst, frá
klukkan átta að morgni til mið-
nættis. Að sögn Margrétar
Blöndal, dagskrárgerðarmanns,
verður bein útsending frá helstu
dagskrárliðum og auk þess verða
§órir dagskrárgerðarmenn með
útsendingar víðs vegar um bæinn
allan daginn.
Frá því klukkan átta og fram
að hádegisfréttum verður sent út
á senditíðni Svæðisútvarpsins og
Rásar 2 og sama er að segja um
útsendingu frá lokum kvöldfrétta
tii miðnættis. Um miðjan dag
verður tíðindum af hátíðinni skot-
ið inn í dagskrárliði Rásar 2.
Á Hljóðbylgjunni hefst dagskrá
í tengslum við afmælið seinni
hluta föstudags með beinni út-
sendingu frá opnun iðnsýningar í
íþróttahöllinni. Síðan verður út-
varpað stanslaust nótt sem dag
fram til sunnudagskvölds. Að
'wmmm
Starfsfólk Ríkisútvarpsins við útvarpsbílinn, reiðubúið til átaka.
sögn Benedikts Barðasonar hjá
Hljóðbylgjunni verða allir starfs-
menn stöðvarinnar önnum kafnir
við að fylgjast með hátíðahöldun-
um og munu senda út tíðindi frá
þeim jafnóðum. Benedikt gat þess
jafnframt að reglulegar útsend-
ingar yrðu frá iðnsýningunni alla
sýningardagana.
Á þessu má sjá að þeir sem
ekki eiga heimangengt geta auð-
veldlega fylgst með því sem gerist
í bænum á þessum tímamótum.
Bú ’87:
Hnossið hlaut mjög
góðar undirtektir
Grunnskólar hefjast í næstu viku;
Fyrirsjáanlegnr kennara-
skortur í grunnskólunum