Morgunblaðið - 26.08.1987, Side 33

Morgunblaðið - 26.08.1987, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 33 Lovísa Giiðmunds- dóttir---Minning Fædd 26. ágúst 1910 Dáin 18. ágiist 1987 Lovísa Guðmundsdóttir fyrrver- andi mágkona mín lést þann 18. ágúst sl. Þótt fráfall hennar sé oss öllum vinum og vandamönnum Lovísu mikill harmdauði, var heilsufari hennar upp á síðkastið svo farið að þetta virtist eina lausnin úr því sem komið var. Lovísa reyndi ávallt að koma fram glöð og hugdjörf en átti undir það síðasta erfitt með það sökum sjúkleika síns. Þóra Lovísa Sigríður eins og hún hét fullu nafni var fædd 26. ágúst 1910 í Hafnarfirði. Hún var kona virðuleg, sem bar byrðar lífsins með þolgæði og bjartsýni þótt oft virtist blása í móti. Hún var alin upp í Holti í Hafnarfirði, síðar talið á Suðurgötu 69. Það litla og friðsæla hús er nú löngu horfið af grunni. Áður en það skeði byggði faðir Lovísu stærra hús úr steinsteypu. Þar komust bömin, hún og systkini hennar þijú, til þroskaára. í þessum tveim húsum óx fjölskyldan. Bömin giftust og barnabörnum fjölgaði. Foreldrar Lovísu, þau Guðmundur Sigurðsson skósmiður og síðar mat- sveinn og Þóra Egilsdóttir, vom samhentar persónur í því að gefa bömum sínum gott og gæfuríkt uppeldi er mætti verða þeim til vegs og virðingar í framtíðinni. Aldrei hef ég verið á heimili, sem jafnmikið félagslyndi hefur ríkt eins og þar, og aldrei hef ég verið á heimili sem ríkt hefur jafn mikil listhneigð, einkum í tónlist, eins og þar, enda hefur listhneigðin gengið í erfðir með bömum og barnaböm- um Þóru og Guðmundar. Alltaf ef fólkið hafði stund frá störfum var sungið saman og jafnvel raddsett jafnóðum með mikilli nákvæmni. Síðar var leikið á hljóðfæri þegar efni og ástæður leyfðu. Þar þýddi ekki að söngla eða syngja falskt, þá fékk maður þegar umvöndun og leiðbeiningar. Á þessum tíma var Hamarinn í Hafnarfirði og svæðið ofan við hann að mestu óbyggt og allt umhverfið ofan við Holt gróin holtabörð með nokkrum kálgörðum. Ævintýraleg firð bjó yfir öllu þar fýrir ofan, en stórgrýti og klappir neðar milli hús- anna og allt niður I íjörðinn. í þessu umhverfi ólst Lovísa upp ásamt systkinum sínum þrem, Ey- rún, d. 1936, Guðrúnu, d. 1985, og Friðleifi, sem nú lifír systur sínar allar. 1931 giftist Lovísa eiginmanni sínum, Stefáni Hólm Jónssyni síðar vélstjóra, en hann fórst með togar- anum Júlí 8. febrúar 1959. Þau Stefán og Lovísa eignuðust saman 5 mannvænleg börn, sem öll eru á lífí og hafa stofnað sín eigin heim- ili. Þau eru: Christine Elisabeth, Guðmundur Þór, Sigurður, Stefan Louis og Eyþór Guðleifur. Heimili Stefáns og Lovísu var í Holti til 1950 en þá flytja þau itl Kaup- mannahafnar og þar fæðist þeirra yngsta barn, Eyþór. Þau fluttu aft- ur til íslands haustið 1956 og bjuggu frá 1957 í Eskihlíð C í Reykjavík. Síðan flytur Lovísa í eig- ið húsnæði í Háagerði 11 árið 1960, þá orðin ekkja. 1964 hóf Lovísa sambýli með Hjálmari Guðjónssyni, miklum mannkostamanni, sem staðið hefur styrkur við hennar hlið í veikindum hennar. Lovísa var frá unglingsárum *• aldrei heilsusterk. Það ágerðist með fullorðinsárunum, og þá kom sér vel umhyggja og hjálpsemi Hjálm- ars, sem lagði sig fram um að aðstoða Lovísu í hvívetna til að gera henni lífíð léttbærara. Síðustu dagana var hann hjá Lovísu til að- stoðar á sjúkrahúsinu jafnt um daga sem nætur. Alla þessa umhyggju vilja börn Lovísu þakka Hjálmari af heilum hug. Það var oft þröngt í búi hjá mörgum á árunum 1930—’40 og það hefur áreiðanlega einnig verið á stundum hjá Lovísu þegar vinnu þraut. Aldrei fannst eða sást á Lovísu að neitt vantaði eða amaði að. Hún virtist alltaf glöð og ánægð og bar sig tiginmannlega í hvívetna. Vinir og vandamenn kveðja Lovísu með sárum söknuði og minnast hennar góða fordæmis sem móður, ömmu, systur og vinar. Friðg. G. Morgunblaðið/Sigurður P. Bjömsson „Það er ekki svona berjamór í Englandi“ sögðu systkinin Marta og Hjalti er fréttaritari Morgunblaðsins tók þessa mynd af þeim er þau voru í berjamó á Húsavík, en systkinin eru búsett i London i Englandi og líklegast er ekki mikið um beijatinslu þar. Það má búast við mikilli berjasprettu i grennd við Húsavik ef vel viðr- ar næstu daga. PANAS0NIC FÖTORAFHLADAN Sú rétta í myndavélina. Rafborgsf. s.11141. ESAB RAFSUÐUVÉLAR vírog fylgihlutir = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SlMI 624260 o SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER < MARKAÐSÞEKKING ÚTFI.UTNINGS KUNNÁTTA EINS VETRAR NAM (SEM STUNDA MÁ ÁSAMT VINNU) INNRITUN TIL 10.SEPT. UTFLUTNINGS OG MARKAÐSSKÓLIÍSLANDS THE ICELANDIC INSTITUTE OF MARKETING AND EXPORT Ánanaustum 15-101 Reykjavík-Sími(91)62-10-66 Blaóburðarfólk óskast! ....— AUSTURBÆR VESTURBÆR Ingólfsstræti Ægissíða Skúlagata frá 44-78 Skipholt Aragata Nesbali ÚTHVERFI Viðjugerði MEÐEINUSÍMTAU mg manadarlega. SÍMINNER 691140 691141 fHwgtisiÞiittoifo

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.