Morgunblaðið - 26.08.1987, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987
-I
Minning:
Ilse Blöndal
Fædd 17. ágúst 1903
Dáin 17. ágúst 1987
í dag er tengdamóðir mín lögð
til hinstu hvflu. Hún dvaldi 5 síðustu
árin á Hrafnistu í Hafnarfirði og
fékk þar hægt andlát þann 17.
þessa mánaðar.
Ilse Blöndal var fædd 17. ágúst
1903 í Danzig. Foreldrar hennar
voru Marie og Paul Luchterhand.
Hún var elst 5 systkina. Horst var
ógiftur og féll í stríðinu í Rúss-
landi. Anne-Marie var gift Erich
Winkler, yfirverkfræðingi hjá Siem-
ens. Dietlof var tannlæknir í Bad
Pyrmont, giftur Ruth Luchterhand.
Waltraut var yngst, dó í stríðinu
úr taugaveiki, gift Walter Flásig.
Þau eru nú öll látin eins og reyndar
nánast allir vinir og kunningjar
hennar, bæði hérlendis og erlendis.
Eftir fyrra stríð varð Danzig
pólsk borg, nú Gdansk og fluttist
þá fjölskyldan til Cottbus, stórrar
borgar um 100 km suðaustur af
Berlín þar sem Paul faðir hennar
var borgarstjóri til dauðadags, einn-
ig eftirlitsmaður með Berlin Giro-
Bank. Hún ólst þar upp í
glaðværum systkinahópi í stórum
embættisbústað við hin bestu skil-
yrði. Fjölskyldan bjó þar við góð
efni, þar sem ráðdeild, vinnusemi,
nákvæmni og stundvísi var höfð í
hávegum.
Ilse gat aldrei fyllilega samið sig
að hinum þýska anda og ströngu
kröfum og gerði ekki þær kröfur
til bama sinna en hún tók þaðan
allt hið besta, var allt sitt líf sérlega
nákvæm og traust í hvívetna. Hún
fékk góða menntun í heimahúsum,
gekk í skóla í Göttingen, Cottbus
og að lokum í íþróttaháskólann í
Berlín. Eftir nám kenndi hún íþrótt-
ir í eitt ár við menntaskólann í
Cottbus.
Þá verða þáttaskil í lífi hennar.
í Cottbus var þekktur tækniskóli í
vefnaði og stundaði Ragnar H.
Blöndal þar nám á vegum Álafoss.
Húsnæðisekla var í borginni og
sendi skólastjóri tækniskólans borg-
arstjóranum Ragnar, sem var
kurteis og hlédrægur Islendingur
sem myndi hegða sér vel innan um
þijár heimasætur hússins. Svo fór
þó að Ilse og Ragnar felldu hugi
saman, giftu sig 1926 og fóru heim
til íslands, þar sem Ragnar tók við
starfi verksmiðjustjóra _ á Álafossi.
Mun hann vera fyrsti íslendingur-
inn með tæknipróf í vefnaðariðnaði.
Áður hafði Ilse þó farið til Dan-
merkur með Svövu Blöndal, eldri
systur Ragnars og stundað þar nám
við húsmæðraskólann í Vording-
borg, kynnst norrænni matargerð
og lært dönsku sem kom henni til
góða í byijun á íslandi. Reyndar
lærði hún íslensku fljótt og talaði
hana og skrifaði lýtalaust. Á Ála-
fossi dvöldu þau aðeins 3 ár. Þar
eignuðust þau sitt fyrsta barn 1928,
Valdísi, gifta Birgi Frímannssyni
verkfræðingi. Þá keypti Ragnar
hluta af verslun Egils Jacobsens og
flutti til Reykjavíkur. Svo kom
Hanna Soffía, gift Herði Frímanns-
syni verkfræðingi fæddist 1933 og
Kjartan framkvæmdastjóri, giftur
Þóru Blöndal fæddist svo 1935.
Rétt fyrir stríð kaupir svo Ragn-
ar Brauns-verslun. Nafninu var
breytt í verslun Ragnars H. Blön-
dals og blómgaðist vel. Á meðan
Ragnar helgaði sig umfangsmiklum
viðskiptum bjó hún manni sínum
og bömum fagurt heimili og studdi
hann í erilsömu starfí, sem jukust
mjög á stríðsárunum. Garðrækt var
henni mjög hugleikin og fékk hún
snemma viðurkenningu Reykjavík-
urborgar fýrir fagran garð.
Ilse var fríð og glæsileg kona sem
og maður hennar og vöktu þau hjón
hvarvetna eftirtekt og aðdáun.
Marga hef ég hitt sem töldu þau
hjón einstaklega fallegt par og
sanna bæjarprýði.
Ragnar dó 1943, aðeins 42 ára
gamall og var öllum sem hann
þekktu harmdauði. Stóð hún þá
uppi sem ekkja í framandi landi
með 3 ung börn en átti ávallt vísan
stuðning mágs síns, Axels Blön-
dals, læknis og Sigrúnar konu hans,
Valtýs bankastjóra og síðar eftir
stríð mágkonu sinnar, Svövu Blön-
dal, auk ótal annarra.
Hún helgaði sig aðallega bömum
sínum og nánustu fjölskyldu. Þau
tóku nánast hug hennar allan. Hún
var alveg frábær móðir, tengda-
móðir og amma. í tæp 50 ár bjó
hjá henni Rósamunda Jónsdóttir.
Rósa var mikil mannkostakona og
létti Ilse heimilishaldið. Hún átti
sjálf engin böm en hugsaði um
bömin þijú eins og væm þau henn-
ar eigin. Það voru alltaf frábærar
stundir að heimsækja Ilse og Rósu
á sunnudögum eða hátíðum. Matur-
inn alltaf frábær og ijómaísinn sem
Ilse lagaði sjálf hinn besti í bænum,
ekkert til sparað. Auk barnanna
þriggja bættust síðar við 9 barna-
böm og 10 bamabamaböm. Stór,
fríður og efnilegur hópur, sem oft
gladdi gömlu konuna, þrátt fyrir
talsverða fyrirferð. Af þýskri ná-
kvæmni hélt hún dagbók um öll
afmæli og merkisdaga fjölskyld-
unnar hérlendis og erlendis og
öllum sendi hún afmælisbréf, kveðj-
ur eða gjafir og gætti þess að engin
yrði útundan eða á neinn væri hall-
að.
Fjölskyldu sína og vini í Þýska-
landi og Danmörku heimsótti hún
árlega og hélt alltaf við þau góðum
tengslum. Þeim fannst hún víst smá
skrítin þegar hún flutti upphaflega
til Islands, út í óvissuna frá góðum
efnahag með góða menntun, glæsi-
leg kona með bestu framtíðarsýn.
En í lok stríðsins gat hún frá ís-
landi sent fjölskyldu sinni mikið
magn gjafapakka með Rauða kross-
inum. I augum þeirra var hún hin
heppna, hafði valið rétt og gat síðan
rétt þeim öllum myndarlega hjálp-
arhönd í hörmungum stríðsins og
eftirstríðsáranna. Ráðdeildarsemin
hafði svipt þau miklum fjármunum
í kreppunni miklu en hún hafði erft
frænku sína í Lettlandi og gegn
ráðleggingum eytt arfinum í ferða-
lög um Eystrasaltslöndin og Rúss-
land áður en hún giftist. I seinna
stríðinu töpuðu þau svo bókstaflega
öllu á hernámssvæði Rússa.
Ávallt var hún glaðvær og bjart-
sýn og alltaf sá hún björtu hliðarnar
á lífínu. Henni fannst hún hafa átt
gott líf á íslandi hjá góðu fólki og
allir elskuðu hana. Undir lokin
kvartaði hún að vísu yfir því að nú
væru nánast allir vinir og vensla-
fólk dáið á undan henni, hvort hún
mætti ekki brátt fylgja þeim eftir.
Hún fékk hægt andlát á afmælis-
daginn sinn, 84 ára að aldri.
Minningin um Ilse er dýrmæt
eign okkar allra sem eftir lifum.
Hún skilur eingöngu eftir ljúfar
endurminningar um einstaka konu
sem kom hingað úr fjarlægu landi,
með manninum sem hún elskaði,
og samlagaðist okkar lífi, okkar
þjóðháttum og kunni vel að meta
okkar sérstöðu bæði í hugsun og
atferli og oft erfíðri veðráttu.
Blessuð sé minning hennar.
Birgir G. Frímannsson
Með þessum örfáu fátæklegu
orðum vildum við barnabörnin
kveðja elskulega ömmu okkar í
hinsta sinn. Þó að hún hafi nú öðl-
ast þá hvíld sem hú óskaði verður
eftir tóm sem ekki verður fýllt.
Sem börn nutum við þess að
heimsækja hana og dvelja hjá
henni. Heimili hennar stóð okkur
alltaf opið og eru minningarnar um
heimsóknir okkar bæði margar og
góðar. Minningar um ást og hlýju.
Nú sitjum við eftir með minning-
ar um ástríka og gefandi ömmu.
Við söknum hennar.
Elsa, Hjördís,
Björn og Kristín Erla
Yndisleg gömul kona er dáin.
' Hún var fædd í Þýskalandi, alin
upp í friðsælu umhverfi, en fékk
fljótt að reyna hörmungar stríðs.
Ung kom hún til íslands til þess
að giftast manninum sem hún elsk-
aði, en missti hann 39 ára gömul
frá þremur ungum börnum.
Þessi kona var hefðarkona sem
helgaði líf sitt börnum sínum,
barnabörnum og barnabarnabörn-
um meðan heilsan entist.
Mér þótti innilega vænt um hana.
Hún var ávallt glöð, ávallt blíð,
ávallt góð og henni á ég ótal margt
að þakka.
Þessi kona var amma mín. Eg
kveð hana með söknuði.
Nú legg ég augun aftur,
ó Guð, þinn náðarkraftur
mín verði vöm í nótt.
Æ’virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil svo ég sofi rótt.
(Ur þýsku - Sveinbjöm Egilsson)
Nína
RudolfÞ. Stolzen-
wald — Kveðjuorð
Fæddur 23. ágúst 1928
Dáinn 1. mai 1987
Rudolf Stolzenwald var á leið í
„Dalakofann" sinn á vélsleðanujn,
þar sem hann ætlaði að dveljastrsér
til afþreyingar og endurnýjunar
eins og svo oft áður á liðnum árum.
Hann var þarna einn á ferð til að
kanna færð og aðrar aðstæður svo
sem alvanalegt var hjá honum; aðr-
ir kæmu á eftir. Þá brá skjótt sól
sumri og ferðum hans um öræfi
landsins lauk í einni andrá. Á miðri
leið eftir hvítri mjöllinni og vonar-
birtu vorsins í ríki fjalls og fugls
birtust lokin. Kallið eina kom og
önd hans féll að fótskör skapara
alls.
Ferðir Rudolfs í skálann við
Laufafell á afrétti Rangvellinga
voru ótaldar rétt eins og aðrar ferð-
ir hans um hálendi Islands. Að
barmi fóstuijarðarinnar, þeirrar
miklu móður, féll þessi ferðamaður
að lokum. Henni hafði hann unnað
alla tíð af fölskvalausri ást og
tryggð. Þarna í öræfakyrrðinni og
í björtu skini vorsins lauk hann
þeirri ferð, sem hafði verið svo far-
sæl og öðrum fordæmi og til eftir-
breytni hvar svo sem leiðir hans
höfðu legið.
Dalakofinn á Rangárvallaafrétti
var skáli, sem Rudolf byggði ásamt
fjölskyldu sinni og nánustu vinum.
Skálinn hefur verið öræfaathvarf
þeirra allra til þessa dags og svo
mun efalaust verða um langa
framtíð. Ferðir Rudolfs í Dalakof-
ann og þá ekki síst fögur og
tignarleg leiðin þangað voru ævin-
lega gleðistundir hans og gæti verið
við hæfí að ætla svo, að forlögin
hafí af náð sinni og velþóknun val-
ið honum þennan stað við endalok-
in, öræfaveg á leið til fjallaathvarfs-
ins.
Kynni mín af Rudolf stóðu hátt
í tvo áratugi. Hann var maður mik-
illa hæfileika og hljóðlátrar og
tryggrar vináttu. I fjölda ára höfum
við verið nágrannar og samskiptin
ævinlega verið á eina lund lipurðar
og hins veitula viðmóts, sem ein-
kenndi hann öðrum mönnum
fremur. Það var alveg einstakt hvað
þessi prúði maður, sem umfram
allt forðaðist alla athygli og umtal
átti ríkan þátt í margþættri starf-
semi byggðarlagsins og afrekaði
mikið á hveiju því sviðj, sem hann
lagði hug og hönd að. í félagsmál-
um var hann ævinlega starfandi og
leiðandi afl. Heima fyrir var hann
höfuð fjölskyldunnar í bestu merk-
ingu þess orðs. Þar var ekkert svo
smátt að það nyti ekki umhyggju
hans og athygli. Ást hans og önn
umvafði hans nánustu alla tíð.
Þegar ég las hina hlýju og dreng-
lyndu kveðju Hjartar tengdasonar
hans, kom það mér og sjálfsagt
fleirum, á óvart hvílík ósköp hann
Rudolf hafði unnið á sviði félags-
mála. Ég hafði enganveginn gert
mér grein fyrir því. Hann hafði öll
sín manndómsár markað spor í sögu
framkvæmda á nær öllum sviðum
félagsmála á Hellu — í þessu litla
en vaxandi byggðarlagi.
Það var flugbjörgunarsveitin,
sem hefur unnið sér gott orð fyrir
stöf sín á liðnum árum, sem hann
einbeitti sér að um langt skeið, en
þar hélt hann um stjórnvölinn um
árabil jafnframt því að vera aðal-
hvatamaður að stofnun hennar.
Hann var stofnandi að Golfklúbbn-
um f Rangárþingi og var þar í
fremstu röð. Lionshreyfingin á
svæðinu á honum margt að þakka,
fyrir þátttöku hans í stofnun henn-
ar og fyrir störf hans þar um langt
skeið. Mörgu fleiru kom hann að
með starfandi hönd til framdráttar
félagslegum samskiptum Hellubúa,
sem nú syrgja góðan dreng.
Og svo voru það öll önnur störf
hans að mestu utan áhugamennsku:
Hann var veðurathugunarmaður
staðarins í mörg ár. Það var þá
margur maðurinn sem innti hann
eftir veðri næsta dags og þótti gef-
ast vel. Hann var sýningarmaður í
Hellubíói frá byijun til hinsta dags.
Hann ók flutningabílum bæði fyrir
verslun Friðriks Friðrikssonar í
Þykkvabænum og fyrir Kaupfélagð
Þór á Hellu. Hin síðari ár ók hann
pósti til bænda og búenda í Fljóts-
hlíðinni af sinni einstöku trú-
mennsku. Ef til vill má þó fremur
líta á öll þessi störf, sem hluta af
nauðsyn hans til að komast frá oft
langri og þjakandi inniveru klæð-
skerans út í náttúruna, þar sem
hann gat þó altént ekið um sveitirn-
ar, notið fjallasýnar, fylgst með
gróandanum og andað að sér angan
hans.
En fyrst og fremst var iðja Rud-
olfs alla hans starfstíð klæðskera-
iðnin, sem hann hafði numið ungur
og svaraði svo frábærlega vel list-
fengu handbragði hans. Hann
starfaði hjá öðrum, en lengst af
ævinnar var hann sinn eigin herra
og stýrði oftast heilum her kvenna
í einstakri sátt og samlyndi. Honum
var gefin fágæt geðprýði til orðs
og æðis enda mat hann ævinlega
fyrst og fremst manngildi hvers
manns. Urðu þau störf hans öll
farsæl og nutu starfsmenn hans
öryggis eftir því sem aðstæður í
rótlausu þjóðfélagi leyfðu á hveijum
tíma.
Snemma komu í Ijós ríkir tónlist-
arhæfileikar Rudolfs og svo sem
við var að búast af honum þroskaði
hann þá með sér og í tónlistarnámi
lærði hann að spila á píanó og lék
hann um nokkum tíma í danshljóm-
sveitum. En að auki hafði hann
frábæra myndlistarhæfileika, sem
hann glæddi að nokkru í myndlist-
arskóla, en neitaði sér því miður
um frekari ástundum þeirrar list-
greinar, þar sem ætla má að hann
hefði náð langt, en hélt sér þess í
stað lengst af við píanóið, sem hann
lék svo afbragðsvel á. Það varð
honum svo til sannrar ánægju, að
Olafur sonur hans nam á bassagítar
og hin síðari ár áttu þeir feðgar
margar hamingjustundir saman við
hljóðfæraleik. En víða má sjá frá-
bær listaverk á veggjum heimila
íjölskyldu hans og vina, svo fagra
vitnisburði um hinn snjalla lista-
mann og góða dreng.
En það var umhyggjan fyrir fjöl-
skyldunni, sem var ætíð sterkasta
aflið í lífi hans. Ungur kvæntist
hann Erlu Ólafsdóttur, duglegri
myndarkonu, sem alla tíð fetaði
með honum framtíðarleiðir hvort
sem þær lágu um þröng einstigi
erfiðleikanna eða breiðstræti vel-
gengninnar. Ávallt var hún við hlið
hans, rösk og ' ráðagóð, samhent
honum í ráðstöfun fjármála og vel-
ferð heimilis og barna, en þau urðu
þijú, tveir synir og ein dóttir, hið
mesta efnisfólk og barnabörn að
nokkru komin á legg, sem öll hafa
notið ástar afa síns og fundið þátt-
töku hans í gleði þeirra og sorg, því
í huga barnsins rísa og hníga öldur
örlaganna svo hratt og ógnarlega.
Það var lán Rudolfs að eignast
konu, sem skildi þarfir hans til frels-
is og fijálsræðis í faðmi fjallanna,
þar sem fuglinn einn rýfur kyrrð-
ina. Konu sem gat svo auðveldlega,
þegar nauðsyn krafði, fyllt að
nokkru skarð hans á saumastof-
unni, meðan sál hans nærðist í
heimi voraldar veraldar eða hann
sveif um hið hvíta lín vetrarins.
Slík hefur Erla verið honum, styrk-
ur hans og veitandi þess lífs, sem
var hans sálamæring. Og svo voru
allar ferðirnar, sem þau fóru saman
og þá oftar en ekki með börnum,
tengdabörnum og barnabörum.
Samheldni íjölskyldunnar í leik og
starfi mótaði svo mjög viðhorf hans
til tryggðarbandanna.
Það var ómetanlegt að eiga Rud-
olf að nágranna. Hann var ævinlega
boðinn og búinn til hverskonar að-
stoðar eða ráðlegginga. Þrátt fyrir
margvísleg störf og oft miklar ann-
ir átti hann ævinlega aflögu stund
til að sinna hverri hjálparbeiðni.
Hógværðin var honum í blóð borin
og með einstakri prúðmennsku
samfara óbilandi dugnaði skilaði
hann ótrúlega miklu og ströngu
dagsverki á þeim fáu vinnustundum
sem honum vom gefnar hér í heimi.
Fyrir fjölda ára komu þau Erla
sér upp litlu sumarhúsi í landi
Haukadals á Rangárvöllum, á jörð
þeirra öldruðu öndvegishjóna
Jónínu Hafliðadóttur og Magnúsar
Runólfssonar. Þar mynduðust
traust vináttubönd, sem stóðu á
grunni gagnkvæms trausts og ein-
lægrar vináttu. Ríkir nú djúp sorg
í ranni þessa aldraða heiðursfólks,
því Rudolf er nú á eilífðarvegum
og lokið er hans kærkomnu umönn-
un, sem lýsti sér á svo margvíslegan
og hugljúfan hátt. Þetta aldna jarð-
yrkjufólk, sem hefur mætt sárum
áföllum og lent í hörðum sviptibylj-
um á langri lífsgöngu, ber nú þunga
sorg, en þeirra er líka sem okkar
hinna, að þakka liðna daga og hin
mildu kynni.
Og nú er þessi einstæði ferða-
maður, Rudolf Stolzenwald, á sinni
hinstu göngu, 23. ágúst, var 59.
fæðingardagur hans. I árum talið
varð ferð hans ekki löng, en hún
var gifturík. Fordæmi hans verður
svo mörgum vegvísir, svo mörgum
ljós á vonarvegi, svo mörgum ylur
í arni minninganna — og yfír öllu
ríkir svo þakkargjörðin að hafa átt
hann og fengið að njóta hans.
H. Teits.
-I