Morgunblaðið - 26.08.1987, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987
39
Stjörnu
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Meyja
í dag ætla ég að fjalla um
Meyjarmerkið (23. ágúst-23.
september). Einungis er fjall-
að um hið dæmigerða fyrir
merkið og lesendur minntir á
að hver maður á sér nokkur
stjömumerki. Það táknar að
merkin þurfa alltaf að gera
maiamiðlun sín á milli. Meyja
sem hefur Tungl í Bogmanni
er t.d. ólík þeirri sem hefur
Tungl í Steingeit.
JarÖbundin
Það er alltaf sagt um Meyjuna
að hún sé dugleg, jarðbundin,
nákvæm, samviskusöm og
gagnrýnin svo nokkuð sé
nefnt. Þetta er rétt, svo langt
sem það nær, en þarfnast
kannski betri skýringar við.
Uppskerutími
Meyjan er fædd á breytilegum
árstíma, í lok sumars. Á þeim
tima er hámarki gróðurs náð,
tré eru í fullum vexti og
ávextir jarðarinnar þroskaðir.
Árstími Mejrjunnar er því upp-
skerutími. Áhrif þess á fólk
sem þá fæðist, þ.e. á Meyjar,
eru sú að gefa því alvörugef-
inn tón. Nú þarf að taka til
höndunum. Þetta er ekki tími
til að leika sér eða liggja í
hitanum og sleikja sólskinið
eins og i merkinu á undan,
Ljóninu. Þetta er raun-
sæistími.
Raunsœ
Meyjar eru því raunsæjar,
þær sjá umhverfið og vita að
einhver þarf að taka til hönd-
unum. Þær sleikja ekki sól,
þær draga sig ekki í skel og
skapa heim þar sem enginn
er, eins og gagnstæða merkið
Fiskurinn gerir. í febrúar-
mars er náttúran í klakabönd-
um og menn í hálfgerðu hýði.
Þeir sem fæðast á þessum
tíma fæðast með bið í hjart-
anu. ímyndunarafl þarf að
skapa heiminn, horft er aftur
og horft er fram. Gamlir menn
sitja við eldana og segja sög-
ur.
HraÖur árstími
Þeir sem hafa litið upp frá
vinnu sinni og skoðað sept-
embermánuð og lífið á þeim
tíma hafa séð að í náttúrunni
er mikill hraði. Allt er á iði.
Náttúran sjálf er að breytast,
einni árstíð að ljúka, önnur
að taka við. Menn eru að hefja
undirbúning fyrir haust og
vetur. Það er eins með Meyj-
una. Hún er alltaf á iði, sifellt
að. Hún hefur því lítinn tíma
fyrir sjálfa sig og verður jafn-
vel hvumsa við og vandræða-
leg ef við nefnum hana með
nafni eða beinum athyglinni
að henni. Hún er vinnumaður
heimsins. Maðurinn á ökrun-
um sem vinnur í sveita síns
andlitis en fæst lítið við að
standa á sviði og beija bumb-
ur.
Mál og vog
Á uppskerutíma er ekki ein-
ungis unnið við að týna kom
af engjum. Það þarf einnig
að vikta komið, mæla og vega
og útdeila jafiit. Þaðan er
komin nákvæmni Meyjunnar.
Það má kannski segja að það
að vega og meta sé einnig og
kannski frekar undir merki
uppskeruhátíðanna, þegar
fólkið safnast saman og held-
ur upp á það að uppskeran
er komin ( hlöður, í Voginni.
En eigi að sfður þarf Meyjan
einnig að gæta nakvæmni.
MarkaÖur
Það þarf ekki einungis að
flokka matinn og búa undir
vetur. Það þarf einnig að selja
uppskeruna. Þar eru komin
tengsl Meyjunnar við mark-
aði, við það að versla og selja
afurð. Þaðan er komin versl-
unarhlið Meyjunnar.
GARPUR
GRETTIR
FERDINAND
SMÁFÓLK
Afsakaðu, kennari... ég
ætlaði ekki að koma of
seint...
Ég ætlaði ekki að gleyma
heimadæmunum.
AHP I PIPN T MEAN
TO BE THE CAU5E OF
VOUR HAIR TURNIN6 ®
WHAT APPEARS TO BE |
PREMATURELV GRAV.. |
Og ég ætlaði ekki að valda
þvi að hárið á þér gránaði
fyrir aldur fram, eins og
mér sýnist...
I AL50 PIPN'T MEAN
TO SAV THAT..
Ég ætlaði heldur ekki að
segja þetta ...
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Það sem við köllum „bjamar-
greiða" á íslensku nefna ensku-
mælandi þjóðir „Greek gift“.
Sögulegrót þess orðtaks er auð-
vitað Trójuhesturinn, en það var
ekki hestlíkan fyllt hermönnum
með alvæpni sem Grikkinn Zotos
gaf Austurríkismanninum Ku-
bak í spilinu hér að neðan. Það
var slagur á tromp!
Austur gefur; AV á hættu.
Norður
♦ ÁK953
¥976
♦ K1073
♦ G
Vestur Austur
♦ D102 ♦ 87
¥ D4 11 ¥ G83
♦ DG65 ♦ Á984
♦ D765 Suður ♦ G64 ♦ Á842
¥ ÁK1052
♦ 2
♦ K1073
Vestur Norður Austur Suður
— — Pass 1 hjarta
Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu
Pass Pass 4 hjörtu Pass Pass
Zotos var með spil vesturs og
kom út með tíguldrottningu.
Hann fékk að eiga þann slag
og sýndi nú mikla gjafmildi með
því að skipta yfir í lítið tromp!
Félagi hans Lambrinos var ekki
nískur heldur, því hann lét átt-
una duga og sagnhafi fékk
ódýran slag á tromptíuna.
Kubak fór nú inn á blindan á
spaðaás og spilaði laufgosa og
hleypti honum þegar austur gaf
mjúklega. Zotos drap á lauf-
drottningu og spilaði aftur
trompi. Nú varð sagnhafi að **
treysta á trompsvfningu fyrir
Iaufásinn, sem gekk ekki og
spilið fór því einn niður.
Það merkilega er að samning-
urinn er óhnekkjandi á undan-
bragði ef vömin spilar ekki
trompi. Sagnhafi getur stungið
þijú lauf í blindum og þijá tígla
heima. Það eru sex slagir. AK
í hálitunum eru fjórir til viðbótar
og vömin faer síðasta slaginn
„tvöfaldan" á trompgosa og
spaðadrottningu.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Brezka meistaramótið stend-
ur nú yfir í Swansea. Þessi staða
kom upp í skál stórmeistarans
Jonathan Mestel, sem hafði
hvítt og átti leik gegn alþjóða-
lega meistaranum Andrew
Martin. Síðasti leikur svarts var
21. - e5 - e4?
Svartur hefur sýnt mikla hug-
kvæmni og dirfsku með því að
stilla kóngi sínum upp á d6. Ef
skiptist upp á drottningum væri
þetta geysilega góð staðsetning,
en í miðtafli er ekki hægt að
leyfa sér slfkan munað, eins og
Mestel sýndi fram á: 22. Hxf6+! *■
- gxf6, 23. Df4+ - He5 (Eða
23. - Kd7?, 24. Bh3+) 24.
Dxf6+ - Kd7, 25. Bh3+ -
Ke8, 26. d6 og svartur gafst
upp. Það vekur athygli að báðir
brezku keppendumir f væntan-
legri áskorendakeppni, þeir
Short og Speelman, eru báðir á
meðal þátttakenda.