Morgunblaðið - 26.08.1987, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987
-t
Hreinar götur og fallegir garðar í Keflavík.
Af görðum
og góðu fólld
í Kefiavík
Keflvíkingar eru farnir að rækta garðana sína. Eg sá
það þegar ég ók í gegnum bæinn. Og ég sem hélt að
þeir hefðu engan áhuga fyrir görðum eða fögru um-
hverfi, geymdi í minningu minni mynd af bænum
óaðlaðandi og oft illa lyktandi. Fyrir utan nú útsynning-
inn og útlendingana. Bæ, þar sem íbúarnir hugsuðu
eingöngu um að græða peninga, bæði á fiskinum og
Kananum, en skeyttu engu um umhverfi sitt og menn-
ingu. Og svo er þetta bara tóm della í mér. Keflavík
er einkar snotur bær, hreinar götur og fallegir garðar.
„Þetta er maðurinn sem þú leitar að,“ sagði Björgvin stöðvarstjóri(t.
h.) og hélt utan um Guðleif.
•*- Sú var tíðin að ekki sást í Kefla-
víkurrútuna fyrir drullu þegar hún
kom öslandi eftir Hafnargötunni og
skvetti í leiðinni aurnum upp á
nærliggjandi hús. Svo steig maður
út úr rútunni og ofan í forarpolla
á spariskóm og missti allan glans
og klassa. „Þúsund vatna Hafnar-
gatan," sagði víst Kristján Reyr í
ljóði sínu.
Fimm hundruð
númer utanað
Úr því að ég var 'stödd á um-
ræddri götu þá ákvað ég að fara
inn á pósthúsið og grennslast fyrir
um þessa breytingu sem mér virtist
~ hafa orðið á bænum. Mér hafði
vérið sagt að á pósthúsinu væri
kona sem eitt sinn hefði kunnað
öll símanúmer bæjarbúa utanað,
slík kona hlyti að vita eitt og annað
um bæinn sinn.
Ég gat króað hana af niðri á
kaffístofu í matartímanum, Önnu
Pálu Sigurðardóttur, ættaða frá
Akureyri. Hún kom með foreldrum
sínum til Keflavíkur aðeins 10 ára
gömul og fannst bærinn ömurlegur,
en núna gæti hún ekki hugsað sér
að búa annars staðar.
__ — Hvers vegna er svona gott að
búa í Keflavík, Anna Pála?
„Af því að það er svo gott fólk
héma, Keflvíkingar eru léttir og
hressir og það er auðvelt að kynn-
ast þeim,“ ansar hún að bragði.
— En hvað með bæinn sjálfan,
voru það ekki viðbrigði að koma frá
Akureyri þar sem allt á að vera svo
" fallegt og hingað í útsynninginn og
gróðurleysið?
„Jú, mikil viðbrigði, enda þráði
ég að komast norður aftur. Svo
fékk að fara þangað í heimsókn,
en þá brá svo við að mig langaði
bara aftur til Keflavíkur. Annars
hefur bærinn breyst svo mikið
síðustu árin. Hann stækkaði ört
meðan á uppbyggingu flugvallarins
stóð, kannski of ört því fólk fékk
ekki tíma til að sinna umhverfi sínu,
auk þess sem menn fengu sífellt
að heyra hið gamla orðatiltæki, að
það þýddi ekkert að setja niður tré
í Keflavík vegna sjávarseltunnar.
En bærinn hefur tekið miklum
stakkaskiptum hvað varðar gróður
og snyrtimennsku, satt er það, og
þá helst núna síðustu þrjú kjörtíma-
bil eða svo. Mér finnst bærinn minn
bara mjög fallegur núna.“
Ég er henni alveg sammála, en
spyr hana hvort það sé þá ekkert
sem mætti betur fara?
„Jú, biddu fyrir þér, hirðuleysið
við Hafnargötuna er alveg óþol-
andi. Það þarf að mála og snyrta
húsin og gera götuna meira aðlað-
andi, þetta er nú einu sinni aðalgata
bæjarins og sú fyrsta sem aðkomu-
menn aka um. Innkeyrsluna í bæinn
mætti svo sannarlega fegra líka,
hún hefur að vísu skánað síðan
gúanóverksmiðjan hvarf, en betur
má ef duga skal.“
— Eigið þið ekki nægan pening
til að gera alla þessa hluti, Anna
Pála? Aðkomustúlka í bænum sagði
mér að það væru ekki til druslur í
Keflavík, allir ækju um á nýjum
bílum.
Anna Pála brosir breitt en finnst
„Fer þessi mynd á minjasafnið",
spurði Anna Pála á Símanum
þegar smellt var af.
þetta ágæt athugasemd og alls ekki
út í hött, því atvinna hefur alltaf
verið næg í Keflavík og fólk því
haft ágæt fjárráð.
— Mér var líka sagt, held ég
áfram, að lífsgæðakapphlaup væri
mikið í Keflavík og að það bitnaði
á fjölskyldulífínu. Skilnaðir margir
því hjón hefðu ekki tíma hvort fyr-
ir annað, alltaf verið að vinna fyrir
nýjum bílum, utanlandsferðum og
mublum.
Anna Pála rekur upp stór augu.
„Kapphlaup? Ég veit það ekki. Ég
bý ennþá í sama húsinu, með sama
sófasettið og sama karlinn."
— En er það satt að þú hafir
kunnað öll símanúmer utanað héma
einu sinni?
„Æ, elskan mín, það var ekkert
að muna, þetta voru nú ekki nema
fimm hundruð númer í þá daga.
En nú má ég ekkert vera að þessu,
það er allt orðið vitlaust þarna
uppi.“
Og hún stendur á fætur með
sveiflu og hverfur með þyti upp á
efri hæðina.
Fór á sjöundu
hæð niður á við
En á efri hæðinni er ys, þys og
þrengsli. Stöðvarstjórinn Björgvin
Lútersson kemur þrammandi eftir
ganginum þungur á brún með fjóra
menn á eftir sér og segir um leið
og hann gengur fram hjá mér: „Þú
átt að tala við hann Grasa-Leif ef
þú vilt vita eitthvað um gróðurinn
í bænum."
En meðan ég er að basla við að
ná mynd af Önnu Pálu, sem fíflast
bara og spyr hvort myndin eigi að
fara á minjasafnið, þá fylgist ég
um leið með bæjarbúum sem
streyma inn með bréf og böggla
eða eru bara að borga símreikning-
ana sína. Allt í einu stendur stöðvar-
stjórinn aftur fyrir framan mig á
miðju afgreiðslugólfi, nú skælbros-
andi og með honum maður. „Þetta
er maðurinn sem þú ert að leita að,
taktu mynd!"
Guðleifur Sigurjónsson, öðru
nafni Grasa-Leifí, eins og Helgi S.
Jónsson kallaði hann, er Keflvíking-
ur „síðan 1960“ eins og hann sjálfur
segir. Hann er lóðarskrárritari en
einnig forstöðumaður byggðasafns-
ins og landgræðsluvörður, kannski
sitthvað fleira, en í 18 ár var hann
garðyrkjustjóri Keflavíkurbæjar og
flest þau tré sem nú skarta garða
heimamanna, sum orðin há og fög-
ur, voru keypt hjá Guðleifi. Hann
var með plöntusölu heima hjá sér
í mörg ár. Menn segja að hann
hafí haldið uppi áróðri fyrir gróðri
og umhverfismálum eftir að hann
tók við embætti garðyrkjustjóra um
árið. Haldið fundi og þess háttar
með bæjarbúum.
Ég spyr hann aðeins út í þetta
þama á pósthúsgólflnu, en hann
gerir ósköp lítið úr sínum þætti í
þeim málum. Þá segi ég honum
hversu fallegur og snyrtilegur mér
finnist bærinn vera orðinn, hveiju
þetta sæti eiginlega? Þá bregður
fyrir bliki í augunum, þessum aug-
um sem virðast alltaf ljóma þótt
ekkert bros sjáist, og hann segist
halda að þetta sé almenn vakning,
fólk hafi meiri áhuga fyrir um-
hverfi sínu en áður. Annars væri
nú víða pottur brotinn svo sem við
Gatklett, stað sem ferðamenn skoða
gjaman, en heimamenn svo hugs-
unarlausir að losa sig við rusl þar.
— Gatklett, hvar er hann?
„Komdu, það er best að ég sýni
þér þetta,“ segir hann og svo stígum
við upp í bláa bílinn hans og nú
hefst ökuferð og uppfræðsla um
Keflavíkurbæ. Við ökum Vatnsnes-
veginn niður að sjó. Á leiðinni
stöðvar Guðleifur bílinn og þarf að
ræða við nokkra menn sem eru í
byggingarvinnu við nýja hótelið.
Ég tek eftir því að hann er sífellt
að ræða við einhverja menn þennan
tíma sem ég er með honum og virð-
ist ekkert láta afskiptalaust hvað
bæinn varðar. Allir þekkja hann.
Svo byijar hann að benda mér á
ruslið.
„Sérðu þetta!“ segir hann og
bendir mér á rusl við vegarkantinn.
Ég sé það og finnst það voða leiðin-
legt. „Sérðu þetta!“ segir hann aftur
með þjósti og bendir mér á hroða-
lega ruslahrúgu sem er staflað upp
við frystihúsvegg. Ég síg hægt
undir mælaborðið af skömm. Þegar
við komum út að Gatkletti stígum
við út úr bílnum og göngum fram
á klett sem skagar fram í sjóinn.
Við mér blasir bærinn, sjórinn,
klettarnir, sýn sem fær íslendinginn
til að klökkna af föðurlandsást en
sú sýn virðist ekki hræra hið
minnsta hjarta Guðleifs. Hann
bendir mér á ruslið eftir endilöngum
hafnarbakkanum og við Gatklett
og föðurlandsástin hverfur sam-
stundis. Þarna er sóðalegt um að
litast, það er rétt hjá honum, og
einmitt á þessum fagra útsýnisstað.
Það er víst ekki bara nóg að hafa
fallega garða. Nú sjást einnig bak-
hliðar húsanna sem standa við
Hafnargötu, flest grá og drungaleg.
Guðleifur segir að sjómönnum finn-
ist þetta ljótasta innsiglingin á
landinu, allt út af þessum húsum.
En nú vill hann sýna mér eitt-
hvað annað en rusl (þótt hann geti
nú ekki stillt sig þegar hann sér
það á hinum ólíklegustu stöðum og
fussar og sveiar í hvert skipti) og
sýnir mér gamla garða. Kaupmenn
á síðustu öld voru með matjurta-
garða hjá húsum sínum, en elsti
tijá- og blómagarðurinn sem hann
sýnir mér er við Vallargötu 28 og
mun hann vera frá 1926. Einhvem
veginn berst talið að kaupmönnun-
um og sögu bæjarins og áður en
ég veit af er ég komin með báða
fætur inn á Byggðasafn Suðumesja
sem var opnað 1979. Helgi S. var
aðalhvatamaður að stofnun þess
eins og svo mörgu öðm. Guðleifur
snarar sér inn á skrifstofuna og fer
að gramsa þar í hillum og skúffum
í leit að ágripi af sögu Keflavíkur
handa mér, en ég ráfa um safnið
og finnst það hreint ótrúlegt hversu
miklu er hægt að koma fyrir í ekki
stærra safnhúsi. Þarna em munir
úr gömlu krambúðunum, í einu
herberginu gömul áhöld og verk-
færi, í öðm hljóðfæri sem sýna sögu
tónlistarinnar í Keflavík, löngum
verið músíkalskir bæjarbúar, og í
einu herberginu er þetta forláta
byssusafn, sumar byssumar frá
tímum Tyrkjaránsins. Guðleifur
segist hafa fengið þær fyrir tveim
ámm frá Borge Sorensen, dóttur-
syni Norðfjörðs kaupmanns, en
Borge lá í liðagigt í fjömtíu ár og
lá á þessum byssum í bókstaflegri
merkingu, því hann geymdi þær
undir dýnunni hjá sér allan tímann.
Hundruð ljósmynda sýna sögu