Morgunblaðið - 26.08.1987, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 26.08.1987, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 43 íilllff Blómarósirnar Berglind(t.v.) og Eydís. Keflavíkur og þar eru margir bæj- arbúar á stuttbuxum og heilsokk- um. Elsta myndin af Keflavík er síðan 1830, Guðleifur gróf hana upp á Konunglega bókasafninu í Kaup- mannahöfn. Hún var geymd á sjöundu hæð niður á við. Mér er nú farið að skiljast að Keflvíkingar eiga sér bæði sögu og menningu. Guðleifur lætur mig fá gott lestr- arefni um Keflavík að lokum, en vill þó endilega skjótast með mig til Jóns B. Olsens núverandi garð- yrkjustjóra svo ég fái nú að vita eitthvað um framtíðarhorfur í garð- ræktarmálum. En við náum ekki í Jón, hann er önnum kafínn úti í bæ; ég fæ þó að vita að á þessu ári er áætlað að nota um 10 milljón- ir króna til fegrunar og frágangs opinna svæða. Ég kveð Guðleif, þennan mæta mann sem þykir svo vænt um bæ- inn sinn að hann lætur sig ekki muna um að fara á sjöundu hæð niður á við á bókasafni úti í löndum til að ná í mynd af honum, og held áfram að skoða garða í Keflavík. Ungir athafnamenn og músíkantar Anna Pála hafði sagt að Keflvík- ingar væru hresst fólk sem auðvelt væri að kynnast; ég kann nú samt ekki við að svífa svona fyrirvara- laust á vegfarendur, en hef þó kjark til að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, þ.e. yngstu borg- arana. Framhjá mér stormar ungur sveinn með fangið fullt af eggjum. Ég spyr hann til nafns og hvað hann sé að þvælast um með öll þessi egg. Hann segist heita Gunn- ar Gestur, 10 ára, og þetta séu mávaegg sem hann safnaði úti í móa, hann ætli að selja þau kaup- mönnum. En hann hefur ekki tíma fyrir myndatökur, athafnamaður- inn. Á róluvellinum aftur á móti njóta keflvískar blómarósir og barnapíur lífsins. Berglind og Eydís, 9 ára, róla sér virðulega og segja að það sé ákaflega skemmtilegt að búa í Keflavík. Hvers vegna, hafa þær ekki hugmynd um, enda skipti það engu máli. Starfsdagur þeirra er alltaf fullbókaður, því jafnhliða barnapíustarfínu æfa þær sund daglega. Á vetuma fer allur tíminn í músíkina, Eydís spilar á selló, en Berglind hefur fullan hug á að læra á píanó. Myndatöku leyfa þær elskulega og ég vona að þær verði frægar tónlistarkonur svo ég geti montað mig af því að hafa þekkt þær. Kannski er lífsgæðakapphlaupið mikið í þessum bæ, en því verður ekki neitað að Keflvíkingar á öllum aldri eru afskaplega athafnasamir og duglegir. Með vamarliðið og flugvöllinn yfir höfði sér hefur þeim samt tekist að varðveita bæjarbrag- inn sinn, aðlaga sig aðstæðum, þótt það tæki vissulega tíma. Meðan menn eins og Guðleifur skunda um bæinn, konur eins og Anna Pála skipta ekki um sófasett eða eigin- mann og ungir borgarar selja mávaegg og leggja stund á tónlist- amám, þá geta allir andað rólega. Vonandi halda Keflvíkingar áfram að rækta garðana sína, bæði í eigin- legri og óeiginlegri merkinu. Best að bíða með að mynda Hafn- argötuna, hver veit nema hún taki einnig stakkaskiptum, bæði að framan og aftanverðu. Texti og myndir: Kristín Marja Baldursdóttir Oscar Arias, forseti Costa Rica: Lærði til forseta HÖFUNDUR friðaráætl- unarinnar í Mið-Ameríku sem valdið gæti þáttaskil- um á svæðinu er forseti Costa Rica, Dr.Oscar Ar- ias. Á dögunum var honum faguað sem þjóðhetju heima fyrir, þegar forsetar fimm Mið-Ameríkuríkja höfðu ritað undir friðar- sátt, er byggðist á tillögum hans. Síðan hefur athygli umheimsins beinst í vax- andi mæli að þessum þjóðhöfðingja friðsams ríkis á ófriðarsvæði. Segja má að með friðaráætlun- inni sé Oscar Arias að reyna að flytja hlutleysi, lýðræði og friðar- vilja Costa Rica út til nágrann- aríkjanna. Áætlunin felur í sér að lögð verði niður vopn í Nic- aragua og E1 Salvador og erlendri íhlutun verði hætt í Mið- Ameríku. Hún er afsprengi hugsjónar og jafnframt her- bragð, til þess ætlað að bægja ófriðnum frá heimalandi Ariasar, sem oft er kallað Sviss Mið- Ameríku. Þrátt fyrir nafn sitt -„ríka ströndin“- er Costa Rica snautt af auðlindum. Spánveijar námu landið og urðu að vel stæðri milli- stétt kaffiræktenda. Landið á sér meira en aldar langa lýðræðis- hefð og jafn langt er síðan dauðarefsing var afnumin. Stjómvöld lögðu herinn niður. árið 1948 enda hryllti þau við ofbeldinu í einu borgarastyrjöld landsins. Á meðan nágrannaríkin hafa ausið fé í herinn og orðið að líða einræðisstjórnir og herfor- ingjabyltingar, hefur Costa Riea Qárfest í skólum, sjúkrahúsum og samgöngukerfi. I landinu er nær ekkert ólæsi og þar eru hæstu þjóðartekjur á mann í Mið-Ameríku. Arias sem er 45 ára gamall sótti menntun sína til vestrænna landa en er engu að síður hold- tekningur hefða og gilda ættjarð- ar sinnar. Hann er fijálslyndur lýðræðissinni og andkommúnisti og hefur harðlega gagnrýnt Sandinista í Nicaragua. Móðir hans er úr ríkri kaffiræktarfjöl- skyldu en faðirinn af fátækum Oscar Arias, forseti Costa Rica. ættum. Að loknu laga- og hag- fræðiprófi frá háskólanum í Costa Rica fékk Arias styrk til að nema við London School of Economics og háskólann í Essex. Doktorsritgerð hans í stjóm- málafræði hét „Hver stjómar í Costa Rica?“ Það lék aldrei vafi á því í huga höfundar að Arias átti eftir að verða svarið við þeirri spurningu. Félagar hans úr háskóla minnast þess að Arias sagðist gjarna vera að læra til forseta. Að loknu námi sneri Arias aft- ur, sinnti fræðistörfum og komst innan skamms á þing fyrir heimabæ sinn Heredia. Á árun- um 1970 til ’79 var Arias ráðherra skipulagsmála í tveimur ríkisstjórnum. Frá árinu 1979 gegndi hann embætti aðalritara Þjóðfrelsisflokksins, sem er hinn fijálslyndari af tveimur stærstu flokkum landsins. Fimm árum síðar sagði Arias af sér til að helga sig baráttunni fyrir for- setakjöri. í kosningabaráttunni sagðist hann vilja láta stjórn- málin njóta góðs af heiðarleika og dirfsku fræðimannsins. Þetta hefur hann gert og það greinir hann frá forvera sínum Luis Al- berto Monge sem komst til metorða með pólitískum hrossa- kaupum eins og títt er. Monge beitti sér opinberlega fyrir hlut- leysisstefnu og stefndi leynt og ljóst að friðarverðlaunum Nóbels en án árangurs. Tower-skýrslan svo kallaða hefur reyndar leitt í ljós að Monge samdi við sveit Olivers North ofursta um að Contra-skæruliðar fengju bæki- stöð í Costa Rica. Að launum hækkaði framlag Bandaríkja- manna til Costa Rica í rúmlega 300 milljónir dala á ári en hafði verið 2 milljónir á ári undir lok áttunda áratugarins. Arias tók við forsetaembætt- inu í maí 1986, embættinu sem hann segist hafa búið sig undir frá því í móðurkviði, og var stað- ráðinn í að beita sér fyrir friði í Mið-Ameríku. Vegna harðfylgis síns lenti hann í nokkrum útistöð- um við Bandaríkjastjóm sem dró fyrir vikið stórlega úr fjárstuðn- ingi við Costa Rica. Arias leggur þó á það áherslu að Bandaríkin og Costa Rica eigi samleið vegna hefðar og sömu hugsjóna. En vegna veru sinnar í Englandi er Arias evrópskari í hugsun en margir landar hans sem líta á Miami sem fyrirmynd í menning- arlegum, efnislegum og þjóð- félagslegum skilningi . Arias er yngsti forsetiinn 1 sögu landsins og lítur á sjálfan sig sem „fulltrúa nýrrar kynslóð- ar“. Hann höfðar til almennings enda tekur hann John F. Kennedy sér til fyrirmyndar. í stjóm hans eru margir af vönduð- ustu og snjöllustu mönnum landsins og nokkuð sem sýnir fijálslyndi Arias, óvenju hátt hlutfall kvenna. Helstu ráðgjafar Arias eru bróðir hans Rodrigo sem er ráð- herra og leiðtogi stjómarinnar, og eiginkona hans, Margarita Penon, lífefnafræðingur með mikinn áhuga á stjórnmálum. Aðlaðandi og styrk fjölskylda er stjórnmálamanninum ómetanleg ekki hvað síst í Rómönsku Ameríku. Samkvæmt stjómarskrá landsins má Arias ekki bjóða sig fram til forset'a annað kjörtíma- bil. Ljóst er að Arias mun þó halda áfram að beita sér á al- þjóðavettvangi. Nú sem stendur einbeitir hann sér að framgangi friðaráætlunar sem gæti gert nafn hans ódauðlegt. (Heimild: The Times.) leggjast því við fyrsta vinning laugardaginn 29. ágúst. Spáðu íhann þrefaldan!!! Síðast varð hann 15.000.000.00 - • . . * -- .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.