Morgunblaðið - 26.08.1987, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987
44
Minning:
Hólmfríður Gunn
laugsdóttir
Fædd 29. apríl 1929
Dáin 17. ágúst 1987
I dag, miðvikudaginn 26. ágúst,
fer fram frá Dómkirkjunni útför
Hólmfríðar Gunnlaugsdóttur, er
síðast var til heimilis á Þinghóls-
braut 53, Kópavogi.
Hún lést um nónbil miðvikudag-
inn 17. þ.m., á krabbameinsdeild
Landspítalans eftir langa og
stranga legu.
Hólmfríður, sem nefnd var Lúlú
af ættmennum og vinum, var fædd
á Akureyri 29. apríl 1929, dóttir
hjónanna Gunnlaugs Guðjónssonar,
útgerðarmanns og Hólmfríðar Sig-
uijónsdóttur frá Siglufirði, en þau
hjónin bjuggu þá á Akureyri.
Gunnlaugur er látinn fyrir all
mörgum árum en Hólmfríður er nú
á Hrafnistu í Hafnarfírði.
Foreldrar Hólmfríðar voru hjónin
Kristjana Bessadóttir, Þorlákssonar
frá Stór-Holti í Fljótum, og Siguijón
Benediktsson, jámsmiður frá Bráð-
ræði á Skagaströnd. Þau hjónin
áttu heimili á Siglufirði frá árinu
1907 og til dauðadags.
Foreldrar Gunnlaugs vom hjónin
Kristín Árnadóttir frá Hörgshóli í
Vestur-Hópi og Guðjón Helgason,
síðast fiskmatsmaður á Akureyri.
Er Lúlú var fjögurra ára fluttu
foreldrar hennar til Siglufjarðar og
þar ólst hún upp.
Eftir nám þar í barnaskóla lá
leið hennar í Menntaskólann á Ak-
ureyri, en síðan fór hún í verslun-
arnám til Svíþjóðar og eftir námið
starfaði hún í Stokkhólmi í rúm tvö
ár.
Þaðan fer hún síðan til Frakk-
lands til frekari frönskunáms og
er þar í rúmt ár.
I Frakklandi greiddu götu hennar
hjónin Albert Guðmundsson, fyrr-
verandi ráðherra og kona hans,
Brynhildur Jóhannsdóttir, er var
frænka hennar.
Þau hjónin reyndust henni
traustir vinir og sýndu það eftir-
minnilega, er hún átti í sem mestum
erfiðleikum í veikindum sínum, og
var hún þeim ævinlega þakklát fyr-
ir þá aðstoð.
Eftir að Lúlú kom heim frá námi
í Frakklandi fór hún í Húsmæðra-
skólann á Laugalandi í Eyjafirði,
en á Syðra-Laugalandi hafði hún
verið í sveit á summm frá sjö ára
aldri fram að fermingu hjá prests-
hjónunum þar í sveit, séra Benjamín
Kristjánssyni og móður minni,
Jónínu Björnsdóttur.
Var hún þeim tryggur vinur,
heimsótti þau oft bæði meðan þau
bjuggu fyrir norðan og hér syðra,
meðan þau bæði lifðu.
Að námi loknu sest Lúlú að í
Reykjavík, vinnur fyrst við skrif-
stofustörf, en ræðst síðan til
Flugfélags Íslands 1954 sem flug-
freyja og starfaði sem slík um langt
árabil eða fram yfir það að hún
gekk í hjónaband og var yfir-flug-
freyja hjá Flugfélaginu er hún lét
af störfum, var leiðbeinandi á flug-
freyjunámskeiðum svo sem sjá má
er minnst var atvinnuflugs í hálfa
öld í Morgunblaðinu 3. júní sl.
Er hún lét af störfum fékk hún
sérstaka viðurkenningu frá félaginu
fyrir heillaríkt starf og hún bar
ætíð hlýjan hug til félagsins og alls
þess starfsfólks er hún hafði starfað
þar með og vildi hag félagsins sem
mestan.
Þann 30. nóvember 1963 gekk
hún að eiga Mangús Jóhannsson,
kaupmann í Reykjavík, en þau hjón-
in slitu samvistir fyrir nokkrum
árum.
Börn þeirra eru tvíburarnir
Gunnlaugur Jón Ólafur og Jóhann,
f. 14 ágúst 1966 og Hólmfríður, f.
22. júlí 1967.
Á árinu 1981 var hún farin að
fínna fyrir þeim sjúkdómi er leiddi
hana til bana. Hún reyndi þó að
láta ekki á því bera, og leyndi því
lengi fyrir börnum sínum og aldr-
aðri móður, er var á heimili hennar.
Hún fékk sér vinnu og vann
meðan heilsan leyfði í ferðaverslun-
inni Rammagerðinni á Hótel Esju,
og var hún í mikilli þakkarskuld
við forstjóra verslunarinnar, Hauk
Gunnarsson, fyrir að fá að starfa
þar svo lengi, þó honum væri full
kunnugt um að hún væri ekki heil
heilsu og þyrfti oft að vera í burtu
í sjúkrahúsi hin síðari ár.
Hugur hennar var mjög bundinn
bömum sínum og hjá aldraðri móð-
ur, sem átti hana eina barna, en
annar drengja hennar lamaðist eftir
bílslys barn að aldri. Það olli henni
áhyggjum hvað við tæki, er hennar
njdi ekki við.
I veikindum hennar var henni
mikil stoð og styrkur af traustum
vinum er hún hafði kynnst í starfi
hjá Flugfélagi íslands og víðar og
reyndust henni í erfiðleikum frá-
bærlega vel.
Áður en faðir hennar kvæntist
átti hann tvo syni, Harald, sem nú
er látinn og Eðvarð, kaupmann á
Sauðárkróki.
Nokkru áður er Lúlú skildi við
bað hún fyrir hjartans kveðjur og
þakklæti til Kristjáns Sigurðssonar,
yfírlæknis á krabbameinsdeild
kvenna í Landspítalanum, og alls
hjúkrunarliðs fyrir alla þá hjálp og
hjúkrun er henni var veitt.
Gengin er góð og glæsileg kona
er vildi öllum vel, væg í dómum um
aðra og virti jafnan flest á betri
veg. Hún var mjúklynd, þekkti gleði
og sorg en flíkaði ekki tilfinningum
sínum. Bjartsýn á sigur hins góða.
Við hjónin vottum aldraðri móður
hennar og börnum dýpstu samúð
og biðjum þeim guðs blessunar.
Björn Ingvarsson
„Bognar ekki en brotnar í bylnum
stóra síðast."
Þessi hending kom mér í huga
er frænka mín kvaddi þennan heim
alltof fljótt að mati okkar er þekkt-
um hana og þann mikla lífskraft
og lífsgleði er hún átti. Hún var
dóttir hjónanna Hólmfríðar Sigur-
jónsdóttur (skagfirsk að ætt) og
Gunnlaugs Guðjónssonar (hann var
Húnvetningur) og starfaði lengst
af við útgerð og síldarsöltun á
Siglufirði. Gunnlaugur er látinn
fyrir nokkrum árum en Hólmfríður
lifír einkabarn sitt í hárri elli.
Hólmfríður, eða Lúlu eins og hún
var ávallt nefnd af vinum og flöl-
skyldu, ólst upp hjá foreldrum
sínum á Siglufirði á mjög traustu
og góðu heimili og var augasteinn
allra er henni kynntust. Á sumrin
dvaldi hún í sveit hjá frú Jónínu
Björnsdóttur og séra Benjamín
Kristjánssyni á Syðra-Laugalandi í
Eyjafírði. Átti hún þar annað heim-
ili og var frú Jónína henni sérlega
kær. Ekki er ólíklegt að þessi
traustu heimili hafi mótað Lúlú og
viðhorf hennar til lífsins. Hún var
einstaklega skyldurækin og kröfu-
hörð við sjálfa sig og gerði einnig
sömu kröfur til annarra.
Fljótlega eftir að skólagöngu
lauk hér heima og erlendis hóf hún
störf sem flugfreyja hjá Flugfélagi
íslands og varð síðan yfirflugfreyja
þar um langt árabil. Árið 1963
gekk hún að eiga Magnús Jóhanns-
son og eiga þau þijú kjörbörn. Þau
slitu samvistum. Árið 1972 varð
hún fyrir þeirri sáru reynslu að
annar drengurinn hennar varð fyrir
alvarlegu slysi, þá 6 ára gamall.
Urðu það mjög erfið ár sem á eftir
fylgdu en allt var gert sem mögu-
legt var, enda ekki að hennar skapi
að gefast upp. Hin síðari ár starf-
aði Lúlu hjá Rammagerðinni á
Hótel Esju. Líkaði henni starfíð vel
og eftir að heilsan bilaði og hún
þurfti oftar inn á sjúkrahús var það
alltaf hennar fyrsta hugsun að láta
sig ekki vanta lengi í vinnuna, enda
vann hún þar fram til þess dags
er hún fór inn á sjúkrahúsið í síðasta
sinn. Það eru svo margar minning-
ar sem leita fram í hugann þegar
vegir skiljast en allar þær minning-
ar eru góðar. Lúlú fylgdi gleði og
hressileiki hvenær sem maður hitti
hana. Ég minnist hennar sem lítillar
stúlku koma heim fannbarða og
brosandi því snjórinn og stormurinn
var svo skemmtilegur. Lúlú að
koma úr flugi jafnvel kl. 6 að
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
ÞÓRDÍS STEFÁNSDÓTTIR,
Holtageri 48,
Kópavogi,
lést á Gjörgæsiudeiid Landakotsspítala að kvöldi 24. ágúst sl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Börn og tengdabörn.
t
Utför litlu dóttur okkar,
SÆUNNAR LIUU GUÐMUNDSDÓTTUR,
sem lést 17. ágúst sl. hefur farið fram.
Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug í okkar garð.
Guðmundur Þór Guðmundsson,
Steinunn Fjóla Ólafsdóttir.
t
Útför dóttur minnar og móður okkar,
HÓLMFRÍÐAR GUNNLAUGSDÓTTUR,
fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag miðvikudaginn 26.
ágúst kl. 3 e.h. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir, en
þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarfélög.
Hólmfriður Sigurjónsdóttir,
Gunnlaugur Jón Ólafur Magnússon,
Hólmfríður Magnúsdóttir,
JóhannMagnússon.
t
Ástkær kona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
LOVÍSA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Háagerði 11,
Reykjavfk,
er lést í Landspítalanum 18. ágúst. sl. veröur jarðsungin frá Þjóð-
kirkjunni, Hafnarfirði, miðvikudaginn 26. ágúst kl. 15.00.
Hjálmar Guðjónsson
Elísabet Jónsson, Guðmundur Pálsson,
Guðmundur Jónsson, Elfn Ingólfsdóttir,
Sigurður Jónsson, Kristjana Friðgeirsdóttir,
Stefán L. Stefánsson, Sigrún Ragnarsdóttir,
Eyþór G.J. Stefánsson, Guörún Pótursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og út-
för móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SVÖVU ÁRNADÓTTUR,
Sigtúni 53,
Reykjavfk.
Bryndís Sigurðardóttir,
Kristinn Bæringsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HRANNAR KRISTÍNAR BALDVINSDÓTTUR.
Tómas Njálsson,
Gunnhildur Njálsdóttir, Haukur Kristófersson,
Ragnheiður Njálsdóttir, Stefán Baldursson,
Sólveig Knútsdóttir, Már Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útíöreiginmanns míns, fööurokkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÓSKARS JÓSÚASONAR,
Kirkjuvegi 20,
Vestmannaeyjum.
Jósebína Grfmsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
morgni, glöð og hress og kom jafn-
vel mestu svefnpurkum í gott skap.
Ég minnist þess er hún fékk að
vita að hún ætti aðeins fáa mánuði
ólifaða. Ég dái þann kjark er hún
sýndi þegar hún sagði við mig: „Ég
veit að þetta fer með mig en ég
ætla að beijast á móti eins lengi
og ég dreg andann og ég held áfram
að vinna á meðan ég stend.“
Hún stóð svo sannarlega við það.
Lúlú var óvenju vinmörg og átti
góða vini. Vil ég færa þeim innileg-
ar þakkir, serstaklega vil ég
minnast á frú Ólavíu og Aage Fog-
ed og Jóhönnu og Jón Pálsson, sem
komu til hennar svo til hvem ein-
asta dag á sjúkrahúsið.
Það er örugglega öllum mjög
mikilvægt að finna að maður stend-
ur ekki einn þegar heilsan brestur.
Einnig vil ég þakka hjúkrunar-
og starfsfólki á deild 21a Landspít-
alanum fýrir framúrskarandi góða
hjúkrun og hlýtt viðmót.
Ég bið almættið að styrkja móð-
ur hennar og börn og veita þeim
huggun í þeirra miklu sorg.
Sjálf vil ég þakka frænku minni
alla hennar samfylgd, ekki síst þau
ár er ég dvaldi á hennar góða heim-
ili á Siglufírði. Á kynni okkar féll
aldrei skuggi.
Helga Ingvarsdóttir
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem)
Við viljum hér með fáum orðum
minnast vinkonu okkar Hólmfríðar
Gunnlaugsdóttur, sem lést hinn 17.
þessa mánaðar eftir erfitt veikinda-
stríð.
Kynni okkar hófust þegar við
réðust til flugfreyjustarfa til Flug-
félags Islands árið 1957, en þá var
hún yfirflugfreyja félagsins. Hún
starfaði hjá félaginu um margra
ára skeið og var vel liðin af öllum,
sem með henni störfuðu. Hún var
dugnaðarforkur, samviskusöm og
ósérhlífin og ætlaðist til hins sama
af okkur, sem störfuðum með henni.
Vináttan hefur haldist óslitið í þessi
30 ár. Margar ánægjulegar sam-
verustundir áttum við saman, bæði
við störf og leik og var Lúlú, en
það var hún kölluð á meðal vina
sinna, þá ætíð hrókur alls fagnaðar.
Fyrir tveimur árum tók Hólm-
fríður þann sjúkdóm, sem að lokum
bar hana ofurliði, þrátt fyrir hetju-
lega baráttu hennar og ótrúlegan
sálarstyrk.
Hólmfríðar verður sárt saknað
úr okkar vinahópi og við þökkum
fyrir að hafa fengið að kynnast
henni og eiga hana að vinkonu.
Við undirritaðar og fjölskyldur
okkar sendum móður hennar,
Hólmfríði Sigurjónsdóttur og börn-
unum, Systu, Hönnu og Gulla,
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
Brynhildur Matthíasdóttir,
Jóhanna Ólafsdóttir
Hólmfríður Gunnlaugsdóttir hóf
störf í Rammagerðinni í júní 1982.
Við sem störfuðum með Hólmfríði
fundum fljótt að þar fór dugleg og
samviskusöm kona. Hún starfaði í
útibúi Rammagerðarinnar á Hótel
Esju og var mjcg vinsæl meðal við-
skiptavina. Oft fékk hún kveðjur
frá erlendum viðskiptavinum og
þakkir fyrir mjög góða þjónustu.
Fyrir tveimur árum fór að bera
á veikindum hennar. Samt sem
áður starfaði hún af elju og dugn-
aði sem henni var eiginlegur þar
til hún lagðist inn á spítala í hinsta
sinn.
Við sem störfuðum með Hólm-
fríði þökkum henni samstarfið sem
var alltof stutt. Vottum við bömum
hennar og aldraðri móður okkar
innilegustu samúð.
Samstarfsfólk