Morgunblaðið - 26.08.1987, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 26.08.1987, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 45 Polanica Zdrój: Endaspretturmn brást SKAK Karl Þorsteins í smábæ, Polanica-Zdrój, í Póll- andi er árlega haldið af myndar- skap minningarmót um Akiby Rubinstein, einn snjallasta ská- meistara heims á fyrri hluta aldarinnar og fremsta skákmeist- ara heims á fyrri hluta aldarinnar og fremsta skákmeistara Póllands fyrr og síðar. Mót þetta var hald- ið í 25. skipti 4.-19. ágúst s.l. Keppendur komu mestmegnis frá nágranna- og vinaþjóðum Pól- lands, en auð auki undirritaður og Greenfeld frá ísrael. Vandi mótshaldara á þessum slóðum felst auðvitða aðallega í hve lítt ginnkeyptir stórmeistarar Vest- ur-Evrópu eru til þátttöku á mótunum, því þrátt fyrir sterk skákmót og ágætar aðstæður eru peningaverðlaun ætið af skornum skammti, og einungis greidd í pólskum gjaldmiðli sem ekki er gjaldgegnur á vestrænum mörk- uðum. Mótið var skipað í 9. styrkleikaflokk og þótti gott enda eitt hið sterkasta frá upphafi. Nokkur ruglingur lék um kepp- endafjölda, því í upphafí var áætlað að sextán keppendur tefldu á mótinu, en á síðustu stundu forfölluðust tveir keppend- ur frá Tékkóslóvakíu og einn Pólvetjinn. Því hófu þréttán kepp- endur taflmennsku, sem þýðir yfírsetu hjá einum þátttakenda í hverri umferð. Það fór hins vegar verra er Rajna alþjóðlegur meist- ari frá Ungverjalandi hætti þátttöku eftir fimm umferðir í mótmælaskyni vegna útskurðar skákdómara í einni skáka hans. Þá voru úrslit í skákum hans strikuð út og m.a. varð ég af vænlegum vinningi. Sigurvegarinn U. Bönsch frá A-þýskalandi átti sigurinn fylli- lega skilið, tefldi af öryggi og komst aldrei í taphættu. Hér er um mjög sterkan stórmeistara að ræða, sem fýllilega stenst hinum fremstu kollegum hans vestan jámtjalds snúning, en sökum óbil- gjamra stjórnvalda em möguleik- ar hans til taflmennsku af skomum skammti í vesturheimi. Greenfeld skaust upp í annað sætið með góðum endaspretti, en sovéski stórmeistarinn Dolmatov, stigahæsti keppandinn í mótinu varð að láta sér þriðja sætið lynda. Hann verður einn helsti aðstoðar- maður Kasparovs í væntanlegu einvígi um heimsmeistartitilinn við Karpov á hausti komanda og kannski hefur það hamlað betri taflmennsku að sinni. Hvað mig áhrærir er útkoman betri en ég hafði búist við fyrir mótið. í byijun mótsins fékk ég vinningana hreinlega á færibandi. Fjórir sigrar í fyrstu fjómm um- ferðunum, er að sögn kunnugra besta byijun keppenda þann ald- arfjórðung sem mót þetta hefur verið haldið. Þegar hugsað er til þess að öðlast áfanga að stór- meistaratitli þurfti á því augna- bliki aðeins eina vinningsskák til viðbótar ásamt jafnteflum í öðmm skákum er vart hægt að neita, að möguleikamir vom ákjósanleg- ir. Þá dró hins vegar ský fyrir sólu. Ég tók þá ákvörðun að tefla allar skákir til þrautar, í stað þess að tefla til jafnteflis gegn hinum sterkari og reyna að vinna hina veikari. Vitaskuld gagnrýniverð ákvörðun hvað áfangakeppni varðar, enda bókuðust töpin of mörg til að áfangi gæti komið til. Mótið var hins vegar geysi lærdómsríkt, og enginn vafi leikur á að reynslan sem áskotnaðist á eftir að skila sér síðar. Viðureignin við Dolamatov var kannski hin krítíska í mótinu. Hún var tefld í 7. umferð og sat ég þá einn í toppsætinu. Byijunin var mjög hvöss og var útlít fyrir að fmmkvæðið væri komið í hendur svarts, er slæmur afleikur kom til. Skákin fékk fegurðarverðlaun á mótinu. Hvitt: S. Dolamatov Svart: Karl Þorsteins Kóng-indversk vörn. 1. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rc3 - Bg7, 4. e4 - d6, 5. f3 - 0-0, 6. Be3 - Rc6, 7. Dd2 - a6, 8. 0-0-0 — b5 (Peðsfóm þessi sá dagsins ljós í skák Christansen , og Jóhanns Hjartarsonar á dögun- um og þáði hvítur þá ið fómaða lið með heldur slæmum afleiðing- um. Dolmatov var kunnugt um það og kýs aðra leið, sem eliðir skákina á hefðbundnar slóðir.) 9. h4 - h5, 10. Bh6 - e5, 11. Rge2 - bxc4!? (Eftir 10. Hb8 kæmi upp staða sem vel kunnug er í teóríubókum, en mér fannst ástæðulaust að leita aðstoðar bó- kanna, þegar aðrir möguleikar vom fyrir hendi. Nú tkeur kákin all fókna stefnu.) 12. g4! Bxh6 (12. hxg4, 13. h5 - Rxh5, 14. Rg3 er hættulegt svörtum) 13. Dxh6 - Bxg4!, 14. Hgl!? Það er spuming hvort 14. fxg4 — Rxg4, 15. Dd2 - Rf2, 16. Hh2 var vænlegra. Hvítur leggur nú mjög mikið á stöðuna og ef sókn- in gengur ekki upp er útlitið dökkt.) 14. Bxf3, 15. Rf4! 15. Rg4?? (Þennan riddara mátti ekki snerta, því hann er nauðsyn- legur vamarmaður svörtu kóng- stöðunnar. 15. exf4!, 16. Bxc4 — Bg4! var hið rétta framhald og taldi Dolmatov eftir skákina möguleika svarts betri í þeirri stöðu. Ég vanmat hins vegar illi- lega möguleika hvíts í áfram- haldinu, því þrátt fyrir að svartur fái tvo hróka og tvö peð fyrir drottningu sína nægir það ekki sökum slæmrar staðsetningar mannafla hans.) 16. Hxg4 — Bxg4, 17. Rxg6! - Df6 (17. hxg6? 18. Bxc4+ - Hf7, 19. Hfl leiddi vitaskuld til tafarlausrar uppgjafar) 18. Rd5 — Dxg6, 19. Rf6+ - Dxf6, 20. Dxf6 - Bxdl, 21. Kxdl - Rxd4, 22. Dg5+ Kg7, 23. Dh5 - Kg7, 24. Dg5+ — Kh7, 25. Bxc4 (Hvíta staðan er líklega unnin þegar hér er kom- ið til sögu, því aldrei reynist möguleika að tengja svörtu hró- kanna saman til atlögu gegn hvíta mannaflanum. Tímaskortur var einnig illþyrmilega farinn að hijá svarta liðstjómandann og mót- spyman verður minni fyrir bragðið.) 25. Re6, 26. Df6 — c6, 27. Kel - a5? (27. Had8 var skárra. Áframhaldið þarfnast ekki skýringa.) 28. h5 — Had8, 29. h6 - Hg8, 30. Dxf7+ - Kh6, 31. Bxe6 Hgf8, 32. De7 - Kh5, 33. Bf7+ - Kg4, 34. Kf2 og svartur gafst upp. 10 11 12 13 Pkt 1. U.Bönsch X */2 v2 v2 1 V2 1 1 1 i V2 V2 (1) 8 2. A.Greenfeld V2 X v2 1 0 1 1 V2 1 V2 v2 1 7 v2 3. S.Dolmatov */2 X v2 v2 1 V2 1 v2 0 1 1 1 (1) 7V2 4. R. Kuczynski í/2 0 V2 X 1 V2 v2 V2 V2 1 1 1 7V2 5. Karl Þorsteins 0 1 0 0 X v2 V2 1 v2 1 1 V2 (1) 6 6. G. Garcia Conzales */2 0 V2 V2 V2 X V2 0 1 V2 v2 1 5V2 7. M.Popozev 0 0 0 V2 V2 v2 X v2 V2 1 v2 1 (V2) 5 8. P.Stempm 0 V2 V2 V2 0 1 V2 X v2 V2 v2 0 4V2 9. R. Tomaszewski 0 0 1 v2 v2 0 v2 V 2 X 0 v2 v2 0/2) 4 10. M.Hawelko 0 V2 0 0 0 v2 0 V2 1 X 1 V2 4 11. L.Spassov V2 V2 0 0 0 v2 v2 V2 v2 0 X v2 3V2 12. J.Bany í/2 0 0 0 V2 0 0 1 V2 v2 V2 X 3V2 13. G.Rajna 0 0 0 V2 V2 1 Vona að nemendur læri að þekkja rétt kveðnar vísur - segir Ragnar Ingi Aðalsteinsson, sem hefur ritað brag- fræði fyrir 10-13 ára börn „ÞESSI bók er ætluð til að kenna 10-13 ára börnum undirstöðuat- riði bragfræði, svo þau læri að minnsta kosti að þekkja mun á réttkveðinni og rangkveðinni vísu,“ sagði Ragnar Ingi Aðal- steinsson, kennari, en Náms- gagnastofnun hefur nú gefið út rit hans „Bragfræði". Ragnar Ingi sagðist hafa byijað að vinna að bókinni fyrir fjórum árum. „Ég hafði reynt að kenna nemendum mínum undirstöðuatriði ljóðagerðar en námsefni skorti til- fínnanlega. Það kom mér á óvart hversu fljótir nemendur vom að átta sig á bragreglunum og ég fann að lykilatriðið var að byija á að kenna taktskiptinguna. Krakkar á þessum aldri eiga auðvelt með að skynja taktinn í vísunni og út frá honum er síðan hægt að skýra brag- reglurnar. í framhaldi af þessari kennslu minni varð kverið Brag- fræði til, en þar er eingöngu fjallað um ferskeytluna. Kverið er sett upp á einfaldan hátt og ég vona að kennarar eigi auðvelt með að nota það, jafnvel þótt þeir leggi ekki stund á kveðskap sjálfír." Bragfræði er skipt í 12 kafla og er eitt einkenni ferskeytlunnar tek- ið fyrir hveiju sinni. „Það er ekki markmið mitt að gera nemendur alla að hagyrðingum, enda tækist það seint," sagði Ragnar Ingi. „Það er hins vegar von mín að kverið verði tekið inn í námsefni í íslensku, því bragreglumar em hluti af tungu okkar og mega ekki glatast. Stór hluti af bókmenntum okkar er kveð- skapur sem ortur er undir ákveðn- um reglum. Þeir sem ekki þekkja þessar reglur hafa ekki lykilinn að því sem þeir em að lesa og geta ekki notið kveðskaparins jafn vel og ella. Þá er kverið ekki síður ætlað fullorðnum, því margir hafa áhuga á vísnagerð en hafa ekki getað aflað sér upplýsinga um brag- fræði, því reglumar hefur ekki verið áður að finna í þessu formi." Bragfræði hefst á kafla sem nefnist ferskeytla og síðan er fjallað um taktskiptingu, rím, hákveður og lágkveður og ljóðstafi. I sérstök- um kafla em æfingar, þar sem nemendum gefst sjálfum kostur á að raða saman orðum í ferskeytlur. Sem dæmi má nefna að talin em upp 14 nafnorð og eiga nemendur að raða þeim saman. Lesendur geta spreytt sig á því að gera úr þessu rétta ferskeytlu: borð, penni, síða, bekkur, töfrar, seiður, bretti, villa, setning, orð, skúffa, vaskur, hilla, skápur. Hótel Saga Slmi 1 2013 Blóm og skreytingar viÖ öll tœkifœri Morgunblaðið/KGA Ragnar Ingi Aðalsteinsson Nýtt nýtt FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM. Glugginn, Laugavegi 40, Kúnsthúsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.