Morgunblaðið - 26.08.1987, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987
51
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691100 KL. 13-14
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Bréfritari vill gera þyrstum vegfarendum unnt að fá sér vatnssopa sem víðast en líklega er þetta of
mikið af því góða.
Vatn handa þyrstum vegfarendum
Heiðraði Velvakandi
Það er nú ekki oft sem ég tek
mig til og skrifa í blöð en nú hef
ég fengið hugmynd sem mér finnst
vel þess virði að koma á framfæri
við rétta aðila.
Undanfarið hefur mikið verið
rætt um sælgætis— og sykurneyslu
landsmanna og það böl sem tómar
umbúðir utan af alls konar rop—
og sykurvatni er orðið. Þetta eru
vitaskuld hin verstu mál og verða
því miður varla leyst með þeirri
lausn sem ég hef fram að færa en
varla ætti ástandið að versna fyrir
vikið.
Ég legg til að komið verði upp
einhvers konar vöskum eða litlum
gosbrunnum (hvað á annars að
kalla þessi fyrirbrigði?) á fjölförnum
stöðum þar sem menn geti svalað
þorsta sínum með köldu, hreinu,
ómenguðu og bráðhollu vatni.
Svona brynningarstöðvar hef ég
séð víða erlendis og við nokkra
sundstaði í Reykjavík. Þær eru afar
hreinlegar því að sá sem drekkur
kemur ekki við neitt nema vatns-
bununa og því engin hætta á að
Fast verð
á áfengi
og tóbaki
Vegna tilskrifa Víkveija í Morg-
unblaðinu 13. ágúst sl. um vindla-
verð á tilteknum veitingastað
norður í landi, vill ÁTVR taka fram
eftirfarandi:
í 3. gr. laga nr. 63/1969 um
verslun ríkisins með áfengi, tóbak
og lyf segir að fjármálaráðherra
ákveði útsöluverð áfengis og tóbaks
á hverjum tíma.
í gildi er verðskrá ÁTVR frá 1.
júlí 1987. Verð það, sem Víkveiji
greinir frá á ekki stoð f þeirri gjald-
skrá.
f.h ÁTVR
Gústaf Níelsson
bakteríur berist á milli manna.
Þetta gæti sett skemmtilegan
svip á umhverfíð, að minnsta kosti
á sumrin, en ég geri ráð fyrir að
skrúfa yrði fyrir vatnið í frosti nema
ef hægt væri að koma bunaranum
(þar kom nafn á fyrirbrigðið) fyrir
innanhúss. Það kæmi til dæmis til
greina að setja svona bunara upp
í biðskýlum SVR á Hlemmi og
Lækjartorgi, í flugstöðvum, BSÍ og
víðar.
Ég get ekki ímyndað mér að
svona tæki kosti mikið eða séu dýr
í rekstri og ef þetta yrði til að draga
úr drykkju á rop— og sykurvatni
þá myndi líklega það fé sem sparað-
ist í tannviðgerðum nægja til að
borga brúsann.
Þyrstur
Kóngar á f erð
um Borgarnes
Ágæti Velvakandi
Það var varla að ég tryði eigin
augum þegar ég las bréfið frá konu
í Borgamesi í Velvakanda síðastlið-
inn sunnudag. Hún er að fjargviðr-
ast út í lögregluna fyrir þá
„ósvinnu“ að hafa áminnt hana fyr-
ir að teíja umferðina.
Ég leyfi mér að vitna í bréf henn-
ar en lýsingin á atburðum gefur
vel til kynna hvað það var sem lög-
reglan sá athugavert við aksturs-
lagið. „Fjórar konur voru í bíl í
skemmtiferð á Borgarfjarðarleið.
Veðrið og landið skartaði öllu því
fegursta sem ísland getur nokkru
sinni átt. Bílstjórinn ók rólega í
nokkurri umferð og hélt sig vel úti
í kanti. Útsýnið heillaði og verið
var að horfa til fjalla og jökla
og ræða um umhverfið og njóta
hinnar björtu sunnudagsferðar,
þegar allt í einu kemur vegalögregl-
an og stöðvar bílinn." (Leturbreyt-
ing mín)
Seinna í bréfinu kemur fram að
þama var 90 km hámarkshraði og
framúrakstur bannaður sem bendir
til þess að ekki hafí sést langt fram
á veginn.
Ég leyfi mér að halda því fram
að með þessum akstri hafí bréfrit-
ari ekki bara sýnt öðmm ökumönn-
um fádæma ósvífni heldur líka
valdið umtalsverðri hættu, ekki
bara á því að einhver æki aftan á
hennar eiginn bíl heldur líka á því
að einhver slasaði sig og aðra ef
hann freistaðist til þess að taka
fram úr náttúmskoðumnum.
Ég skil vel að konumar hafi vilj-
að njóta náttúmnnar en var ekki
til of mikils mælst að allir aðrir sem
leið áttu um þjóðveginn, sem er
hluti af samgöngukerfí landsins en
ekki eins konar þjóðgarður, ækju á
gönguhraða vegna þess?
Ef konumar í Borgamesi em
svona miklir náttúmunnendur ætti
varla að vera þeim ofviða að leggja
blikkbeljunni í nokkrar mínútur og
ganga um þannig að þeir sem hafa
brýnni erindi um þjóðvegina geti
komist leiðar sinnar?
Hámarki náði samt óskammfeilni
bréfritara í niðurlagi bréfsins, þar
segir hún: „Við sem ökum á lög-
leyfðum hraða krefjumst I nafni
frelsisins að mega aka á vegum
landsins eins og okkur hentar...“
(Leturbreyting mín)
Það er ekki að spyija að okkur
smákóngunum. Ég má aka eins og
mér hentar, hinir verða bara að sjá
um sig.
Það er líklega ekkert skrýtið að
slys verða allt of oft í umferðinni
á íslandi.
Þreyttur ökumaður
Öllum þeim mörgu safnaÖarsystkinum mínum,
vinum og vandamönnum fjœr og nœr sem heiÖr-
uöu mig á 80 ára afmœli mínu meÖ blómum,
skeytum, gjöfum og IjóÖum og geröu mér dag-
inn ógleymanlegan þakka ég af öllu mínu
hjarta.
GuÖ blessi ykkur öll.
Ólöf Gestsdóttir.
Jazzballett:
Haustnámskeið 4x í
viku í 2 vikur fyrir 13
ára og eldri.
Vetrarnámskeiðin
byrja 12. sept. Inn-
ritun hafin.
Bama-Jazz
1 x í viku um helgar frá
2ja ára aldri.
Foreldrar barna sem
voru í fyrra hringið
sem fyrst vegna að-
sóknar.
Nýtt! Skólakort:
Jazzballett-klassísk tækni-stepp-danstími-Aerobic.
Innritun í síma 13880, 84758, 13512.
Meir en 12 gerðir af
háfumálagereða
til afgreiðslu með
stuttum fyrirvara.
Einar Farestveit &Co.hf.
Borgartúni 28, símar 91 -16995,91-622900.
v..
tr'