Morgunblaðið - 26.08.1987, Side 54

Morgunblaðið - 26.08.1987, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987 TENNIS / HÆFNISLISTINN . Kjartan efstur Kjartan Óskarsson er efstur á hæfnislista íslensku tennis- samtakanna að loknu íslandsmót- inu. Kjartan hefur staðið sig vel á mótum sumarsins, en hann tapaði úrslitaleiknum á íslandsmótinu fyr- ir Úlfí Þorbjömssyni. Úlfur stundar nám í Bandaríkjunum og hefur mikla yfirburði yfir íslenska leik- menn í íþróttinni, en hann hefur ekki tekið þátt í mörgum mótum hérlendis. Christian Staub, sem er einn besti tennisleikari landsins er erlendur ríkisborgari og er því ekki á listanum, sem er eftirfarandi: A flokkur: Kjartan Óskarsson, Einar Ásgeirs- son, Ámi T. Ragnarsson, Amar Arinbjamar, Jón Páll Gestsson, Ragnar T. Ámason, Kristján Bald- vinsson, Guðmundur Eiríksson, Atli Þorbjömsson, Reynir Óskarsson, Einar Óskarsson, Hjálmar Aðal- steinsson, Stefán Bjömsson, Stefán Eggertsson, Einar Thoroddsen. B flokkur: Ingvar Guðjónsson, Alexander Þórsson, Einar Þórhallsson, Guð- mundur Friðfinnsson, Sigurður Ásgeirsson, Einar Sigurðsson, The- odór L., Einar Ólafsson, Guðmund- ur T. Ámason, Reynir Friðfmnsson, Jónas Bjömsson, Elías Leifsson, Regin Grímsson, Stefán Franklín, Garðar Jónsson, Óskar Guðmunds- son, Jón Eysteinsson, Ámi Sig- valdason, Birgir Jónsson. C flokkur: Þorsteinn Magnússon, Sigurður Halldórsson, Uggi Agnarsson, Gunnar Sverrisson, Árni Ámason, Atli Arason, Þórarinn Ragnarsson, Guðbjöm Svavarsson, Pétur Stef- ánsson, Stefán Pálsson, Páll Stef- ánsson. Kjartan Óskarsson er efstur á hæfnislista tennissamtakanna. GOLF / OLIS-BP MOTIÐ Morgunblaðið/Ó^kar Sæmundsson Verðlaunahafar á mótinu ásamt Björgúlfi Lúðvíkssjmi, framkvæmdastjóra GR, og Óla K. Sigurðssyni, forstjóra Olís. Asgerður og Ragnar unnu ÁSGERÐUR Sverrisdóttir og Ragnar Ólafsson, bæði í Golf- klúbbi Reykjavíkur, sigruðu á Olís-BP mótinu í golfi, sem fram fór í Grafarhoiti um helg- ina, en Halldór Sigurðsson einnig í GR sigraði í opnum flokki með forgjöf. Ragnar fór á 147 höggum, en Gunnar Sigurðsson GR og Sig- urður Hafsteinsson GR vom á 149 höggum. Ásgerður sigraði í kvennaflokki á 174 höggum, Aðalheiður Jörgensen var í öðm sæti á 176 og Jónína Pálsdóttir í því þriðja á 177 högg- um, en þær em allar í GR. Halldór fór á 134 höggum í opnum flokki með forgjöf, en Guðmundur Ragnarsson GK, Hjalti Arason GR og Guðmundur Jónasson GR vom allir á 137 höggum. Kristinn Jóhannsson var 130 cm frá holu á 2. braut, Steinn A. Jónsson 55 cm á 6. braut, Arnar H. Ottesen næstur holu á 11. braut og Guð- mundur Ingólfsson á 17. braut og fengu þeir sérstök verðlaun fyrir, en Olíuverslun íslands gaf öll verð- laun til keppninnar og fengu allir 136 keppendumir gjafapakka með ýmsum golfhlutum. SKIÐASTOKK Stokkið af postu línspalli í Noregi Hér í Noregi fór á dögunum fram fyrsta skíðastökkskeppni pmpg í plastbrekku í Mari- Fré Jóni kollen rétt fyrir utan Óttari Osló. Meðal þátttak- Karissyni enda vom margir af / Noregi beztu skíðastökkv- umm heims. Stökkpallurinn er bú- inn til úr postulíni og vatn notað til að auka rennsli. Niðri í brekk- unni er hálfgert gervigras og til að stöðva stökkmennina er eins konar sagmassi neðst í Brautinn. Úrslit keppninnar uröu þau að Trond Göran Pedersen hlaut 235,6 stig, Annar varð Jan Boklöv frá Svíþjóð með 235,5 stig og þriðji Ole Gunnar Fidjestöl Noregi 218,5, Qórði Henz Kutten Austurríki 215,7 stig og fimmmti Andreas Felder Austurríki 214,6 stig. Kappamir stukku lengra en í snjónum, 94,5 metra það lengsta. Lengsta stökk þess sem lengst hafði stokkið var 91,5 metrar. VELHJOLAKAPPAKSTUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Sjötti sigur Wayne Gardner Ástralíubúinn Wayne Gardn- er gefur ekkert eftir í heims- meistarakeppninni í vélhjóla- kappakstri fyrir 500 cc véíhjól. Hann vann um helg- ina sinn sjötta sigur í ár með því að koma fyrstur í mark á Brno kappakstursbrautinni í Tékkóslóvakíu á Honda. Gardner hefur nú 26 stiga forskot á Bandaríkjamanninn Randy Mamola í baráttunni um heimsmeistaratitilinn. Gardner náði strax forystu á brautinni í Bmo, sem var nýuppbyggð, Tékkar höfðu eytt milljónum dollara í brautargerð til að fá keppnina til sín. Hvorki meira né minna en 180.000 áhorf- endur mættu til að sjá kappana frá Vesturlöndum, enda sjaldgæft að keppni af þessu tagi fari fram austantjalds. Bandaríkjamaður- inn Eddie Lawson á Yamaha, núverandi heimsmeistari, reyndi hvað hann gat að halda í við Gardner, en þrátt fyrir tilþrif varð hann 1,87 sekúndum á eftir í mark. Mamola á Yamaha náði Morgunblaöiö/Gunnlaugur Rögnvaldsson Snilll Wayne Gardner á Honda er engu lík. Hann hefur unnið sex mót í heimsmeist- arakeppninni í vélhjólakapp- akstri og er líklegur til að hljóta titilinn, nú þegar fjórum mótum er ólokið. Gardner er á fullri ferð á hjóli sínu á myndinni að ofan. Á minni myndinni fagnar hann sigri í Tékkóslóvakíu um helgina. Kampavínsflaskan fer sjálf- sagt að gróa við Gardner ef svo heldur fram sem horfir, hann vinnur og vinnur á vél- hjóli sínu. aðeins íjórða sæti, en honum hefði ekki veitt af sigri í kapphlaupinu um heimsmeistaratitilinn. Ma- mola hefur nú 109 stig á móti 135 stigum Gardners. Lawson hefur 103 stig og titillinn virðist nú úr greipum hans. Simamynd/Reuter GOLF / STENDHAL-MOTIÐ Kristín sigraði KRISTÍN Pálsdóttir GK sigraði á Stendhal-opna kvennamót- inu í golfi, sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um fyrri helgi. Alls kepptu 36 kylfingar á mótinu. Kristin fór á 85 höggum, en íslandsmeistarinn Þórdís Geirsdóttir hafnaði í öðru sæti á 86 höggum. Alda Sigurðardóttir varð þriðja á 87 höggum. Hanna Aðalsteinsdóttir sigraði með forgjöf á 71 höggi nettó. Kristín Pálsdóttir varð önnur, einnig á 71, og Svala Óskarsdóttir þriðja á 74 höggum nettó. Veitt voru sérstök aukaverðlaun fyrir lengsta teighögg á 7. eða 16. braut og hlaut þau Svala Óskars- dóttir GR. Anna Einarsdóttir NK fékk aukaverðlaun fyrir að vera næst holu á 9. eða 18. braut. Á myndinni eru verðlaunahafamir ásamt Rósu Matthíasdóttur hjá heildversl- unni Gasa, sem er með umboð fyrir Stendhalvörur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.