Morgunblaðið - 27.08.1987, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.08.1987, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 Davíð Oddsson borgarstjóri um aðskilnað innheimtu Hitaveitu og Rafmagnsveitu: Aðskilnaðurinn á að auka þjón- ustu Hitaveitunnar ÁKVÖRÐUN borgarráðs að skilja að innheimtu Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur var tekin vegna þess að forráðamenn Hitaveitunnar töldu sig ekki geta veitt viðskipta- vinum sínum nógu góða þjónustu ef innheimta væri ekki á þeirra vegum, að sögn Davíðs Oddsson- ar, borgarstjóra. Forráðamenn Rafmagnsveitunnar telja hins vegar aðskilnað innheimtu fyrir- tækjanna eiga eftir að leiða til aukins kostnaðar og lakari þjón- ustu. Innheimtan verður aðskilin með haustinu en Rafmagnsveitan hefur fram að þessu séð um inn- heimtu fyrir Hitaveituna. „Forráðamenn Hitaveitunnartelja sig ekki geta veitt viðskiptavinum nógu góða þjónustu ef innheimtan er ekki á þeirra vegum," sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, í samtali við Morgunblaðið. „Einnig telja þeir að kostnaður Hitaveitunnar muni lækka með aðskilinni innheimtu. Fyrst svona veigamikil rök voru færð töldum við rétt að kanna þenn- an kost, auk þess sem aukakostnað- ur vegna þessarar breytingar er óverulegur. Ljómarallið hefstí dag Ljómarallið alþjóðlega hefst í dag kl. 12.00 við Hótel Loftleiðir og er 31 áhöfn skráð í keppnina, sem stendur í þrjá daga. Ljómarallið er rúmlega 1300 km langt, þar af 486 km á sérleiðum. Fyrsta sérleiðin verður kl. 12.15 á Reykjavíkurflugvelli, en flestar leið- anna eru á hálendi landsins. Sjá frásögn á blaðsíðum 56-57. Menn hafa deilt um hagkvæmni aðskilinnar innheimtu og auðvitað er ekki hægt að bera á móti því að sameiginlegur rekstur ætti að geta verið hagkvæmari. Sá spamaður sem næst með sameiginlegri inn- heimtu má þó ekki bitna á þjónustu við neytendur, eins og forráðamenn Hitaveitunnar halda fram. Þar af leiðandi taldi borgarráð ekki annað fært en að verða við beiðni þeirra um aðskilnað innheimtunnar. Ef sú breyting verður hinsvegar til þess að þjónusta við neytendur versnar og kostnaðurinn verði meiri en nú er áætlað hljótum við að endurmeta þessa ákvörðun." Morgunblaðið/Sverrir Veröld ’87 opnuðí dag SÝNINGIN Veröld ’87 verður opnuð almenningi í dag kl. 18.00 og stendur hún til 6. sept- ember. Um 125 innflytjendur og innlendir framleiðendur taka þátt í sýningunni og spannar hún allt — frá gólfi og upp í loft — að sögn Guðmund- ar Jónssonar framkvæmda- stjóra sýningarinnar. Tvö hundruð fermetra drauma- íbúð Hólmfríðar Karlsdóttur er á sýningunni, en íbúðina hefur hin nýgifta fyrrverandi alheimsfeg- urðardrottning hannað síðustu vikumar eftir eigin höfði. í gær var Hófí í óða önn að leggja síðustu hönd á íbúð sína þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn í Höllina. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 16.00 til 23.00 en um helg- ar frá kl. 13.00 til 23.00. Verið að skoða mögiileika á hækkun húsnæðislánavaxta: Óraunhæfur munur á vöxtum húsnæðis- og lífeyrissjóðalána - segir Hrafn Magnússon framkvæmdastj óri SAL HÆKKUN útlánsvaxta hjá Hús- næðisstofnun ríkisins er í athugun í sambandi við samninga sem verið er að gera við lífeyris- sjóðina um vexti á skuldabréfum þeirra á næsta ári. Sigurður Þórðarson skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneytinu segir að raunhæft sé að húsnæðislána- vextir tengist ávöxtunarkröfum lífeyrissjóðanna og Hrafn Magn- ússon framkvæmdastjóri Sam- bands almennra lífeyrissjóða segir að vaxtabilið á lánum Hús- næðistofnunar annarsvegar og lífeyrissjóðanna hinsvegar sé Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Gná NS aðstoðar Hroll GK. Byijað að draga í land. Gríndavík: Á reki 1 marga tíma undan Krísuvíkurbjargi Grindavík. Handfærabáturinn Hrollur GK 38 sem er 9 tonna plastbátur varð vélarvana vegna stíflu í bensínkerfi 1 mílu undan Krísuvíkurbjargi um hádegisbilið í fyrradag. Vegna misskilnings um borð í nærliggjandi bát var aðstoðarbeiðni ekki sinnt þar og fór svo að lokum, að skipstjóri Hrolls sá ekkert annað ráð en að hringja í konuna sína í landi og biðja hana að koma boðum til kunningja þeirra sem eiga trillu og biðja þá að koma út og draga hann í land. Bátur kunningjanna var bilaður en þeir fóru samt niður á bryggju þar sem þeir hittu fyrir sama mann og áður hafði að hans eigin sögn misskilið aðstoðarbeiðni skipstjóra Hrolls. Um kvöldmatarleytið var haft samband við slysavarnasveitina Þorbjöm og óskað eftir að björgun- arbáturinn Oddur V. Gíslason GK færi og aðstoðaði Hroll GK í land. í þann mund eða um kl. 20.30 þeg- ar slysavamabáturinn kom út að Hrolli GK bar að trilluna Gná NS og tók hún Hroll GK í tog en í land komu trillumar tveim tímum seinna. Eigandi Hrolls GK eignaðist trilluna í apríl og hefur verið ein- staklega óheppinn því oft hefur komið til þess að nærliggjandi bátar hafa dregið hann í land þó svona færi nú. Veður var gott með landinu þennan dag og báturinn ekki í neinni hættu þó enginn viti hvenær veðurbreytinga er von eða um tvísýnu er að tefla. — Kr.Ben. óraunhæft. Sigurður E. Guð- mundsson forstjóri Húsnæðis- stofnunar ríkisins segir hinsvegar að markmið stofnun- arinnar sé að gera þannig samninga við lífeyrissjóðina um vexti af skuldabréfum að ekki þurfi að hækka útlánsvexti Hús- næðisstofnunar til húsnæðis- kaupenda. Ekkert hefur þokast í samninga- viðræðum milli fjármálaráðuneytis- ins, Húsnæðisstofnunar og lífeyris- sjóðanna síðan á laugardag en þá var rætt um að vextir af skuldabréf- um sem Húsnæðisstofnun selur lífeyrissjóðunum á næsta ári verði í kringum 7% en jafnframt verði athugaðir möguleikar á að hækka vexti af eldri skuldabréfum sem nú bera lægst 4,2% vexti. Húsnæðis- stofnun tók að sér athugun á ýmsum atriðum í sambandi við eldri bréfín, svo sem meðaliánstima og vægi þeirra í heildarskuldinni. Búist var við að þessar upplýsingar lægju fyrir á mánudag en í gær sagði Sigurður E. Guðmundsson forstjóri stofnunarinnar að enn væri unnið að þessari athugun. Sigurður sagði að um 3000 félag- ar í lífeyrissjóðum hefðu lagt inn fullgildar lánsumsóknir til Hús- næðisstofnunar og biðu þess nú að fá lánsloforð á grundvelli þeirra samninga sem verið væri að gera við lífeyrissjóðina nú. „Okkar mark- mið er eins og fyrr að samningamir um vextina verði á þann veg að stjómvöld séu ekki nauðbeygð til að hækka útlánavexti stofnunarinn- ar. Lífeyrissjóðafélagamir hafa væntanlega gert sínar áætlanir á grundvelli þess að vaxtalqörin verði með viðunandi móti,“ sagði Sigurð- ur við Morgunblaðið í gær. Fjármálaráðuneytið hefur gert lífeyrissjóðunum tilboð um 6,25% vexti af skuldabréfum keyptum á næsta ári en hugmyndir lífeyris- sjóðanna voru um 7,5% vexti. Almennir vextir af lánum Hús- næðisstofnunar samkvæmt nýju húsnæðislögunum eru nú 3,5%. Sig- urður sagði að upplýsingar erlendis frá sýndu að boginn væri mjög hátt spenntur hér á landi varðandi vexti af þessum skuldabréfum líf- eyrissjóðanna miðað við það sem annars staðar tíðkast. „Það er frá- leitt að menn skuli láta sér detta það í hug að bera saman vexti á þessum verðbólguspenntu verð- bréfamörkuðum hér á landi annars- vegar og hinsvegar á langtíma- samningum sem við erum að koma á laggimar og eiga sér enga hlið- stæðu í landinu. Það væri nær að svona mikil viðskipti eins og hér um ræðir séu borin saman við þá vexti sem tíðkast á stórlánum í útlöndum. Og það sér hver maður að ef Húsnæðisstofnunin á að taka fé að láni með 7% vöxtum sem endurlánað er með annarsvegar 3,5% vöxtum og hinsvegar 1% vöxt- um stefnir slíkt í óefni," sagði Sigurður E. Guðmundsson. Hrafn Magnússon framkvæmda- stjóri Sambands almennra lífeyris- sjóða sagði að í húsnæðislögunum stæði að ríkissjóður skuli bjóða lífeyrissjóðunum hliðstæða vexti og hann byði almennt á Qármagns- markaði og eftir því væri að sjálf- sögðu farið. Hrafn sagði ennfremur að stjómvöld ættu að hafa þrek til að hækka húsnæðisvextina þótt því ætti ekki blanda inn í samningavið- ræðumar nú. „Lífeyrissjóðimir eru að lána sjóðfélögunum á 8-9% vöxt- um meðan vextir af húsnæðislánum eru 3,5%. Það sjá allir að þetta vaxtabil er algerlega óraunhæft. í fyrra voru almennir vextir 5% en húsnæðislánavextir 3,5%. Það þarf að vera sveigjanleiki í þessu þótt ekki væri nema það að aðlaga hús- næðisvextina að þeim vöxtum sem almennt gilda þótt þeir nái þeim aldrei alveg,“ sagði Hrafn Magnús- son. Sigurður Þórðarson skrifstofu- stjóri fjármálaráðuneytisins sagði við Morgunblaðið að til að mæta háum ávöxtunarkröfum lífeyris- sjóðanna væru tvær leiðir. Annars- vegar að auka framlag ríkisins til vaxtaniðurgreiðslu eða hækka vextina á húsnæðislánunum. Sig- urður sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um þetta, enda samning- um ekki lokið við lífeyrissjóðina. Það hljóti að vera raunhæft að það komi til hækkunar eða lækkunar á húsnæðislánavöxtum hvemig um semst við lífeyrissjóðina á hveijum tíma. Faðir ákærður fyrir mök við dóttur sína MAÐUR í Kópavogi, 45 ára gam- all, hefur verið ákærður fyrir að hafa misnotað dóttur sina kyn- ferðislega í átta ár. Sagt var frá máli þessu í Morgun- blaðinu í lok júlí. Dóttir mannsins, sem er fædd árið 1973, heldur því fram að hann hafi misnotað hana kynferðislega í átta ár, frá því hún var fimm ára gömul og þar til hún varð þrettán ára. Samkvæmt fram- burði stúlkunnar var fyrstu árin um annars konar kynferðislegar athafn- ir að ræða en samfarir, en hún ber að síðari árin hafí faðir hennar nauðgað henni. Faðirinn kveðst ekki muna málavöxtu sakir áfengisvímu, en hann er áfengissjúklingur. Faðirinn var í sumar úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. júlí, en það var síðar framlengt til 1. október. Mál hans verður tekið fyrir hjá saka- dómi Kópavogs. Alþingi á Vatnsendahæð og borgin fái Alþingishúsið í augum uppi, ef menn á annað borð hugsa fram í tímann," sagði Gunnar. Sá staður sem Alþingi Is- lendinga myndi sóma sér hvað best á væri Vatnsendahæðin þar sem útsýni væri einstakt til allra átta. Hann benti jafnframt á að skammt þar frá væri Þingnes við Elliðavatn sem væri talinn þingstaður Kjalnes- inga, en Kjalarnesþing var fyrsta þing landsins. Sjá frásögn af fundi Gamla miðbæjarins á bls. 13. Sú tillaga var sett fram á fundi Gamla miðbæjarins í fyrrakvöld að Alþingi yrði flutt upp á Vatns- endahæð og Reykjavíkurborg fengi Alþingishúsið fyrir ráðhús. Það var Gunnar Bjarnason fyrr- verandi ráðunautur sem ræddi þessa hugmynd og sagði þær hugmyndir sem nú væru uppi um staðsetningu ráðhúss og bygg- ingu nýs Alþingishúss einkennast af skammsýni. „Þessi lausn á vandanum liggur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.