Morgunblaðið - 27.08.1987, Síða 13

Morgunblaðið - 27.08.1987, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 13 Fjölmenni var á fundi samtakanna Gamli miðbærinn í fyrrakvöld. MorgunbiaOia/Ámi Sœberg Gamli miðbærinn: Austurstræti opnað bílum og verslanir opnar á laugardögum SAMTÖKIN Gamli miðbærinn efndu í fyrrakvöld til fundar á Hótel Borg undir yfirskriftinni „Framtíð miðbæjarins ræðst hjá okkur og hvergi annars staðar.“ Fjölmenni var á fundinum þar sem meðal annars kom fram al- mennur vilji fyrir því að Austur- stræti yrði aftur opnað fyrir bílaumferð og að verslanir í mið- bænum yrðu opnar á laugardög- um frá kl. 10-16 eftir 1. september. I upphafi fundar rifjaði formaður samtakanna Guðlaugur Bergmann upp hvatann að stofnun þeirra fyrir tveimur árum og sagði starfsemi Kringlunnar krefjast þess að kaup- menn í gamla miðbænum stæðu saman um hagsmuni sína. Hann AÐALFUNDUR Samtaka um byggingu tónlistarhúss var hald- inn í Súlnasal Hótel Sögu síðastlið- ið þriðjudagskvöld. A fundinum voru 36 manns kosnir i fulltrúaráð samtakanna en ýmis samtök tón- listarfólks tilnefna síðan 20 til viðbótar. Fulltrúaráð kýs stjórn og formann samtakanna. Ármann Örn Ármannsson, formað- ur samtakanna, flutti skýrslu stjómar og kom þar m.a. fram að um eitt ár er nú eftir af hönnunarvinnu áður en byggingarframkvæmdir geta haf- ist. Um miðjan september eiga að liggja fyrir frumdrög að aðalteikning- um hússins og verður þá hægt að taka endanlega ákvörðun um útlit þess. Hönnunarkostnaður er nú þegar ræddi meðal annars opnunartíma verslana og bílastæðamál sem hefðu úrslitaþýðingu fyrir mið- bæinn. Það væri óviðunandi fyrir kaupmenn að greiða háar upphæðir svo árum skipti í bílastæðasjóð og síðan væri ekkert gert, en nú hefðu samtökin fengið loforð borgaryfír- valda um að 370 bílastæði yrðu opnuð á Faxaskálasvæðinu fyrir 5. september. Hvað opnunartímann varðaði væri það niðurstaða hverfa- funda að verslanir ættu að vera opnar á laugardögum frá kl. 10-16 og hvatti hann verslunareigendur til að standa saman um að hafa verslanir sínar opnar á þeim tíma frá 1. september. Hann gagnrýndi hins vegar verslanir í Kringlunni fyrir að hafa opið á laugardögum orðinn 4 milljónir króna og er áætlað að safna 10 milljónum til viðbótar fyrir áramót til þess að standa straum af kostnaði við hönnun. Til þess að ná saman þessum fjár- munum verður haldið happdrætti og miðar seldir með því að ganga í hús. Einnig verður gefin út hljómplata, sem listamenn á borð við Gunnar Þórðarson og Jóhann G. Jóhannson hafa gefið verk á, og haldnir tónleik- ar til styrktar málefninu. Ársgjald samtakanna var einnig hækkað í 1500 krónur. Að loknum aðalfundarstörfum voru haldnir tónleikar. Bergþór Páls- son söng við undirleik Jónasar Ingimundarsonar og Einar Jóhanns- son, klarinett, og Guðríður Sigurðar- dóttir, píanó, léku saman. í sumar og Verslunarmannafélagið sem ekkert hefði látið frá sér heyra þótt samningar væru brotnir. Bæði sjónarmið komu fram á fundinum að lenging á afgreiðslutíma versl- ana væri sjálfsögð þjónusta við viðskiptavini og það að lenging væri afturför og gegn baráttu verkalýðshreyfingarinnar um 40 stunda vinnuviku. Önnur forgangsverkefni sagði Guðlaugur vera opnun Austur- strætis. „Það er staðreynd að allt sem þarna hefur verið gert hefur mistekist, nú seinast uppsetning „bláu skrímslanna" og þau verður að fjarlægja. Við verðum að sýna samtakamátt og skulum ekki gleyma því að það er hjá okkur sem framtíð miðbæjarins ræðst og hvergi annars staðar," sagði hann. Ekki var annað að heyra en orð formanns Gamla miðbæjarins féllu í góðan jarðveg og fundargestir klöppuðu honum lof í lófa að ræðu lokinni. Margir tóku til máls á fundinum og kom fram bæði ótti við sam- keppnisaðila í Kringlunni og einnig sú trú að hún væri hvatning kaup- mönnum um að standa saman, taka sig á, bæta þjónustu og vöruval og huga betur að útstillingum og um- hverfi. Fram kom mikil óánægja með umgengni í miðbænum og ástand hreinlætismála og sagði einn verslunareigenda rúður hafa verið brotnar hjá sér 17 sinnum síðan um áramót. Ekki væri við því að búast að menn legðu mikið í gluggaskreytingar eða útstillingar á meðan svona væri. Það sjónarmið kom einnig fram í því sem fundar- stjórinn, Páll Líndal, kallaði inn- blásna hugvekju Gunnars Bjamasonar, að samtökin yrðu að beita sér fyrir verndun miðbæjarins í sinni gömlu mynd. „Þeir menn skilja ekki menningu smáþjóðar og tilfínningar fólksins ef þeir ætla sér að reisa glerhallir og turnspírur í nautabeit Ingólfs Arnarsonar, sjálf- um sér til dýrðar,“ sagði Gunnar og vísaði til hugmynda um bygg- ingu nýs Alþingishúss og ráðhúss við Tjörnina. Á fundinum var frá því greint að þann 5. september myndu sam- tökin Gamli miðbærinn efna til hátíðahalda í miðbænum í samvinnu við kaupmenn. Þann dag verður tekinn í notkun sérstakur Mið- bæjarstrætisvagn. Með honum verður frítt fyrir farþega um mið- bæinn í framtíðinni. Á Laugavegin- um, sem formlega verður opnaður 5. september, verður mikið um dýrðir og efnt til götuhátíðar auk þess sem kaupmenn verða með alls konar kostaboð. Morgunblaðið/Sverrir Frá aðalfundi Samtaka um byggingu tónlistarliúss á þriðjudag. í ræðustól er Ármann Öm Ármannsson, formaður samtakanna. Aðalfundur Samtaka um byggingu tónlistarhúss: Tíu milljónum þarf að safna fyrir áramót Islenskar nútíma- bókmenntir kynnt- ar í ÞýskaJandi LJÓÐABÓK Steins Steinarrs, „Tíminn og vatnið“, verður gef- in út á íslensku og þýsku í haust af Kleinheinrich bókaútgáfunni í Miinster. Útgáfan er liður í almennri kynningu á norrænum nútímabókmenntum sem for- lagið hefur ákveðið að sérhæfa sig í en skipulögð kynning á islenskum nútímabókmenntum er hafin á meginlandi Evrópu. Forlagið hóf starfsemi sína á kynningu danskra bókmennta en hefur nú fengið Dr. Gert Kreutz- er, dósent við háskólann í Kiel til að hafa umsjón með útgáfustarf- seminni. Það er Marita Bergsson sem hefur þýtt ljóð Steins Stein- arrs en Dr. Gert Kreutzer mun rita eftirmála um skáldið. Bókin verður lögð fram á bókamarkaðin- um í Frankfurt. Ráðgert er að gefa út yfirgrips- mikið safn islenskra nútímaljóða árið 1988. Gert Kreutzer mun annast útgáfuna og þýða ljóðin ásamt Maritu Bergsson en safn íslenskra ljóða hefur ekki birst í þýskri þýðingu síðan árið 1903. Þá er einnig ráðgert að gefa út skáldsögumar, „Grámosinn glóir", eftir Thor Vilhjálmsson í þýðingu Maritu Bergsson og Gunther Wig- and og „Hjartað býr enn í helli sínum“, eftir Guðberg Bergsson í þýðingu Maritar Bergsson en Dr. Gert Kreutzer mun rita inngang að báðum þessum bókum. (Úr fréttatilkynningu) Verðlauna- höfundar STARFSLAUNUM Ríkisút- varpsins hefur verið úthlutað og þrjú sjónvarpshandrit valin til þátttöku í Genfar-Evrópus- amkeppni sjónvarpsstöðva. Á myndinni eru höfundarnir ásamt forráðamönnum Ríkisútvarpsins. Fremst frá vinstri: Oddur Björnsson sem hlaut starfslaunin, Vilborg Einarsdóttir höfundur hand- ritsins , Steinbarn, Viktor Arnar Ingólfsson liöfundur handritsins Engin spor, Mic- hael Dean Ford og Anna Heiður Oddsdóttir höfundar handritsins Heimkoma. Fyrir aftan þau standa Markús Órn Antonsson útvarpsstjóri, Egill Eðvarðsson dagskrárstjóri og Pétur Guðfinnsson fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.