Morgunblaðið - 27.08.1987, Síða 16

Morgunblaðið - 27.08.1987, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 Ættfræðiþj ónustan: Ættfræði- námskeið að hefjast ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ hefj- ast senn hjá Ættfræðiþjón- ustunni í Reykjavík. Markmið námskeiðanna er að gera menn færa um að rekja ættir sínar og annarra af öryggi og kunn- áttusemi með notkun aðgengi- legra heimOda, segir í fréttatil- kynningu um námskeiðið. Þetta er annað starfsár Ætt- fræðiþjónustunnar. Starfsemi hennar er fyrst og fremst fólgin í námskeiðahaldi. Tækjabúnaður og gagnasafn hefur verið aukið í kjölfar góðrar aðsóknar í fyrra. Boðið er upp á átta vikna grunnn- ámskeið og fimm vikna framhalds- námskeið. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við átta manns í hveijum námsflokki og geta menn valið um námsflokka að kvöldi dags eða á laugardögum. Kennslan fer að hluta til fram í fyrirlestraformi, en áhersla verð- ur lögð á rannsóknir á frumheim- ildum um ættir þátttakenda sjálfra. Þátttakendum eru útveguð þau frumgögn, sem til þarf svo sem ættartré, heimildarskrár og aðrir leiðarvísar. Þá er veitt hand- leiðsla í þeim rannsóknarverkefn- um, sem þátttakendur velja sér. Forstöðumaður Ættfræðiþjón- ustunnar og leiðbeinandi á námskeiðum er sem fyrr Jón Valur Jensson. Skráning á námskeiðin er hafin hjá forstöðumanni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.