Morgunblaðið - 27.08.1987, Page 19

Morgunblaðið - 27.08.1987, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 19 Allt er betra en SIS eftir Sigurbjörn Magnússon Það er fagnaðarefni að innan ríkisstjórnarinnar virðist vera fylgi við að einkavæða ríkisbankana. En hvergi á Vesturlöndum þekkjast jafnmikil opinber afskipti af banka- málum og hér á landi. Það er því kominn tími til að draga úr áhrifum stjórnmálamannanna í gegnum ríkisbankana og láta bankastarf- semina í ríkari mæli ráðast af heilbrigðum viðskiptasjónarmiðum. Það er á stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög og selja hlutabréfín á almennum markaði. Fyrsta skrefið er sala Útvegsbankans. En það er enn fremur skoðun sjálfstæðis- manna vegna eðlis bankastarfsemi að bankann beri að selja mörgum aðilum og að enginn einn aðili eigi að eiga meirihluta í bankanum. Þetta kemur raunar vel fram í út- boðsskilmálum Útvegsbankans þar sem sagt er að sérstakt samþykki þurfi ef eitthvert eitt fyrirtæki, móðurfyrirtæki eða dótturfyrirtæki, skuli eiga meira en 50 millj. kr. í hlutabréfum. Það mætir því vita- skuld fullkominni andstöðu sjálf- stæðismanna þegar einn aðili, Sambandið og dótturfyrirtæki þess, gera tilboð í meirihluta og nær allt hlutafé Útvegsbankans. Það er langæskilegast að enginn einn aðili eigi meira en 10—20% hlutafjár bankans. Og ætti þetta að vera meginreglan þegar aðrir ríkisbank- ar verða seldir. En það eru fleiri atriði sem valda því að sjálfstæðismenn eru andvígir því að selja SÍS Útvegsbankann. Mörg þau útgerðarfyrirtæki sem eru í viðskiptum við Útvegsbankann eru í harðri samkeppni við Sam- bandsfyrirtæki. Það er mikilvægt fyrir traust fyrirtæki, ekki síst í sjávarútvegi, að þau njóti eðlilegrar bankafyrirgreiðslu. SIS gæti með eignaraðild að Útvegsbankanum þrengt verulega að þessum fyrir- tækjum sem eru í beinni samkeppni við Sambandið bæði um hráefni og í útflutningi. Það má ekki gleyma því að samvinnuhreyfingin hefur stöðugt aukið hlut sinn í sjávarút- vegi á undanförnum árum og það er yfirlýst stefna SÍS að auka þar Sigurbjörn Magnússon „I þessari deilu um Ut- vegsbankann hefur komið skýrt fram að Framsóknarflokkurinn og Sambandið eru eitt þegar á reynir. Slíkur er málf lutningur bæði f ramsóknarmannanna og Tímans. Að koma bankanum úr höndum stjórnmálamannanna og yfir til SÍS er að fara úr öskunni í eld- inn.“ hlut sinn enn frekar. Með kaupum SÍS á Útvegsbankanum opnast t.d. bakdyrnar að Vestmannaeyjum en þar eru nú engin Sambandsfyrir- tæki í útgerð og fiskvinnslu. í mörgum byggðarlögum er Sam- bandsreksturinn kominn út í alger- ar öfgar. Við sjáum fyrir okkur byggðarlag þar sem verslunin er hjá kaupfélaginu, kaupfélagið er í eigu Sambandsins, útgerðin er í eigu kaupfélagsins o frystihúsið er rekið af Sambandinu og síðan er eini bankinn á staðnum sameinaður Samvinnubanki og Útvegsbanki í eigu SÍS. Það eru ekki margir möguleikar sem einstaklingurinn hefur í samkeppni við slíkt risavax- ið skrímsli. Slíkt fyrirtæki er auðvitað komið langt út fyrir ramma samvinnulaganna og fellur fremur undir lög um hringamyndun og einokun sem Alþingi þyrfti að beita sér fyrir að sett yrðu hið fyrsta. í þessari deilu um Útvegsbank- ann hefur komið skýrt fram að Framsóknarflokkurinn og Sam- bandið eru eitt þegar á reynir. Slíkur er málflutningur bæði fram- sóknarmannanna og Tímans. Að koma bankanum úr höndum stjórn- málamannanna og yfir til SIS er að fara úr öskunni í eldinn. Það er hálfu betra að vera seldur undir ríkisbankaráð heldur en bankaráð SÍS og Framsóknarflokksins. Það er augljóst og liggur fyrir að tilboð hinna 33 aðila í Útvegs- bankann er hagstæðara en tilboð SÍS og af þeirri ástæðu einni ætti viðskiptaráðherra að samþykkja það tilboð. Varðandi deilumar um það hvor hafi gert tilboð á undan og hvor sé rétthærri af þeim sökum þá er gott að taka dæmi úr fast- eignaviðskiptum. Maður sem fær tilboð í húseign sína og tekur því með fyrirvara og er að hugsa sig um hvort hann eigi að taka tilboð- inu eða ekki fær skömmu síðar annað og betra tilboð vegna þess að aðili sem líka var að hugsa um þessa eign frétti af því að búið væri að gera tilboð. Seljandinn hef- ur þá engar skuldbindingar gagn- vart fyrri tilboðsgjafa heldur getur einfaldlega tekið seinna tilboðinu, samþykkt það og þá eru kaupin gerð. Valur Amþórsson ætti að at- huga það að kaup em ekki gerð fyrr en tilboð hefur verið sam- þykkt. Og að líkja þessu við að kaupa læri í verslun eins og utanrík- isráðherra gerði, slíkt gera nú bara framsóknarmenn. Núverandi utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins sagði einu sinni, af öðm tilefni og um aðra aðila og það á vel_ við í þessu máli: „ Allt er betra en SÍS.“ Höfundur er varaformaður ungra sjálfstæðismanna. SALA KAPGSALAN BORGARTÚNI 22 SÍMI 23509 Mæg bflastæði AKUREYRI HAFNARSTRÆTl 88 SÍMl 96-25250 /

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.