Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.08.1987, Blaðsíða 21
21 Baldur Pétursson „Þar sem mikið var lagt upp úr góðu samstarf i við alla aðila, og gott samstarf hafði verið við FII um gerð þessarar skýrslu, kom hin harða gagnrýni forráða- manna þess mér og öðrum mjög á óvart sama dag og skýrsla var kynnt fjölmiðlum.“ þykki FÍI á efni skýrslunnar, þ. á m. niðurstöðum og var þeim efnisatriðum í engu breytt. Ég tel því óþarfi að fara fleiri orðum um einstök atriði þessarar gagnrýni. Þar sem mikið var lagt upp úr góðu samstarfí við alla aðila, og gott samstarf hafði verið við FII um gerð þessarar skýslu, kom hin harða gagnrýni forráðamanna þess mér og öðrum mjög á óvart sama dag og skýrsla var kynnt íjölmiðl- um. Þess má geta að skýrslan var formlega kynnt eftir prentun, hags- munaaðilum þ.á.m. FÍI einum degi áður en hún var kynnt fjölmiðlum og kom ekki fram nein gagnrýni í þessa átt á þeim fundi. Af fyrrgreindum ástæðum tel ég gagnrýni FÍI vera ákaflega ódrengi- lega gagnvart þeim aðilum sem að þessu stóðu, og reyndar ekki í neinu samræmi við þeirra fyrra álit. Hitt er svo allt annað mál að gagnrýna má alla skapaða hluti, og er mál- efnaleg gagnrýni alltaf af hinu MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 góða, en á sama hátt getur óvönduð gagnrýni skaðað að tilefnislausu einstök mál og jafnvel hagsmuni viðkomandi aðila, sérstaklega á þeim Q'ölmiðlatímum sem við lifum nú á. Ymsir fyrirvarar eru hinsvegar í þessum mælingum, sem gerð eru ítarleg skil í ritinu. Þess ber ennfremur að geta að niðurstöður mælinganna eru í sam- ræmi við fyrri innlendar (t.d. í fískiðnaði) og erlendar kannanir sem gerðar hafa verið á framleiðni. Kjarni málsins týndur?? Það sem kannski verra er í þessu máli, er að kjami þess máls sem til umfjöllunar er, þ.e. Framleiðni- átakið og nauðsyn aukinnar fram- leiðni, hefur týnst. Sérstaklega er þetta slæmt á þeim tímum þar sem alþjóðleg samkeppni fer sífellt harðnandi, samkeppni sem íslensk fyrirtæki verða að standast eigi að vera mögulegt að leggja grunn að bættum lífskjörum í framtíð. Ennfremur virðist ekki veita af almennri kynningu á framleiðni- hugtakinu og hvað sé framleiðni, þar sem veruleg vanþekking er á þessum málum, sem oft leiðir til misskilnings og deilna af þeim sök- um. Þannig er því oft haldið fram að aukin framleiðni þýði aukið álag á starfsfólk og minnki atvinnu, þó því sé í raun þveröfugt varið. Þess má geta, að í mörgum okk- ar samkeppnislöndum eru í gangi ýmis verkefni í svipuðu formi og Framleiðniátak Iðntæknistofnunar s.s. í Evrópu og t.d. Bandaríkjunum þar sem 5 ára verkefni er í gangi. Hagnýt not bæklingsins í þessu riti er margt annað en samanburður á framleiðni milli landa. Þannig er t.d. könnuð þróun framleiðni í 23 íslenskum greinum, fyrir utan þann samanburð sem er gerður á 12 atvinnugreinum á milli landa. Er þetta gert m.a. til þess að fyrirtæki í viðkomandi atvinnu- grein geti notfært sér þessar upplýsingar (tölulegar sem mynd- rænar) til að bera sína þróun saman við þá meðaltalsþróun sem fram kemur í viðkomandi grein. Ennfremur er vikið að því hvern- ig framleiðni er skilgreind. Þá er í ritinu vikið að mælingaraðferðum á framleiðni á einstaka vinnusvæðum innan fyrirtækja, en þar er stuðst við leiðbeiningar sem VSÍ gaf út undir heitinu „Framleiðnimælingar með hliðsjón af markmiðum". Vikið er einnig að framleiðnimælingum fyrir fyrirtækið í heild skv. aðferð sem notuð er m.a. í Bandaríkjunum, og aðstoðuðu kennarar við við- skiptadeild Háskóla íslands við framsetningu hennar. í þeirri að- ferð er ennfremur vikið að beinum tengslum milli framleiðnimælinga og arðsemismælinga í viðkomandi fyrirtæki. Báðum þessum aðferðum fylgja áætlunarblöð sem auðveld eru í notkun og nýtast þau fram- leiðslufyrirtækjum jafnt sem þjónustu- og verslunarfyrirtækjum auk stofnana. í ritinu er ennfremur vikið að þeim þáttum sem áhrif hafa á fram- leiðni innan fyrirtækja (innri þættir) sem utan (ytri þættir). Varðandi innri þætti má nefna: sjálfvirkni, sérhæfingu, þjálfun o.fl. o.fl. sem áhrif hefur á framleiðni. Varðandi ytri þættina er þess að geta að verðbólga var hér á landi margfalt meiri en í viðmiðunarlöndunum sem ekki einungis hafði í för með sér verulegt tjón fyrir viðkomandi fyrir- t'æki, heldur var mesti skaðinn e.t.v. fólginn í því að stjómendur og starfsfólk gátu ekki einbeitt sér að endurbótum og framþróun á innri þáttum í rekstri fyrirtækja, sem sífellt aukin samkeppni kallar á. Enn þann dag í dag er munur á innlendri og erlendri verðbólgu margfaldur, en slíkt getur ekki gengið lengi, þar sem atvinnulíf verður að búa við svipuð skilyrði og eriendis gerist ef það á vera samkeppnishæft á alþjóðamörkuð- um. „Framleiðni og arðsemismæling- ar leysa engan vanda í sjálfu sér en þær geta hinsvegar leitt hann í ljós. Tilgangur slíkra útreikinga er því að leiða í ljós staðreyndir sem nota má til þess að fínna skýringar á þróun, greina orsök og afleiðingar í rekstri. Asamt öðrum upplýsingum eru slíkir útreikningar mikilvægir þegar taka þarf ákvarðanir varð- andi stefnumótun, stjórnun og framleiðslu fyrirtækisins í því skyni að auka samkeppnishæfni þess, verðmætasköpun og arðsemi" eins og segir í skýrslunni. Ljóst er því að rit þetta getur verið mjög gagnlegt fyrir þá stjórn- endur og starfsfólk fýrirtækja sem áhuga hafa á að auka framleiðni, arðsemi og samkeppnishæfni við- komandi fyrirtækis til að mögulegt sé að standa undir betri lífskjörum í framtíð, vilji þeir hagnýta sér slíkar upplýsingar á annað borð. Höfundur er viðskiptafræðingur að mennt og deildarstjóri í iðnað- arráðuneytinu. 10% stgr. afsl. meðan sýningin „Veröldin ’87<f stendur Jíafa ^Royal Hvítar badinnréttingar í miklu úrvali Baðinnréttingar fyrir þá sem hafa góðan smekk Útsölustaðir: Atlabúðin Málningarþjónustan Vöruval Valberg Har. Johansen Brimnes Akureyri, Akranesi ísafirði Ólafsfirði Seyðisfirði Vestmannaeyjum og flest kaupfélög um land allt. Powfeeti Suðurlandsbraut 10 S. 686499
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.