Morgunblaðið - 27.08.1987, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987
KÓPAVOGUR
Yörumarkaöurinn hí.
ÞJÖNUSTUDEILDIN
ER FLUTT AÐ
SMIÐJUVEGI D 18
OPIÐ9-18 SÍMI: 78800
SÍMATÍMI: kl: 10 -12 og 14 - 17
- ÞJÓNUSTUDEILD -
SMIÐJUVEGI D 18 - 200 KÓPAVOGUR
FÆRIBANDA-
MÓTORAR
= hEoinn =
VÉLAVERSLUN SÍMI 624260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER
Glæsilegar
haustvörur
svanurinn
Skólavörðustíg 6, s. 623525
Gínur og glugga-
skreytingar
KVIKMYNPIR
Arnaldur Indriðason
Gínan (Mannequin). Sýnd í
Háskólabíói. Stjörnugjöf: ★.
Bandarísk. Leikstjóri: Mic-
hael Gottlieb. Handrit: Micha-
el Gottlieb og Edward Rugof.
Framleiðandi: Art Levinson.
Helstu hlutverk: Andrew
McCarthy, Kim Cattrall og G.
W. Bailey.
„Hvað er vitlaust við þessa
mynd?“, spyr einhver í Gínunni
(Mannequin) á sinn uppskrúfaða,
óekta og kjánalega máta sem er
svo einkennandi fyrir þessa lap-
þunnu „skemmtun“. Sú sem spyr
á að sjálfsögðu ekki við myndina
sem hún leikur í en það hefði
verið hollt fyrir leikstjórann, Mic-
hael Gottlieb og handritshöfund-
inn Edward Rugof, að velta
spurningunni fyrir sér nokkrum
sinnum á meðan á framleiðslunni
stóð. En líklega hefðu þeir engu
getað bjargað. Gínan, sem sýnd
er i Háskólabíói, er kristalskýrt
dæmi um það sem kallað hefur
verið lámenningarrusl.
„Hvað er vitlaust?" Þegar
stórt er spurt verður oft lítið um
svör. En ekki í þessu tilviki. Það
er næstum allt vitlaust við þessa
mynd. Fyrir utan hryllilega
ófyndinn gamanleik níðist hún á
hverri einustu gömlu klisju sem
hægt er að níðast á í sögu, sem
hægt er að sjá fyrir hvemig end-
ar áður en poppinn klárast, um
iistamann í atvinnukröggum sem
reddar n.k. Kringlu frá gjald-
þroti með fallegum, takið nú
eftir, gluggaskreytingum.
Þama er „hlægilegi“ og
skrautlegi homminn með til-
heyrandi fettum og brettum;
efnilegi en fátæki listamaðurinn,
sem bjargar lífi stórverslunareig-
andans er tekur hann samstundis
upp á arma sína, stefnir frá
fyrsta degi í forstjórastólinn og
áður en nokkur veit af er hann
búinn að forða versluninni frá
því að fara á hausinn og setja
reksturinn í blóma; vondi kallinn
sem á stórverslunina í nágrenn-
inu og vill gabba hinn knáa
gluggaskreytingamann yfir til
sín; spillti bókarinn sem rær að
því öllum árum að setja stórversl-
unina góðu á hausinn og síðast
og síst G. W. Bailey, sem er allt-
af eins og einhver mest óþolandi
„grínfígúra" hvíta tjaldsins.
Það, sem gerir svo útslagið
en kvikmyndagerðarmennimir
hafa sjálfsagt haldið að væri hinn
frumlegi hápunktur gamansins,
er andi egypskrar stúlku sem
svifíð hefur yfír vötnunum í
meira en 4000 ár og tekur sér
bólfestu í gínu, sem gluggaskre-
ytingamaðurinn hefur smíðað,
og gefur henni líf.
Andrew MacCarty, sem leikur
gluggaskreytingamanninn, sýnir
það helst að gamanleikari er
hann ekki. Og myndin sýnir að
þegar þeim í Hollywood tekst
verulega illa upp verður útkoman
eitthvað eins og Gínan.
tJr myndinni Gínan, sem sýnd er í Háskólabíói.
MEÐEINU
SÍMTALI
gT3fniíku«iMWíiITTflE^M
greiðslukortareiknmg
mánaðarlega
SÍMINNER V7S4
691140- ■B 1
691141 Jk
FQSTUDAGA 9-20
IAUGARDAGA10-16
' £ *$"■: xí' íf
HAGKAUP