Morgunblaðið - 27.08.1987, Side 30

Morgunblaðið - 27.08.1987, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 Útgefandi tuflifftfrtfe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstrætl 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. Bankamál í biðstöðu Allt bendir nú til þess, að Jón Sigurðsson, viðskipta- ráðherra, ætli að skjóta því á frest að taka ákvörðun um hvoru tilboðanna í Utvegs- bankann skuli tekið. Miðað við fyrstu yfirlýsingar ráðherrans og hve fast Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráð- herra, kvað að orði um nauðsyn þess fyrir ríkissjóð að fá and- virði hlutabréfanna í bankan- um, kemur flestum líklega á óvart, að endanleg ákvörðun verður ekki tekin. En miðað við það, hve lengi uppstokkun í bankakerfínu hefur verið á döfínni meðal stjómmála- manna, er frestun lokaákvörð- unar ráðherra ekkert nýnæmi. Viðskiptaráðherra er þeirrar skoðunar á grundvelli lög- fræðilegrar álitsgerðar hlut- lauss fræðimanns, að bæði tilboðin séu gild og jafnrétthá. Þá er enginn vafí á því, að tryggingar að baki tilboðanna eru metnar gildar. Loks hefur viðskiptaráðherra sagt, að valdið til að höggva á hnútinn sé hjá sér, viðskiptasjónarmið en ekki stjómmál eigi að ráða niðurstöðunni. í tilkynningu viðskiptaráðu- neytisins _um sölu hlutabréf- anna í Útvegsbankanum er kjörum lýst og þar segir enn- fremur: „Hin sérstöku sölukjör standa til 15. nóvember 1987 svo og lánafyrirgreiðsla skv. þeim.“ Eins og fram hefur komið telja talsmenn þeirra 33 útvegsmanna o.fl, sem boðið hafa í hlutabréfín, að þeir hafí í raun haft tíma til 15. nóvem- ber til að taka ákvörðun um tilboðið. Talsmenn Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS) em á hinn bóginn þeirrar skoðunar, að hin sérstöku sölu- kjör hafí ekki gilt nema þangað til SÍS lagði fram tilboð sitt; þeir séu í raun búnir að kaupa bankann nema það vanti stað- festingu viðskiptaráðherra á því. Gefa SÍS-menn jafnframt til kynna, að ráðheira geti ekki annað en tekið SÍS-tilboðinu og er látið að því liggja, að annars komi til málaferla. í tilkynningu viðskiptaráðuneyt- isins um sölukjörin segir: „Varðandi sölu á hlutabréfum að andvirði kr. 50.000.000 eða meira til eins aðila (eða móð- ur- og dótturfélaga) skaí afla samþykkis viðskiptaráðherra áður en kaup eru gerð.“ Ætti enginn að þurfa að efast um, að SÍS og dótturfélög þess falla undir þetta ákvæði. Af því leið- ir einfaldlega, að SÍS getur ekki keypt Útvegsbankann nema með samþykki viðskipta- ráðherra. Bankinn hefur því alls ekki verið seldur,_ hvað svo sem lögfræðingar SIS kunna að segja. Ætli Jón Sigurðsson, við- skiptaráðherra, að beita valdi sínu á þann veg að hafa banka- málin áfram í biðstöðu, þarf hann að gera það með skýrum og einföldum málefnalegum rökum. Ráðherrann átti að geta sagt sér það, að því yrði ekki tekið með þögninni að SÍS keypti Útvegsbankann. Umsvif SÍS snerta óhjákvæmilega stjómmálabaráttuna. Þetta stórfyrirtæki hefur hagað sér þannig á pólitískum vettvangi, að það hlýtur að vekja tor- tryggni. Það er ekki næg ástæða fyrir viðskiptaráðherra að skjóta ákvörðun á frest vegna þess að það hafí orðið pólitískur hvellur út af málinu. Um langt árabil hafa verið skiptar skoðanir um það, hvort selja eigi ríkisbanka eða ekki og menn deilt um það á pólitískum forsendum. Sú skoðun hefur orðið ofan á, ríkisbankar skuli seldir. Al- þingi hefur sett lög um stofnun hlutafélagsbanka um Útvegs- banka íslands. Á grundvelli þessara laga gaf viðskipta- ráðuneytið út söluskilmála, sem viðskiptaráðherra sjálfur hlýtur að virða. Með vísan til þeirra og laganna um Útvegs- bankann á að taka ákvörðun um framtíðareigendur bank- ans. í sjálfu sér ætti að vera ein- falt fyrir viðskiptaráðherra með aðstoð sérfræðinga að gera upp hug sinn í þessu máli og selja þeim aðila, er býður betur. Kjósi ráðherrann að fresta þeirri ákvörðun er nauðsynlegt að binda sem fyrst enda á óvissuástandið, er nú ríkir. Nóg hefur á Útvegs- bankanum dunið, þótt rekstur hans sé ekki til langframa lát- inn vera í því tómarúmi, sem nú hefur skapast. En kannski einhver ný sjón- armið séu komin fram sem skýra þarf áður en endanleg ákvörðun er tekin? O kl 8-20 Akureyradlugvöllur: Móttaka Forseta ís- lands. 0 kl. 9 30 FiólannnSkipagötu 14: Móttakautan- bœjargesta. 0 kl. 9.45 BæjarstjórnarsalurGeislagötu: Hátíöar- fundur hjá bæjarstjórn Akureyrar, o rí. 10.30 i Akureyrarkirkju: Hátiðarsamkoma. 0 kl. 12.00 HótelKea: HádegisveröurtynrgestiI boöi bæjarstjórnar. 0 kl. 14.00 Skrúöganga leggur af staö frá Hamar- skotstúm viö Hamarsstig O u 'k .00 Skrúöganga leggur af stað frá undirhliö noröan Veganestis i Glerárhverfi. © M 15 30 Siödegisdagskrá I Gongugotu. flötinni 0 fynr neöan samkomuhúsiö og á Pollinum 0 framan viö T orf unesbryggju © kl. 18.45 Laxdalshús: Kvöldveröur fyrir aökomu- gesti. © kl. 20.30 íþróttaskemmanáOddeyri: Hátiöarsýn- ing leikfélags Akureyrar O kl. 21.00 Kvölddagskrá í Göngugötu. © kl. 22.00 Lystigaröur: Garösamkoma © kl. 14.00 — 22.00 Iþróttahóll: lönsýnmg Noröur- lands. Afmæli Akureyrar: „Páll er búínn að lofa suðlægum laufvindum“ Allt komið undir því hvernig viðrar á afmælisdaginn UNDIRBÚNINGUR fyrir 125 ára afmæli Akureyrarbæjar stend- ur nú sem hæst; búið er að fullmóta alla hátíðardagskrána og tímasetja alla dagskrárliði, og undirbúningur fyrir iðnsýninguna i íþróttahöllinni er langt kominn en hún verður opnuð á morgun. Kostnaður við hátíðarhöldin verður í kringum 5 milljónir króna, og er þá jafnframt reiknað með kostnaði við iðnsýninguna, og að auki hefur kostnaður við ýmsar framkvæmdir í bænum aukist vegna þess að þeim hefur verið hraðað. Ingólfur Ármannsson, Hermann Sigtryggsson og Ámi Steinar Jó- hannsson hafa borið hitann og þungann af öllum undirbúningi við hátíðarhöldin, og Þorleifur Þór Jónsson er framkvæmdastjóri iðn- sýningarinnar sem hefst á morgun. Blaðamanni Morgunblaðsins tókst að góma þá í gærmorgun á skrif- stofu Hermanns þar sem þeir voru samankomnir og á kafi í undirbún- ingsvinnu. „Við tilheyrum þessum vinnuhópi sem settur var á laggimar til að skipuleggja hátíðarhöldin; emm nokkurs konar vinnuþrælar því það hefur verið alveg nóg að gera und- anfama 2-3 mánuði við að vinna að undirbúningnum," sagði Her- mann Sigtryggsson, sem aðallega hefur haft með alla skipulagningu að gera í göngugötunni. „Annars byijaði undirbúnings- vinnan að sumu leyti fyrir 6 mánuðum síðan því þá var hafíst handa við að skipuleggja iðnsýning- una sem auðvitað er hluti afmælis- haldsins," sagði Þorleifur Þór Jónsson. „En auðvitað hvílir undirbúnings- vinnan ekki bara á okkar herðum þvf öll íþrótta- og æskulýðsfélög í bænum leggjast á eitt við að leggja eitthvað af mörkum til dagskrárinn- ar, og þau verða til dæmis vel flest með skemmtiatriði, sem þau standa og falla með, á síðdegisskemmtun- inni í göngugötunni sem hefjast mun klukkan 14.30," sagði Ingólfur Ármannsson. „Það er meira að segja svo að dagvistarstofnanir fyrir litlu krakk- ana taka þátt í þessu því þar hafa börnin verið undirbúin til að taka þátt í skrúðgöngunum, án þess að um skipulega þátttöku þeirra verði að ræða,“ sagði Hermann. „Hollur er heima- fenginn baggi“ Aðspurðir um síðdegisskemmt- unina í göngugötunni sögðu þeir að reynt hefði verið að hafa sem mest af akureysku skemmtiefni á dagskránni og hefði það stjómast af ýmsu. „Ég held að það sé ekki nema eitt aðkeypt skemmtiatriði á allri dagskránni og það er með „Látúns- barkanum" svonefnda. Og ég heyri það á yngri kynslóðinni að hún er mjög spennt fyrir því að hlusta á hann," sagði Hermann. „Að öðru leyti verður skemmtidagskráin í höndum Akureyringa." „Það má kannski segja að við höfum haft málsháttinn „Hollur er heimafenginn baggi" að leiðarljósi í þessu sambandi, en auðvitað er undirbúningsnefndinni settar vissar fjárhagslegar skorður," sagði Þor- leifur. Lystigarðurinn verður svo þungamiðja dagskrárinnar um kvöldið, en klukkan 22.00 verður hann opnaður almenningi, og boðið verður upp á kaffi, kleinur og soð- brauð. Garðurinn verður allur upplýstur með ljósum og kösturum, og skemmtuninni þar mun ljúka með flugeldasýningu um miðnætti. Ámi Steinar Jóhannsson hefur aðallega haft með undirbúning- svinnu í Lystigarðinum að gera og sagði hann að þar yrði hljómsveitum komið fyrir á fjórum stöðum þannig að allir Akureyringar og aðrir við- staddir ættu hæglega að geta fundið sveiflu sér við hæfi. „Það er meiningin að reyna að skapa svolítið afslappað andrúms- loft þama í Lystigarðinum; fólk geti komið og notið tónlistar og veitinga í þægilegu unfhverfi, og ef það kærir sig um, dillað sér í hveijum þeim takti sem best hent- ar,“ sagði Ámi Steinar. „Auðvitað verður það mjög undir veðrinu kom- ið hvemig til tekst, eins og með allar útiskemmtanir, en Páll Berg- þórsson er búinn að lofa okkur suðlægum laufvindum á afmælis- daginn," sagði Ámi Steinar, og vonandi bregst það ekki. Morgunblaðið/KJS Þeir undirbúa hátiðarhöldin: Ingólfur Ármannsson, Hermann Sigtryggsson, Ámi Steinar Jóhannsson og Þorleifur Þór Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.