Morgunblaðið - 27.08.1987, Page 33

Morgunblaðið - 27.08.1987, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 33 Meðal söngvara, sem fram koma í Allt vitlaust eru Eyjólfur Kristjáns- son, Eiríkur Hauksson, Björgvin Halldórsson og Sigríður Beinteins- dóttir. Rokksýningm „ Allt vitlaust“ áfram í Broadway ROKK- og danssýningin „Allt vitlaust“ verður að nýju sett upp í veitingahúsinu Broadway í september. Aætlað er að fyrsta sýningin verði laugardaginn 5. september n.k. I fréttatilkynningu frá aðstand- endum sýningarinnar segir að vegna fjölda áskorana hafi verið ákveðið að endursýna „Allt vit- laust" sem er ástarsaga rokksins í tali og tónum. Meðal þátttakenda í sýningunni má nefna hljómsveitina Fuglamir (The Birds) undir stjóm Gunnars Þórðarsonar og söngsveitina The Bees en hana skipa Björgvin Halld- órsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Eiríkur Hauksson og Eyjólfur Kristjánsson. Þá kemur fram dans- flokkurinn „Rokk í viðlögum" sem skipaður er 17 dönsurum. í fréttatilkynningunni kemur fram að stefnt er að því að sýna „Allt vitlaust" út september en þá mun ný sýning taka við. Sú sýning hefur hlotið heitið Gullárin og bygg- ir hún mikið til á sögu KK sextetts- ins. Þess má geta að þar mun koma fram í fyrsta sinn eftir langt hlé söngkonan Ellý Vilhjálms. Egilsstaðir: 34 pör kepptu á opnu bridsmóti E^ilsstöðum. HOTEL Valaskjálf og Brids- samband Austurlands gengust Morgunblaðið/Björn Sveinsson Hluti af þátttakendum á opna bridsmótinu á Egilsstöðum. Leiðrétting í GREIN minni Hvað er klukkan? sem birtist 22. þ.m. urðu tvær prentvillur mjög bagalegar, þar sem tilvitnun brenglaðist. í handriti stóð: „Þess má minnast, að „eigi fellur tré við hið fyrsta högg.““ En það varð í prentun: „Þess má minnast, að eigi „fellur tré við fyrsta högg.“ Með þökk fyrir leiðréttingu. Helgi Hálfdanarson fyrir opnu bridsmóti 21. og 22. ágúst sl. á Egilsstöðum. Þetta er í þriðja sinn sem Bridssamband Austurlands gengst fyrir svona móti. Að þessu sinni kepptu 34 pör á mótinu sem að sögn þátttakenda heppnaðist hið besta. Sigurvegarar urðu Símon Símonarson og Guðmundur Páll úr Reykjavík. í öðru sæti urðu Páll Valdimarsson og Magnús Ólafsson úr Reykjavík og í þriðja sæti bræðurnir Kristján og Val- garð Blöndal úr Reykjavík. — Bjöm Ekið á bíl og brott EKIÐ var á nýja bifreið á Geirs- götu í Reylqavik á þriðjudag, en sá sem það gerði ók á brott. Geirsgata liggur á bak við Hafn- arhúsið við Reykjavíkurhöfn. Um kl. 8 á þriðjudagsmorgun var silfur- grárri Mazda 626 bifreið árgerð 1987 lagt þar í stæði. Þegar eigand- inn kom aftur að bifreið sinni um kl. 16 hafði verið ekið aftan á hana og er hún stórskemmd. Þeir sem kynnu að hafa upplýsingar um óhappið eru beðnir um að snúa sér til slysarannsóknardeildar lögregl- unnar í Reykjavík. SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og holræsa-dælur. Útvegum einnig dælu- sett meö raf-, Bensín- og Diesel vélum. SöyirteQJigjMir Vesturgötu 16, sími 1 3280 lm!l tí IHer inn á lang JL flest heimili landsins! «J GARÐABÆR* BREIÐHOLT • HAFNARFJÖRÐUR LANGAR ÞIG AÐSLÁST í HÓPINN? Við opnum nýtt dansstúdíó að Smiðsbúð 9 Garðabæ, rétt við nýju Reykjanesbrautina. 7. september byrjum við á haustnámskeiði í leikfimi og eróbik. Morgun-, hádegis- og kvöldtímarfyrir byrjendur og framhaldshópa. Einnig er hafin innritun í jassballett, modemdansi, steppi og bamadönsum, þau hefjast 14. september. Kennarar verða Hafdís Jónsdóttir og gestakennari frá New York. UÓSABEKKIR • GUFA • NUDDPOTTUR DANSSTÚOÍQ DISU DANSNEISTINN Smiðsbúö9, Garðabæ rétt við nýju Reykjanesbrautina. Félagi í F.I.D.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.