Morgunblaðið - 27.08.1987, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987
47
Sveinn Viggó
Stefánsson — Minning
Fæddur 9. september 1913
Dáinn 15. ágúst 1987
Ég man fyrst eftir Sveini Viggó
Stefánssyni þegar hann á mínum
bernskuárum var starfsmaður
Sjúkrasamlags Hafnarfjarðar, sem
þá hafði skrifstofu á Austurgötu
26 beint á móti húsi foreldra minna.
í minningu þeirra ára geymi ég
hann sem hógværan og prúðan
skrifstofumann, sem gaf sér tíma
til að ávarpa mig, lítinn dreng-
hnokkann, eða heilsa með brosi, er
fundum okkar bar saman á Austur-
götur.ni.
Síðar átti ég eftir að kynnast
honum sem einum af aðalleikurum
bæjarins um fjölda ára og fbrystu-
manni um eflingu leiklistar í okkar
heimabyggð. — Hann var einn af
stofnendum Leikfélags Hafnar-
fjarðar árið 1936. Og eftir að
félagið hætti starfsemi um tíma
1939, hélt hann ásamt Ársæli Páls-
syni uppi leikstarfsemi í Hafnarfirði
1942 og 1943. Leikhópur þeirra hét
Leikflokkur Hafnarfjarðar. Var sú
starfsemi undanfari þess, að Leik-
félag Hafnarfjarðar var endurvakið
1943 og starfaði síðan til 1965.
Sveinn Viggó var formaður Leik-
félags Hafnarfjarðar um sex ára
skeið og átti m.a. frumkvæði að
því að leiksviði var komið fyrir í
Bæjarbíó, sem ekki hafði verið ráð-
gert í upphafi. — Á þessum árum
stóð leiklistarlíf í Hafnarfirði með
miklum blóma og ágæt aðsókn var
að leiksýningum í bænum.
Þá er mér í fersku minni vaskleg
framganga og skörulegur málflutn-
ingur Sveins Viggós á kappræðu-
fundum áður fyrr, er hann barðist
fyrir málstað Alþýðuflokksins.
Hann mun alla tíð hafa verið ein-
lægur liðsmaður þess flokks og var
formaður Félags ungra jafnaðar-
manna um árabil. Hann var vara-
bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins eitt
kjörtímabil og gegndi fleiri trúnað-
arstörfum.
En efst í minningunni um þennan
góða samborgara minn og tilefni
þessara kveðjuorða er sú einlæga
vinátta, sem skapaðist á milli okkar
fyrir nokkrum árum og er mér svo
mikils virði.
Upphafið að nánum kynnum
mínum við þau hjónin, Svein og
Huldu, voru ferðir okkar í Sundhöll
Hafnarfjarðar. Það var föst regla,
að við fórum þangað saman í bíl
mínum næstum hvern laugardags-
morgun hin síðari ár og stundum
oftar. Og eftir hveija sundlaugar-
ferðina var haldið heim til þeirra
hlýlega heimilis í Fögrukinn 6. Þar
bar Hulda fram góðgerðir og spjall-
að var saman yfir kaffibolla. Síðan
fékk ég tækifæri til að svala löngun
minni að syngja við undirleik Huldu,
sem fyrrum var organisti við kirkj-
una í Bolungarvík.
Hafði ég stundum orð á því, að
þessar ógleymanlegu ánægjustund-
ir við gamla og góða orgelið hennar
Huldu minntu mig á þegar móðir
mín sat við hljóðfærið heima í stofu
á Austurgötu 25 og lét okkur
krakkana taka lagið. — Það var
eins og ég upplifði bernskudaga
mína. Svo sannarlega hefi ég notið
ríkulega þessara björtu og glað-
væru morgunstunda með góðum
vinum.
Sveinn hafði yndi af ljóðum og
öðrum, bókmenntum. Hann var
víðlesinn og vel ritfær. Hann hafði
einnig ánægju af söng og tónlist.
Oft var efst á óskalistanum, er við
komum saman, fallega pólska lagið,
sem flutt var við útför hans og
hefst með þessum orðum:
„Guð þú, sem vorri ættjörð skýldir áður
Alvaldur guð, sem vilt að hún sig reisi.“
Þessi fagra frelsisbæn snart
djúpt hans sálarstrengi, enda má
segja, að boðskapurinn endurspegli
það lífsviðhorf Sveins að hafa sam-
úð með þeim, sem búa við kúgun
og óréttlæti. — Hann var jafnaðar-
maður af hugsjón, en jafnframt
umburðarlyndur gagnvart skoðun-
um annarra. Hann vildi lofa öðrum
að njóta sannmælis, var réttsýnn,
laus við illt umtal um náungann,
ríkur af einlægni og hlýju viðmóti.
Sveinn Viggó fæddist í Hafnar-
firði 9. sept. 1913. Þar var heimili
hans alla ævi. Foreldrar hans voru
hjónin Stefán Ólafur Bachmann
Hallgrímsson og Margrét Sveins-
dóttir. Þau áttu lengst af heima á
Lækjargötu 6. Húsið þar byggðu
foreldrar Margrétar og var kallað
Sveinsbær.
Hann var elstur þriggja bama
þeirra hjóna. Á lífi eru dætumar
tvær, Þóra og Súsanna, búsettar í
Hafnarfirði. I Sveinsbæ ólust einnig
upp tveir systursynir Margrétar,
Jón Gústafsson, sem fórst með bv
Sviða, og Rafn Hafnfjörð, prent-
smiðjustjóri.
Faðir Sveins var ættaður frá
Akranesi, sonur hjónanna Súsönnu
f. Clausen og Hallgríms Tómasson-
ar, hafnsögumanns og sjómanns,
sem var af svonefndri Bjargsætt. —
Stefán Ó. Bachmann var lengst af
sjómaður, m.a. matsveinn á fyrsta
togara Bæjarútgerðar Hafnarfjarð-
ar, bv Maí. Síðustu starfsárin var
hann við afgreiðslustörf hjá Dvergi
hf. Hann var um margt sérstæður
maður, einkar geðgóður, mjög
vinnusamur og hið mesta snyrti-
menni.
Móðir Sveins var dóttir hjónanna
Vigdísar Jónsdóttur frá Selsgarði á
Álftanesi og Sveins Auðunssonar,
sem fæddist í Gesthúsum í Hafnar-
firði og kom þar mikið við sögu
félagsmála. Hann var m.a. bæjar-
fulltrúi um skeið og formaður
Verkamannafélagsins Hlífar um
árabil.
Móður sína missti Sveinn 1936.
Þá var hún aðeins 46 ára. Var það
mikið áfall fyrir þau systkinin. Hún
var kærleiksrík og fómfús. Þannig
tók hún oft börn til fósturs á heim-
ili sitt, jafnt skyld sem vandalaus.
Sveinn giftist árið 1940 Margréti
Guðmundsdóttur Björnsson frá Pat-
reksfirði. Þau slitu samvistir. Á lífi
eru tvö börn þeirra, Guðmundur
Karl og Margrét, en látinn er sonur-
inn Brynjólfur.
Seinni kona hans er Hulda Run-
ólfsdóttir frá Hlíð, kennari. Þau
eignuðust þijá syni, Yngva, Hjálm-
ar og Ólaf.
Vorið 1935 lauk Sveinn námi frá
Samvinnuskólanum. Eftir það vann
hann skrifstofustörf eða til ársloka
1985. Þá varð hann að láta af störf-
um vegna heilsubrests. Hafði hann
fengið heilablóðfall 1981 og átti
síðustu árin við að stríða afleiðingar
þess.
Hann lést á Sólvangi 15. ágúst
sl. eftir stutta dvöl þar. Veit ég,
að hann var þakklátur öllum þeim,.
sem önnuðust hann í erfiðum veik-
indum síðustu mánuði. Sérstaklega
var hann þakklátur Huldu sinni
fyrir þá miklu umhyggju sem hún
sýndi honum.
Við fráfall Sveins Viggós Stef-
ánssonar sakna ég góðs vinar.
Glöðu samvemstundirnar geymast
í þakklátum huga. Einlægni og
góðvild þeirra hjóna gleymi ég aldr-
ei.
Útförin hefur farið fram í kyrr-
þey að ósk hins látna.
Guð blessi minningu hans.
Árni Gunnlaugsson
t
Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir,
GERTRUD HAUTH ÁSGRÍMSSON,
Skriðustekk 27,
Reykjavík,
lést á handlækningadeild Landspítalans aðfaranótt miðvikudags-
ins 26. ágúst. Páll Ásgrímsson,
börn og tengdabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HELGA ÓLAFSDÓTTIR,
lést á heimili sínu, Blönduhlíð 26, Reykjavík þann 17. ágúst. Jarðar-
förin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Ólafur Diðriksson, Málfriður Guðsteinsdóttir,
Theodór Diðriksson, Edda Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Maðurinn minn,
t
SVEINN VIGGÓ STEFÁNSSON,
andaðist 15. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Hulda Runólfsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR,
Ijósmóðir,
Þorvaldsstöðum, Skriðdal,
lést í sjúkrahúsinu á Egilsstööum 23. þ.m.
Jarðarförin fer fram frá Þingmúlakirkju laugardaginn 29. ágúst kl.
13.30.
Fyrir hönd aðstandenda, Jóna Vilborg Friðriksdóttir,
Margrét Friðriksdóttir.
t
Móðursystir mín,
SIGURLAUG ÞÓRÓLFSDÓTTIR,
andaðist á Droplaugarstöðum sunnudaginn 23. ágúst. Útför henn-
ar fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 28. ágúst kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rósa Björk Þorbjarnardóttir.
t
•Konan mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
AÐALBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR,
Vörðustíg 5,
Hafnarfirði,
sem lést í Borgarspítalanum 16. ágúst, verður jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 27. ágúst kl. 15.00.
Georg Sigurðsson,
Sjöfn Georgsdóttir, Grétar Hinriksson,
Sigurður Georgsson, Erla Georgsdóttir,
Karl Egilsson, Margrét Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
ÓLAFS JÓNSSONAR
læknis,
Hamrahlíð 33,
sem andaðist i Landspítalanum 17. ágúst, fer fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík föstudaginn 28. ágúst kl. 13.30.
Drifa Garðarsdóttir, Garðar Ólafsson,
Edda Ólafsdóttir, Kjartan Árnason,
Kristín Hildur Ólafsdóttir, Sigurður Sverrisson,
Ólafur Sverrir Kjartansson.
t
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma,
ÞÓREY HEIÐBERG,
fædd Eyþórsdóttir,
Laufásvegi 2A,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 31.
ágúst 1987 kl. 13.30. Jarösett verður i Fossvogskirkjugaröi.
SigríðurS. Heiðberg, Einar Jónsson,
Eyþór Heiðberg, Christa Heiðberg,
Valgerður Anna Eyþórsdóttir.
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐLEIF JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR,
Kárastíg 14,
Hofsósi,
verður jarðsungin frá Hofsóskirkju laugardaginn 29. ágúst kl.
11.00.
Jóhann Kristinsson,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Móðir min, tengdamóðir og t amma, ^
GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR,
Ásvallagötu 57, •
er lést 21. ágúst sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 28. ágúst kl. 15.00.
Auðbjörg Pétursdóttir, Ögmundur Frímannsson,
Pétur Jónsson, Sigrún Jónsdóttir,
Guðrún Jónsdóttir, Guöný Jónsdóttir,
Haraldur Ögmundsson.
t
Útför litla drengsins okkar,
GUNNARS FINNS GUÐMUNDSSONAR,
Klausturhólum,
er lést á gjörgæsludeild Landspítalans 18. ágúst fer fram frá
Stóruborgarkirkju laugardaginn 29. ágúst kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans er bent á að láta Barnaspítala
Hringsins njóta þess.
Þórleif Gunnarsdóttir,
Guðmundur Jóhannesson.
t
Móðurbróðir minn,
SIGHVATUR GÍSLASON,
Vík í Mýrdal,
verður jarðsunginn frá Vikurkirkju laugardaginn 29. ágúst kl.
14.00. Ferð verður frá Sigtúni 3, Reykjavík kl. 9.30. Fyrir hönd
systkina og annarra vandamanna,
Jónína Böðvarsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö við andlát og útför móður
okkar og tengdamóöur,
SIGRÍÐAR GÍSLADÓTTUR,
Droplaugarstöðum.
Guðný Matthíasdóttir, Garðar Finnsson,
Áslaug Svane,
Svandis Matthiasdóttir, Haukur Kristjánsson.