Morgunblaðið - 27.08.1987, Qupperneq 60
Framtíð
ER VIÐ SKEIFUNA
aaaa
$ SUZUKI
Fróöleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Faxamarkaður:
Sjö milljón-
irfyrirafla
Engeyjar
NÝTT met var sett í sölu á fisk-
mörkuðum hérlendis í gær og í
fyrradag þegar seldur var afli
úr togaranum Engey RE á Faxa-
markaðinum í Reykjavík. Afli
skipsins, um 150 tonn af þorski
og 10 tonn af ufsa, seldist á tæp-
ar sjö milljónir króna, eða
6.871.518 krónur.
Hæsta verð sem áður hafði feng-
ist fyrir afla úr einu og sama skipinu
var fyrir afla úr Otri GK, rúmar 6
milljónir króna fyrir um 180 tonn,
sem að mestu var þorskur. Það
verð fékkst á fyrsta degi Fiskmark-
aðarins hf. í Hafnarfirði, 15. júní.
Listasafn íslands:
Fimmumsóknir
um starf for-
stöðumanns
UMSÓKNARFRESTUR um starf
forstöðumanns Listasafns ís-
lands rann út á þriðjudag.
Umsækjendur eru fimm og óskar
einn þeirra nafnleyndar. Aðrir um-
sækjendur eru þessir: Aðalsteinn
Ingólfsson listfræðingur, Bera
Nordal listfræðingur, Einar Hákon-
arson myndlistarmaður og Ólafur
Kvaran listfræðingur.
Flaggað í
Fáni Akureyrarbæjar hefur verið hannaður upp á nýtt. Skjöldur-
inn sem fuglinn hvílir á hefur breytt um lögun og auk þess hefur
honum sjálfum verið breytt að nokkru leyti. Hönnuður hins nýja
fána var Guðmundur Ármann listmálari en þeir Sigurður Bjark-
lind og Brynjar Ágústsson svifu til jarðar yfir Eyjafirði með
8000 fetum
fánann á milli sin á meðan Sigurður Baldursson stökk á eftir
þeim og ljósmyndaði þá á 180 km hraða í u.þ.b. 8000 feta hæð.
Fjallað er um afmælisdagskrá Akureyrarbæjar á laugardaginn á
miðopnu.
Rútan eftir brunann
Morgunblaðið/Sigrún
Bílstjóri og farþegar sluppu:
Rúta brann í Kömbum
Hveragerði.
RÚTA brann til kaldra kola efst í Kömbum ofan við Hvera-
gerði um kl. 13.30 í gær. Rútan, sem er 25 sæta frá
Magnúsi Hjartarsyni sérleyfishafa í Reykjavík, var á leið
til Reykjavíkur nær full af farþegum þegar óhappið varð.
Að sögn bílstjórans, Áma
Gunnarssonar, varð hann var við
mikinn reyk frá vél rútunnar og
síðan blossaði upp eldur. „Ég not-
aði handslökkvitæki sem var í
bílnum, en fékk ekki við neitt
ráðið," sagði Ámi.
Slökkvilið Hveragerðis kom á
staðinn og slökkti eldinn, en rútan
er talin ónýt. Verðmæti hennar
var um 5 milljónir króna. Bflstjór-
anum tókst að koma farþegunum
út og meiddist enginn.
Svo illa vildi til á meðan á
slökkvistarfinu stóð, að bifreið
sem ekið var í suðurátt varð
skyndilega bremsulaus. Munaði
minnstu að hún lenti á þremur
mönnum, lögreglumanni, sem var
að stjóma umferðinni og tveimur
slökkviliðsmönnum. Áttu þeir fót-
um fjör að launa, en annar
slökkviliðsmaðurinn meiddist á
hendi. Var mesta mildi að ekki
fór verr, því þoka var á slysstað
og hellirigning.
— Sigrún
T ilraunaveiðar
stundaðar á gulllaxí
V estmannaeyjar:
Aflinn seldur til Rússlands
Vestmannaeyj um.
LOÐNU SKIPIÐ Sighvatur
Bjarnason VE hefur undanfama
daga verið við tilraunaveiðar á
gulllaxi. Landaði skipið 4 tonnum
á sunnudaginn og á þriðjudaginn
kom skipið inn með rifið troll og
var aflinn 3 tonn. Eitthvað smá-
vegis af öðrum fiski fékkst í trollið
með gulllaxinum. Aflinn er unninn
hjá Vinnslustöðinni hf. og seldur
til Rússlands. Ekki er enn ljóst
hvert hráefnisverð í gulllaxi verð-
ur en búist er við að það verði
10-12 krónur fyrir kílóið.
„Þetta hefur gengið hálfilla hjá
okkur, rifrildi og þras, en auðvitað
mátti búast við einhveijum bytjunar-
örðugleikum," sagði Guðmundur
Sveinbjömsson skipstjóri á Sighvati
Bjamasyni VE í samtali við Morgun-
blaðið. Guðmundur sagði að þennan
afla hefðu þeir fengið austur á Ör-
æfagrunni. Hann sagðist ætla að
reyna við gulllaxinn eitthvað áfram
og þegar búið væri að gera við troll-
ið ætlaði hann að leita fyrir sér suður
með Surtsey og í köntunum. Guð-
mundur sagði að erfítt væri að leita
svona einskipa og taldi einnig að
trúlega væru þeir fullseint á ferðinni
með þessar veiðar. „En við viljum
fá þetta troll okkar til að virka, þann-
ig að við getum verið tilbúnir í vor
til að leggjast þá í að veiða úr þess-
um vannýtta stofni," sagði Guð-
mundur Sveinbjörnsson skipstjóri.
Gulllax er miðsævis- og botnfiskur
og hann þykir feitur og vel ætur.
Stofninn hefur verið lítið rannsakað-
ur og lítið gert af því að veiða úr
honum.
Aflinn sem Sighvatur Bjarnason
færir að landi er unninn í Vinnslu-
stöðinni. „Fiskurinn er hausskorinn
og slógdreginn og síðan heilfrystur
í 8 kílógramma öskjur. Þetta er til-
raunavinnsla hjá okkur en talið er
að við getum fryst allt að 100 tonn
til að byija með fyrir markað í Rúss-
landi þar sem gulllax þykir góður
matfískur," sagði Viðar Elíasson
yfírverkstjóri í Vinnslustöðinni. Viðar
sagði að þeir gætu með breyttum
stillingum notað sömu vélar og not-
aðar eru til að hausskera og slóg-
draga síld. „Mér líst ágætlega á
þessa vinnslu en tíminn á eftir að
leiða í Ijós hvemig veiðamar ganga
og hvemig markaðurinn og afurða-
verðið á eftir að þróast."
Mikil vinna hefur verið í frystihús-
unum í Eyjum í sumar og mikill afli
hefur borist til vinnslu. Einkum hafa
togarar aflað vel og komið ört inn
til löndunar. Sagði Viðar Elíasson
að tilfínnanlega vantaði fólk til starfa
og í Vinnslustöðina vantaði að
minnsta kosti 25 konur.
— hkj.
Valur Arnþórsson
1 Landsbankann
ÁFORM eru uppi um, að Valur
Amþórsson, stjórnarformaður í
Sambandi íslenskra samvinnufé-
laga, taki við stöðu bankastjóra í
Landsbankanum af Helga Bergs.
Á almennum fundi sjálfstæðis-
manna, sem haldinn var á Bíldudal
síðastliðinn laugardag, kom það fram
í ræðu Matthíasar Bjamasonar, al-
þingismanns og fyrrum viðskiptaráð-
herra, að fyrir dyrum stæði að skipa
Val Amþórsson, stjómarformann
Sambands íslenskra samvinnufélaga
og kaupsfélagsstjóra KEA á Akur-
eyri, bankastjóra í Landsbanka
íslands. Væri ætlunin að Valur tæki
við embættinu af Helga Bergs, sem
er fæddur í júní 1920 og hefur verið
bankastjóri síðan 1971.