Morgunblaðið - 13.09.1987, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.09.1987, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987 Landsfundur Borgaraflokksins: Búist við að Albert Guð- mundsson verði formaður LANDSFUNDUR Borgara- flokksins verður haldinn á Hótel Sögu dagana 24.-26. september. Á fundinum verður kosið í helstu stöður flokksins og sagði Júlíus Sólnes formaður undirbúnings- nefndar í samtali við Morgun- blaðið, að hann gerði ráð fyrir þvi, að Albert Guðmundsson gæfi kost á sér i formannskjörinu og Ásgeir Hannes Eiríksson hefði lýst áhuga sínum á að verða varaformaður. Júlíus sagði, að búist væri við 3-400 manns á landsfundinn. „Landsfundurinn hefst með Sektir fyrir umferða- brot hafa stórhækkað SEKTIR við brotum á umferðar- lögum hafa stórhækkað. Ríkis- saksóknari gaf nýlega út leiðbeiningar til lögreglu um upphæðir sekta og hafa þær í sumum tilfellum hækkað um 100%. Sem dæmi um sektarupphæðir nú má nefna, að sé helstu stjóm- tækjum bifreiðar áfátt, svo sem stýrisbúnaði eða hemlum, þarf eig- andi að greiða 2000 króna sekt. Ef ökutæki er verulega áfátt hækk- ar þessi upphæð í 3000 krónur. Þeir sem aka fram úr þar sem bann- að er þurfa að greiða 3000 króna sekt og sömu upphæð ef þeir aka gegn rauðu ljósi. Ef ökumenn virða ekki almennan umferðarrétt, bið- skyldu eða stöðvunarskyldu kostar það þá 3000 krónur. Ef ekki er numið staðar eða hægt á ferð við merktar gangbrautir varðar það 3000 króna sekt. Þeir sem aka of hratt greiða einnig sektir, misháar eftir því hve langt yfir leyfilegan hámarkshraða þeir fara. Ekki er óalgengt að lögreglan þurfi að hafa afskipti af ökumönnum sem aka allt að 30-40 kflómetrum of hratt og skulu þeir þá greiða 5000 króna sekt. Til viðbótar því eiga þeir á hættu að verða sviptir ökuréttind- um. Hæstar sektir liggja við því ef öxulþungi er umfram leyfílegt hám- ark. Ef hann er 10% umfram hámark skal greiða 4000 krónur, 8000 krónur ef hann er 20% of hár og 12000 ef öxulþungi er 30% of mikill. Sé hann meiri eða brot ítrek- að sætir málið dómsmeðferð, líkt og einnig gerist í öðrum tilvikum. Hallvarður Einvarðsson, ríkis- saksóknari, sagði að hann vonaði að þessi hækkun hefði tilætluð áhrif, en alltaf væri umdeilanlegt hvað væri hæfíleg upphæð. Leið- beiningar til lögreglu um sektar- upphæðir væru yfirleitt endurskoð- aðar á 1-2 ára fresti. „Ég á von á að þessar tölur verði endurskoðaðar þegar ný umferðlög taka gildi í byijun næsta árs,“ sagði Hallvarð- ur. „Þá er vert að benda á það sérstaklega að ef um fleiri en eitt brot er að ræða, til dæmis ekið of hratt og yfír á rauðu ljósi, þá getur það leitt til hærri sektarviðurlaga en gildir um hvert brot.“ Ökumenn ættu þó að hafa hugf- ast að þegar þeir brjóta umferðar- reglumar er ekki einungis líklegt að þeir þurfí að greiða nokkur þús- und krónur, heldur auka slík brot verulega hættuna á að slys verði. Sú staðreynd ætti að vega miklu þyngra en peningar. borgarafundi á Hótel Sögu fímmtu- daginn 24. september," sagði Júlíus Sólnes í samtali við Morgunblaðið. „Þessi fundur verður opinn öllum þeim sem vilja sækja hann og munu þingmenn Borgaraflokksins sitja þar fyrir svörum. Reglulegur lands- fundur hefst svo daginn eftir og mun hann standa fram á laugar- dagskvöld. Við vitum ekki gjörla hversu margir munu taka þátt í lands- fundarstörfum því stefnt er að því að allir flokksmenn eigi seturétt á landsfundi. Við höfum þó giskað á að um 3-400 manns muni koma á fundinn." Fyrsta verkefni landsfundar Borgaraflokksins verður að af- greiða skipulagsreglur flokksins. Síðan munu taka við hefðbundin landsfundarstörf. Flutt verður skýrsla bráðabirgðaframkvæmda- stjómar og starfræktar málefna- nefndir. Á laugardeginum verða síðan kosnir helstu embættismenn og stjóm flokksins. Formenn kjördæ- misstjóma taka sjálfkrafa setu í aðalstjóminni en til viðbótar verða kosnir fjórir í aðalstjórn. Einnig verður kosinn formaður, varaform- aður og ritari. Hundasýning Hundaræktarfélag íslands heldur hundasýningu í Reið- höllinni i Viðidal í dag. Tiu hundakyn verða dæmd og byij- ar dagskráin kl. 9.00 með dómum á íslenskum fjárhund- um. Dómari á sýningunni verður Öivind Asp frá Noregi. Hann er alþjóðlegur hundadómari og hefur rétt til að dæma öll hundakyn. Heiðursgestur sýningarinnar er Davíð Oddsson borgarstjóri. Dagskrá sýningarinnar hefst eins og áður segir á dómum á íslenskum ijárhundum kl. 9.00 árdegis. Síðan fara fram dómar á eftirfarandi hundakynjum: Irskur setter kl. 10.40 til 11.40, enskur Cocker Spaniel, Springer Spaniel, Pug, Malteser og Greifingjahund- ur kl. 11.40 til 12.00. Afkvæma- sýning fer fram frá 12.00 til 12.15 og síðan gert matarhlé til kl. 13.00. Þá hefst dómur á Labrador ti! kl. 14.00, Golden Retriever frá 14.00 til 16.00 og Poodle hundar frá 16.00 til 16.30. Sýningunni lýkur kl. 17.30 er úrslit verða kynnt og borgarstjór- inn afhendir verðlaun fyrir besta hund sýningarinnar. Heimsmarkaðsverð á rækju hefur fallið um 20% síðan í maí Rækjuverksmiðjur hætta yfirborgunum á smárækju MIKIL verðlækkun hefur orðið á rækju á heimsmarkaði að undanf- örnu og hefur verðið fallið um 20% síðan í máímánuði síðastliðn- um. Af þessum sökum hafa íslenskir rækjuframleiðendur farið fram á lækkað verð á smá- rækju til seljenda, það er útgerðar og sjómanna, og hefur gætt nok- kurrar óánægju í röðum hinna siðarnefndu vegna þessa. Að sögn Guðmundar Stefáns Marí- ussonar, framkvæmdastjóra Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, hafa í þessari grein, eins og öðrum, alltaf verið tengsl milli hráefnisverðs til sjómanna og heimsmarkaðsverðs og því eðlilegt af hálfu rækjufram- leiðenda að fara fram á lækkun nú í samræmi við lækkunina á heims- markaðsverði. Rækjuverð, sem Verðlagsráð sjáv- arútvegsins ákvað í maí sl., var 63 krónur á kflóið fyrir stærstu rækj- una, það er 230 eða færri í kílói, 52,50 krónur fyrir 231 til 290 í kílói og 45 krónur fyrir smæstu rækjuna, 291 til 350 í kflói. Guðmundur Stef- án sagði að í raun hefðu verið greiddar 63 krónur á kílóið fyrir alla rækju, þar sem rækjuverksmiðjur hefðu, allt frá því í fyrrasumar, viljað að útgerðin nyti þess einnig að mark- aðsverð var þá mjög gott á pillaðri rælq'u, og þar af leiðandi greitt hærra verð en lágmarksverð sagði til um. „Nú er staðan hins vegar þannig að við teljum ekki grundvöll til að greiða yfírverð fyrir smárækjuna heldur viljum við borga eftir talningu eins og ákvörðun Verðlagsráðs segir til um, enda ekki æskilegt að bátar liggi í smárækju," sagði Guðmundur Stefán. Varðandi lækkunina á heims- markaðsverði sagði hann að til samanburðar mætti geta þess að í íslenski ullariðnaðurinn: Grundvallarbreytingar verð- ur að gera á atvinnugreininni — segir í áliti bandarísks ráðgjafarfyrirtækis Ullariðnaðurinn á krossgötum „RAÐGJAFARNIR telja að íslenski ullariðnaðurinn eigi ein- hverja von um viðreisn, en aðeins að því tilskyldu að gerðar verði grundvallarbreytingar í atvinnu- greininni,“ sagði Jón Sigurðar- son, framkvæmdastjóri iðnaðardeildar Sambandsins, þegar hann var inntur eftir nið- urstöðum skýrslu bandarísks ráðgjafarfyrirtækis á stöðu og framtíð íslenska ullariðnaðarins. Viðræðum um sam- einingu hraðað íslenski ullariðnaðurinn hefur verið rekinn með miklu tapi í að minnsta kosti tvö ár og er nú svo komið að ýmis fyrirtæki innan hans standa illa og eru sum að hætta starfsemi. Framkvæmdasjóður ís- lands, sem er aðaleigandi Álafoss hf., og iðnaðardeild SÍS á Akur- eyri, fengu bandaríska ráðgjafar- fyrirtaékið, Boston Group of Consuitans, til að meta stöðuna. Jón Sigurðarson segir að verkefni þeirra hafí verið að veita svör við tveimur spumingum: Á íslenskur ullariðnað- ur framtíð fyrir sér? og Er líklegt að aukin samvinna eða sameining fyrirtækjanna geti gert vonimar bjartari? Jón sagði að aðilar hefðu komið sér saman um að veita ekki aðrar upplýsingar upp úr skýrslunni en þær sem að framan greinir. Hann sagði þó ljóst að þær breytingar sem gera þyrfti vörðuðu bæði fjárhags- lega uppbyggingu fyrirtækjanna og markaðsmál. Hann sagði að sam- komulag væri um að halda viðræð- um áfram og reyna að hraða þeim, helst að ljúka þeim fyrir 1. októ- ber. Guðjón B. Ólafsson forstjóri SÍS og Jón Sigurðarson verða ftill- trúar Sambandsins í viðræðunum. og útlendum, sem ekki hefðu kunn- að aðra leið til að selja sína vöm en að bjóða hana á lægra verði en önnur íslensk fyrirtæki. fyrra hefði cif-verðið farið yfir 500 krónur á kílóið, í maí síðastliðnum hefði það verið um 420 krónur, en nú væri það komið niður í 340 til 350 krónur að meðaltali. Hvað smá- rækjuna varðaði væri verðið komið niður fyrir 300 krónur. „Það sem gerði okkur kleift að borga aðeins hærra fyrir smárækjuna í fyrra, þeg- ar verðið var í hámarki, var að þá var ekki mikill verðmunur á stórri rækju og hinni smærri, sem var mjög óvenjulegt ástand. Nú er bilið hins vegar orðið mun breiðara." Aðspurður sagði Guðmundur Stef- án að ástæðan fyrir hinni miklu lækkun á heimsmarkaðsverði nú væri fyrst og fremst of hátt verð í fyrra, sem dregið hefði mjög úr eftir- spum. Hann sagði hins vegar að verðsveiflur á rækju væm ekki óal- gengar og nefndi sem dæmi að verðið hefði verið mjög hátt 1983, en síðan hmnið í lok ársins 1983 og farið þá mun neðar en það er nú, eða niður fyrir 270 krónur á kílóið miðað við núverandi gengi. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands var rækjuveiði í ágústmánuði síðastliðnum um 600 tonnum minni en í ágúst í fyrra, en alls veiddust í ágúst í ár 4.963 tonn, en 5.555 í ágúst í fyrra. Heildarafli það sem af er þessu ári er hins veg- ar tæp 26 þúsund tonn, en var um 21 þúsund tonn á sama tíma í fyrra. í samtali við Morgunblaðið um vanda ullariðnaðarins sagði Jón að þessi atvinnugrein stæði nú á kross- götum. Taldi hann að það myndi ráðast á næstu 6 til 12 mánuðum hver framtíðin yrði. Hann sagði að aðalástæðan fyrir erfíðleikunum væri gífurleg misvísun á kostnaði og tekjumöguleikum. Framleiðslu- kostnaðurinn hefði hækkað um 25% að meðaltali. Tekjumar hefðu aftur á móti staðið í stað þar sem gengið væri óbreytt og ekki hefði heldur tekist að fá umtalsverðar hækkanir á vörunum erlendis. Hann sagði að ástæður vandans væru fleiri. Fyrir- tækjunum hefði ekki tekist að þróa vöru eftir þörfum kaupenda, auk þess sem fyrirtækin hefðu haft „sjálfseyðingarstefnu" í innbyrðis samkeppni á mörkuðunum. Margir markaðir hefðu verið eyðilagðir af „töskuheildsölum", bæði íslenskum Verð á fiskmörkuðum Vegna mistaka birtist í laugardagsblaðinu fiskverðstafla frá fimmtudegi. Hér birtist rétt tafla frá föstudegi. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 11. september FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hœsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 72,00 39,50 45,83 8,5 388,855 Ýsa 67,00 42,00 56,06 4,7 263.920 Karfi 23,50 20,50 21,88 101,7 2.224.939 Koli 40,50 35,00 39,25 2,0 78,980 Ufsi 30,50 24,50 26,12 24,3 635.934 Hlýri 24,50 24,50 24,50 7,4 207.168 Langa 31,50 23,50 28,08 7,4 207.168 Lúða 120,00 50,00 96,76 1,2 116.319 Annaö 36,33 0,4 13.145 Samtals 26,17 151,1 3.955.057 Aflinn á föstudag var úr Karlsefni RE 57 tonn, Eini HF 23 tonn, Aöalvík KE 18 tonn, Krossnesi SH 30 tonn og úr ýmsum bát- um. Á mánudag veröa boöin upp um 60 tonn úr aöalvík KE, mest karfi og auk þess bátafiskur, ýsa og fleira.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.