Morgunblaðið - 13.09.1987, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987
4
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, simi 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 55 kr. eintakiö.
Bókmenntahátíð
fyrir alla
Bókmenntahátíð 1987 hefst
í dag. Til hennar koma
þekktir rithöfundar austan hafs
og vestan. Knut Ödegárd, for-
stjóri Norræna hússins, lýsir
bakgrunni og tilgangi hátíðar-
innar með þessum orðum í
Morgunblaðinu á föstudaginn:
„Meginhugmyndin að baki
Bókmenntahátíðarinnar núna
er að skapa vettvang, hátíð, sem
sameinar norræn lönd í sterka
heild og vekur athygli á norræn-
um bókmenntum á alþjóðlegum
vettvangi. Bókmennahátíðin á
að styrkja bókmenntalega sam-
vinnu á Norðurlöndum, en
jafnframt er henni ætlað að
tengja saman norrænar bók-
menntir og bókmenntir annarra
málsvæða. Þess vegna bjóðum
við á hátíðina höfundum utan
Norðurlandanna, til dæmis frá
Suður-Ameríku, Þýskalandi,
Frakklandi, Englandi og Banda-
ríkjunum. Það er nauðsynlegt
til að við getum fylgst með
straumum og hugmyndum utan
þessa afmarkaða svæðis. Þetta
hófst allt á þeirri sterku trú sem
ég hef á orðinu, þar af leiðandi
skáldverkinu."
Það er glæsilegur hópur rit-
höfunda, sem sækir okkur
íslendinga heim á Bókmennta-
hátíðinni. Sést á mannvalinu,
að þeir, sem unnið hafa að und-
irbúningi hátíðarinnar, hafa
staðið vel að verki. Dagskrá er
einnig háttað með þeim hætti,
að allir, er áhuga hafa á bók-
menntum og skáldsagnagerð,
ættu að geta fundið eitthvað
við sitt hæfí. Er ekki að efa,
að hátíðin verður lyftistöng fyr-
ir íslenskar bókmenntir og
bókaútgáfu.
Gróska hefur einkennt bóka-
útgáfu hér undanfarin ár.
Bókamarkaðurinn virðist nokk-
uð sveiflukenndur. Stundum ber
ævisögur hæst, þá ljóð, skáld-
sögur eða þýdd skáldverk. Á
síðustu árum hefur áhuginn
ekki síst beinst að þýðingum og
skáldsagnagerð. Þess vegna
ætti Bókmenntahátíðin nú að
eiga góðan hljómgrunn hér hjá
okkur.
Bækur hafa aldrei verið fyrir
fámennan hóp á Islandi; þær
hafa verið almenningseign.
Bókmenntahátíð hér getur því
ekki verið fyrir útvalda heldur
alla, sem áhuga hafa á að kynn-
ast því, sem skáldin hafa fram
að færa. „Hátíðin er fyrir alla,“
segir Knut Ödegárd og bætir
við: „Þeir höfundar sem koma I
hingað núna eru afar skemmti-
legir, fólk með mikið hug-
myndaflug og frásagnarhæfí-
leika, sem allir hafa gaman af.“
Sérstök ástæða er til að vekja
athygli á þessum orðum og
hvetja fólk til að láta þetta ein-
stæða tækifæri til að komast í
tengsl við mikilvæga strauma í
menningarlífí samtímans ekki
fram hjá sér fara. Við búum í
litlu málsamfélagi en stórum
menningarheimi. Við höfum
fyrr og síðar megnað að skapa
okkur sess í þessum heimi með
framlagi í bókmenntum. Þá arf-
leifð verðum við að rækta.
Bókmenntahátíðin ætti að auð-
velda okkur það mikilvæga
starf. Einnig þess vegna er hún
fagnaðarefni.
Beygingar-
kerfið í
hættu
Eiður Guðnason, alþingis-
maður, birtir alvarlega
ádrepu um meðferð tungunnar
á öldum ljósvakans hér í Morg-
unblaðinu á föstudag. Beyging-
arkerfí íslenskunnar er ein af
meginstoðum tungunnar. Eftir
að hafa nefnt nokkur dæmi af
óteljandi, þar sem meðal annars
er vegið að þessu kerfí, segir
þingmaðurinn: „Ótrúlega marg-
ir málböðlar leika nú lausum
hala á öldum ljósvakans og eru
þar til mikillar bölvunar." Þetta
eru sterk orð en eiga rétt á
sér, og því miður ekki aðeins
um þá, sem hafa atvinnu af því
að flytja og semja fyrir útvarp
og sjónvarp. Við á blöðunum
stöndum einnig frammi fyrir
miklum og alvarlegum vanda.
Morgunblaðið hikar ekki við að
líta í eigin barm, þegar þessi
mál öll ber á góma.
Þegar rætt er um rekstur
fyrirtækja nú á tímum er orðið
gæði mjög í tísku. Því miður
virðist það ekki eiga upp á pall-
borðið hjá þeim, sem hafa
tungumálið að tæki við störf
sín. Hroðvirkni, subbuskapur og
virðingarleysi setur alltof sterk-
an svip á vinnubrögð þeirra.
Fræðsla og agi ásamt kunnáttu
og leikni ættu að vera kapps-
mál allra, sem byggja störf sín
á blessuðu móðurmálinu. Þá
þarf það einnig að fá nýjan og
virðulegri sess í skólakerfinu.
Erich Honecker, leiðtogi
kommúnista í Austur-
Þýskalandi eða Þýska
alþýðulýðveldinu, eins
og sá hluti Þýskalands,
sem Sovétmenn her-
námu eftir síðari heims-
styijöldina, heitir nú, var
í opinberri heimsókn í Sambandslýðveldinu
Þýskalandi, fyrrum hernámssvæði Banda-
ríkjamanna, Breta og Frakka, í vikunni.
Þegar litið verður yfir samskiptasögu Evr-
ópuþjóða, munu menn telja þessa heimsókn
með merkari tíðindum. Þess er skemmst
að minnast, að ekki er langt um liðið síðan
ástandið milli þessara tveggja hluta Þýska-
lands líktist helst því, sem nú ríkir milli
Norður- og Suður-Kóreu. Að vísu hafa
kommúnistar aldrei þorað að gera innrás
í Vestur-Þýskaland eins og í Suður-Kóreu
og Suður-Víetnam. En um langan aldur
hefur skipting Þýskalands, Berlínarmúr-
inn, sem reistur var undir yfirstjóm
Honeckers 1961, og takmörkun á ferða-
frelsi og upplýsingastreymi milli landa-
mæra austurs og vesturs í Þýskalandi
verið tákn og áminning um spennuna á
alþj óðavettvangi.
Honecker minnti á undirrót þessarar
spennu í skálaræðu í Bonn, þegar hann
sagði að sósíalismi og kapítalismi væru
eins og eldur og vatn; annað yrði að víkja
fyrir hinu. Hann greinir þó ekki aðeins á
við ráðamenn í Bonn um þetta, heldur einn-
ig hitt, hvemig framtíð ríkjanna í Þýska-
landi skuli háttað. Honecker, sem varð
nýlega 75 ára, hefur í nær fjömtíu ár
barist ákaft fyrir því, að stjómvöld í Bonn
viðurkenndu Þýska alþýðulýðveldið sem
fullvalda ríki er hefði óskorað sjálfstæði
um aldur og ævi. Helmut Kohl, kanslari
Vestur-Þýskalands, lítur hins vegar þannig
á, að heimsókn Honeckers staðfesti ásetn-
ing stjómar sinnar að vinna að framkvæmd
þeirrar stjómarskrárbundnu skyldu að
sameina Þýskaland í einu ríki. Ur þessum
ágreiningi var ekki leyst frekar en hinum
hugmyndafræðilega í viðræðum Kohls og
Honeckers.
Stefna Vesturlanda, samaðila Vestur-
Þjóðveija að Atlantshafsbandalaginu,
hefur verið sú, að sameina beri Þýskaland
í eitt ríki. Þá emm við, sem búum við lýð-
ræði og fjölflokkakerfi ekki svo hræddir
við hinn hugmyndafræðilega ágreining,
að við þomm ekki að leyfa öllum hugmynd-
um að njóta sín. Að okkar mati em það
ekki hin ólíku þjóðfélagskerfi í austri og
vestri, sem útiloka opin og fijáls sam-
skipti þjóða austan og vestan jámtjaldsins,
heldur þvermóðska einræðisherranna í
kommúnistaríkjunum; þeir þora ekki að
leyfa vorvindum frelsis að blása í ríkjum
sínum.
Langvinn áhrif heimsóknar Honeckers
eiga eftir að koma í ljós. Nú em um það
bil 15 ár liðin frá því, að Vestur-Þjóðveij-
ar tóku upp austurstefnuna svonefndu,
sem var upphafíð að breyttu andrúmslofti
í samskiptum þeirra við Austur-Þjóðveija.
Honecker fékk ekki að fara vestur yfir,
fyrr en ráðamönnum í Kreml þóknaðist.
Þótt Berlínarmúrinn standi enn, hefur
síðustu daga myndast ný glufa milli aust-
urs og vesturs í Þýskalandi. Hana á að
nota til að vestræn áhrif nái frekar en
áður til almennings í Austur-Þýskalandi.
Aðeins með meiri og betri tengslum tekst
að eyða tortryggni og auka traust milli
þjóða.
För utanríkis-
málanefndar
Á mánudaginn verður utanríkismála-
nefnd Alþingis í Strassborg, þar sem hún
ræðir við fulltrúa á þingi Evrópubanda-
lagsins. Síðan fer nefndin til Brússel og
kynnir sér störf Evrópubandalagsins og
Atlantshafsbandalagsins. Er þetta fyrsta
för nefndarinnar út fyrir landsteinana. Að
margra mati er það meira en tímabært,
að þeir þingmenn, sem kjömir hafa verið
til setu í utanríkismálanefnd, hleypi sam-
eiginlega heimdraganum. Fer vel á því,
að það sé gert með því að sækja heim
þing og stjómarsetur Evrópubandalagsins
og aðalstöðvar Atlantshafsbandalagsins.
Upphaf þessarar ferðar má rekja til
komu Willy de Clercq, sem kalla má ut-
anríkisráðherra Evrópubandalagsins,
hingað til lands sumarið 1986. Hann
hreyfði því þá við íslenska þingmenn, að
að þeir hittu starfsbræður sína á þingi
Evrópubandalagsins. Hefur málið síðan
þróast stig af stigi. Þar til nefndin heldur
nú utan undir formennsku Eyjólfs Konráðs
Jónssonar.
í samtali við Steingrím Hermannsson,
utanríkisráðherra, sem birtist í The Times
fyrir skömmu, kveður hann fast að orði
um nauðsyn þess fyrir Islendinga að fýlgj-
ast náið með því, sem er að gerast á
vettvangi Evrópubandalagsins. Það er nú
orðið mikilvægasti viðskiptavinur okkar,
hvort heldur litið er á innflutning eða út-
flutning.
Hér í Morgunblaðinu hefur oft verið
vakið máls á því á undanförnum missemm,
hve nauðsynlegt það er fyrir stjómmála-
menn okkar að ræða það í sínum hópi og
við aðra, hvaða stefnu stjómvöld og þjóðin
öll eigi að fýlgja gagnvart samstarfi Evr-
ópuþjóðanna. Það á ekki eftir að leysast
upp í náinni framtíð, þvert á móti er mark-
visst stefnt að því, að bandalagið verði
eitt markaðssvæði á árinu 1992; þá verði
320 milljón manna heimamarkaður innan
bandalagsins. Á næstu fimm árum er því
ólíklegt, að EB-ríkjunum fjölgi. En eftir
1992 kynni það að gerast og þá beinist
athyglin fyrst að Noregi og síðan Tyrk-
landi, þeim tveimur evrópsku NATO-ríkj-
um, sem enn em ekki í EB, fyrir utan
ísland.
Ásamt Norðmönnum og okkur em nú
fjögur hlutlaus ríki í EFTA, Fríverslunar-
samtökum Evrópu: Svíþjóð, Finnland,
Austurríki og Sviss. Eins og málum er nú
háttað skilgreina þessi ríki hlutleysisstefnu
sína á þann veg, að þau geti ekki gerst
aðilar að EB. Á hinn bóginn útilokar ekk-
ert í stofnskrá EB, að hlutlaus ríki gerist
aðilar að bandalaginu, sbr. írland. Hve
lengi verður hlutleysisstefna þessara þjóða
skilgreind með þessum hætti af stjóm-
völdum þeirra? Hjá þeim öllum hefur það
verið ein af forsendunúm fyrir hlutleysinu,
að þær séu að vemlegu leyti sjálfum sér
nógar á hættu- og ófriðartímum. Þessi
forsenda er orðin markleysa núna vegna
hins nána samstarfs þjóða og fyrirtækja
í efnahags-, tækni- og atvinnumálum.
Eins og kunnugt er nefna menn helst
kröfu EB um yfírráð yfír efnahagslögsögu
aðildarlandanna, þegar rætt er um hindr-
anir á leið íslands til nánari tengsla við
bandalagið. Fiskveiðistefna bandalagsins
ber þess skýr merki, að hún er samin af
fulltrúum þjóða, sem líta á sjávarútveg sem
aukabúgrein. Hún fældi Norðmenn frá
aðild í þjóðaratkvæðagreiðslunni 1972 og
hefur mætt harðri andstöðu fískveiðiþjóða.
En eins og hlutlausu ríkin ákveða það
sjálf, hvort þau gerast aðilar að EB, er
ákvörðunin um málið í okkar höndum varð-
andi aðild íslands, sem raunar hefur ekki
verið á dagskrá. Eftir að utanríkismála-
nefnd Alþingis hefur af eigin raun kynnst
starfsemi bandalagsins, ættu stjómmála-
menn okkar að vera betur í stakk búnir
en áður til þess að ræða mikilvæga stefnu-
mörkun af okkar hálfu.
Verkaskipti ráðuneyta
Steingrímur Hermannsson, utanríkis-
ráðherra, fór til Kanada í því skyni að
hitta flokksbræður í svonefndum fijáls-
lyndum flokkum og í leiðinni ætlaði hann
að ræða við fulltrúa Bandaríkjastjórnar
um hvalamálið eða réttara sagt afleiðingar
þess. Þegar á reyndi kom ekki sá maður
frá Washington, sem Steingrímur taldi við
hæfí að hitta; hann var frá viðskiptaráðu-
neytinu. Það var í samræmi við stefnu-
mörkun íslenskra stjómvalda, að
utanríkisráðherra vildi geta rætt samskipt-
in við Bandaríkin á breiðum grundvelli.
Þar var um stórpólitíska ákvörðun að
ræða, sem ekki skal deilt um hér, heldur
hugað almennt að hinu, hvort utanríkisráð-
herra íslands geti ekki rætt við embættis-
menn úr viðskiptaráðuneytum annarra
þjóða.
Steingrímur Hermannsson tók við emb-
ætti utanríkisráðherra í ráðuneyti Þor-
steins Pálssonar með því fororði, að
utanríkisráðuneytið tæki við verkefnum,
sem hingað til hafa verið í höndum við-
skiptaráðuneytisins. Að vísu hefur ekki
enn verið skýrt opinberlega frá því, hvem-
ig uppstokkun ráðuneytanna skal háttað.
Þó virðist augljóst, að samskipti íslands
við EFTA og EB falli alfarið undir utanrík-
isráðuneytið, einnig viðskiptasamningar
milli ríkja svo sem við Sovétríkin. Á hinn
bóginn er talið líklegt, að samskiptin við
OECD, eða Efnahagssamvinnu- og þróun-
arstofnunina í París, Alþjóðabankann og
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn verði áfram hjá
viðskiptaráðuneytinu.
Spyija má, hvort þetta séu nægilega
skýr mörk. Það er staðreynd, að mörg
ráðuneyti fara með utanríkismál á sínum
starfssviðum. Þannig annast menntamála-
ráðuneytið til dæmis málefni er snerta
UNESCO, eða Menningarstofnun Samein-
uðu þjóðanna; umdeilda stofnun, sem nýr
menntamálaráðherra ætti að líta á með
það í huga, hvort ástæða sé til áfram-
haldandi aðildar að henni. Þá er norrænt
samstarf framkvæmt með þeim hætti, að
bein samskipti eru milli ráðuneyta án milli-
göngu utanríkisráðuneytisins.
Tilfærslan á utanríkisviðskiptunum úr
viðskiptaráðuneytinu yfír í utanríkisráðu-
neytið er til þess fallin að auka miðstýringu
í framkvæmd utanríkisstefnunnar og af
henni leiðir, að utanríkisráðherra okkar
verður að láta viðskiptamál meira til sín
taka en áður. Hann og embættismenn
utanríkisráðuneytisins verða því að vera
við því búnir að ræða jafnt við embættis-
menn úr viðskiptaráðuneytum sem ut-
anríkisráðuneytum annarra þjóða. Er ekki
vafí á, að hin nýja skipan eykur nauðsyn
þess fyrir utanríkisráðherra að ferðast víða
til að halda fram málum okkar. Morgun-
blaðið hefur lýst yfír stuðningi við þessa
nýju skipan á stjóm utanríkismála og ut-
anríkisviðskipta. Við eðlilegar aðstæður
ætti hún að stuðla að markvissri stjóm
og nýta starfskrafta betur en til þessa.
Þátttakan í OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðn-
um og Alþjóðabankanum lýtur fremur að
stjóm efnahagsmála en utanríkismála og
á því vel heima í viðskiptaráðuneytinu en
þó kannski frekar fjármálaráðuneytinu.
Forræði hvalamálsins
Hvaladeilan við Bandaríkjamenn minnir
á, hve skipuleg vinnubrögð í samskiptum
ríkja em nauðsynleg til að ekki komi til
vandræða. í baksíðufrétt Morgunblaðsins
síðastliðinn miðvikudag er sagt frá deilum
í bandaríska stjómarráðinu um það, hver
skyldi hafa forræði í viðræðunum um
hvalamál við fulltrúa íslands, eftir að Þor-
steinn Pálsson hafði svarað jákvætt þeirri
tillögu Ronalds Reagan, að frekar yrði
rætt um málið. í fréttinni segir meðal
annars:
„Á fundi í Washington í gær mun dr.
Calio [fráfarandi sjávarútvegsráðherra
Bandaríkjanna] hafa bmgðist hinn versti
við þegar nefnt var að bandaríska utanrík-
isráðuneytið myndi leiða viðræðurnar og
hafði fréttaritari Morgunblaðsins í Banda-
ríkjunum það eftir viðstöddum að Calio
hefði sagt byrstur að hann yrði sjálfur í
forsvari."
Menn þurfa ekki að hafa mikinn áhuga
á bandarískum stjómmálum, fréttum um
þau eða frásögnum í blöðum, bókum og
tímaritum, til að komast að raun um að
í Washington slást embættismenn hart um
hvem bita. Alexander Haig, sem var for-
veri George Shultz sem utanríkisráðherra
í stjóm Reagans, lýsir því í bók um ráð-
herratíma sinn, að hann hafí aldrei fengið
tækifæri til að ræða einslega við forset-
ann, enda hafí starfsmenn í Hvíta húsinu
litið á það, sem eitt helsta hlutverk sitt
að „veija" forsetann, oft í því skyni að
hrifsa í sínar hendur mál, sem voru á verk-
sviði annarra. Vopnasalan til írans,
stuðningurinn við kontra-skærluliðana í
Nicaragua og það, sem í kjölfarið hefur
siglt, sýnir, að nánustu starfsmenn forset-
ans í Hvíta húsinu láta hann ekki einu
sinni fylgjast náið með athöfnum sínum,
hvað þá heldur, að þeir geri starfsmönnum
ráðuneyta grein fyrir þeim.
________MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987___31
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 12. september
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Hvaladeilan við okkur Islendinga hefur
verið undir forræði bandaríska viðskipta-
ráðuneytisins, en þar hafa einnig komið
við sögu dómsmálaráðuneytið, utanríkis-
ráðunejrtið, vamarmálaráðuneytið og
starfsmenn þjóðaröryggisráðsins, sem sitja
í Hvíta húsinu. Þegar Þorsteinn Pálsson
ritaði Ronald Reagan bréf á dögunum, var
vafalaust um tilraun af hálfu íslenskra
stjómvalda að ræða, er miðaði að því að
skjóta deilunni úr höndum hinna lægra
settu embættismanna til hinna, sem hærra
era á hrygginn reistir. Sömu viðleitni varð
vart, þegar látið var í ljós af hálfu íslenskra
stjómvalda, að þau kærðu sig ekki um,
að utanríkisráðherra íslands hitti dr. Calio
að máli, eftir að Reagan svaraði bréfi
Þorsteins með því að bjóða upp á frekari
viðræður.
Eins og áður er greint frá heimtaði dr.
Calio að fara með forræði málsins og hafði
betur í stríðinu i Washington um form og
titla. Sú staðreynd, að 11 menn vora í
bandarísku sendinefndinni í Ottawa og
þeirra á meðal fulltrúar dómsmálaráðu-
neytisins sýnir, að henni var ætlað að
ræða málið til þrautar og ná samkomu-
lagi. Nefndin hafði umboð til að semja
innan þeirra marka, sem lögfræðingar
töldu í samræmi við bandarísk lög.
Þegar öllu er á botninn hvolft, kann það
að hafa verið lykill að lausn málsins hjá
Bandaríkjamönnum, að dr. Calio hefði for-
ystu fyrir þeim í Ottawa. Á hinn bóginn
kann að vera, að hann hafí ekki átt síðasta
orðið um hina efnislegu hlið tillagna
Bandaríkjamanna. Eðlilegt er að spurt sé,
hvers vegna gátu Bandaríkjamenn ekki
tilkynnt það fyrr en á miðvikudaginn, að
þeir væra samþykkir stefnu Islendinga?
Svarið kann að felast í því, að það var
ekki fyrr en þá og eftir málskot til Reag-
ans, sem nógu valdamiklir menn í Wash-
ington tóku fram fyrir hendumar á þeim,
sem vora að setja Bandaríkjamenn og ís-
lendinga í ófyrirsjáanlegan vanda með
stífni og óbilgimi. Þess vegna kom dr.
Calio með það veganesti til Ottawa að ná
samkomulagi við íslendinga. Og vegna
stöðu sinnar í bandaríska stjómkerfínu var
hann líklega eini bandaríski embættismað-
urinn, sem hafði nægilegan þunga inn á
við til að halda uppi málsvöm fyrir stefnu-
breytingunni, sem í tillögum Bandaríkja-
Stjómar felst.
Málsmeðferð okkar
Rannsóknir á meðferð íslenskra utanrík-
ismála eru af skomum skammti. Hvala-
málið og gangur þess síðustu daga væri
tilvalið rannsóknaverkefni. Líklega kæmi
í ljós, að nokkurs ósamræmis gætti í opin-
beram yfirlýsingum einstakra ráðherra.
Skulu nefnd nokkur dæmi. Þegar íslensk
stjómvöld gáfu út yfirlýsingu sína 27.
ágúst, var látið líta þannig út gagnvart
almenningi, að um málsmeðferðina hefði
ekki verið rætt fyrirfram við Bandaríkja-
stjóm. Annað hefur komið í ljós og fékkst
best staðfest með því, að veiðum á 20
sandreyðum var frestað fram yfír 10. sept-
ember að ósk Bandaríkjamanna, en þann
9. september lagði dr. Calio fram sáttatil-
boðið. Halldór Asgrímsson sagði, að þessi
frestun væri vegna þess að svo vont veður
væri á miðunum, að ekki væri unnt að
veiða. Menn muna ekki marga jafn góða
haustdaga og síðan hafa verið.
Bandaríkjamenn kynntu tillögur sínar á
miðvikudag. Allan þann dag talaði
Steingrímur Hermannsson, utanríkisráð-
herra, eins og málið væri í miklum hnút
en segir svo daginn eftir, að í tillögum
Bandaríkjamanna felist viðunandi lausn
og gefur jafnframt til kynna, að ástæðan
sé sú, að hann ræddi ekki sjálfur við dr.
Calio. Hvers vegna breyttist tónninn í ut-
anríkisráðherra jafn mikið og raun ber
vitni á jafn skömmum tíma? Hann sat þó
með sömu tillögumar báða dagana fyrir
framan sig? Hvers vegna er látið í veðri
vaka, að Bandaríkjamenn hafi tekið sér
tveggja klukkustunda umþóttunartíma í
Ottawa og síðan komið með skriflegt til-
boð? Reyndin er, að þeir hreyfðu strax
munnlega hugmyndum um lausn málsins,
sem þeir settu síðan niður á blað og kynntu
eftir hálftíma fundarhlé.
Hver hefur verið hlutur íslenskra emb-
ættismanna í málinu? Hefur sendiráð
íslands í Washington metið gang þess rétt
og veitt þau ráð, sem best hafa dugað
hveiju sinni? Var það rétt mat, að
Steingrímur Hermannsson ætti ekki að
ræða við dr. Calio? Eftir að lyktir hafa
fengist í hvalamálinu og menn líta yfír
atburði síðustu daga í meiri ró, ætti ut-
anríkismálanefnd Alþingis að láta embætt-
ismenn semja fyrir sig skýrslu um
málsmeðferðina hjá íslenskum stjómvöld-
um. Hana mætti nota til að átta sig á
því, hvað betur mætti fara við afgreiðslu
alvarlegra utanríkismála.
Loks er tímabært, að þeir menn, sem
alltaf vilja skjóta öllum málum, er koma
upp í samskiptum okkar og Bandaríkjanna
undir vamarsamninginn, geri sér grein
fyrir því, að með þessum málskotum era
þeir að grafa undan meginforsendu samn-
ingsins, að vamarliðið sé héma vegna
öryggishagsmuna okkar íslendinga sjálfra.
Þeir menn, sem segja að varnarsamstarf
íslands og Bandaríkjanna sé undir því
komið, hvort ríkin geti samið um hvalveið-
ar eða ekki, eiga ekki auðvelt með að
standa á því fastar en fótunum, að öryggis-
hagsmunir ráði úrslitum í vamarsamstarf-
inu. Af skrifum framsóknarmanna í
Tímann mátti ráða, að hvalamálið stjóm-
aði afstöðu þeirra til varaflugvallar fyrir
alþjóðaflug! Skyldi mega leggja hann
núna?
Á mánudaginn
verður utanríkis-
málanefnd Alþingis
í Strassborg, þar
sem hún raeðir við
fulltrúa á þingi
Evrópubandalags-
ins. Síðan fer
nefndin til Briissel
og kynnir sér störf
Evrópubandalags-
ins og Atlantshafs-
bandalagsins. Er
þetta fyrsta f ör
nefndarinnar út
fyrir landsteinana.
Að margra mati er
það meira en tíma-
bært, að þeir
þingmenn, sem
kjörnir hafa verið
til setu í utanríkis-
málanefnd, hleypi
sameiginlega heim-
draganum. Fer vel
á því, að það sé
gert með því að
sækja heim þing og
stjórnarsetur Evr-
ópubandalagsins og
aðalstöðvar Atl-
antshaf sbandalags-
ins. x