Morgunblaðið - 13.09.1987, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987
33-
Afmæliskveðja:
Jón Þórarins-
son tónskáld
Jón Þórarinsson tónskáld og fyrr-
verandi dagskrárstjóri Sjónvarpsins
er 70 ára í dag.
Nú er hartnær hálf öld síðan Jón
fór að starfa við Ríkisútvarpið. Að
vísu hefur hann ekki unnið þar sam-
fellt allan þennan tíma, en frá því
er hann hóf starf árið 1938 hjá
Útvarpinu, sem þá var í Landssíma-
húsinu við Austurvöll, hefur hann
lengst af verið tengdur stofnuninni,
ýmist sem fastur starfsmaður í
ýmsum deildum hennar eða í þjón-
ustu aðila sem henni eru nátengdir.
Þannig var hann móttökustjóri,
þulur, fréttamaður og síðast en
ekki síst var hann fulltrúi í Tónlist-
ardeild Útvarpsins um níu ára skeið,
áður en hann gerðist framkvæmda-
stjóri Sinfóníuhljómsveitar Islands.
A Tónlistardeild Útvarpsins vann
hann ötullega að því að efla tónlist-
arþekkingu og bæta tónlistarsmekk
langsmanna, og að því að gera
Útvarpið að „tónleikasal allrar þjóð-
arinnar“. Þá átti hann afgerandi
þátt í því að Sinfóníuhljómsveit ís-
lands var stofnuð.
Persónuleg kynni okkar hófust
er hann var skipaður dagskrárstjóri
Lista- og skemmtideildar Sjón-
varpsins árið 1968, en þeirri stöðu
gegndi hann til ársins 1979. Með
okkur tókst strax hið besta sam-
starf sem aldrei bar neinn skugga
á. Dagskrárstjóri Lista- og
skemmtideildar þurfti bæði að
stjóma veigamiklum hluta hinnar
innlendu dagskrárgerðar og sinna
aðdráttum á erlendu lista- og
skemmtiefni. A þessu umfangs-
mikla sviði nýttust fjölþættir
hæfíleikar hans og víðtæk menntun
frábærlega vel.
Þegar Jón Þórarinsson lét af
embætti hjá Sjónvarpinu árið 1979
settist hann ekki í helgan stein,
síður en svo. Hann hefur tekið að
sér ýmis verkefni fýrir Sjónvarpið
bæði á sviði tónlistar og eins við
þýðingar, þegar mikils hefur þótt
við þurfa. Þá tók hann sæti í út-
varpsráði árið 1983 og þar hefur
reynsla hans og glöggskyggni verið
stofnuninni til mikilla heilla.
Auk þess hefur hlaðist á hann
Qöldi verkefna fyrir ýmsa aðra, og
nú síðast hefur hann tekið að sér
framkvæmdastjóm Listahátíðar.
Ég vil nota þetta tækifæri til að
þakka Jóni ánægjulega samvinnu
og góða vináttu, og ég vona að
Ríkisútvarpið og þjóðin öll megi enn
njóta krafta hans um langa hríð
og sendi honum og fjölskyldu hans
innilegar ámaðaróskir á þessum
merkisdegi.
Pétur Guðfinnsson
Kveðja frá stjórn Sin-
fóníuhljómsveitar íslands
Fyrir réttum fjórum áratugum
kom Jón Þórarinsson heim til fs-
lands frá Bandaríkjunum þar sem
hann hafði verið við nám í tónsmíð-
um, lengst af hjá Paul Hindemith,
hinu þekkta tónskáldi. Þegar Jón
fór utan til námsdvalarinnar fjórum
árum áður hafði tónlistariðkun hér
á landi sýnt ótvíræð merki vaxtar
og uppgangs og gefið fyrirheit um
að hér væri að skapast grundvöllur
fyrir uppbyggingu íslenskrar sin-
fóníuhljómsveitar. Við heimkomuna
varð Jón þess strax áskynja að
ástand hljómsveitarmála hafði ekk-
ert þokast áfram á þessum fjórum
árum nema síður væri. Efniviðurinn
var svo sannarlega fyrir hendi og
sömuleiðis viljinn hjá tónlistarfólki,
en það var ekki nóg. Vaxtarsprotinn
sem Jón hafði skynjað áður en hann
hélt utan var að veslast upp vegna
tómlætis og aðgerðarleysis, þrátt
fyrir það að hér voru eldheitir hug-
sjónamenn sem lögðu málefninu lið
eftir bestu getu. Það hefur löngum
sýnt sig að ekki nægir að nokkrir
áhugasamir hljóðfæraleikarar hitt-
ist og stilli saman strengi sína og
haldi jafnvel eina og eina tónleika,
meira þarf til ef úr á að verða reglu-
bundið tónleikahald og lifandi
tónlistarlíf. Það sem vantaði var
markviss skipulagning, réttur
þrýstingur á réttum stöðum og óbil-
andi trú á málstaðinn. Allt þetta
hafði Jón til að bera í ríkum mæli
og hann tók þegar til óspilltra mála
að koma hreyfingu á uppbygging-
una. Fljótlega fór að gæta árangurs
af starfí Jóns. Stjómmálamenn og
forráðamenn ríkisútvarps fóru að
ræða um stofnun sinfóníuhljóm-
sveitar af fyllstu alvöru fyrir til-
stuðlan áðumefndra hugsjóna-
manna undir öruggri skipulagningu
Jóns. Er það til vitnis um ódrep-
andi elju Jóns og markvissa baráttu
að Sinfóníuhljómsveit íslands var
stofnuð árið 1950 eins og kunnugt
er, aðeins nokkrum árum eftir að
Jón lét málið til sín taka.
Jón Þórarinsson varð fyrsti
stjómarformaður hljómsveitarinnar
og kom það þannig í hans hlut að
stýra málum hennar á erfíðasta og
viðkvæmasta tímaskeiðinu, því
sporin voru þung og ótrúlega marg-
ar torfærur á veginum. Skömmu
seinna tók hann að sér fram-
kvæmdastjóm á rekstri hljómsveit-
arinnar og sýndi þar djörfung og
stórhug með auknu tónleikahaldi
og tónleikaferðum út á landsbyggð-
ina. Þannig hélt Jón um stjórnvölinn
Ungir einsöngvarar á
sunnudögum í Óperu
VEITINGASTAÐURINN Ópera
í Lækjargötu 2 ætlar að efna til
„Óperukvölda" á sunnudögum í
vetur. Þar munu söngnemar sem
komnir eru vel á veg í námi koma
fram. í kvöld mun Kristinn Sig-
mundsson einssöngvari hrinda
þessari dagskrá úr vör. Matur
verður framreiddur frá kl. 18.00,
en söngdagskráin hefst um kl.
22.00 og stendur í rúma klukku-
stund. Næsta sunnudag skemmt-
ir Halla Margrét Arnadóttir
gestum.
Fyrir réttum mánuði keypti
Bjami Óskarsson Óperu. Hefur
hann í hyggju að brydda upp á
ýmsum nýjungum í rekstrinum. Á
fímmtudag verður efnt til fyrsta
sælkerakvöldsins þar sem kunnir
matmenn ráða seðli kvöldins. Jón
Páll Sigmarsson ætlar að bjóða
gestum upp á krásir að eigin hætti.
Viku síðar verða hjónin Bryndís
Schram og Jón Baldvin Hannibals-
son allsráðandi í eldhúsi Óperu.
Annan hvem fimmtudag verða
boðið upp á þjóðlega rétti frá öllum
heimshornum í veitingahúsinu. Hið
fyrsta verður haldið eftir mánuð og
eru japanskir kokkar og þjónustulið
væntanlegir til landsins af því til-
efni. Hálfum mánuði síðan mun
rússnesk matargerðarlist verða
kynnt með fulltingi sovéska sendi-
ráðsins í Reykjavík að sögn Bjama.
Mánudags, þriðjudags og mið-
vikudagskvöld verður Operu breytt
í „píanóbar“. Fengnir verða þekktir
píanóleikarar, íslenskir og erlendir
til þess að skemmta gestum. Við
undirleik þeirra má gæða sér á rétt-
um af smáréttaseðli.
í hádeginu býður Ópera upp á
skeldýrahlaðborð.
fyrstu tíu árin í tilvist hljómsveitar-
innar og gerði mun betur en að
halda lífínu í þessu viðkvæma af-
kvæmi sem hann átti svo drjúgan
þátt í að yrði að veruleika, því hon-
um tókst að sanna tilverurétt
hennar fyrir ráðamönnum og þjóð-
inni.
Þáttur Jóns í íslensku tónlist-
arlífí nær langt út fyrir ofangreinda
hlutdeild í tilurð Sinfóníuhljómsveit-
ar íslands og er hann mun þekktari
hjá þjóðinni sem tónskáld og laga-
smiður en sem hugmyndafræðingur
og hljómsveitarsmiður. Þótt ekki
liggi mörg tónverk eftir Jón ef mið-
að er við önnur tónskáld, sem
helgað hafa sig einvörðungu
tónsmíðum, þá hefur hann samið
tónverk og hugljúf lög sem lifa
munu með þjóðinni um ókomna tíð.
Auk tónsrníðanna hefur Jón lagt
sig fram við að útsetja ástsæl söng-
lög eldri íslenskra tónskálda fyrir
hljómsveitir, kóra og einsöngvara
og stuðlað þannig að því að þau
eigi sinn fasta sess í íslenskri tón-
verkaskrá. Á síðari árum hefur Jón
helgað sig kennslustörfum auk
margháttaðra ábyrgðar- og stjóm-
unarstarfa sem of langt mál yrði
upp að telja.
Stjórn Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands árnar Jóni Þórarinssyni heilla
á afmælisdaginn og færir honum
þakkir fyrir hans mikla og ómetan-
lega þátt í tónlistarlífí íslendinga.
Fyrir u.þ.b. fjórum áratugum
kom blessaður dr. Edelstein með
nokkra íslenska húsganga í
kennslutíma til okkar, krakkanna.
Við þekktum þessar vísur mætavel,
„Stebbi stóð á ströndu", o.fl. slíkar.
En hér vom þær í félagi við ýmsa
nýstárlega tóna og það var einmitt
vegna tónanna, sem sá góði dr.
Heinz færði okkur þessa húsganga
nú. Hann benti okkur líka ákveðið
á nafn höfundarins, Jóns Þórarins-
sonar. „Hann er íslenkt tónskáld,"
sagði kennarinn. Það var nú eitt-
hvað nýtt!
Ég minnist þess vel, hvað það
var skemmtilega erfítt að ná þess-
um nýju tónum, grípa þá, bókstaf-
lega, á blokkflautunum okkar. (Við
þóttumst nú öll vera orðin nokkuð
lipur á „Signirsólarstiginu" í blokk-
flautuleik og nótnalestri, upp að
fjórum formerkjum!). En hér var
eitthvað nýtt og ferskt og öðruvísi
háttalag tóna, líkt og ný leið opnað-
ist til áður óþekktra átta. Eitthvað
skaut rótum.
Það var vor, komið að enda nám-
skeiðs, og allt í einu stóðum við
frammi fyrir „erfíðu" nýnæmi.
Þetta var hrollvekjandi reynsla
fyrir sum okkar, en hrífandi fyrir
önnur. Það var m.a. götuþing um
málið. Ein röddin hélt því fram, að
við kæmumst bara aldrei almenni-
lega inn í Tónlistarskólann, ef verið
væri að leggja fyrir okkur svona
„nýtt og nýtt“, sem ekki fannst hjá
Kuhlau eða Clementi og við gætum
ekki ráðið við, og það væri ekki
„meiningin með Undirbúningsdeild-
inni“. Onnur rödd hafði fyrir satt,
að höfundur þessara laga væri ekki,-
tónskáld frá einhverri hirð með
hárkollu, „bara íslendingur", og
ekkert frægur í útlöndum, og það
væri ekki heldur meiningin, að Við
ættum að glíma við hugarfóstur úr
þeirri áttinni. En önnur rödd mælti
þessu uppátæki „doktorsins“ bót,
því að hann hefði alltaf viljað okkur
vel. Var okkur t.d. ekki í fersku
minni „asnalegi keðjusöngurinn",
sem reyndist svo við nánari kynni
vera hluti Allegretto scherzando
þáttarins í VIII. sinfóníu Beet-
hovens?
Og svo voru einhveijir, sem höfðu
gaman af þessum lögum, af því að
þau voru ný og öðruvísi en önnur
lög, sem heyrst höfðu, og gátu enga
aðra grein gert fyrir áliti sínu.
Þannig leiddi þessi fyrsta við-
kynning við íslenskt tónskáld, sem
ég man eftir, til flokkadrátta og
skoðanaskipta, sem sjálfsagt eru
ekki útkljáð enn.
Ég held, að andsnúnu raddimar
gegn því, sem er nýtt og öðruvísi,
íslenskt í ofanálag, og ekki stutt
af útlenskum koparstungum, séu
• svipaðar nú og þá. Hinar raddimar
lifa líka, sem betur fer. Þær mynda
engan kór í venjulegum skilningi,
„troða strý“, hver með sínum hætti. *
Jón Þórarinsson hefur átt stóra
hlutdeild í þeirri raddsetningu.
Hlutdeild? Það er líklega alrangt
orð. Hann kenndi okkur þessar
raddir, beint eða óbeint, án allrar
viðkvæmni. Hann ætti í raun að
óska okkur til hamingju með dag-
inn!
Þorkell Sigurbjörnsson
Afmæliskveðja:
Gunnar Jónas-
son forstjóri
I dag, sunnudaginn 13. septem-
ber, er Gunnar Jónasson forstjóri
Stálhúsgagna áttræður. Hann
fæddist í Garðhúsum á Eyrarbakka
árið 1907, sonur hjónanna Jónasar
Einarssonar sjómanns og konu
hans, Guðleifar Gunnarsdóttur hús-
freyju.
Á sínum yngri árum kom Gunnar
víða við. Hann tók mótoristapróf á
Eyrarbakka 1922 og hélt að því
loknu til Reykjavíkur hvar hann fór
í læri í jámsmíðum hjá Þorsteini
Jónssyni á Vesturgötu 33. Því námi
lauk hann 1927 eða fyrir réttum
60 árum. Ekki nægði þetta heldur
réðst hann til utanferðar við þriðja
mann, sem þá taldist hreint til
tíðinda og það til Þýskalands, til
að nema flugvirkjun sem vom enn
meiri tíðindi, þar sem flugið var þá
á sínum sokkabandsámm um heim
allan, hvað þá hér á landi. Hann
stundaði flugvirkjanámið hjá
Deutsche Lufthansa í Berlín og lauk
því á hálfu öðm ári.
Þetta var framsýnin sem hefur
fylgt Gunnari alla tíð.
Fljótlega eftir heimkomuna 1928
hóf hann störf hjá nýstofnuðu Flug-
félagi íslands hf. I þeirri vist var
hann, þar til félagið lagði upp laup-
ana árið 1931. Hann starfaði einnig
hjá Flugfélagi Akureyrar 1938—39.
Gunnar sagði þó ekki skilið við
flugið þótt Flugfélagið legði niður
starfsemi sína. Ásamt félaga sínum,
Bimi Ólsen flugvirkja, sem einnig
stóð uppi atvinnulaus á krepputíma,
hófst hann handa um smíði lítillar
tvíþekju. Þar sem ekkert flugfélag
var starfrækt í landinu ætluðu þeir
félagar flugvélinni að þjóna þjálfun
og endurmenntun reyndra og nýrra
flugmanna. Vélin, sem hlaut ein-
kennisstafina TF-ÖGN, var full-
smíðuð u.þ.b. ári eftir að
undirbúningur og hönnun hófst og
var hún fyrst sýnd almenningi í
júní 1932. Erfíðlega gekk að fá
hreyfil á vélina og það var ekki
««fyrr en sjö ámm síðar að >safnast
hafði nægt fé til að festa kaup á
hreyflinum. Þrátt fyrir mótbyrinn
gáfíist félagamir ekki upp. Vélinni
var svo flogið í fyrsta skipti 24.
nóvember 1940. Henni stjórnaði
Öm Ó. Johnson, síðar forstjóri end-
urreists Flugfélags Islands, og var
hann eini flugmaðurinn sem flaug
TF-ÖGN. Ástæðan var sú að þegar
Island var hemumið af Bretum var
lagt blátt bann við frekari ferðum
TF-Agnar og var henni því aðeins
flogið fjómm sinnum árið 1940.
Síðan var hún tekin í sundur og
komið fyrir í geymslu.
U.þ.b. fjömtíu ámm eftir að vél-
inni hafði verið komið fyrir í
geymslu fór Flugsögufélagið fram
á það við Gunnar og Gísla Sigurðs-
son að þeir tækju að sér endursmíði
TF-Agnar. Það var gert og fórst
vel úr hendi. TF-ÖGN prýðir nú
„loftin blá“ í hinni nýju Flugstöð
Leifs Eiríkssonar suður á Keflavík-
urflugvelli þar sem allir þeir sem
leið eiga um stöðina geta barið
þennan völundargrip augum.
„Illt er að sjá við hags manns
höggi" segir máltækið og hafí ör-
laganomimar ætlað Gunnari
Jónassyni að drepast úr eymd og
volæði kreppuáranna sáu þær ekki
við hans höggi. Árið 1933 stofnaði
Gunnar ásamt Bimi Ólsen mjög
nýstárlegt fyrirtæki síns tíma og
nefndu þeir það Stálhúsgögn. Stál-
húsgögn var án efa eitthvert
blómlegasta iðnaðarfyrirtæki hér á
landi um árabil enda lagði Gunnar
mikla alúð við vöxt þess og upp-
gang. Þá var ekki spurt um nein
„vökulög", heldur unnið myrkranna
á milli, jafnt helgidaga sem rúm-
helga daga. Fyrirtækinu hefur hann
veitt forstöðu allar götur frá stofn-
un til þessa dags og ekkert farar-
snið á honum að sjá enda Gunnar
við hestaheilsu þótt hann að vísu
heyri aðeins það sem hann vill.
Gunnar hefur verið virkur þátt-
takandi í félagsmálum. Hann sat í
■ v stjóm i a x>g»< -,varastjóm> ** Félags
íslenskra iðnrekenda 1956—62, og
lét þar til sín taka. í stjóm Stang-
veiðifélags Reykjavíkur sat hann
einnig á árunum 1957—65, en
Gunnar er mikill unnandi stang-
veiða. Víst er að margur maðurinn
á góðar endurminningar með hon-
um á fögrum bökkum íslenskra
laxveiðiáa. Í þessari grein er hann
hreinn lista- og íþróttamaður, því
honum er meira virði fagurt um-
hverfí og góður aðbúnaður en mikil
veiði. Þess má geta að Gunnar gaf
Stangveiðifélaginu Stálhúsgagna-
bikarinn í von um að það mætti
verða til þess að efla þá íþrótt að
veiða á flugu; þá íþrótt að maður
og náttúra ættu sömu möguleika í -
glímunni við náttúruna; fluguveið-
inni. Þannig má hveijum ljóst vera
að þar sem Gunnar hefur farið um
má sjá merki um gjörva hönd völ-
undarsmiðsins og eljumannsins.
26. maí 1934 gekk Gunnar að
eiga Önnu Sigríði dóttur Jóns Ólafs-
sonar bónda og sjómanns í
Reykjavík og konu hans, Guðrúnar
Gísladóttur. Anna Sigríður ólst að
nokkru leyti upp á Brekku f Lóni í
Austur-Skaftafellssýslu.
Þau Gunnar og Anna eiga ijögur
böm, en það eru: Jón framleiðslu-x _
stjóri, kvæntur Nínu Hannesdóttur,
Guðleif, gift Axeli Aspelund, Anna
Lilja, gift Agnari Kristjánssyni og
yngstur er Bjöm framkvæmda-
stjóri, kvæntur Dagmar Bergmann.
Þess skal getið að Gunnar og
Anna ætla að taka á móti gestum
á heimili sfnu að Langagerði 9 hér
íborg milli klukkan 16 og 19. *
miiiiiitiMiiuiMMiiai ak.s £