Morgunblaðið - 13.09.1987, Side 35

Morgunblaðið - 13.09.1987, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987 35 St|örnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Ágæti stjömuspekingur! Ég er ung snót, Sporðdreki, fædd í Reykjavík fimmtu- daginn 26.10.1967 kl. 10.45. Mig fýsir að vita hvað stjöm- umar segja um helstu einkenni persónuleika míns. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna, Sporðdreki." Svar: Þú hefur Sól, Merkúr og Rísandi merki í Sproðdreka, Tungl í Ljóni, Venus, Plútó og Úranus á Miðhimni í Meyju og Mars í Steingeit. ÞaÖ helsta Helstu einkenni persóriuleika þíns eru staðfesta, ráðríki, sjálfstæði, skipulagshæfí- leikar og þörf fyrir þekkingu. Andlegir og listrænir hæfi- leikar eru einnig til staðar. Að auki má segja að þú sér tilfinningamikil og skapstór. Föst fyrir Sporðdreki og Ljón saman tákna að þú ert föst fyrir, bæði hvað varðar að vera þrjósk og ákveðin og það að vera fastur persónuleiki, þ.e. vilja móta ákveðinn stíl og halda þig við hann. RáÖrík Sömu merki ásamt Steingeit tákna að þú ert ráðrík og veist iðulega sjálf hvað þér og öðmm er fyrir bestu. Þú ert því ágætur stjómandi svo framarlega sem þú getur ráðið við tilfinningar þínar og skap. Opin og lokuÖ Að vera Sporðdreki og Ljón táknar að þú átt það til að vera ýmist hlédræg og vilja láta lítið á þér bera eða vera áberandi og í sviðsljósinu. Nokkurs konar foringi í leynifélagi eða kynnir í leyni- legum næturklúbbi. Dramatísk Helstu merki þín, Sporðdreki og Ljón, eru dramatísk, þ.e. allt sem gerist hjá þér er stórt, mikið og merkilegt. SjálfstœÖ Úranus á Miðhimni táknar og þú vilt fara þínar leiðir innan þjóðfélagsins og vilt fást við spennandi viðfangs- efni. Þú ert því að mörgu leyti sérstakur persónuleiki. Þar sem Merkúr er Rísandi er mögulegt að störf við fjöl- miðla eða viðskipti gætu átt við þig. SkipulögÖ Mars í Steingeit táknar að þú ert dugleg og skipulögð í vinnu. Þú hefur hæfileika til að skipuleggja fram í tímann og hefur hæfíleika sem framkvæmdastjóri. Listrœn Neptúnus Rísandi og Venus á Miðhimni tákna að þú ert næm og hefur sterkt fegurð- arskyn, hefur t.d. ágætt eyra fyrir tónlist. Sterkur Júpíter táknar síðan að þú vilt víkka sjóndeildarhring þinn, ferð- ast og bæta við þig þekk- ingu. Lifandi störf sem tengjast viðskiptum, ferða- lögum og stjómun gætu því átt vel við þig. ViÖkvœm Það sem þú helst þarft að varast er að vera of viðkvæm fyrir sjálfri þér. Þú þarft að hlusta á aðra og taka ábend- ingum án þess að líta á síkt sem gagnrýni. Hið jákvæða er að þú hefur ágæta lífsorku og átt auðvelt með að vinna og framkvæma það sem hug- ur þinn stendur til. GARPUR EG HEF/ ÍTVOSÓLAR - HK/NGA . TAFN- y, VEL HBTJUR. V PurFA SVEFN! (I,) T J/EJA- EG HEF/ EINMITT þAE> SEM ÞHS WANTAR..'... t/NGA - L/NGAL/NG GRETTIR TOMMI OG JENNI DRATTHAGI BLYANTURINN 35 P tey/on v PIR J\ ®fr FERDINAND !!1f?!!!!i?!r!T!?T??!r SMAFOLK HE 5AIP HE FELL IN A H0LE,RAN INTO ATREE, UJA5 5TEPPEP ON BV A © HORSE ANP BITTEN BV A FOX! I 5AIPTOHIM, "THATMU5T HAVE BEEN A LONG PAV.T' HE 5AIP,' N0, THAT ALL HAPPENEP IN THE FIR5T FIVE MINUTES!" Nei, ég hefi aidrei hlaupið með hundunum... en pabbi gerði það ... Hann sagðist hafa dottið ofan í holu, og hlaupið á tré, hestur steig á hann og refur beit hann! Eg sagði við hann: „Þetta Hann sagði: „Nei, þetta hefur verið langur dag- gerðist allt á fyrstu fimm ur —“ mínútunum!" BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson ísland tók inn 9 IMPa á hörðu hjartageimi, sem Jón Baldursson og Sigurð- ur Sverrisson sögðu í leiknum gegn Búlgaríu á EM: Austur gefur; NS á hættu. Norður ♦ D1063 ¥2 ♦ KD1072 ♦ Á84 Vestur ♦ G8 ♦ Á8765 ♦ 5 ♦ KD975 Austur ♦ K754 ¥KDG4 ♦ 984 ♦ G10 Suður ♦ Á92 V 1093 ♦ ÁG63 ♦ 632 Vestur Norður Austur Suður — — Pass Pass 1 hjarta 1 grand Dobl 2 tíglar 3 lauf 3 tíglar 4 hjörtu Dobl Pass Pass Pass Grandsögn norðus var úttekt í hina litina, en dobl Sigurðar sýndi 8—11 punkta. Norður hóf vömina með því að spila tvisvar tígli. Jón tromp- aði, tók tvisvar hjarta og spilaði laufi í tvígang. Norður drap á ásinn og gerði nú heiðarlega til- raun til að hnekkja samningnum með því að spila smáum spaða. En Jón var vandanum vaxinn, setti lítið og skrifaði 590 í dálK**^ íslands. Á hinu borðinu lögðu Búlgar- amir niður rófuna í þremur hjörtum, en unnu einnig fjögur. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á millisvæðamótinu í Zagreb um daginn kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Seirawan, Bandaríkjunum, sem hafði hvítt og átti leik, og Barlov, Júgó- slavíu. 28. Bxh6! - gxh6, 29. Hxh6+ - Kg7, 30. Hg6+ - Kh8, 31. Rg5 og svartur gafst upp, því 31. — Rxd4 er svarað með 32. Dd3 og síðan 33. Dh3+.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.