Morgunblaðið - 13.09.1987, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
REYKJKJÍKURBORG
£aud#si Stödun
Staða aðstoðargatnamálastjóra er hér með
auglýst laus til umsóknar. í starfinu felst
einnig að veita forstöðu hönnunardeild gat-
namálastjóra.
Ennfremur er auglýst til umsóknar staða yfir-
verkfræðings rekstrardeildar gatnamála-
stjóra.
Umsóknarfrestur um stöðurnar er til 21.
sept. nk., en stöðurnar verða veittaFTfá 1.
okt. nk. Launakjör eru skv. samningum
Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.
Upplýsingar um stöðurnar veitir gatnamála-
stjóri og aðstoðargatnamálastjóri.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð,
á eyðublöðum sem þar fást.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
0S1A-0G
SMJÖRSALAN SE,
Bitruhálsi 2 — Reykjavik — Sjmi 82511
Pökkunarstörf
Óskum að ráða duglega starfskrafta til pökk-
unarstarfa nú þegar. í boði er framtíðarvinna
hjá traustu fyrirtæki.
Óskað er eftir skriflegum umsóknum.
Umsóknareyðublöð ásamt upplýsingum um
störfin fást á skrifstofunni.
Ritari — Afleysing
Viljum ráða ritara í véladeild til afleysinga
í 5-6 mánuði.
Vélritunar- og sæmileg enskukunnátta
nauðsynleg.
Nákvæmni, samviskusemi og stundvísi áskilin.
Upplýsingar gefur Sævar Guðlaugsson fram-
kvæmdastjóri.
Framtíðarstarf
Óskum eftir manni til framleiðslustarfa í verk-
smiðju okkar nú þegar.
Sápugerðin Frigg,
Lyngási 1, Garðabæ,
sími 651822.
Afgreiðsla/
frítt húsnæði
Laust er til umsóknar afgreiðslustarf í sölu-
skála í Reykjavík. Vaktavinna, 8.00-16.00 og
16.00-24 til skiptis daglega. Tveir frídagar í
viku. Starfinu fylgir frítt herbergi með að-
gangi að eldhúsi, baði og stofu.
Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist
auglýsingadeild Mbl. fyrir 20/9 ’87, merktar:
„M - 5365“.
Blönduvirkjun
Trésmiðir óskast til starfa við stöðvarhús
ísmóts hf.
Upplýsingar í síma 46241.
Rafvirkjameistari
sem hefur búið og unnið erlendis undan-
farið, óskar eftir atvinnu og húsnæði hver
sem er á landinu. Hef reynslu í fjarvarma-
veitu og öllum almennum raflögnum innan
húss sem utan.
Tilboð sendist augld. Mbl. fyrir 1. október
nk. merkt: „G - 2441“.
Hrafnista
Hafnarfirði
Okkur vantar til starfa á hjúkrunardeildum
nú þegar eða fljótlega:
- Hjúkrunarfræðinga.
- Sjúkraliða.
- Starfsfólk í umönnun, ræstingu og býtibúr.
Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í
sima 54288.
Járniðnaðarmenn,
Óseyrarbraut 3 - 220 Halnarf irði - Simar 51288-50788
Fóstrur
— starfsfólk
Fálkaborg er 3ja deilda blandað dagvistar-
heimili.
A yngri leikskóladeildinni er Guðrún fóstra.
Þar vantar góða manneskju, með uppeldis-
menntun eða starfsreynslu í stuðning fyrir
hádegi.
Bára er fóstra allan daginn á stóru leikskóla-
deildinni. Hana vantar duglega manneskju
með sér eftir hádegi svo hún geti opnað
deildina sína.
Vilborg heitir fóstran á dagheimilisdeildinni.
Hún er að missa einn starfsmann og vill
gjarnan fá fóstru til samstarfs við umönnun
17 barna frá 11/2-5 ára.
í Fálkaborg er salur. Þar inn vantar okkur
hressa manneskju í 50-75% starf. Einnig
vantar manneskju í fasta afleysingu frá kl.
13.00-17.00, hún þarf líka að sjá um þvotta.
Komið eða hafið samaband við Ingibjörgu
(f.h.) eða Lilju (e.h.) í síma 78230.
Þularstarf
Ríkisútvarpið vill ráða karla og konurtil þular-
starfa. Til þeirra þarf góða íslenskukunnáttu
og öryggi í málnotkun, staðgóða almenna
þekkingu og kunnáttu í framburði erlendra
mála. Aðeins kemur til greina fólk með góða
rödd og góðan framburð.
Umsækjendur verða prófaðir í lestri og radd-
beitingu..
Nánari upplýsingar í síma 91-693000.
Ríkisútvarpið.
Snyrtivöru-
afgreiðsla
Okkur vantar nú þegar eða fljótlega starfs-
manneskju í snyrtivörudeild okkar, Thorellu,
Laugavegi 16. Um heilsdagsstarf er að ræða.
Upplýsingar hjá verslunarstjóra snyrtivöru-
deildarinnar alia opnunardaga og einnig í
síma 24047. Uppl. á kvöldin í síma 41130.
Laugavegs apótek,
Laugavegi 16.
Starfsfólk óskast
Okkur vantar nú þegar starfsfók í eftir-
farandi störf:
1. Aðstoðarverslunarstjóri.
2. Afgreiðslustarf allan daginn.
3. Afgreiðslustarf hálfan daginn.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð á skrif-
stofunni, Laugavegi 25 á 2. hæð. Gengið í
gegnum verslunina. Upplýsingar eftir lokun
og um helgina í síma 36898.
Ná ttúrulækningabúðin,
Laugavegi 25.
Dagheimilið
Laufásborg
Okkur vantar hresst fólk:
1. Fóstru á 3ja mán. til 3 ára deild.
2. Starfsmenn:
100% á 3ja mán til 3 ára deild
50% fyrir hádegi 3ja til 6 ára deild
50% afleysing
50% fyrir hádegi í eldhúsi
Upplýsingar veitir Sigrún forstöðumaður
í síma 17219.
Skóladagheimilið
Völvukot
Vantar fóstrur og/eða fólk með sambærilega
menntun og ófaglært fólk.
í boði eru heilsdags og hlutastörf. Þetta er
kjörið tækifæri fyrir ykkur að takast á við
nýtt og skemmtilegt verkefni í notalegu
umhverfi.
Völvukot tók til starfa sumarið ’79 og í dag
eru börnin 16.
Komið eða hringið í síma 77270 og fáið nán-
ari upplýsingar.
Starfsfólk.
Atvinnurekendur
takið eftir!
Tveir ungir og bráðhressir menn utan að
landi óska eftir góðri atvinnu á höfuborgar-
svæðinu. Yfirvinna engin fyrirstaða. Vanir
verkstjórn og vinnu við gæðaeftirlit. Ath.
margt kemur til greina. Skilyrði góð laun.
Meðmæli ef óskað er.
Tilboð merkt: „Hressir — 869“ skilist á
auglýsingadeild Mbl. fyrir 18. september.
Afgreiðsla
— sölustarf
Óskum að ráða nú þegar í sölu- og afgreiðslu-
störf. Hálfsdagsstarf kemur til greina.
Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist
auglýsingadeild Mbl. fyrir 16. september
merktar: „A — 6083“.
aðstoðarmenn og lærlingar óskast til starfa
sem fyrst.
Fjölbreytt og krefjandi verkefni. Mikil vinna
og góð laun. Mötuneyti á staðnum.
Nánari upplýsingar veittar á staðnum eða í
síma.
VELSMÐJA
PÉTURS AUÐUNSSONAR