Morgunblaðið - 13.09.1987, Side 55

Morgunblaðið - 13.09.1987, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987 55 -y Skemmtun í lok fertug- asta starfsárs Þórscafé \ Royal no-bake __ mix cheese cake NÝJAR VÖRURÍ Royal-ostakaka fæst nú líka sykurlaus. (Með nutra sweet). Heildsölubirgðir. Agnar Ludvigsson hf. Nýlendugötu 21, sími 12134. Biblíuskól- inn að hefja hauststarf ÞRIÐJA starfsár evangelisk- lútherska Biblíuskólans er að hefjast. Eins og áður er skólinn laugardagsskóli, þ.e. kennt er þrjá laugardaga i mánuði frá kl. 13.00 til 18.00 og fer kennslan fram á Amtmannsstíg 2b. Skólinn er í eigu KFUM og KFUK í Reykjavík. Námskeið skól- ans eru öll 20 kennslustundir og fer kennslan fram í fyrirlestrum, um- ræðum, samtölum, verkefnum, æfingum ofl. Meðal námskeiða á haustönn eru: Innihald og boðskapur Gamla testa- mentisins. Kristin trúfræði — Náðarmeðulin. Saga, grundvöllur og starf kristilegu leikmannahreyf- inganna. Skráning á haustönn er til 14. september. Þú svalar lestrarþörf dagsins áBÍóum Moggans' má KOSTAllBODA l kösta boda Kringlan, sími 689122 Bankastræti 10. Sími: 13122. ‘rmmmm * 'B r wn'i* im —m—m——i— í TILEFNI fertugasta afmælis- árs Þórscafé ætla forsvars- menn Þórscafé að halda skemmtun í lok afmælisársins þann 18. og 19. september nk. Segjast þeir leggja áherslu á vandaða og efnismikla dagskrá. Ber fyrst að nefna að bræðurn- ir Úlfar og Kristinn Sigmarssynir leika létta tónlist meðan á borð- haldi stendur. Boðið verður upp á þríréttaðan matseðil sem mat- sveinar hússins, þeir Þráinn Ársælsson og Haukur Hermanns- son, sjá um. Er borðhaldi lýkur kemur kaba- rettsöngvarinn Bill Fredericks sem gerði garðinn frægan með hljóm- sveitinni Drifters um langt árabil eða til 1975 er hann fór að skemmta sjálfstætt. Hljómsveit hússins leikur undir með Bill Fred- ericks en hana skipa Stefán P. Þorbergsson (hljómborð, gítar), Sigurður Björgvinsson (bassi), Ásgeir Óskarsson (trommur), Þor- leifur Gíslason (saxafónn), Úlfar Sigmarsson (píanó) og Kristinn Sigmarsson (gítar, trompet). Bill Fredericks hefur skemmt víða um Evrópu en mest þó í Bretlandi. Hann mun verða þrjár helgar í Þórscafé. Útsetningar á tónlist verður í höndum Þorleifs Gíslason- ar. Um hljóðstjórnina sér Björgvin Gíslason og ljósamaður verður Jón Vigfússon. Að lokum skemmta Lúdó sext- ett og Stefán gestum með lögum eins og Því ekki að taka lífið létt, Olsen Olsen, Átján rauðar rósir, Laus og liðugur og Út í garði , en meginuppistaðan af lögunum verður frá árunum 1960—1965. í dag skipa hljómsveitina Stefán Jónsson (söngur), Berti Möller (gítar), Elvar Berg (píanó) en þess- ir þrír fyrstnefndu eru þeir sem stofnuðu hljómsveitina, Þorleifur Gíslason (saxafónn), Björn Gunn- arsson (trommur), Arthur Moon (bassi) og Júlíus Sigurðsson (saxa- fónn). Til stendur að fá síðan aðra fyrrverandi meðlimi hljómsveitar- innar inn sem sérstaka gesti og láta þá taka nokkur lög. Diskótekið verður á sínum stað niðri þar sem þeir Jón Vigfússon og Hafsteinn Guðmundsson sjá um að þeyta skífur fram á nótt og hljómsveit Stefáns P. leikur svo fyrir dansi til kl. 03.00 á efri hæðinni. Fréttatilkynning. Lúdó og Stefán eins og sveitin var skipuð á fyrstu árum hennar. Gjafir sem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.