Morgunblaðið - 13.09.1987, Síða 60

Morgunblaðið - 13.09.1987, Síða 60
Bryggjuspjall Giftusamleg nauðlending á Reykjavík; Fokker-vél lenti -á öðrum hreyfli Kartöfluuppskera um 5.000 tonnum meiri en í fyrra Kartöfluuppskera verður líklega um 5.000 tonnum meiri í en á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að heildaruppskeran á nýt- anlegum kartöflum á þessu ári verði um 18.000 tonn. Agnar Guðnason yfirmatsmaður garðá- vaxta sagði í samtali við Morgun- blaðið að gera mætti ráð fyrir að 10.000 tonn seldust, en 8.000 tonn- um yrði hent. Agnar sagði að kartöfluneysla hefði minnkað verulega hér á landi. Menn hefðu haldið því fram að meðal- neysla á kartöflum á mann hér á landi á síðasta ári hefði verið 64 kíló, en ef miðað er við heildarsöluna var hún 47 kíló. í Bretlandi hefur kart- öfluneysla aftur á móti aukist og er um 105 kfló á hvem íbúa á ári. Loftur Andri Jónsson bóndi á Bala í Þykkvabæ sagði í samtali við Morg- unblaðið að kartöfluuppskera hefði aldrei verið meiri en nú og að kartöfl- umar væru áberandi stærri en áður. Hann ræktar kartöflur á um 20 hektara svæði ásamt öðrum bónda. Þeir hafa þegar tekið upp 425 tonn en eiga eftir að taka upp um 70 tonn til viðbótar. Loftur Andri sagði að menn væru langt komnir með að taka upp. Hljóðið væri heldur dauft í bændum. Þeir eru svartsýnir á söluna og augljóst er að þeir þurfa að henda . miklu magni af kartöflum. „Við áttum auðvitað aldrei von á að fá svona mikið. Ef hægt væri að sjá það fyrir væri sett niður sam- kvæmt því á vorin.“ Loftur Andri skiptir við Þykkvabæjarkartöflur. Fyrirtækið tekur við 1500 pokum, eða um 75 tonnum frá hveijum bónda. Síðan kaupir það eftir þörfum frá bændum ákveðna prósentu af birgðum. TF-FLP, á Reykjavíkurflugvelli á öðnun hreyfli. Engin slys urðu á mönnum og tókst lendingin eins og best var á kosið. Vélin var að koma frá Akureyri og voru 39 farþegar um borð. Morgunblaðið náði tali af einum farþega vélarinnar, Jóni Lárussyni frá Akureyri. Hann sagði að um hálftíma fyrir áætlaða lendingu vélarinnar hefði flugstjóri hennar, tilkynnt að annar hreyfillinn hefði hitnað meira en góðu hófi gegndi svo slökkt hefði verið á honum. Jafnframt hughreysti flugstjórinn farþegana og sagði að þetta „væri ekkert stórmál". Jón sagði að far- þegar hefðu haldið stillingu sinni, en að vísu hefði farið um suma í aðfluginu þegar hnykkir komu á vélina. Lendingin tókst giftusamlega og renndi vélin að flugstöðvarbygging- unni með eðlilegum hætti. Flugvirkjar á Reykjavíkurflug- velli kanna hreyfil vélarinnar. Emil Ragnarsson bóndi á Sólbakka hefur lokið við að taka upp og sagð- ist hann hafa fengið samtals 315 tonn af kartöflum eða 115 tonnum meira en í fyrra. Hann setti heldur minna niður í vor en venjulega í því skyni að reyna að minnka framleiðsl- una. Emil sagði að margir bændur hefðu hætt að taka upp vegna þess að þeir voru búnir að fylla allar geymslur. Hann hefur nægt húsnæði og ákvað því að taka allt upp til að geta valið úr það besta. Emil gerir ráð fyrir að henda um helmingi upp- skerunnar. SKÖMMU eftir hádegi í gær nauðlenti Fokker-vél Flugleiða, Verðlækkmi á sjófryst- um þorski í Bretlandi Hefur áhrif á alla verðlagningu, segir framkvæmdastjóri dótturfyrirtækis SH VERÐ á sjófrystum þorski á Bretlandsmarkaði lækkar eftir helgina. Iceland Seafood ltd., dótturfyrirtæki Sambandsins i Hull, hefur ákveðið að lækka verð á millistærð þorskflaka, sem fryst eru um borð í togurum, um rúm 4% að sögn Sigurðar J. Sig- urðssonar framkvæmdastjóra. Ingólfur Skúlason framkvæmda- stjóri Icelandic Freezing Plants, dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, staðfesti að á mánudagsmorgun yrði verð SH einnig lækkað. „Þetta hefur án efa áhrif á verðlagningu alls fisks, hvort sem hann er frystur um borð eða í landi. Það hefur ekki tíðkast að lækka verð á þessum tíma. Þetta gæti dregið dilk á eftir sér,“ sagði Ingólfur. „Við erum að reyna að bregðast við óskum markaðarins með því að hagræða verðinu. Skæðustu keppi- nautar okkar, Norðmenn, hafa lagt þunga áherslu á að framleiða flök í millistærð og liggja með miklar birgðir sem ekki seljast," sagði Sig- urður í samtali við Morgunblaðið. „Verðlækkunin yfír heildina er óveruleg, því að það eru aðeins sjó- fryst flök sem vega 8-16 únsur sem lækka. Aðrir þyngdarflokkar verða áfram á sama verði." „Þegar kominn er taugatitringur í seljendur á þessum árstíma spyr maður bara hvert stefni. Ef menn eru hræddir núna þá á verðið eftir að lækka enn frekar og hafa áhrif á alla físksölu," sagði Ingólfur sem kvaðst hafa frétt um verðlækkunina á föstudagskvöld. „Það er ljóst að markaðurinn er ekki að stækka og þegar veiðist vel verður erfíðara að selja aflann. En ef aðrir lækka verðið á íslenskum afurðum getum við ekki haldið áfram að bjóða þær á hærra verði." Sigurður sagði að landfryst þorskflök væru enn ódýrari en þau sjófrystu. Þvf mætti ekki álykta sem svo að verðlækkunin gengi yfír línuna. Verðmunur vinnsluaðferð- anna færi óefað minnkandi, enda hefði hann verið óraunhæfur. Hann sagði að frystihús fram- leiddu nú í auknum mæli fyrir Bandaríkjamarkað. Minna framboð í Bretlandi stuðlaði að því að verðið héldist í skefyum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.