Morgunblaðið - 20.09.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.09.1987, Qupperneq 1
112 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 212. tbl. 75. árg._______________________________SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðains Hirohito sjúkur Tókýó, Reuter. HIROHITO Japanskeisari þjáist af þarmaveiki og íhuga læknar hans að láta hann gangast undir skurðaðgerð, að því er japanskir fjölmiðlar skýrðu frá i gær. Blaðið Asahi Shimbun og Ky- odo-fréttastofan skýrðu frá veikind- um keisarans og báru fyrir sig heimildarmenn innan hirðarinnar. Sögðu þau hann hafa átt við van- heilsu að stríða í röskan mánuð. Talsmaður keisarans varðist hins vegar allra frétta og sagðist ekkert vita um meint veikindi hans. A föstudag var hins vegar til- kynnt að keisarinn hefði hætt við að fara á glímumót í Tókýó um helgina vegna magakvilla. Fyrr um daginn hitti Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Hirohito í keisara- höllinni. Bretland: Frjálslynd- ir vilja sameiningu Samkomulagið um útrýmingu skamm- og meðaldrægra kjarnavopna: Dræm viðbrögð fjöl- miðla í Sovétríkjunum Washington, Moskvu, Peking, Reuter. Samkomulaginu sem náðist á föstudag um útrýmingu meðal- og langdrægra kjarnorkuflauga í viðræðum utanrikisráðherra risaveld- anna hefur verið fagnað um allan heim en það hefur hlotið litla athygli í Sovétríkjunum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna til- kynnti þremur stundum eftir að bráðabirgðasamkomulagið náðist að það hygðist hraða rannsóknum vegna geimvarnaáætlunarinnar. George Shultz, utanríkisráðherra, sagði á föstudag að Bandarikja- menn myndu aldrei fórna áætluninni fyrir afvopnunarsamkomulag risaveldanna. Sovéska dagblaðið Pravda og aðrir fjölmiðlar í landinu greindu í gær frá áætluðum fundi Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mik- hails Gorbachev leiðtoga Sovétríkj- anna síðar í haust þar sem áætlað væri að undirrita samkomulag um útrýmingu allra skamm- og meðal- drægra kjamorkuflauga. Hins vegar var ekki greint frá bráða- birgðasamkomulagi Eduards Shevardnadze og Georges Shultz sem sögulegum viðburði eins og gert hefur verið víðs vegar um hinn vestræna heim. Eini votturinn um að samkomulaginu væri fagnað var teikning á innsíðu í Prövdu sem sýndi brosandi vörubflstjóra sturta eldflaugum fram af bjargi. Búist er við að Reagan og Gorbachev hittist f Washington upp úr miðjum nóvember, en fram að því er mikið um að vera í Moskvu vegna hátfðahalda í tilefni bylting- birgðasamkomulagi risaveldanna en jafnframt látið í ljós þá von sína að samkomulaginu verði framfylgt út í ystu æsar og að meðaldrægar kjamorkuflaugar verði einnig fjar- lægðar úr Asíu. Harrogate, Englandi, Reuter. FULLTRÚAR á ársþingi Fijáls- lynda flokksins í Bretlandi samþykktu á föstudag með mikl- um meirihluta að hefja viðræður um samruna við Jafnaðarmanna- flokkinn. Úrslit atkvæðagreiðslunnar komu jafnvel leiðtogum flokksins á óvart því ekki hafði verið búist við svo miklu fylgi við samrunahug- myndina. Formaður Fijálslynda flokksins, David Steel, kom hug- myndinni á framfæri eftir að flokkamir tveir urðu illa úti í kosn- ingunum í júní. Hann hefur hótað afsögn ef viðræðumar um samruna renna út í sandinn. Hugmyndimar um sammna flokkanna hafa þegar klofíð Jafnað- armannaflokkinn og leitt til afsagn- ar formanns hans Davids Owen. arafmælis Sovétríkjanna. Reagan bauð Gorbachev til Washington er þeir hittust í Genf árið 1985 en Gorbachev ákvað að fresta för sinni þangað uns hægt yrði að komast að tímamótasamkomulagi. Shultz og Shevardnadze hyggjast hittast að nýju í síðari hluta október til að leggja lokahönd á samkomulag og undirbúa fund leiðtoga risaveld- Stjómmálaskýrendum hefur ekki tekist að skýra fjarvem Mikhaiis Gorbachev við hátíðahöld í Moskvu í tilefni 840 ára afmælis borgarinn- ar. Heimildamenn innan Sovétríkj- anna sögðust hafa búist við þátttöku leiðtogans í hátíðahöldun- um sem einnig em byijunin á fagnaði vegna byltingarafmælisins. En opinber hefð krefst þess þó ekki að hann sé viðstaddur. Kínveijar hafa fagnað bráða- Einar Gerhardsen látinn EINAR Gerhardsen, fyrrum forsætisráðherra Noregs, lézt af völdum hjartveiki á sjúkra- húsi í Osló í gærmorgun. Hann var á 91. aldursári. Gerhardsen var forsætisráð- herra í samtals 16 ár og tók fyrst við því starfi við lok seinni heims- styijaldar. Undir hans stjóm tóku Norðmenn þátt í stofnun NATO. Gerhardsen hvarf úr stóli for- sætisráðherra árið 1951 en tók aftur við starfínu 1955 og gegndi því til ársins 1965 eða í áratug. Á þeim tíma varð mikil breyting á háttum Norðmanna. Þjóðfélagið breyttist úr bænda- og veiði- mannaþjóðfélagi í nútíma velferð- arríki. Undir forystu Gerhardsens var lagður gmndvöllur að heil- brigðis- og menntakerfi eins og það gerist bezt. Einar Gerhardsen fæddist í maí árið 1897. Hann hreifst af rússn- esku byltingunni og gerðist kommúnisti ungur að ámm. Hann heimsótti Sovétrfkin á þriðja ára- tugnum til þess að hlýða á Lenín og Trotsky. Hann varð fyrir von- brigðum með sovézka kerfið, gekk í Verkamannaflokkinn og var formaður hans á árunum 1945-1965. Árið 1932 gekk Gerhardsen að eiga Wemu Christie en hún lézt árið 1970. Varð þeim þriggja bama auðið. Einar Gerhardsen kom oftar en einu sinni til íslands. Hann sýndi íslenzku þjóðinni jafnan mikla vin- áttu og naut virðingar hér á landi fyrir störf sín og stefnu. Einar Gerhardsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.