Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 Systraminning: Jóna Marteinsdóttir Jóhanna Marteinsdóttir Jóna Fædd 12. ágúst 1906 Dáin 11. febrúar 1986 Jóhanna Fædd 18. desember 1907 Dáin 11. september 1987 Þær voru dætur afa míns og ömmu, hjónanna Rósu Þorsteins- dóttur og Marteins Þorsteinsson- ar, kaupmanns og útgerðarmanns frá Fáskrúðsfirði. Jóna var frum- burður þeirra, fædd árið 1906 á t Fáskrúðsfírði. Nanna, eins og við kölluðum Jóhönnu jafnan, fæddist ári síðar að Hóli í Stöðvarfirði en þar bjó íjölskyldan um stuttan tíma á föðurleifð Rósu. Síðar fæddust systkinin Steinþór og Sig- urbjörg og fóstursystirin Jóhanna Bjömsdóttir bættist einnig í bamahópinn í Hlíð á Fáskrúðsfírði. Ólíkar vom þær í útliti systum- ar. Jóna var ljós yfírlitum, hávaxin og grönn en Nanna, sem var rauð- hærð á yngri árum, var þéttvaxin v og lítil. Rétt rúmlega málbandið átti hún til að segja. Jóna var góður námsmaður, næm og eftirtektarsöm. Nanna sagði mér einu sinni að fátt hefði ergt sig meira í bamæsku sinni en hvað Jóna var fljót að læra lexíumar sínar því „Ég átti að vera jafnfljót en það gat ég bara ekki.“ Seinna gengu þær báðar í Kvennaskólann í Reykjavík, þar sem þær áttu góða daga. Ungar að árum giftust þær Blömastofa Friðfinm Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið ölikvöld til kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. bræðrunum Elísi og Jóhannesi Þórðarsonum. Maður Jónu var Elís, en hann var skipstjóri. Þau settu saman heimili í heimabyggð sinni Fáskrúðsfírði. Þar fæddust þeim synimir fjórir. Þrír þeirra komust á legg. Þeir Már, Þór og Sigurður Atli. Síðar fluttust þau til Reykjavíkur og bjuggu þar þangað til Elís lést árið 1952. Þá tóku við erfíðir tímar hjá Jónu, en með hjálp góðra manna og eigin dugnaði yfírvann hún þá. Maður Nönnu var Jóhannes, sem lengi var vélstjóri á Kyndli. Nanna var því oft ein heima, sérs- taklega eftir að einkabarn þeirra, Þórður gerðist líka sjómaður. En hún átti fallegt heimili hér í Reykjavík þar sem hún undi sér vel við sína eftirlætisiðju; hannyrð- amar. Hún saumaði út ótrúlegt magn af púðum, veggteppum, klukkustrengjum, húsgagnaá- klæðum o.s.frv. sem prýddu heimili hennar og vinanna. Því vinmargar voru þær systumar. Þær löðuðu til sín fólk hvor á sinn máta. Jóna var hjálpsöm, glaðlynd og bóngóð. Jóna var líka þeim eig- inleika gædd að hún var ekkert að skafa utan af hlutunum ef henni þótti ástæða til. Því var allt- af gott að koma við hjá Jónu frænku. Nanna var gamansöm og oft ákaflega skemmtileg. Hún hafði skondin tilsvör og málshætti sem hittu í mark á reiðum höndum. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og stóð fast á sínu, gat jafnvel verið hvas- syrt ef svo bauð við. Ellin varð henni erfíð með langvinnum sjúk- dómum en aldrei kvartaði hún heldur brosti og bauð kaffí. Þær frænkur mínar Jóna og Nanna vom ekki bara systur held- ur nánar vinkonur sem vildu eiga samleið í gegnum lífíð. Þær létu sér ákaflega annt um stórfjöl- skyldu sína. Þær fylgdust með okkur systkinabörnunum af ein- stæðri alúð og áhuga. Nú eru þær báðar látnar þessar uppáhalds frænkur mínar. Stórt skarð er höggvið á frændgarðinn en ég er ríkari að hafa átt þær að frænkum og vinum. Blessuð sé minning þeirra. Arndís Steinþórsdóttir rs juglýsinga- síminn er 2 24 80 Legsteinar Framieiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMIWEGI 4Ö SiWI 76677 Minning: Halldóra Pálína Halldórsdóttir Fædd 27. janúar 1929 Dáin 12. september 1987 Ver hljóður, ver hljóður, þitt hjarta sé rótt í hljóðleikann sækir þú guðlegan þrótt. Fóstursystir mín, Halldóra Pálína Halldórsdóttir, háði sitt dauðastríð síðastliðið sumar, með þeirri hug- prýði og sálarró er einkenndi allt hennar líf. Við áttum því saman marga hljóða stund á sjúkrastofu Borgarspítalans. Við ræddum um lífið og tilveruna og rifjuðum upp góðu samverustundimar heima í Bolungarvík og hér í borg. Hún var greind vel, dul, hlédræg en trygg og vinföst. Reynsla hennar í bemsku kenndi henni að þakka all- ar gjafír lífsins af auðmýkt og lotningu. Halldóra var fædd í Hnífsdal. Faðir hennar, Halldór Hermann Kristjánsson, lést þegar hún var þriggja mánaða gömul, og bar hún nafn hans og Pálínu föðurömmu sinnar. Móður sína missir hún fjög- urra ára en fékk þá skjól um tveggja ára skeið hjá aldurhniginni móð- urömmu sinni, Guðrúnu Jensdóttur. í Bolungarvík átti hún tvo föður- bræður, þá Guðjón, sem lést í sumar, og Kristján E. Kristjánsson, þekktan aflaskipstjóra. Hann bjó með föðurömmu minni, Halldóru Jóhannsdóttur, en á heimilinu var jafnframt Guðrún föðursystir mín með flö'skyldu sína. Kristján ýtti nú bát sínum úr vör til að sækja þessa litlu frænku sína og flytja sem fósturdóttur inn á heimili sitt. Þetta vom hennar góðu forlög og þama naut Halldóra Pálína umhyggju og öryggis. Atvikin urðu samt þau að aftur varð breyting á. Guðrún flutt- ist til Reykjavíkur en heimili ömmu og Kristjáns sameinast okkar heim- ili. Haustið 1937 flutti því Halldóra inn á heimili foreldra minna, Elísa- betar Hjaltadóttur og Einars Guðfínnssonar. Úr þessu varð 20 manna fjölskylda, enda 8 böm fyr- ir, það yngsta ný fætt. Halldóra amma mín lést þremur árum seinna, en Kristján bjó á heimili okkar um áraraðir. Hann varð heilsuveill á miðjum aldri en dvelur nú á sjúkra- húsi Bolungarvíkur. Það er því flókin rás atburða, sem leiðir þessa átta ára telpu heim til okkar og mikil lífsreynsla að baki. Við bömin í Einarshúsi áttum hamingjuríka æsku við nám, störf og leik. Halldóra var glöð með glöð- um og naut sín vel í hópnum. Mjög kært var með Halldóru og móður minni alla tíð og eftir að hún stofn- aði eigið heimili, sýndi hún þá tryggð að koma mörg sumur vestur með dætur sína til að létta móður minni störfín. Ég hygg að þessar sumardvalir hafí verið öllum mjög kærar. Halldóra lauk unglingaprófí í Bolungarvík og fór í húsmæðraskól- ann á Blönduósi. Síðan var hún um tveggja ára skeið í Reykjavík við nám og störf, m.a. við saumaskap en bjó þá um tíma hjá föðursystur sinni, Maríu Kristjánsdóttur, sem gift var Sigfúsi föðurbróður mínum. Halldóra giftist góðum dreng, ísleifi Magnússyni sjómanni frá Bolungarvík, nú bílstjóra hér í borg. Foreldrar hans voru Kristín Lárus- dóttir og Magnús Einarsson. Á fyrstu hjúskaparárum sínum dvöldu ungu hjónin á heimili okkar Harald- ar og þar áttu dætur þeirra, þær Elín Halldóra og Kristín, sín fyrstu spor. Á þessum árum bundust böm okkar óijúfanlegum böndum og eig- um við margar minningar frá ærslaríkum gleðistundum þeirra. Systumar stunduðu báðar nám við Vestur-Skaftafellssýsla: Umfjöllim og afgreiðsla mála verði heima í héraði AÐALFUNDUR sýslunefndar Vestur-Skaftaféllssýslu var hald- inn fyrr í sumar undir forsæti Kjartans Þorkellssonar setts sýslumanns. A fundinn mættu sýslunefndarmenn allra hreppa. Alyktað var um, að öll þau mál sem fram til þessa hafa hafa komið til umræðu í sýslunefnd verði áfram rædd og afgreidd heima í héraði. Nefndin mæiti með því að ekki væri nema ein héraðsnefnd í Vestur-Skafta- fellssýslu þótt eðlilegt væri að hin smærri mál sem sýslufundur hefur styrkt yrðu afgreidd í heimahreppi. Boðað var til fund- ar með oddvitum í haust þar sem reynt verður að leggja línur um framtíðarskipun þessara mála. Umræður urðu um bágan hag sveitarfélaganna og fordæmdi fundurinn þær reglur sem gilt hafa um úthlutun aukaframlags úr jöfn- unarsjóði og krafðist þess að sjóðurinn yrði notaður til að jafna aðstöðu sveitarfélaganna eins og lög hans segðu til um. A fundinum voru lagðir fram reikningar sýsluvegasjóðs 1986 og sýsiuvegafjárveiting 1987 rædd, en áætlaðar tekjur þessa árs voru kr. 5.052.000. Þar af voru ætlaðar til viðhalds kr. 2.402.000 og til ný- lagningar vega kr. 2.000.000 og til annars voru ætlaðar kr. 650.000. Ennfremur voru reikningar sýslu- sjóðs 1986 lagðir fram og sam- þykktir sem og áætlun um tekjur og gjöld þessa árs. Áætlaðar tekjur voru kr. 2.673.820 en af útgjalda- liðum má m.a. nefna: Menntamál kr. 955.000, heilbrigðismál kr. 430.000 ogfélagsmál kr. 318.000. Fjöldi annarra mála var ræddur á fundinum s.s. fjármál sýslunnar og bágur hagur sveitarfélaganna, vega- og skólamál, vínveitingarleyfí o.fl. (Úr fréttatilkynningu) Eiginmaður minn, t HÉÐINN VALDIMARSSON, lést á heimili sínu Álftamýri 20. 18. september. Guðrún Guðmundsdóttir. Kennaraháskólann. Elín starfar nú sem læknaritari á Borgarspítalan- um, dóttir hennar er Gunnhildur Georgsdóttir. Kristín starfar sem húsmóðir, hennar maður er Stefán Ingólfsson verkfræðingur, þeirra böm eru Sólveig, Stefán Orri og Steinar Örn. Halldóra og ísleifur keyptu sér íbúð á Tómasarhaga en síðan í Breiðholtinu. Hún var góð húsmóð- ir og annaðist fjölskyldu sína af alúð og umhyggju. Hún var sérstak- lega heimakær alla tíð. Þar sem heimili hennar stóð var hennar heimur. Á meðan dætumar uxu úr grasi var hún heima en fór svo út á vinnumarkaðinn, síðasta áratug- inn á Landspítalann. Hún þótti afburða verklagin og heiðarleiki, reglusemi og samviskusemi ein- kenndi öll hennar störf. Halldóra var yndisleg mamma og amma og bamabömin voru henni síðustu árin uppspretta ómældrar ánægju. Hún fékk að upplifa fermingu Gunn- hildar í vor, en þá var þrekið búið. Hún hafði verið sérstaklega hraust alla tíð en lagðist nú inn á spítala. Hvíldin var henni að lokum náðar- gjöf. Fjölskyldan þakkar starfsfólki Borgarspítalans góða umönnun. Við Haraldur og bömin erum þakk- lát fyrir samfylgdina og fjölskyldan fyrir vestan sendir ástvinum hennar samúðarkveðjur. Hún fóstursystir mín spann af hógværð úr örlagaþráðum lífsins, alltaf sátt við guð og menn. Ver hljóður, ver hljóður. Það heilög er stund, er hljóðlega gengur þú drottins á fund. (F.J. Crosby, þýð. Pétur Sigurðsson.) Halldóra Einarsdóttir Það er sárt til þess að hugsa að eiga aldrei eftir að sjá né heyra í Halldóru minni, en starfsdegi henn- ar lauk 11. september. í mörg ár vann hún á Landspítalanum við frá- gang á taui á hinum ýmsu deildum spítalans. Síðustu mánuðir hafa verið erfíðir, en hún tók því sem að höndum bar með æðruleysi og einstakri ró, enda skapgerð hennar þannig. Hún flíkaði ekki tilfínning- um sínum, var dul í skapi, vinaföst, ákaflega trygglynd og framúrskar- andi samviskusöm. Kynni okkar byijuðu strax í bemsku minni heima í Bolungarvík og þar bundumst við sterkum vin-' áttuböndum, sem aldrei féll skuggi á. 1952 giftist Halldóra ísleifí Magnússyni, syni Kristínar Lárus- dóttur og Magnúsar Einarssonar í Bolungarvfk. Allan sinn búskap hafa þau búið í Reykjavík. Þau eign- uðust tvær dætur, Elínu Halldóm og Kristínu. Þegar ég fór að vera í Reykjavík átti ég alltaf visst athvarf hjá þeim og um tíma bjó ég á heimili þeirra, og á þaðan margar góðar minning- ar. Halldóra Pálína var fædd 27. janúar 1929 í Hnífsdal. Foreldrar hennar voru Elín Elsabet Jensdóttir og Halldór Hermann Kristjánsson. Foreldrar Elínar Elsabetar voru Guðrún Jensdóttir frá Brekku Langadalsströnd Sveinssonar og maður hennar Jens Guðmundsson frá;, Víganesi i Guðmunds,sonar frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.