Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 Siglufjörður: Þormóður rammi keypti eignir Isafoldar ÚTGERÐAR- og fiskvinnslufyr- irtækið Þormóður rammi á Siglufirði hefur keypt frystihús og saltfiskskemmu fyrirtækisins ísafoldar þar í bæ. ísafold hefur átt í verulegum rekstrarerfíðleikum og meðal ann- ars selt togarann Skjöld til Þorláks- hafnar. Við kaupin á eignum fyrirtækisins tók Þormóður rammi að hluta yfír skuldir þess, en Héð- inn Eyjóifsson, stjómarformaður Þormóðs ramma, kvaðst ekki vilja gefa upp kaupverðið. Þormóður rammi mun nú þegar taka salt- fiskskemmuna í notkun, en frysti- húsið í byijun nóvember. „Ég reikna með að frystihúsið verði í framtíð- inni notað til saltfískvinnslu, en starfsfólk þar getur fengið næga vinnu hjá Þormóði ramma," sagði Héðinn. „Það vantar fólk til starfa hér.“ Þormóður rammi gerir út þijú skip, Stálvík, Sigluvík og Stapavík. Héðinn Eyjólfsson sagði, að skipin hefðu nægilegan kvóta og sala Skjaldar til Þorlákshafnar hefði ekki haft áhrif á atvinnuástandið á Siglufirði. Skjöldur hefði hin síðari ár verið við rækjuveiðar og fáir haft- atvinnu af því. Kennarasambandið: Kjör kennara verði bætt Skólamálaráð Kennarasambands Islands hélt sinn fyrsta fund á þessu starfsári nýlega. Eftirfar- andi ályktun var samþykkt á þeim fundi: Suðurnes: Nýtt fjár- sterkt út- gerðarfyr- irtæki Kefbvtk. NOKKRIR útgerðarmenn og fiskverkendur hafa í hyggju að stofna fjársterkt útgerðarfyrir- tæki á Suðurnesjum. Búist er við að formleg stofnun verði næstu daga og er áætlað að safna 50-100 miHjónum í hlutafé. Logi Þormóðsson stjómarfor- maður Fiskmarkaðs Suðumesja sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi hugmynd hefði kviknað í tengslum við markaðinn. Virtist vera almennur áhugi hjá útvegs- mönnum fyrir þessu fyrirtæki. „Útlit er fyrir að nokkur skip verði seld burt af Suðumesjum á næstunni. Hér er um að ræða tog- ara og báta sem eru þungaviktar- skip í kvóta. Menn vilja stöðva þessa þróun og um leið halda þessum skipum á svæðinu," sagði Logi enn- fremur. - BB „Ráðningar kennara við gmnn- skóla landsins haustið 1987 hafa gengið mjög erfíðlega. Við marga skóla er ástandið svo slæmt að ekki verður annað séð en skerða verði kennslu þar sem ekki fást grunn- skólakennarar til starfa. Einkum bitnar þetta á skólastarfí úti um land. Veigamikil ástæða þessa ófremd- arástands er sú að laun kennara em svo lág að kennaramenntað fólk á kost á betri kjömm í öðmm starfsgreinum. Síðustu kjarasamn- ingar bættu kjör kennara ekki svo neinu nemi. Auk þess er vinnuað- staða í skólum víða allsendis ófull- nægjandi og skortur á fjölbreyttu námsefni háir skólastarfí og eykur mjög álag á kennara. I þjóðfélagi þar sem leitast er við að gæta fyllsta jafnréttis allra þegna verður ekki við slíkt unað. Skólamálaráð Kennarasambands íslands skorar á yfírvöld mennta- mála og fjármála að bæta kjör kennara og hlúa að skólastarfi þannig að nemendur alls staðar á landinu eigi sömu möguleika til náms og þroska." Stórlax í vertíðarlok Kolbeinn Ingólfsson og Analíus Hagwaag, með 24 punda grút- leginn hæng sem sá fyrrnefndi veiddi í Grafarhyl i Grímsá í Borgarfirði á þriðjudaginn, en þá tóku veiðimenn síðustu köst- in í Grímsá. Var veiðin léleg í ánni í sumar, aðeins um 800 laxar miðað við um 1800 síðasta sumar. Undir lokin glæddist veiðin hins vegar talsvert, sérs- taklega í nefndum Grafarhyl, sem gaf 24 laxa á einum og hálfum degi, m.a. þennan dreka sem hér er myndaður. Laxinn veiddi Kolbeinn á heimabrugg- aða útgáfu af Saphire Blue, þríkrækju nr. 12, og stóð viður- eignin yfir í nærri tvær klukku- stundir og var komið rauðamyrkur er úrslit réðust. Þá náði Analíus að renna sporðgríp utan um tröllið í myrkrinu og ná því á land. Þess má geta, að Analíus verð- ur áttræður á þriðjudaginn í næstu viku. Hann er Norðmað- ur sem Uentist hér á iandi ungur og er einn af litríkari veiðimönnum landsins. Hann setti í annan litlu minni í Graf- arhylnum þennan dag, en taumurinn slitnaði eftir 25 mínútna glímu. Framkvæmdastjóri OECD væntanlegnr til landsins Framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í París, Jean-Claude Paye, dvelst á íslandi dagana 22.-23. september næstkomandi sem gestur ríkisstjórnarinnar. Meðan á dvölinni stendur ræðir hann meðal annars við Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra, sem fer með málefni stofnunarinnar hér á landi, og fleiri ráðamenn. Island hefur verið aðili að Efna- vinnuvegi sem dragi úr eðlilegri hags- og framfarastofnuninni síðan samkeppni í alþjóðaviðskiptum og hún tók til starfa árið 1961. Stofnun- in tók við af Efnahagssamvinnu- stofnun Evrópu (OEEC) sem ísland hafði átt aðild að frá upphafí, 1948. Starf íslands á vettvangi Efnahags- og framfarastofnunarinnar er meðal annars fólgið í þátttöku í árlegum ráðherrafundum stofnunarinnar. Þar hefur á síðustu árum einkum verið lögð áhersla á það af Islands hálfu að aðildarríki stofnunarinnar dragi úr viðskiptahömlum, svo og útflutningsstyrkjum og öðrum stuðningi aðiidarríkjanna við at- í jafngildi í raun vemdarstefnu. Milliríkjaviðskipti með físk og fískaf- urðir eru hér mikilvægt dæmi. íslendingar sækja einnig reglu- lega ýmsa fundi, til að mynda fundi efnahagsmálanefndarinnar um ástand og horfur í efnahagsmálum heimsins og einstakra landa, fundi fískimálanefndar, vísinda- og tækni- nefndar, vátrygginganefndar, menntamálanefndar, skólarann- sóknanefndar og vegarannsókna- nefndar. Við undirbúning ársskýrslu Efna- Fyrirhuguð herferð hvalavina gegn Sambandinu: Lýsir vanþekk- ingn þessa fólks hags- og framfarastofnunarinnar um íslensk efnahagsmál nýtur stofn- unin aðstoðar Þjóðhagsstofnunar. V iðskiptaráðuneytið dreifír þeirri skýrslu og margháttuðum öðrum gögnum frá stofnuninni, til að mynda árlegum skýrslum um físk- veiðar í aðildarríkjum hennar ásamt einstökum ritum, svo sem riti um vandamál í fískafurðaviðskiptum og riti um kosti og galla verndarstefnu. Af ritum sem snerta sérstaklega tengsl Islands við stofnunina má nefna skýrslu hennar um íslenska menntastefnu á árinu 1986 sem vakti mikla athygli. Skýrslur stofn- unarinnar um vísjndi og landbúnað á Islandi hafa einnig áður komið út. Aðild Islands að Efnahags- og framfarastofnuninni er afar mikil- væg til þess að tiyggja íslendingum innsýn í það sem efst er á baugi í efnahagsmálum og ýmsum öðrum mikilvægum þjóðmálum í þeim ríkjum sem þeir eiga mest samskipti við og bera sig helst saman við. (Úr fréttatilkynningu frá Við- skiptaráðuneytinu) Geðlækna- ráðstefna á Hótel Sögu RÁÐSTEFNA Faraldsfræði- deildar Alþjóðageðlæknafélags- ins var haldin á Hótel Sögu dagana 15.-17. september. A ráðstefnunni var fjallað um það hvemig unnt væri að draga úr tíðni geðsjúkdóma. Þátttakendur voru um 140 víðs vegar að og voru hald- in _um 90 erindi. í undirbúningsnefnd voru þeir Tómas Helgason prófessor, Lárus Helgason og Jón G. Stefánsson, yfírlæknir á geðdeild Landsspítal- ans. - segir Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins GUÐJÓN B. Ólafsson forstjóri Sambandsins segist lýsa fyllstu van- þóknun á þau vinnubrögð hvalfriðunarsinna að ætla að beina spjótum sínum sérstaklega gegn Sambandinu og fisksölufyrirtæki þess í Bandaríkjunum, vegna tengsla Sambandsins og Hvals hf. og segir það lýsa sömu vanþekkingu og yfirleitt virðist ríkja hjá því fólki. „Mér skilst að þeir noti það sem óskyldum atvinnurekstri. Þetta er tylliástæðu að Sambandið á 3% í hlutur sem ég vona að sem allra Hval hf. Þessi hlutur hefur aldrei flestir sanngjamir menn fordæmi," hefur verið notaður til að hafa áhrif sagði Guðjón. á það fyrirtæki og er sennilega gömul eign sem upphaflega hefur verið stofnað til í greiðaskyni. Ef þessir menn ætla að nota sér þetta sem ástæðu lýsir það í mínum huga þeirra vinnubrögðum að öðru leyti. Þetta fólk hikar ekki við að taka sér umboð fyrir hönd alls mannkyns til þess að beita sér fyrir viðskipta- legum ofsóknum gegn saklausu fólki og saklausum fyrirtækjum í „Mér fínnstþað síðan vera veiga- mestu rök Islendinga í þessu hvalamáli að hvalir em í samkeppni um æti í þessu takmarkaða lífríki í sjónum umhverfis landið. Mér fínnst það vera stórhagsmunamál og mér fínnst persónulega að menn sem borða nautakjöt en fordæma hvalveiðar séu ekkert annað en hræsnarar," sagði Guðjón B. Ólafs- son. Sambandið hefur einnig fengið bréf frá Greenpeace samtökunum í Bretlandi sem dagsett er 9. septem- ber og skrifað i tilefni þess að ríkisstjóm íslands ákvað að halda áfram vísindahvalveiðum. Þar er Sambandið hvatt, sem eitt stærsta fyrirtæki á íslandi, til að beita áhrif- um sínum til að binda endi á hvaladráp og sagt að með því sé fyrirtækið ekki aðeins að leggja sitt að mörkum til að tryggja framtíð hvalastofnanna heldur um leið að gera íslendingum kleyft að vinna sér traustan sess í þeirri alþjóðlegu baráttu sem háð er til að koma í veg fyrir mengun og eyðingu jarð- arinnar og skapa heilbrigðara umhverfí fyrir komandi kynslóðir. Dómkirkjan: Kór frá Grimsby syngur við messu DÓMKIRKJAN fær gesti í heim- sókn við messuna í dag, 20. september, kl. 11.00. Það er kór St. James-kirkjunnar í Grimsby í Englandi, og mun hann syngja nokkur lög í messunni. St. James-kirkjan í Grimsby er eina sóknarkirkjan í Bretlandi, sem hefur sinn eigin kórskóla, en slíkt tíðkast að sjálfsögðu við dómkirkj- umar þar í landi. Kór St. James-kirkjunnar er ein- göngu skipaður drengja- og karla- röddum. Þar eru 16 drengir og 8 karlmenn. Stjómandi kórsins er Andrew Shaw. Kórinn hefur komið áður til íslands og mun hafa sung- ið í Dómkirkjunni árið 1969. Við messuna á morgun syngur Dómkórinn einnig og leiðir safnað- arsönginn undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar dómorganista, sem einnig leikur á orgelið. Sr. Hjalti Guðmundsson annast messugjörð- ina. (Frá Dómkirkjunni.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.