Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 Minning: Sigurður Ægir Jóns- son innheimtustjóri Fæddur 20. mars 1943 Dáinn 10. september 1987 Mig langar til að minnast frænda míns, Sigurðar Ægis Jónssonar, nokkrum orðum en hann lést að- faranótt hins 10. september sl. eftir skamma sjúkdómslegu. Ægir, eins og hann var jafnan kallaður, var fæddur í Reykjavík ' 20. mars 1943. Foreldrar hans voru Jón G. Sigurgeirsson, stýrimaður. Hann fórst með togaranum Max Pemberton 11. janúar 1944 þegar Ægir var tæplega árs gamall og Aðalheiður Sigurðardóttir. Áður áttu þau Sigrúnu f. 14. nóvember 1938. Við Ægir ólumst upp í sama húsi á Ásvallagötu 28 sem amraa, Ásdís Þórgrímsdóttir og afi, Sigurð- ur Þórólfsson, reistu árið 1928. Ekki auðnaðist afa að búa þar lengi því hann lést 1. mars 1929, nokkr- um mánuðum eftir að þau fluttu inn en amma Ásdís bjó þar áfram, allt til þess er hún lést 9. apríl 1969. . Alltaf bjuggu í húsinu ásamt ömmu einhver bama hennar og bamaböm sem sum hófu búskap sinn þar í kjallaranum og var Ægir þar á meðal þegar hann kvæntist Helgu Guðmundsdóttur árið 1964. Það fer ekki hjá því að ýmsar minningar komi fram í hugann þeg- ar hugsað er til baka. Ásvallagata 28 er eiginlega á krossgötum, á homi Hofsvalla- og Ásvallagötu og þar af leiðandi áttu margir þar leið um. Fyrst þegar ég man eftir mér háttaði svo til að amma bjó í risinu en foreldrar mínir á hæðinni og Adda frænka og seinni maður henn- ar, Skarphéðinn Magnússon, stýri- maður, (dáinn 27. júlí 1984), í kjallaranum. Þau eignuðust Magn- ús, f. 6. ágúst 1949 og Reyni f. 10. desember 1952. Samgangurvar mikill og miðpunktur fjölskyldunnar var amma Ásdís. Þangað leituðu allir, smáir sem stórir. Þetta var sem sagt eins og stór fjölskylda þar sem amman, ættmóðirin, var sá ás sem allt snerist um. Það var gott að alast upp í Vesturbænum á þess- um árum, fullt af krökkum í hveiju húsi, stutt niður á hom og mörg auð svæði þar sem hægt var að leika sér. Ægir var orðinn veraldarvanur þegar ég kom í heiminn fjórum árum á eftir honum, svo það var eiginlega ekki fyrr en á seinni árum sem ég var farinn að ná honum. Samt gat hann haft af mér smá not; á þessum árum voru fótbolta- félög stráka mjög algeng í Reykjavík og þar hóf Ægir sín fé- lagsmálastörf, stofnaði hann o.fl. Knattspymufélagið Öminn sem starfaði af töluvert miklum krafti í nokkur ár. Var keppt við félög úr öðmm hverfum uppi á Landa- kotstúni á Framnesvelli og jafnvel í Vatnsmýrinni. En allt tekur enda og allt á sinn tíma. KR tók við strák- .. unum úr hverfinu og ég flutti átta ára gamall í Hlíðamar eftir að pabbi sá mig með KR-merki í barminum. Eftir gagnfræðapróf úr Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar, sem svo hét, stundaði Ægir ýmis störf til sjós og lands en um áramótin 1963—64 hóf hann störf hjá Kristj- áni Skagfjörð, fýrst sem sölumaður en nú síðustu ár sem innheimtu- stjóri. Hjá Skagfjörð starfaði Ægir sem sagt í tæpan aldarfjórðung og þar vom líka margir félaganna úr hverfinu, svo eflaust hefur þar oft verið glatt á hjalla, sérstaklega þegar KR-ingunum gekk vel. Og það veit ég að félagið var honum kært og eftir að hann og Helga fluttu úr kjallaranum á Ásvallagötu í Hafnarfjörðinn var stefnan fljótt tekin á Vesturbæinn og eftir stutt stans í Firðinum fóm þau í Skjólin ásamt s^minum Benedikt Bjarka sem fæddist 22. október 1970. 1 Ægir vildi vera sem næst KR- heimilinu. Margt hefur Ægir starf- að fyrir félagið og sjálfsagt verða margir mér kunnugri til þess að greina frá því. Fljótt skipast veður í lofti. Ekki var hægt að sjá að nokkiið amaði að Ægi. Hann var hress sem fýrr en einhvers kenndi hann í vor og eftir utanlandsferð fyrr í haust fór hann í nákvæma læknisskoðun sem leiddi í ljós hvers kyns var. En það var of seint. Genginn er góður drengur. Ég sakna vinar og frænda. Ég og fjöl- skylda mín sendir Helgu og Benedikt Bjarka, Öddu frænku og systkinum hans, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurður Þór Jónsson Á morgun kveðjum við í hinsta sinn Sigurð Ægi Jónsson eða Ægir frænda eins og við kölluðum hann alltaf sem fyrir sérstaka bama- gæsku og glaðværð átti hug okkur því mikið áfall að frétta um svo skyndilegt fráfall hans. Ekkert er erfiðara en að reyna að rekja í fáum orðum þær skemmti- legu stundir sem við áttum saman. Okkar minnisstæðustu stundir með Ægi voru í jóla- og fjölskyldu- boðum hjá Öblu ömmu, þar sem öll fjölskyldan var saman komin. Þar var hann hrókur alls fagnaðar og okkar besti félagi, tók þátt i leikjum okkar og þreyttist aldrei á látunum og uppátækjunum í okkur. Einna minnisstæðast var þó þeg- ar Ægir var að taka okkur í kleinu. Þegar allir aðrir voru löngu orðnir uppgefnir á þessu eilífa suði okkar „taktu mig í kleinu" var það alltaf Ægir sem stóð einn eftir og tók okkur í hveija kleinuna á fætur annarri. Það var því ekki af ástæðu- lausu sem öll böm hrifust af Ægi og hann var þeim svo kær. Þegar fram liðu stundir minnkaði ekki ánægja okkar að hitta Ægi frænda, þar sem hann með sinni ómetanlegu kímnigáfu gat alltaf laðað fram broslegu hliðamar á öllu. Ægir frændi mun seint líða okkur úr minni. Skarð það sem hann skildi eftir sig verður aldrei fyllt. Við viljum þakka Ægi frænda fyrir allar góðu stundimar okkar saman sem eru okkar svo minnis- stæðar og kærar. Við viljum biðja góðan guð að halda vemdarhendi yfir Helgu frænku og Benna frænda og að hann styrki þau í sorg sinni. Guðrún Helga, Ragnhildur, Anna Kristín. Á morgun verður til moldar borinn félagi okkar og vinur, Sigurður Ægir Jónsson, eða Ægir eins og við kölluðum hann jafnan. Hann hefur um árabil verið ein aðaldrifQöðurin í stjóm knattspymudeildarinnar. Eldheitari og áhugasamari KR-ing var vart hægt að hugsa sér. Aðalá- hugamál hans var vöxtur og við- gangur yngri flokka deildarinnar en hann var m.a. formaður unglingar- áðs. Uppskera af störfum hans var ríkuleg og hefur fært félaginu Qöl- marga titla í þessum flokkum. Hann átti dijúgan þátt í því að byggja þessa starfsemi upp og tryggja að KR væri meðal þeirra félaga sem sinnti best málefnum yngri félags- manna jafnt utan vallar sem innan. Samstarf hans og Atla Helgason- ar þjálfara var einnig sérstakt. Undir þeirra handleiðslu uxu úr grasi efni- legustu knattspymumenn félagsins um langt árabil, sem m.a. urðu ís- landsmeistarar í 5., 4., 3. og 2. flokki og margir þeirra leika nú sitt fyrsta keppnistímabi) í meistarafiokki fé- lagsins. Samband Ægis við þennan hóp var ætíð mjög náið enda bæði dáðu strákamir hann og virtu. Ægir sat einnig í vallamefnd á vegum deildarinnar og hússtjómar KR og hafði því ásamt öðmm um- sjón með ástandi vallarsvæðisins. Grasvellir félagsins hafa verið stolt okkar félagsmanna af þeirri ástæðu að Ægir ásamt fleiri góðum mönnum vann afburðavel af natni og eljusemi við umhirðu vallanna. Við í stjóm Knattspymudeildar KR hugsum með söknuði til Ægis vinar okkar og þökkum ómetanleg störf hans fyrir deildina sem ávallt vom unnin af dugnaði og fómfysi. Við minnumst hans jafnframt með hlýhug sem trausts félaga, sem með brennandi áhuga vann stöðugt að eflingu félagsins. Eiginkonu Ægis, Helgu, og Bene- dikt Bjarka syni þeirra svo og öllum skyldmennum, vinum og vanda- mönnum vottum við samúð okkar á þessari erfíðu stundu. F.h. Knattspymudeildar KR Gunnar Guðmundsson Sigurður Ægir Jónsson fæddist 20. marz 1943 í Reykjavík. Foreldr- ar hans vom Aðalheiður Sigurðar- dóttir og Jón Sigurgeirsson. Jón var stýrimaður á togaranum Max Pem- berton og fórst með skipinu í desember 1943. Aðalheiður giftist síðar Skarphéðni Magnússyni. Sig- urður Ægir átti eina alsystur, Sigrúnu Jónsdóttur, sem búsett er í Bandaríkjunum og tvo hálfbræður, Magnús og Reyni Skarphéðinssyni. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Helgu Guðmundsdóttur, hinn 20. júní 1964 og áttu þeu einn son, Benedikt Bjarka, 16 ára, sem er nemi í Menntaskólanum í Reykjavík. Sigurður Ægir hóf störf sem sölu- maður hjá Skagfjörð í janúar 1964 og starfaði hjá fyrirtækinu óslitið til dauðadags. Ég kynntist Sigurði Ægi haustið 1978, er ég hóf störf hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð hf. Þama fór gustmik- ill ungur maður með ákveðnar skoðanir. Hann hafði þá gegnt erf- iðu starfí innheimstustjóra fyrirtæk- isins í nokkur ár. Þeir einir vita, sem reynt hafa, hvílík raun slíkt starf er og hefur verið á íslandi, þar sem reglusemi og skilvísi í viðskiptum em því miður ekki nægilega í háveg- um höfð. Sigurður Ægir óx í þessu starfi, leysti mál af ákveðni og lip- urð og reyndi á traust viðskiptavinar þar til allt um þraut. Ég hef fáum starfsmönnum kynnst, sem láta starfið ganga fyrir öllu öðra, en þannig var Sigurður Ægir. Hann átti það jafnvel til að heimsækja einhvem viðskiptavin, sem erfitt hafði reynst að ná í, þeg- ar hann var í orlofí úti á landi. Þá var hann nákvæmur í starfí og gekk ríkt eftir því við samstarfsmenn að öllu væri til skila haldið og pappírs- frágangur væri samkvæmt fyrir- mælum. Þótti mönnum stundum nóg um hversu fast hann gekk á eftir þessu en rétt skyldi vera rétt. Ekki urðum við samstarfsmenn hans varir við, að veikindi steðjuðu að, því að ekki vantaði hann einn dag í vinnu mánuðina áður en hann fór í frí og ekki var kvartað, enda þótt erill væri mikill á stundum. Þegar hann kom heim úr orlofsferð til Spánar, fór hann í rannsókn hjá lækni, hann hafði þá kennt sér þess meins, sem skömmu síðar dró hann til dauða, þrátt fyrir beztu fáanlegu læknismeðferð. Það em mikil viðbrigði er þessi vinnufélagi er ekki lengur á meðal okkar, þegar nýr vinnudagur er að hefjast. Ég færi hér fram þakkir fyrir hönd Kristjáns Ó. Skagflörð hf. fyrir iðni hans, sérstaka trú- mennsku við fyrirtækið og ótrúlega elju í erfiðu starfi og við kveðjum hann hryggum huga í dag. Frú Helgu og Benedikt sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Júlíus S. Ólafsson Ég man enn í dag hveijar tilfinn- ingar mínar vom til Ægis þegar hann fæddist. Mjög afbrýðisöm stóra systir. Varð samt að viðurkenna að hann væri frekar sætur, með þetta mikla, þykka hár og klæddur í hvítan blúndunáttkjól. Ekki var hann mikið hrifinn af minni meðferð, þegar ég fór í gönguferðir um Vesturbæinn með hann í kjól og slaufu í hári, sem ekki hélst á sínum stað. Hvað mér fannst merkilegt, að hægt væri að bijóta litlafingur í fótbolta, ekki vegna boltaleiks, heldur að hlaupa með hendur í vösum. Það tókst Ægi. Eitt árið hringdi hann til mín til Dallas og spurði hvað ég ætlaði að gera í næstu viku því hann væri að hugsa um að koma í heimsókn með Helgu og Benna. Ég og ijöl- skylda mín emm þakklát fyrir samverstundimar, sem vom færri en skyldi vegna fjarlægðar, sérstak- lega í mars síðastliðnum. Þolinmóður og góður var hann við alla, einkum böm. Sigrún, Omer, Adda og Jón-Ali. Á morgun, mánudaginn 21. sept- ember, verður jarðsunginn frá Neskirkju vinur okkar, Sigurður Ægir Jónsson. Ægir, eins og hann var jafnan kallaður, var sonur hjónanna Aðal- heiðar Sigurðardóttur og Jóns Sigurgeirssonar, stýrimanns, er fórst með togaranum Max Pember- ton þegar Ægir var aðeins 9 mánaða gamall. Eina systur átti Ægir, Sigrúnu Kundak, búsetta í Bandaríkjunum, gift Omari Kundak. Eiga þau tvö uppkomin böm. Aðalheiður móðir hans giftist seinna Skarphéðni Magnússyni, stýrimanni, er lést fyr- ir fáum ámm. Eignuðust þau tvo syni, Magnús, búsettan í Hafnar- firði, sambýliskona hans er Jessica Wilbrenninck og eiga þau eina dótt- ur, og Reyni, sem er búsettur í Bandaríkjunum. Var alla tíð mjög kært á milli systkinanna allra. Ægir ólst upp á Ásvallagötu 28, í húsi móðurömmu sinnar, Ásdísar H. Þorgrímsdóttur, hjá móður sinni og stjúpföður. Þar í hverfinu lágu leiðir okkar strákanna fyrst saman þegar við vomm litlir. Á þessum ámm var mikið hlaupið á eftir fót- bolta og þá gjaman á Landakots- túninu, sem í þá daga, eins og jafnan seinna, þjónaði sem sparkvöllur í hverfinu. Um 1954 var ráðist í að stofna fótboltafélag í hverfinu sem fékk nafnið Öminn og var Ægir ein aðal drifQöðrin við stofnun þess svo og í útgáfu félagsblaðs sem hét Vestri og kom það nokkmm sinnum út á meðan félagið var við Iýði. Ægir var einstaklega félagslyndur og ákaflega ósérhlífinn eins og seinna kom vel í ljós þegar hann fór að starfa með Knattspymufélagi Reykjavíkur. Einnig var hann ávallt boðinn og búinn ef hann gat eitt- hvað aðstoðað vini sína. Vináttu- böndin treystust þegar líða tók á unglingsárin og bar þar aldrei skugga á. Þegar Ægir hafði lokið gagn- fræðaskóla fór hann til sjós og sigldi út í hinn stóra heim, sem í þá daga var miklu lengra í burtu í huganum en í dag. Þegar hann kom í land var jafnan safnast saman á Ásvalla- götu 28 og var þá jafnan glatt á hjalla og hafði hann margt að segja úr þessum ferðum sínum. Á þessum ámm kynntist Ægir eftirlifandi konu sinni, Helgu Guðmundsdóttur, dóttir hjónanna Öldu Pétursdóttur og Guðmundar Þorsteinssonar, list- málara, sem lést langt um aldur fram. Eignuðust þau einn son, Bene- dikt Bjarka, 16 ára menntaskóla- nema. Vom þau þijú einstaklega samhent og samrýmd og reyndist Benedikt Bjarki þeim sannkölluð stoð í veikindum Ægis síðustu vik- umar. Á ámnum áður fómm við vina- hópurinn oft í ferðalög hér innan lands og er margs að minnast úr þeim ferðum, svo og öðmm ánægju- legum samvemstundum, sem þó í dag virðast hafa verið allt of fáar. Ægir og Helga bjuggu um tíma í Hafnarfirði, en vesturbærinn tog- aði alltaf í þau og fluttu þau þangað °g þjuggu síðustu árin á Álagranda 12. Ægir starfaði hjá Krisljáni Ó. Skagfjörð frá árinu 1964, síðustu árin sem innheimtustjóri. Um svipað leyti og Benedikt Bjarki byijaði að æfa knattspymu hjá KR fór Ægir að fylgjast með starfi yngri flokkanna og var það upphafið að langri vináttu og sam- starfi hjá honum og Atla Helgasjmi, þjálfara KR hjá yngri flokkunum. Þeir vom samhentir í því að gera „strákana sína“ að góðum og heið- arlegum knattspymumönnum, sem alls staðar væm KR til sóma. Ægir var alla tíð mikill KR-ingur og vildi veg félagsins sem mestan. f nokkur ár hafði hann ásamt Sigþóri Sigur- jónssyni umsjón með grasvöllum félagsins og vöktu þeir yfir þeim daga og nætur í orðsins fyllstu merkingu til þess að þeir væm ávallt í sem bestu ásigkomulagi. Ægir sat í mörg ár í stjóm knatt- spymudeildar KR og sjá þeir nú á bak einum ötulasta félagsmanni sínum. Þrátt fyrir áhuga sinn á KR var það þó ljölskyldan sem hann bar fyrst og fremst fyrir bijósti. Þegar Ægir lagðist inn á sjúkra- hús seinnipartinn í ágúst sl. var vitað að hann var með ólæknandi sjúkdóm, en við vonuðum þó sannar- lega að lengri tími gæfíst, en raun varð á. Aldrei kvartaði hann eða sýndi merki um uppgjöf í þessari stuttu en hörðu baráttu, en hann lést aðfaranótt 10. september. Því hvað er það að deyja annað en standa nakin úti í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í sóiskinið? Úr Spámanninum eftir Kahlil Gibran. Hvíli hann í friði. Elsku Helga, Benni Bjarki, Adda, Sigrún og aðrir aðstandendur, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Þórir, Bjöggi, Mattý, Nína. Þegar við, starfsfólkið hjá Krist- jáni O. Skagíjörð hf., mættum til vinnu fimmtudagsmorguninn 10. september sl. barst okkur sú harma- fregn að vinnufélagi okkar, Sigurð- ur Ægir Jónsson, hefði látist þá um nóttina. Við vomm öll harmi slegin, því að þrátt fyrir veikindi hans áttum við ekki von á þessu. Ægir var búinn að starfa hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð hf. í rúm 23 ár, fyrst sem sölumaður og síðar sem innheimtustjóri. Báðum þess- um störfum skilaði hann með mikilli prýði og samviskusemi. Það var aldrei lognmolla í kring- um Ægi. Hann sagði sínar skoðanir umbúðalaust og hann var drífandi starfskraftur, sem vildi afgreiða öll mál strax. Hann hafði brennandi áhuga fyrir gangi fyrirtækisins og lagði sig allan fram um að gera sitt til þess að vegur þess yrði sem mestur. Ægir var glaðvær maður og hlát- urmildur og hann var góður vinnu- félagi. Ægir var mikill knattspymu- áhugamaður og KR-ingur og starfaði hann mikið fyrir KR og þá sérstaklega að unglingamálum og gerði það af sama dugnaðinum og samviskuseminni og einkenndi öll hans vinnubrögð. Við, sem störfuðum með Sigurði Ægi Jónssyni, höfum misst glað- væran félaga og góðan vin. Við söknum hans. Helga mín, við sendum ykkur Benedikt okkar dýpstu samúðar- kveðjur og vonum að Guð varðveiti ykkur og styrki í ykkar miklu sorg. Starfsfólk Kristjáns Ó. Skagfjörð hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.