Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 Skákþing íslands: Karl og Askell með fullt hús KARL Þorsteins og Áskell Orn Kárason eru efstir og jafnir í landsliðsflokki á Skákþingi ís- lands eftir tvær umferðir á mótinu með fullt hús eða 2 vinn- inga hvor. Fast á hæla þeim koma stórmeistararnir Helgi Ól- afsson og Margeir Pétursson með 1,5 vinninga, en þeir byijuðu á því að gera jafntefli í inn- byrðis skák sinni í 1. umferðinni. Önnur umferðin, sem tefld var á föstudag, var Qörug og hart barist. Til marks um það má nefna að aðeins fjórum skákum af 14 lyktaði með jafntefli. Helstu skákunum lyktaði þannig að Karl Þorsteins vann Hannes Hlífar Stefánsson og Sævar Bjamason og Þröstur Áma- son gerðu jafntefli. Margeir vann Jón Viðar, Helgi vann Gunnar Frey Rúnarsson, Áskell Öm vann Gylfa Þórhallsson í 27 leikjum í skemmti- legri skák og Þröstur Þórhallsson vann Dan Hanson. 1.09% hækk- un vísitölu byggingar- kostnðar VÍSITALA byggingarkostnaðar í september hefur hækkað um 1,09% frá þvi í ágústmánuði og er nú 102,4 stig, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Hagstofunni. Þessi visitala gildir fyrir októbermánuð. Samsvar- andi vísitala miðað við eldri grunn er 328 stig. Vísitala byggingarkostnaðar hef- ur hækkað um 16,7% síðastliðna 12 mánuði. Hækkunin undanfama þijá mánuði nemur 2,4%, sem jafn- gildir 10% verðbólgu á heilu ári. Af hækkun vísitölunnar frá ágúst til september stafa tæplega 0,5% af álagningu 10% söluskatts 1. sept- ember síðastliðinn á þjónustu arkitekta og verkfræðinga, um 0,2% stafa af hækkun sements og um 0,4% af hækkun ýmissa efnis- liða. Morgunblaðið/Ámi Johnscn Sigurður Bergsteinsson fomleifafræðingur við gröf hávaxna mannsins sem hefur verið 185 senti- metrar á hæð. Fjöldagröf í kirkjugarði frá kaþólskum tíma Morgunblaðið/Árni Johnsen Séð yfir uppgröftinn í gamla kirkjugarðinum, en fornleifafræð- ingar ljúka störfum þar um helgina. FORNLEIFAUPPGREFTRI við Viðeyjarkirkju og Viðeyjar- stofu lýkur nú um helgina, en fomleifafræðingar Arbæjar- safnsins hafa stjóraað upp- grefri þar í sumar. Það síðasta markverða sem fannst var gröf mjög hávaxins manns sem bar hring úr gulli og siifri, en fora- leifafræðingum þykir ljóst á beinabyggingu mannsins sem væntanlega hefur verið uppi fyrir 1500, að hann hafi haft gott viðurværi og hafi ekki þurft að vinna hörðum höndum. Talið er að grafimar séu frá kaþólskum tíma Viðeyjar- klausturs. Fýrr í sumar var grafið upp norðan megin við Viðeyjarstofu en nú síðsumars norðan Viðeyjar- kirkju. Þar komu fomleifafræð- ingar ofan á kirkjugarð með fyrrgreindri gröf og einnig er þar flöldagröf auk annarra grafa. Í þessum hluta fannst einnig leður- askja með vaxtöflum, en engir hlutir hafa fundist í neinum gröf- um nema há „stórmenninu". Fjöldagröfm kann að vera til kom- in vegna pestar. Að loknu verki fomleifafræð- inga Árbæjarsafns verður ratt upp úr kirkjugarðinum, því norðan við Viðeyjarstofu og Viðeyjar- kirlqu á að byggja jarðhýsi þar sem verður eldhús og önnur þjón- ustuaðstaða fyrir húsin í Viðey sem Reykjavíkurborg lætur nú gera upp af miklum myndarskap eins og Hafsteinn Sveinsson, Við- eyjarbóndi orðaði það í samtali við Morgunblaðið. Ráðgert er að steypa jarðhýsið fyrir veturinn og jafnhliða verður lokið bryggj- usmíðinni sunnan Viðeyjarstofu. I gær þegar Morgunblaðsmenn vora á ferð í Viðey vora starfs- menn Skrúðgarða Reykjavíkur- borgar að dytta að ýmsu, m.a. lagfæra túnið hjá Viðeyjarstofu eftir að vatnslögn hafði verið lögð í gegnum túnið. Stefnt er að því að Viðeyjarstofa verði fullgerð á ný 18. ágúst næsta ár. Fjórir slösuðust FJÓRIR voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur í Hafnar- firði aðfaranótt laugardagsins. Meiðsli þeirra munu vera tölu- verð. Áreksturinn varð á mótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu um kl. 2. Tvær bifreiðar skullu þar saman af miklu afli. Fjórmenning- amir í bifreiðunum munu hafa beinbrotnað, auk annarra meiðsla. Ölvað fólk skemmdi ljósker PILTUR og stúlka vora tekin í vörslu lögreglunnar aðfaranótt laugardagsins þegar þau voru staðin að því að eyðileggja ljós á Austurvelli. Bæði vora þau ölvuð. Lögreglan í miðborginni sagði að talsvert annríki hefði verið hjá henni um nóttina. Aka þurfti ölvuð- um unglingum heim og rúður voru brotnar í verslunum að venju. Þó taldi lögreglan að dregið hefði tölu- vert úr ólátum í miðborginni. Skólastarf og kólnandi veður ættu heiðurinn af þeirri breytingu. Beðið með vega- gerð á Siglunesi - segir Emma Baldurs- dóttir húsfreyja VEGAGERÐ á Siglunesi gæti haf- ist í næsta mánuði, þegar Skipu- lagsnefnd ríkisins hefur tekið samþykkt bæjarstjóraar á Siglu- firði til umfjöllunar. Verði sam- þykktinni hnekkt munu ábúendur ekki láta deigan síga að sögn Emmu Baldursdóttur húsfreyju. Stefán Einarsson bóndi á Siglunesi hefur ítrekað sótt um leyfi til vega- gerðar milli bæjar síns og byggðar í Siglufirði. Hyggst hann kosta hana sjálfur og hefur þegar fest kaup á stórvirkum vinnuvélum til verksins. Á fimmtudagskvöld samþykkt bæjar- stjóm á fundi sínum að heimila þessa vegalagningu. „Málið hefur fengið jákvæða um- íjöllun. Við bíðum átekta þar til mánaðar kærufresti lýkur, en þá gætu framkvæmdir farið í gang,“ sagði Emma. r^iwn' Morgunblaðið/Guðbrandur Búðarferð Ökumaður þessarar bifreiðar lenti utan vegar á Hverfisgötunni í fyrrinótt og gægðist þar inn í verzlun. Mikið um óskýr- auleg neyðarmerki ÓVENJU mikið hefur verið um það síðustu daga að gervihnettir hafi heyrt neyðarmerki við landið og hefur Landhelgisgæsl- an þurft að kanna i hvert sinn hvaðan merkin koma. Oft á tíðum finnast ekki skýringar á merkjum þessum. Þröstur Sigtryggsson, skipherra, sagði að undanfama viku hefðu til- kynningar um neyðarmerki verið óvenju margar. „Fyrir skömmu fengum við tilkynningu, svo dæmi sé tekið, um að merki hefðu greinst frá stað út af Snæfellsnesi. Flugvél- in okkar var þá að fara í loftið og sveimaði yfír þessum stað, en engin merki greindust þar. Að vísu gefa gervihnettimir alltaf upp tvo mögu- lega staði þegar þeir greina neyðarsendingar og í þessu tilviki var hinn staðurinn vestur af Skot- landi," sagði Þröstur. Gervihnettimir miða út staðina með því að mæla tíðnibreytingu á merkjunum. Við nálgun eykst tíðnin, en minnkar þegar fjær dreg- ur. Þröstur sagði að gervihnettimir fengju út tvær viðmiðanir, fyrst þegar þeir nálguðust hlutinn og síðan þegar þeir fjarlægjast hann aftur. Þessar tvær viðmiðanir skær- ust á tveimur stöðum og þar sem gervihnettimir færa eina yfírferð yfír svæðið fengju þeir út tvær stað- arákvarðanir. Jafn miklir möguleik- ar era á að merkin berist frá hvoram staðnum sem er. Oft er mjög langt á milli staðanna tveggja og era báðir möguleikar kannaðir. Þröstur sagði að ekki væri alltaf hægt að skýra hvers vegna gervi- hnettimir næmu neyðarmerki. „Fyrir tíu dögum var tilkynnt um slík merki á stað sunnan við Scores- by sund. Þá var Awacs-vél frá vamarliðinu á lofti skammt frá og kannaði málið svo til samstundis. Merkin reyndust koma frá neyðar- sendi í þyrlu um borð í flutninga- skipi, en sendirinn hafði með einhveiju móti farið í gang. Annars er algengara að ekki uppiýsist hvers vegna merkin heyrast, en við verð- um að sjálfsögðu alltaf að kanna málin. Menn hafa látið sér detta í hug að farþegavélar kölluðu hvor aðra upp á þessari tíðni og gervi- hnettimir næmu það sem neyðar- sendingar, en ég skal ekki segja hvað er hæft í því,“ sagði Þröstur Sigtryggsson skipherra að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.