Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 I 4 HVARER TÆPIR átta mánuðir eru síðan I og íran. Margir hafa reynt að fá Terry Waite, sendimaður erkibis- hann lausan, þeirra á meðal Banda- kupsins af Kantaraborg, hvarf í ríkjamenn, Sýrlendingar, Drúsar, Beirút. Síðan hann sást síðast á Rivi- Gaddafi Líbýuleiðtogi, yfirstjórn era-hóteli laust fyrir kl. 7 e.h. ensku biskupakirkjunnar, brezka ut- 20.janúar hefur ýmist verið sagt að anríkisráðuneytið, erkiklerkar í íran hann sé í haldi í úthverfum Beirút og jafnvel brezki blaðaútgefandinn eða í Suður-Líbanon, Bekaa-dalnum I Tiny Rowland. Terry Waite: lífs eða liðinn? Því hefur stundum verið haldið fram að Waite hafí verið tekinn af lífí, en meira hefur borið á fréttum um að hann verði „bráðlega látinn laus.“ Stundum hefur verið staðhæft að hann hafí verið leiddur fyrir rétt vegna „glæpa", sem hann hafí framið, m.a. með því að starfa fyrir banda- rísku lejmiþjónustuna CIA. í febrúar var sagt að sézt hefði til Waites þegar hann hefði verið fluttur til íranska sendiráðsins í Beirút í þann mund er sýrlenzkt herlið sótti inn í vesturhluta borgar- innar. í marz hermdi sovézka tímaritið „Literatumaya Gazeta" að hann væri í sendiráðinu, en um svipað leyti var haft eftir öðrum heimildum að hann væri í hinni helgu borg Qom í íran. Margir §öl- miðlar hafa reynt að hafa upp á honum, þar á meðal brezka blaðið „Sunday Times", sem hér er einkum stuðzt við, en slóðin hverfur alltaf „einhvers staðar í Beirút." Fyrir tæpum hálfum mánuði hermdu fréttir að þess væri ekki langt að bíða að Waite yrði sleppt, því að fir.im milljóna dollara lausn- argjald hefði verið greitt. Ekkert vgerðist. Það vakti einnig bjartsýni um svipað leyti að fréttamaður frá BBC, John Simpson, sagði þegar hann kom frá Teheran að Waite væn á lífí og við góða heilsu. íranskir embættismenn höfðu sagt Simpson að samtökin Hez- bollah, sem fylgja Irönum að málum, hefðu Waite í haldi í Suður- Beirút og hvorki þau né íranar vildu að nokkuð henti hann. Síðan hélt tímaritið „Al-Shiraa“ í Líbanon því fram að fulltrúar stjómvalda í Te- heran og Washington ættu í leyni- legum viðræðum um afdrif gíslanna vestanhafs. Þá hafði fréttastofa Kuwaits eftir „líbönskum heimild- um“ um síðustu mánaðarmót að . Waite yrði sleppt „innan 10 daga“. Fréttastofan sagði að honum hefði átt að vera sleppt áður, en snuðra hefði hlaupið á þráðinn á síðustu stundu og reynt væri að greiða úr þeim vanda. Loks birtist enn ein frétt um að Waite væri látinn. Sögxisagnir Eins og sjá má hefur skortur á áreiðanlegum upplýsingum komið af stað alls konar sögusögnum og vangaveltum um mál Waites frá byijun. Sumar fréttir um hann hafa - verið trúlegar og e.t.v. réttar, en aðrar ósennilega og líklega rangar, en aldrei hefur verið hægt að stað- festa þessar fregnir eða bera þær til baka. Raunar virðist engin leyni- þjónustustofnun hafa fengið áreið- anlegri upplýsingar um Terry Waite en allur almenningur. Ekki er með fullu ljóst hvers vegna Waite var rænt. Þegar hann hvarf var hann að reyna að fá lausa tvo bandaríska gísla, Terry Ander- son og Thomas Sutherland, sem islömsku samtökin „Heilagt stríð" hafa lengi haft í haldi. Þau fylgja írönum að málum og munu vera angi af Hezbollah-samtökunum. í Beirút er talið að „Heilagt stríð“ hafí einnig rænt Waite. Höfuðpaur þessara mannrána er yfirleitt talinn Imad nokkur Mug- hnieh, Sjíti frá Bekaa-dal og félagi í Hezbollah. Hann er frændi eins af 17 arabískum hryðjuverkamönn- um, sem fengu fangelsisdóma fyrir sprengjuárásir í Kuwait, og ein helzta krafa mannræningjanna úr samtökunum „Heilagt stríð" er að þeim verði sleppt. Innanríkisráð- herra Kuwaits, Nawaf al-Ahmad al-Sabah fursti, ítrekaði nýlega þá afstöðu Kuwait-stjómar að ekki komi til mála að semja um 17- menftingana. í Beirút er talið að mannrænin- gjamir, sem Waite reyndi að semja við, hafi grunað hann um að hafa veitt þeim villandi upplýsingar um möguleika á því að fá 17-menning- ana í Kuwait lausa. Ef Waite er á lífí gefur yfírlýsing al-Sabah ekki tilefni til bjartsýni, því að það skil-' yrði er sett fyrir því að hann (og Anderson, Sutherland og þrír fran- skir gíslar „Heilags stríðs“) fái frelsi að 17-menningamir verði látnir lausir. Á árunum 1985-1986 var Waite tíður gestur í Líbanon og ræddi nokkrum sinnum við Oliver North undirofursta, höfuðpaur íransmáls- ins, til að gera honum grein fyrir stöðunni í gíslamálinu. Hann sagði ofurstanum hvemig mannrænin- gjamir komu honum fyrir sjónir, en vissi ekkert um áform hans og Þjóðaröryggisráðsins um að semja við Irana um skipti á hergögnum og gíslum. Þegar það komst í há- mæli varð Waite fyrir álitshnekki. Víötækar aðgeröir Síðan Waite var rænt hafa leyni- þjónustustofnanir staðið fyrir einhveijum víðtækustu njósnaað- gerðum, sem um getur á þessum áratug, til að hafa upp á eins mörg- um gíslum og unnt er af alls 25, sem eru í haldi. Bandaríska þjóða- röryggisráðið, leyniþjónusta banda- ríska heraflans (DIA) og CIA hafa unnið að þessu með brezku leyni- þjónustunni (MI6) og leyniþjón- ustum ísraels, Frakklands og Vestur-Þýzkalands. Að sögn brezka blaðsins „Sunday Express" áttu háttsettir menn frá þessum stofn- unum fund um aðgerðimar á Kýpur um síðustu helgi. Engin ein nefnd hefur samræmt aðgerðimar, en leyniþjónustumar hafa stöðugt samband sín í milli Waite með Drúsum: gátu ekki vemdað hann. og skiptast á upplýsingum. Banda- rískir gervihnettir hafa verið notaðir til að fylgjast með símtölum milli írans og Líbanons og í Beirút. Eftirlitsstöðvar á jörðu niðri hafa fylgzt með óvenjulegum samtölum í talstöðvum í Beirút til að komast yfír upplýsingar, sem gætu stuðlað að því að felustaðir og bækistöðvar hryðjuverkamanna fyndust. DIA hefur notað ljósmyndir úr flugvélum og gervihnöttum til að gera nákvæ- man uppdrátt af hverfum í Beirút, þar sem gíslamir kunna að vera í haldi. Unnið hefur verið að því í marga mánuði að semja skrá um íbúa allra húsa svo að hægt verði að greina þá frá hugsanlegum hryðjuverkamönnum. Þannig hefur verið safnað viða- mikilli vitneskju, en fátt nýtt hefur komið fram. Þótt aðgerðimar hafí verið geysivíðtækar er ekki vitað hvort Waite er lífs eða liðinn, hveij- ir hryðjuverkamennimir eru, hve margir þeir eru og hvar bækistöðv- ar þeirra eru. Varkárir Ástæðan er sú að hiyðjuverka- mennimir eru varir um sig. Þeir hafa lítið sem ekkert samband sín í milli í síma eða talstöð. Þeir nota sendiboða til að skiptast á skilaboð- um og samtök þeirra grundvallast á fjölskyldum, sem standa saman á hverju sem dynur og erfitt er að komast í samband við. „Þetta hefur verið eins og að leita að saumnál," sagði bandarískur leyniþjónustu- starfsmaður. Vegna upplýsingaskortsins veit enginn nákvæmlega hvað hægt er að gera til að fá staðfestar fréttir um Waite og tryggja að hann verði látinn laus, ef hann er á lífí á ann- að borð. Enginn veit hvem á að beita þrýstingi eða semja við. Sýr- lendingar og Iranar, sem hafa mest áhrif í Beirút, em tregir til að beita áhrifum sínum eða geta það ekki. Um það eru skiptar skoðanir hve mikil áhrif íranar hafa í raun og veru á hryðjuverkamenn í Líbanon. Þegar Waite var rænt var talið að samtökin „Heilagt stríð“ hefðu ver- ið ein að verki, en síðan Bandaríkja- menn sendu liðsafla til Persaflóa hafa komið fram vísbendingar um aukin áhrif írana á hryðjuverka- menn. Bandarískur leyniþjónustu- maður fullyrðir: „Þeim er stjómað frá Teheran og fá þaðan fé.“ Þar sem íranar eiga í höggi við bandarísk, brezk og frönsk herskip á Persaflóa virðist ólíklegt að þeir sleppi gíslunum, sem væri líkast því að slá út háspili í vondri stöðu. Þegar bandaríska blaðamannin- um Charles Glass tókst að flýja frá Beirút fyrir þremur vikum og Sýr- lendingar sögðust hafa hjálpað honum virtist nokkur von til þess að Assad forseta kynni að takast að fá írana til að sleppa Waite líka. En nú bendir ekkert til þess að Sýrlendingar hafi verið viðriðnir flótta Glass, sem virðist hafa drýgt hetjudáð. Auk þess hafa Sýrlend- ingar engin áhrif á „Hezbollah“ og „Heilagt stríð."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.