Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.09.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1987 39 Eiríkur Ragnarsson framkvæmdastjóri NLFÍ við leirböðin sem eru ásamt fæðinu, helsta ein- kenni heilsuhælisins. Leirböð komast í og úr tísku, að sögn Jakobs Úlfarssonar yfirlæknis heilsuhælisins og eru í augnablikinu aðeins notuð á íslandi, í Noregi og Japan. Pálína Kjartansdóttir hefur starfað sem matráðskona frá 1961. Minningarherbergi um Jónas Kristjánsson er til húsa í elsta hluta heilsuhælisins, frá 1955 og hefur verið haldið óbreyttu frá því Jónas féll frá 1960. nú þegar, bæði á vegum hjúkrunar- deildarinnar og Pálínu matráðskonu sem er með sýnikennslu í mat- reiðslu grænmetisfæðis í hverjum mánuði. Auk þess koma fyrirlesarar austur í Hveragerði. Náttúrulækn- ingafélagið gefur út tímaritið Heilsuvemd og stendur fyrir al- mennum fyrirlestrum um stefnumál sín. Allir virðast á einu máli um að fræðslu verði að auka enn frek- ar eigi áherslan á fyrirbyggjandi heilsuvernd að vaxa. Aðstaða til endurhæfingar verð- ur að teljast býsna góð á heilsuhæli NLFÍ. Endurhæfingin vegur að mati Jakobs yfirlæknis álíka þungt og mataræðið í meðferð sjúkling- anna. Læknar ákvarða alla endur- hæfingu, sjúklingar fara ekki í sund eða gönguferð nema að læknisráði. Sundlaug heilsuhælisins sem byggð var 1958 er mikið notuð. Önriur aðstaða til líkamsræktar eru fýrst og fremst tveir tækjasalir til sjúkra- þjálfunar. Hver sjúklingur fær einstaklingsmeðferð og í eldri saln- um veita sjúkraþjálfarar margs konar meðferð, einkum eldri sjúkl- ingum. í nýrri salnum er meira um yngra fólk að jafna sig eftir skaða vera erfitt að velja og hafna. Hrönn Jónsdóttir hjúkrunarforstjóri bendir á að ekki sé sanngjarnt að þeir frek- ustu sitji fyrir um pláss heldur eigi að meta hverjir þurfi helst á þeim að halda. En hún getur þess jafn- framt að fyrir komi að hjúkrunar- sjúklingar séu sendir á heilsuhælið vegna ókunnugleika lækna viðkom- andi. Þá sjúklinga verður hreinlega að endursenda. „Við erum með átta hjúkrunarfræðinga, sjö sjúkraliða og tvo ófaglærða á hjúkrunarvökt- unum sem eru allan sólarhringinn. Vaktin á að sinna þessum 176 sjúkl- ingum sem hér eru. Hælið er mannað miðað við kröfur heilsuhæl- is, ekki hjúkrunarheimilis. Einn eða tveir í hjólastól breyta kannski ekki miklu fyrir okkur, en þá verða hin- ir helst að vera mikið til sjálfbjarga ef allt á að ganga greiðlega fyrir sig.“ Eina skilyrði Náttúrulækn- ingafélagsins er að sjúklingar sem á heilsuhælið koma séu sjálfbjarga að sögn Jakobs yfirlæknis og eftir því hefur verið farið. Þótt tryggingarnar greiði nú að jafnaði um 85% kostnaðar við dvöl sjúklinganna kostar mánaðardvöl sjúklinginn sjálfan frá 8—16 þús- und krónur, eftir því hvort hann er í sér herbergi eða með öðrum. Upp- haflega var ætlast til að daggjald sjúklingsins stæði undir uppbygg- ingu heilsuhælisins en tryggingam- ar undir rekstrarkostnaði. Nú er svo komið að heildardaggjaldið nægir hvergi nærri fyrir rekstrinum og síðastliðið ár var hallinn orðinn 7 milljónir. Aðeins tvö ár eru síðan að verulega fór að síga á ógæfuhlið- ina í þessum efnum, ekki aðeins hjá NLFÍ heldur og öðrum sjúkra- stofnunum er félagasamtök reka. „Daggjöldin hafa ekkert hækkað í líkingu við þá auknu þjónustu sem við veitum nú. Auk þess tel ég að við höfum orðið fómarlömb þrýst- ings sem verið var að beita sjúkra- stofnanir á vegum hins opinbera til að hverfa frá daggjaldakerfi yfir á Guðjónsson og Jóhanna Hjartardóttir í setustofunni þar sem enn er þessari fjölmiðlaöld. Guðrún Bryiyólfsdóttir, Ingólfur stundum gripið í píanó og söng á fost fjárlög,“ segir Eiríkur Ragnars- son. „Ég trúi ekki öðru en þetta verði lagfært. Frjáls félagasamtök reka þriðjung sjúkrastofnana í landinu og þeim hefur verið falinn þessi rekstur vegna þess að þau byggja á reynslu og þekkingu hvert á sínu sviði. Ég tel mjög miður ef því fyrirkomulagi yrði breytt og allt fellt undir ríkið. Við emm ekki að biðja um mikið. Daggjaldið okk- ar er 1.631 króna og ekkert halla- daggjald, en síðastliðin áramót var daggjaldið á Borgarspítalanum, sem sendir sína sjúklinga oft beint til okkar, orðið um 12.000 krónur. Við erum ekki að tala um neitt í líkingu við það, enda veitum við ekki sömu þjónustu, en það þarf að rétta okkar hlut og ég veit að við eigum vísan skilning og velvild víða. Stefna Náttúrulækningafé- lagsins er fullkomlega í takt við þá heilbrigðisstefnu sem nú hefur ver- ið boðuð af stjómvöldum fram til ársins 2000 og á samhljóm um víða veröld. Ýmsir skæðustu menningar- sjúkdómamir eru fyrst og fremst lífstílsvandamál og lausn þeirra, aukin hreyfíng og hollara matar- ræði, eru kjami náttúrulækninga- stefnunnar. Við erum í augnablik- inu að vinna að ítarlegri innri skoðun starfseminnar með markmið stefnunnar að leiðarljósi og þar næst munum við leita álits sjúkling- anna. Loks skiptir okkur verulegu máli að hafa góða samvinnu við heilbrigðisyfirvöld. En hér er bjart- sýni ríkjandi." Undir þau orð Eiríks taka aðrir ráðamenn heilsuhælisins, hver á sinn hátt. Sú aukna þjónusta sem Eiríkur vísar til er margvísleg. Uppbygging fræðslu er eitt af því sem verið er að hugsa að nú og vísir að henni eða uppskurði á viðkvæmum liða- mótum. Þangað koma sjúklingar allt upp í tvisvar, eða þrisvar sinnum á dag til æfinga samkvæmt norsku þjálf- unarkerfi er kallast ráðþjálfun. Það byggist á stöðugum æfíngum sem eru smátt og smátt þyngdar, súr- efnisfrekum æfingum sem byggja á svipaðri hugsun og „eróbikkið" sívinsæla og að þjálfa samfellt marga vöðva í einu. Auður Sigurð- ardóttir veitir sjúkraþjálfunardeild- inni forstöðu en auk hennar starfa nú tveir aðrir sjúkraþjálfarar og ein aðstoðarmanneskja. Markmiðið er að hafa Qóra sjúkraþjálfara í fullu starfi við hælið. Gönguferðir, bæði léttar og erfiðari, eru farnar undir leiðsögn sjúkraþjálfaranna. Elsta deild heilsuhælisins er nudddeildin en henni veitir Súsanna Vilhjálmsdóttir forstöðu. Hún kom til starfa við heilsuhælið árið 1961 og voru þá þrír nuddarar þar. í dag starfa ellefu sjúkranuddarar á heilsuhælinu, allir þýskir og með tveggja og hálfs árs nám í heima- landi sínu að baki. íslenskir sjúkra- nuddarar setja yfirleitt upp eigin ‘ stofu, en fag þeirra hefur nú nýver- ið fengið fulla viðurkenningu og starfsheitið löggildingu. Á degi hverjum koma sjúklingar í nudd 266 sinnum, margir fara í mismunandi meðferð hjá fleiri en einum nudd- ara. Boðið er upp á handnudd, vatnsnudd, ljósaböð og stuttbylgju- . meðferð svo eitthvað sé nefnt. Aðstaðan fer sífellt batnandi og nuddið er alltaf mjög vinsælt. „Sumir koma beint af sjúkrahúsum, hér hvílast þeir og slaka á,“ segir Súsanna og getur þess að streitan v og afleiðingar hennar séu eitt af því sem nuddaramir séu sífellt að rekast á í starfi sínu. Nudddeildin á heilsuhæli NLFÍ er sú stærsta og viðamesta á landinu. Auk nuddsins sér starfsfólk nudddeildar um leikfimiæfingar á hverjum degi, byrjar á sundleikfimi klukkan sjö á morgnana og æfir sjúklingana síðan á ýmsa vegu, í venjulegri leikfimi og sérhæfðri axlaleikfimi, í kapellu hælisins. Yfírleitt er leikfiminni skipt á tíma eftir getu sjúklinganna þannig að læknir getur vísað hverjum í leik- fimi við sitt hæfi. Starfsfólk heilsuhælis NLFÍ er yfirleitt á einu máli um að í fram- tíðinni muni fræðslan á hælinu aukast mjög eins og stefnt er að. „Hugsjónir Jónasar Kristjánssonar, Bjöms L. Jónssonar og annarra brautryðjenda snemst einmitt svo mjög um þetta fyrirbyggjandi starf," segir Pálína matráðskona. „Við reynum að benda sjúklingum á hvað þeir geti sjálfir gert heima hjá sér til að gæta heilsu sinnar. Megmnarsjúklingamir ná oft góð- um árangri meðan þeir hafa stuðning hver af öðmm á matstofu föstusjúklinganna, „Sultartanga". Þegar vel gengur missa þeir kannski tíu til tuttugu kfló. En oft vill sækja í sama farið er heim er komið.“ Eins er með fræðslu til annarra sjúklinga. Bætt mataræði og aukin hreyfing em mikilvægustu atriði fyrirbyggjandi heilsuvemdar. Skúli Johnsen borgariæknir í Reykjavík hefur einmitt skorað á NLFI til liðveislu í nýrri heilbrigðis- stefnu þjóðarinnar, forvömunum. Til að heilsuhæli NLFÍ geti sinnt sínu hlutverki sem best þarf að finna lausn á fjárhagsvanda þess. Um það em menn fremur bjartsýn- ir. Stækkun heilsuhælisins er einnig brýn, því eldhús og borðstofa era * löngu orðin of lítil. Hrönn hjúkrana- rforstjóri telur sig sjá merki þess að þörf sé á félagsráðgjöf við hælið eins og á öðmm sjúkrastofnunum og jafnvel geðhjúkmnarfræðingi. Margir sjúklinganna em að koma úr erfiðum aðgerðum sem þeir hafa jafnvel þurft að bíða eftir langtím- um saman og er þeir koma í hvfld og endurhæfingu getur álagið sagt til sín. Nútímalífshættir streitu og firringar em líka síst til þess falln- ir að létta undir. Margir sjúkling- anna leita sér kyrrlátra stunda í þagnarherbergi heilsuhælisins þar sem þeir geta verið í hugleiðslu, bæn eða bara friði frá erli dagsins. Einnig það er merki um fyrirbyggj- andi heilsuvemd, að slaka á. Eftir 50 ára brautryðjendastarf virðast kenningar náttúmlækn- ingamanna eiga meiri skilningi að mæta en áður. Nýtt heilsuhæli Náttúmlækningafélags Akureyrar er að rísa í Kjamaskógi og mun grynna lítillega á biðlistanum fyrir sunnan, en fimmtungur þeirra er koma í Hveragerði er einmitt að norðan. Með nýju og auknu hlut- verki mun þó ekki veita af því að stækka heilsuhælið í Hveragerði um þær tvær þjónustuálmur og tvær - herbergjaálmur sem óbyggðar era. Tíminn virðist kalla á heilsuvemd náttúmlækningamanna og vonandi að því kalli verði unnt að svara með framkvæmdum. Texti: ANNAÓ. BJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.